Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 17. desember 1972 TÍMINN 13 ...af miðilsfundinum. (sambandsfundinum). Annar miðillinn, sem hér er i leiðslu, er konan á miðri mynd, Sigriður Guðmundsdóttir að framlifið er á öðrum hnöttum, þó ólikt öflugra og betra en á jörð- inni, þar sem verið er á framfara- leið. Ég vil gjarna geta sannfært mina þjóð um, að Helgi Pjeturss skildi, að visindi hans eru um eðli lifsins. En erfitt er að ná sterku sambandi nú til að ræða þetta nánar. En að lokum. Vill einhver nefna við mig sjúklinga? V.: — (Nefna nokkra menn og biðja um hjálp þeim til handa) M.: (Dungal) — Reyna munum við að styrkja þá. V.: — Hvernig likamnaðist þú Dungal? M.: ... það er mikið og merki- legt að segja frá... en sambandið er veikt ....ég hef mikinn hug á að segja, hvernig ég kom fram og likamnaðist á öðrum hnetti... M.: — .... ég vona, að fleiri og fleiri verði til að athuga það, hvað snertir visindauppgötvanir Helga Pjeturss og láti sér skiljast sann- leiksgildi þeirra. Munu þeir þann- ig fyrr fá skýringu á lifinu og eöli þess. M.: — Indriði miðill hér — sæl V.: — Sæll Indriði M.: — ...tilhlökkun ríkir meðal okkar.Von okkar er, að skilningur aukistá sambandi okkar. Til þess þarf aukið áræði, vinir. V.: — Er það satt, að þú hafir farið hamförum og flogið i lifanda lifi, Indriði? Nokkur þögn. M.: — Þessi spurning er rang- lega upp byggð og þvi erfitt að svara henni, en ég skil þó, hvað þú átt við. Að nokkru leyti er það réthermt, en betur hefði verið, að sá kraftur, sem þar var að verki, hefði orðið meira til góðs....... Þessi samtalabrot frá miðils- fundinum verða ekki rakin frekar hér, en samræður urðu miklu lengri og fleiri létu i sér heyra. Um tólf-leytið voru miðlarnir vaktir og virtust þeir þá mjög ringlaðir, en þó hressir og endur- nærðir. Eftir á sagði Kjartan, að fundur þessi hefði verið fremur þyngri, en vant væri. Enda var sambandið oft á tiðum mjög veikt. Við Kjartan áttum langt tal saman, daginn eftir fundinn,um kenningar dr. Helga Pjeturss, félagsskapinn sjálfan, trúar- bragða-og visindasögu heimsins i nútið, fortið og framtið með tilliti til kenninga dr. Helga og fleira og fleira. Það, sem hér fer á eftir, er byggt á þeim samtölum, eða öllu heldur hluta þeirra. „Verið hreinskilin." Nánar um eöli drauma — Hugsun mannsins sjálfs er fram komin vegna ýmissa áhrifa, sem hann hefur orðið fyrir i lifs- hlaupi sinu, og hún kemur siðan fram i draumum mannsins i ein- hverri afbakaðri mynd, með duldum þýðingum. Eitthvað á þessa leið er kenning Freuds, ekki satt? Viðþetta er hinsvegar allnokkuð að athuga. Þegar þú horfir á einhvern hlut, t.d. þennan eldspýtnastokk, hefur þú i vöku möguleika á þvi að rannsaka hann náið og athuga það, sem þú hefur e.t.v. ekki áður gefið gaum að. Nú segja menn, að draumar séu sama eðlis og hugsun, eins og ég loki augunum og imyndi mér eld- stokkinn. Jæja, nú lokar þú augunum og flettir upp i minn- ingasafni þinu og rifjar upp, hvernig eldstokkurinn litur út. Þar kemur, að minning þina þrýt- ur. Þú getur ekki lýst þessu eða hinu atriðinu nánar, án þess að opna augun. Þú getur sem sagt ekki framkvæmt neina frekari at- hugun. Þannig fer ekki milli mála, að hugsun og sýn eru tvær gjörólikar athafnir, það er undir- stöðumunur á þeim.Þetta ætti að vera augljóst. Nú dreymir þig eldstokkinn, og þá gerist alveg það sama og við sýnina. Þú getur velt stokknum og framkvæmt athugun að vild. Af þessu leiðir augljóslega, að draumurinn er sýn, ekki hugsun cða imyndun, heldur sýn sama eðlis og aðsjá með berum augum. Einkenni snillingsins. „Verið hreinskilin" — Til þessa þarf afar næma at- hugun, sern Helgi og hafði. Þarna þarf að koma til eðli snillingsins, en það er að uppgötva hið aug- Ijósa.Og uppgötvunin er með þvi marki, að mönnum finnst san> stundis og þeir hafa kynnt sér hana, að þeir hafi hugsað eitthvað likt áður, vegna þess, að það er svo augljóst, liggur i augum uppi. Ef þú lest gegnum vitsögu sög- unnar, kemstu að þvi, að þetta er einmitt eðli allra mestu hugsuða og snillinga mannkynsins. — Maður, þú sem vissir svo lengi ekki, að þú átt heima á stjörnu, vittu, að þú átt að eiga heima á öllum stjörnum. Allur þessi mikli heimur á að verða heimkynni þitt. Það er verið að skapa heiminn handa þjer, og þú átt sjálfur að aukast svo að viti og mætti, að þú getir farið að taka þátt i þessari miklu smið. Og á öðrum stjörnum eru lengra komnir frændur þinir, fullir af Iöngun til að rjetta þjer hjálparhönd, þó að það geti ekki orðið, fyrr en þú hefir sjálfur vit til að rétta út höndina á móti —Niðurlagsorð Nyals Og eins og við höfum þegar rætt um, þá eru draumar manns ávallt að undirrót vökulif annarra, upp- lifun annarra, sem i langflestum tilfellum eru ibúar annarra hnatta, holdi klæddar verur alveg eins og við. Þetta er samsálun. -Mig langar að beina þeirri áskorun til lesenda, að þeir gerist hciðarlcgir, og þá sérstaklega gagnvart sjálfum sér. Ég skora á þá i fullri vinsemd að rifja upp glöggan draum og segja hann eins og þeir ætluðu sér, en athuga siðan allan misgáning gaumgæfi- lega, viðurkenna af hreinskilni þann reginmun, sem er á frásögn þeirra og staðreynd draumsins. Hér er stórkostlegt atriði á ferð- inni. Líf-lifmagn Likja má hverjum manni við rafgeymi. Hann eyðir liforku þeirri, er hann býr yfir, við störf og athafnir á daginn. Enda þótt henn eti, drekki og taki það ró- lega, þá hvilist hann ekki fyrr en hann hefur sofið. t svefninum, og þá fyrst og fremst eða jafnvel ein- göngu, meðan draumur á sér stað, hleðst maðurinn orku, og er endurnærður að morgni. I Ameriku og viðar hefur þetta vcrið sannað með visindalegum aðferðum. Við getum t.d. nefnt dr. Rheine, upphafsmann rann- sókna parasálfræði við Duke Uni- versity of North-Carolina. Við at- huganir kemur i ljós, að hægt er að merkja, hvenær mann dreym- ir i svefninum og hvenær ekki. Er það framkvæmt bæði með heila- linuritum og eins með þvi að at- huga augnahreyfingar. Gerð var tilraun á þann veg, að tilraunamenn voru (sjálfviljugir) látnir sofa eins og þeir vildu. Heilalinuriti var tengdur við höf- uð þeirra og jafnframt voru hafð- ar gætur á hreyfingum augna- steinsins. Þegar þá byrjaði að dreyma, en þar með fóru augna- steinar af stað og linuritið breytt- ist, voru þeir umsvifalaust vaktir. Þannig var haldið áfram, unz að þvi kom,að tilraunamennina fór að dreyma óslitið, vegna þess að lifsorka þeirra var uppurin og þeir þörfnuðust hennar lifs- nauðsynlega. Þetta sannar óyggj- andi, að maðurinn fær lifsorku sina gegnum drauminn, og eftir okkar kenningu frá verum á öðr- um hnöttum. Augun hreyfast i samræmi við augnhreyfingar draumgjafans, Ef menn voru vaktir, er þeir voru rétt komnir i áðurnefnt ástand, fengu þeir snert af brjál- æði. Þá dreymdi vakandi. Mig langar i þessu sambandi að vikja örfáum orðum að ná- skyldu fyrirbæri, einni tegund geöveiki, eins og t.d. það sem kallað er hugklofnun, og sálfræðin rekur umsvifalaust til undirmeðvitundar, ofskynjana, hugklofnunar og hvað það n,ú allt heitir, er að okkar áliti alveg það sama og hjá tilraunamanninum, sem við ræddum um. Það er að segja: „Geðsjúklinginn dreymir vakandi. Þegar hann heldur þvifram.aðhannséþessi og þessi maður, oft þekktur maður, þá trúir hann þvi statt og stöðugt, vegna þess, að hann lifir alveg i heimi draumgjafans. Og það er hægt að lækna þessa menn á nokkrum dögum, með þvi aðeins að slikta sambandið, afstilla þá. En til lækningar þessum mönnum er ckki leitað grundvallaror- sakarinnar, heldur beitt tima- bundnum aðferðum, sem engin vandamál leysa. Þannig er ástandið á flestum sviðum þjóð- lifsins á vorum dögum. Það er forðazt að grafast fyrir rót mein- semdarinnar. Þennan þátt uppgötvana Helga Pjeturss, sem hanri gerði uþp úr 1910, hefur þvi verið sannaður af nútima visindum, svo að ekki verður um villzt. Sem sagt, að orkuaðstreymi til mannsins á sér stað gegnum drauma, og það er jafn nauðsynlegt og súrefnið og fæðan fyrir okkur, það er lifs- orkan sjálf. Áhrifa lífsinsá einum stað í alheiminum gætir alls stað- ar. — Helgi heldur áfram og útfær- ir kenningu Faradays, sem sagði, að allir hlutir hafi áhrif á alla aðra hluti i alheiminum, þannig að t.d. regndropi, sem fellur i Faxaflóann, „vibri" gegnum al- heiminn og hafi áhrif á hverja efnisögn. Þetta er auðvelt að sýna fram á og sanna i dag. Ekki er rúm til að fara út i nákvæma út- listun, en þó skulu nokkur atriði nefnd. I stjörnuþyrpingunum, Vetrarbrautunum svoköHuöu, eru 10"(tiu i ellefta veldi) stjarna að meðaltali. Ef þú skoðarmyndir af þessum þyrpingum, sérðu, að þær hafa lögun, aflfræðilega lögun. Þetta sannar það, að samband er á milli allra efnisagna vetrar- brautanna og þar með allra efni- sagna alheimsins. Ella væri allt á fleygiferð og hefði enga lögun. Þess vegna er það, að allt, sem skeður á okkar hnetti, hve litið sem það er, hlýtur að „vibra" allt kerfið, og hverja efniseind al- heimsins, á svipaðan hátt og þeg- ar þú ýtir fingri i gel-köku (hlaup- köku). Helgi útfærir þessa kenningu og segir: Lifið er sama eðlis. Lifið hér hcfur einnig áhrif á lil alls staðar í alheiminum. Hreyfingar (vibrasjónir) i heilanum hafa þvi áhrif um allt kerfið. Við sérstakar aðstæður, sem við hófum þegar rætt um, þ.e. við svefninn, eða öllu heldur drauminn, koma áhrif þessi (frá draumgjafanum) þannig fram á menn hér á jörðinni, að þeim finnst þau tilheyra þeirra eigin lifi. Þá getum við vikið að trúar- brögðunum, eins og kenningunni um hinn Þrieina guð, og þegar Jesú sagði: „Ég og faðirinn erum eitt." Trúarbrögðin ætið sam- eðlis að undirrót — Skoðun okkar Nýalssinna á þvi, hvernig túlka beri trúar- bragðasöguna, er byggð á kenn- ingum Helga Pjeturss. Og eins og á öðrum sviðum, útvikkar hún trúarhugmyndirnar og sviptir hulunni frá þvi, sem áður var hlu- ið, á einfaldan og augljósan máta. Jesii kemst i fast samband við guðlcga veru á öðrum hnetti. Ilann kallar hann gyðinganafninu Jahve. Hann lifir stöðugt i draumi, bæði i svefni og vöku, kemsti fast vitundarsamband við guðlega vcru. Sambandið milli Jesú og Jahve, sem var höfðingi mikill á öðrum hnetti, varð stundum svo náið, að Jesú vissi ekki, hvort hann var hann sjálfur eða guðinn, saman- ber fullyrðinguna: „Ég og faöir- inn erum eitt". 011 Jesú-sagan verður ekki skilin nema út frá kenningum Helga, og skilst þá, að Jesú var guðlegur. Trúarbrögðin eru ætið sam- bandscðlis að undirrót. Ef þú lest t.d. spámanninn JSsekiel i Bibli- unni, þá getur að lesa á einum stað: „Á þritugasta árinu i fjórða mánuðinum hinn fimmta dag mánaðarins, þá var ég meðal hinna herleiddu við Kebarfljó.t . Opnaðist himininn, og ég sá guð- legar sjónir. Ég sá, og sjá: Stormvindar koma úr norðri og ský mikil og eldur, sem hnyklaðist saman og stóð af þvi bjarmi umhverfis, og út úr honum sást eitthvað, sem glóði eins og lýsigull. Út úr honum sáust myndir af f jórum verum og þetta var útlit þeirra: Manns- : Framhald á 17. siðu. ......Viðlikar niðurstöður hafa fengizt um aðrar nálægar stjörnur, og þetta styður þá almennu skoðun, að reikistjörnukerfi kunni að vera reglan en ekki undantekningin. Og hafi reikistjarnan hag- stæð skilyrði á yfirborði sinu, má gera ráð fyrir, að Iif myndist þar og þróist. Við verðum að gera okkur grein fyrir, að i heiminum hljóta að vera til mörg mannkyn, sem taka okkur langt fram bæði tækni- lega og siðferðilega. —tJr bókinni „The Atlas of the Universe", sem út kom i Bretlandi sumarið 1970 og hefur að geyma rikjandi skoðanir fremstu stjarnfræðinga vorra daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.