Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 17. desember 1972 Guð hjálpi náunganum, ef hann reyndist ekki duglegur, áleit Pater- son. Já, en hann var duglegur. Hann hafði að visu aðeins eitt auga, en það var heldur ekkert venjulegt auga. Paterson sagði, að þeir mundu þá leggja af stað með birtunni i fyrra- málið. Hann gekk siðan upp þrepin tvö fyrir kofadyrunum og steig inn fyrir. A stoðinni i miðjum kofanum hékk oliulampi og undir honum var flet- ið, sem Connie hafði verið búið. Ungfrú Alison var að þvo hendur sinar úr blikkfati, hún bar sig greinilega að við það eins og hún var vön að gera á sjúkrahúsinu. Paterson stóð stundarkorn og virti Connie fyrir sér. Aður en hann gat svo mikið sem boðið gott kvöld, sagði Connie: „Ég heyrði allt, sem þér sögðuð úti!" „Ég er að búa mig undir að gefa henni sprautu, svo að hún geti sofn- að," sagði ungfrú Alison. „Hvernig liður þér?" spurði hann. „Ég heyrði það, sem þér voruð að segja úti....Það getur tekið ykkur marga daga að komast þarna niður!" „Ekki býst ég nú við þvi." „Égmá ekki til þess hugsa, að viðþurfum að vera hér lengur!" „Við leggjum af stað aftur hinn daginn." „Hvað verður svo langt, þangað til við komumst til Indlands? " Það má guð vita, hugsaði hann, og tók eftir þvi sér til huggunar, að ungfrú Alison var að prófa sprautuna i soðnu vatni, svo að hann kæmist hjá því að svara þessu. „Þetta er hlægilegt! Ég þarf ekkí neitt til að sofna!" sagði Connie æst. „Þér þarfnist svefns og hvildar," svaraði ungfrú Alison. „Já, en fyrst ég segi, að þetta sé ekki nauðsynlegt! " Ljósið frá oliulampanum féll beint niður á hana og augsýnilega voru sjáöldrin óeðlilega þanin. Augnaráðið var aftur að verða villt og æðis- legt. „Það er ekki nauðsynlegt! Ég þarf enga sprautu! Ég vil ekki hafa þetta!" Ungfrú Alison færði sig nær rúminu og kraup við hliðina á Connie, sprautuna faldi hun i annarri höndinni, en i hinni hafði hún bómullar- hnoðra. Hún gerði sig liklega til að hreinsa húðina á upphandlegg Conniear með bómullarhnoðranum. Paterson hörfaði litið eitt. Connie var aðeins i þunnum, ermalausum náttkjól, og hann hafði ekki tekið eftir þvi áður, hversu grannir og hvitir handleggir hannar voru. Likami hennar,nakinn undirnáttkjólnum.stifnaði viðsnertingu ungfrú Alison. „Burt með yður! Ég vil ekki fá sprautu! Snertið mig ekki með þess- um skitugu krumlum!" æpti Connie. Hún barðist um hæls og hnakka á milli. „Viljið þér aðstoða mig herra Paterson!" sagði hjúkrunarkonan. Hann vissi, að að þessu kæmi, áður en hún sagði það. Honum var það þvert um geð, en færði sig þó að rúminu og kraup niður. Hörkuglampa brá fyrir í'augum ungfrú Alison. Paterson greip hendur Conniear og hélt þeim föstum niður við teppið. Við það strengdist á náttkjólnum og brjóstin komu greinilega i ljós undir þunnu efninu, hann sá, hvernig hjartað barðist undir strengdu silkinu. Hún hreyfði sig ekki i höndum hans. Ungfrú Alison hreinsaði húðina á hægri upphandleggnum, full- vissaði sig siðan um, að ekki væri loft isprautunni og stakk nálinni gætilega á ská I holdið. Connie fór að kjökra lágt, þegar nálin var komin inn. Svo var nálin dregin út. Paterson sleppti takinu á handleggjunum, sem i fyrstu höfðu veitt kröftuga mótspyrnu. Hann hafði búizt við, að hún slægi frá sér, þegar hann sleppti, en ekkert gerðist. Hún lá hreyfingarlaus. Hann tók teppið, sem hún hafði sparkað niður i fótalag- ið.og breiddi það ofan á hana. Allt i einu fór hrollur um hana — bæði af léttinum yfir.að þetta var afstaðið og lika vegna þess.að henni hafði orðið kalt, meðan hún hafði ekkert ofan á sér. „Þá er það búið", sagði ungfrú Alison. Hann reis upp. Skyndilega sá hann þetta allt með augum ungfru AU- son ópersónulegum augum atvinnumannsins. Hvita stúlkan lá i rúrn-) inu 'með hálflokuð augun. Öðru hvoru titruöu augnalokin örlitið svo sem eins og eftirstöðvar af geðshræringunni, sem hún hafði verið i. Þá birtist moskitófluga. Hann heyrði suðið og sá, að hún flaug i átt til oliulampans. Ungfrú Alison reyndi að hitta hana.en mistókst. Paterson sagði: „Hún verður að fá flugnanet. Það er eitt ibilnum". „Hafið það heldur sjálfur", svaraði hjúkrunarkonan. „Við höfum eitt fyrir". „Ég nota aldrei net, ætla að kafna við tilhugsunina". „Langar yður þá að fá malarlu?" „Eitthvað verður maður að gera til að hjúkrunarkonur verði ekki at- vinnulausar". Hann brosti glaðlega til hennar, leit sem snóggvast á Connie og fór siðan út um dyrnar. Ungfrú Alison varð honum samferða. Úti var allt kyrrt. Þeim var dimmt fyrir augum eftir að hafa verið svo lengi i sterkri birtunni frá oliulampanum. „Ég ætla með yður til að sækja netið", sagði hjúkrunarkonan. ,,Ég býst við, að hún sofni strax". „Hvað gáfuð þér henni?" „Ekkert". „Hvaða áhrif hefur það.....Ekkert?" „Ég hef ekkert meðferðis". Hann vissi ekki hvort hann ætti að hlæja eða hvað. „Allt þetta um- stang og ekkert I sprautunni", sagði hann. „Hún heldur, aðhún hafi fengið eitthvað, það er fyrir mestu". Nú gat hann ekki varizt hlátri. „Ef ég yrði nú veikur, lékuð þér þá svona á mig lika?" „Trúlega". „Jæja, en ég verð bara aldrei veikur, svo að þér fáið ekkert tæki- færi". • Paterson hló á ný. Honum geðjaðist vel að þvi, hve stillt hún var og þokkanum, sem yfir henni hvildi, sem, eins og háa og dálitið skræka röddin hennar, var augsýnilega afleiðing af blandaða blóðinu I æðum hennar. „Mér finnst þér ættuð að fá gin með sitrónu, áður en þér fáið að fara með netið". Hann kom ekki auga á Nadiu, en Tuesday sat við bálið skammt frá tjaldinu. Hann var niðursokkinn I að rannsaka ónýta útvarpstækið. Paterson vildi ekki ónáða hann og fór þess vegna sjálfur inn i tjaldið eftir gini og tveim bollum. Hann hellti i þá og rétti ungfrú Alison annan, sagði siðan „góða ferð" og fékk sér vænan sopa. Upp úr eins manns hljóði sagði ungfrú Alison,eins og það hefði lengi legið henni á hjarta: „Mér þótti majórinn hugrakkur að snúa við og fara aftur á sjúkrahúsið". Raddblærinn gaf til kynna, að hún öfundaði majórinn innst inni af að geta tekið þá ákvörðun, sem hún þorði ekki sjálf að taka. „Það fannst mér lika", sagði Paterson. „Hann gæti nú þegar verið kominn töluvert langt". „Það skulum við vona". "" '"• llll ¦¦"' '»«1 ..... . Hl' Hl' iimii imiii :<"'< iiini' 1287 1287. Krossgáta Lárétt 1) Vanfæra.- 5) Fugli.- 7) Bókstafi.-9) Op.-11) Hasar,- 12) Guð.- 13) Bein.- 15) Skelfing.- 16) Fugl.- 18) Andaða.- Lóðrétt 1) Manni.- 2) Hryðju.- 3) Reipi.- 4) Tiu.- 6) Vera á fótum.- 8) Borðhaldi.- 10) Gröm.- 14) Hallandi.- 15) Kveða við.- 17) Lindi.- X Ráðning á gátu nr. 1286 Lárétt 1) Arfinn. 5) Eði. 7) Lás. 9) Tvo.- 11) An.- 12) Og.- 13) Tak. 15) Úra. 16) Voð. 18) Tikina.- yudu Cr Lóðrétt 1) Afláts.- 2) Fes.- 3) Ið.- 4) Nit.- 6) Togara.- 8) Ana.- 10) Vor.- 14) Kvi.- 15) Úði.- 17) Ok.- D R E K I ^Fjárkúgarar hóta^1 með eldsprengjum „Tankræningjar" er gott nafn t^\fr'¦ -• Móa fiskimennirnir þekkja hafið bezt allraþeirra sem' við hafið búa. SUNNUDAGUR 17.des- ember 8.00 MorgunandaktSéra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög- Lúðra- sveit kanadiska þjóðvarð- liðsins leikur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar, (10.10 Veðurfregnir) a. Kvartett i f-moll op. 55 nr. 2 eftir Joseph Haydn. Stuyvesant kvartettinn leikur. 11.00 Messa i Kópavogskirkju. Prestur: Séra Þorbergur Kristjánsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. Auk kirkjukórsins syngur kór Tónlistarskólans i Kópavogi undir stjórn Margrétar Dannheims. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Halldór Laxness og verk hans: — sjöunda erindi. Helga Kress lektor flytur erindið, sem nefnist „Okkar timi — okkar lif" og fjallar um hugmyndir Halldórs Laxness um skáldsöguna. 13.55 Hratt flýgur stund i hópi Islendinga i Kaupmanna- höfn. Jónsas Jónasson stjórnar þættinum. 15.00 Miðdegistónleikar: „Diabelli" — tilbrigði eftir ýmsa höfunda.Jörg Demus leikur á pianó. Árni Kristj- ánsson tónlistarstjóri kynnir. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Framhaldsleikritið „Landsins lukka" eftir Gunnar M. MagnússJíndur- flutningur 9. þáttar. Leik- stjóri: Brynja Benedikts- dóttir. 17.45 Sunnudagslögin 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Or segulbandasafninu- Guðni gamli, sjúkrasaga, sem Ingólfur Gislason lækn- ir flutti i útvarp 1949. 20.00 Sónata nr. 3 i c-moll op. 45 eftir Edvard Grieg-Fritz Kreisler og Sergej Rakh- maninoff leika saman á fiðlu og pianó. 20.25 Imbrudagur fyrir jól. Séra Arngrimur Jónsson . tekur saman dagskrána. 21.00 Samsöngur i útvarpssal: Kennaraskólakórinn syngur islenzk lög. Pianóleikari: Karólina Eiriksdóttir. Stjórnandi Jón Ásgeirsson. 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga.Dr. Einar Ól. Sveins- son prófessor les (9) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. . Danslög 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 17. desember 1972 17.00 Endurtekið efni Réttui er settur 17.40. Svart og hvitt Ballett 18.00 Stundin okkar Fjallað verður um jólaundirbúning. Glámur og Skrámur láta ljós sitt skina. 18.50. Enska knattspyrnan 19.40. Hlé 20. 00 Fréttir 20.20. Veður og auglýsingar 20.30. Krossgátan Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra, sem heima sitja. Kynnir Róbert Arnfinnsson. Umsjónarmaður Andrés Indriðason. 21.15 Þrjár ömmur. Kanadisk kvikmynd 21.55 Buxnalausi ævintýra- maðurinn.Framhaldsleikrit eftir Edward Matz. 3. þáttur. Sögulok. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.45 Aö kvöldi dags. Sr. Sigurður Sigurðarson á Sel- fossi flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.