Tíminn - 17.12.1972, Síða 18

Tíminn - 17.12.1972, Síða 18
18 TÍMINN Sinimidagur 17. desember 1972 „Það en er margur þá verðum þröskuidur í vegi, við að yfirstíga” Nálægt miðju Snæfellsnesi sunnanverðu er Slaöarsveit. Þetta er blómleg sveit, enda er þar vel búið. Það fréttist til Þórðar Gislason- ar, bónda og kennara að ölkeldu, hér einn daginn, enda öldungis viðbúiö, að þeir þarna á Snæfells- nesinu þurfi að skreppa i kaup- stað, eins og fleiri góðir menn. Þórður varð fúslega við þvi að svara nokkrum spurningum — og sú fyrsta var eitthvað á þessa leið: — Hvaö eru margir bæir i Staðarsveilinni, Þórður? — Eins og er munu byggð býli þar vera um þrjátiu. Þeim hefur að visu eitthvað fækkað, en þó ekki núna, hin allra siðustu ár. — Hversu margir eru ibúarnir? — Eftir þvi, sem ég bezt veit, eru þeir um hundrað og sjötiu, og hefur sú tala slaðið nokkuð i stað á seinni árum. Uppistaðan er mjólkurframleiðsla Búið þið við kindur eða kýr, eða kannski hvort tveggja? — Uppistaðan i búskapnum er mjólkurframleiðsla. Sveilin okk- ar er grösug og þar eru ræktunar- lönd góð, enda hefur ræktunin aukizt mikið á siðari timum, eins og reyndar alls staðar á landi hér. Þó eru kúabú okkar ekki slór. Það er algengt, að það séu þetta Irá liu og upp i tullugu kýr á hverjum bæ og viða fer þeim fjölgandi. Hvert seljið þið mjólkina? Það er Mjólkursamlag Borg- firðinga, sem við ver/.lum við. Úr Staöarsveit miðri eru rétt um áttaliu kilómelrar til Borgarness og þangaö er mjólkin flutl á tank- bilum, enda eru mjólkurgeymar að verða algengir á bæjum, lil mikils hagra'ðis fyrir framleið- endur. — Hvernig hefur veturinn farið með ykkur, það,sem af er? — t hausl mátti segja, að velur kæmi með velri, þvi alll frá vetrarkomu, hefur veriö talsvert vetrarriki hjá okkur. Ekki þó svo að skilja, að veður hafi verið mjög hörð, heldur hefur verið mikið um umhleypinga og úr- komur, svo að i nóvembermánuði hefur þurft að gefa fé meira en ég man eftir lengi. — Er annars enn beitt fé, þegar veður og jarðlag leyfir? — Stöku jarðir byggja enn nokkuð á útbeit, en þó fer það stöðugt minnkandi, og yfirleitt er lénaður fóðraður til eldis og þá sifellt minna og minna hugsaö um útbeitina. En hvernig var sumarið i sumar? — Eins og allir vita, þá var þetta sumar ekki jafngotl öllum landsins börnum. Sums staðar var það einmunagott, eins og til dæmis á Austurlandi. Hjá okkur var það ákaflega úrkomusamt, eins og reyndar viðast hvar á Suður- og Suð-Vesturlandi. Þó komu nokkrir góðir þurrkdagar og þeir voru samfelldir. svo segja mátti, að þeir björguðu málinu. Þeir bændur, sem þá voru við- búnir, höfðu á að skipa vélakosti og annarri tækni til þess að nota góðu dagana til hlitar, þeir björg- uðu heyjum sinum að mestu leyti, og i hcildinni varð útkoman nokk- uð góð. Það eru til mikil hey að vöxtum og alveg sæmileg að gæð- um á flestum bæjum sveitarinn- ar. Hvernig eru samgöngur hjá ykkur — yfirleitt? 1 þvi el'ni höfum við ekki und- an neinu að kvarta. Það l'ara svo að segja daglega bilar héðan úr Keykjavik um okkar sveit áfram veslur á nesið. Aællunarbilar eru daglega mikinn hluta ársins og flutningabilar þar að auki. Okkar mcgin verzlunarleið liggur til Borgarness, og þangað og þaðan eru fcrðir að minnsta kosti annan hvern dag, flesta tima ársins, og slundum enn ol'tar. Félagsbúningar íslenzku og ensku félaganna ■ ; " Félagsmerki, veífur og fdnar Myndir af öllum þekktustu brezku knattspyrnumönnunum og félögunum $ Póstsendum SraHTVM. ! Hlemmtorgi — Simi 14390 Þórður (iislason, kennari að olkeldu. bóndi og Veiöi i sjó og vötnum — Helur ekki afkoma manna i Staðarsveit alltaf byggzt á land- búnaði, en ekki útgerð? — Eins og nú er, byggist hún al- larið á landbúnaði, en svo hefur ekki alltaf verið. Allt fram á mina daga var stundað útræði frá mörgum slöðum i sveitinni, með- an öld árabátanna var og hét. t þann tið var stutt á góð fiskimið, enda kom þá margur góður máls- verðurinn borinn heim á borð þeirra Staðsveitunga. En nú er þetta liðin tið, og sökum hafnleys- iser ekki lengur neinn grundvöll- ur fyrir útgerð frá Staðarsveit. — Er ekki langt til sjávar frá bæjunum i sveitinni? —- Nei. Undirlendi Staðarsveit- ar er ekki breitt. Það er i mesta lagi tiu til fimmtán kilómetrar Irá fjöru til fjalls, þar sem breið- asl er. Bæjaröðin er nokkuð þétt meðfram sjónum og svo aftur of- ar, uppi undir fjöllunum, og gildir þessi lýsing um mest alla sveit- ina. — Er sveitin þá gersneydd öll- um hlunnindum, eftir að sjósókn lagðisl niður? — Nei, ekki er nú það. i Staöar- sveit er mikið um vötn og ár og læki. Þar er bleikju- og sjó- birtingsveiði algengust, en þó er lika talsvert af laxi. Þessi hlunn- indi mega heita fastur liður i bú- skap hvers einasta býlis i sveit- inni og hefur sett svip sinn á lif manna þar, þótt að visu hafi þeim hlulum verið of litið sinnt. Það er ekki l'yrr en nú á allra siðustu ár- um, að áhugi bænda er að vakna fyrirþessum hlunnindum, en þau eru, eins og ég sagði áðan, til staðar á flestum bæjum sveitar- innar, þótt i smáum stil sé sums staðar. — Hal'a þá ekki utanaðkomandi aðilar rennt hýru auga til þessara hlunninda? — Jú, ekki er nú þvi aö neita. Sú raunasaga verður að segjast, að mörg blómleg býli i Staðarsveit eru nú komin i eyði. Vegna hlunn- inda, — eða jafnvel i von um hlunnindi —hafa þessar jarðir ver ið eftirsóttar af mönnum, sem vildu aðeins eiga þær sér til gam- ans og augnayndis, og þá ef til vill iika með hagnaðarvon i framtið- inni fyrir augum. En heimamenn, sem hefðu gjarna viljað eignast þær með búsetu fyrir augum, hafa orðið frá að hverfa, einfald- lega vegna þess, að þeir réðu ekki við að kaupa þær á þvi verði, sem aðrir buðu i þær — þaðan af siður að bjóða hærra. — Er eitthvað af ungu fólki hjá ykkur, sem gjarna vill vera i sveit, ef fjárhagurinn leyfir það? — Ég fullyrði að svo sé, og það hefur einmitt orðið mikil breyting i þvi efni nú hin siðari ár. En það þarf meira en litið til þess að hefja búskap i sveit, eins og hann er rekinn núna. Fræðslumál — Fyrst við erum nú með hug- ann við unga fólkið; Hvað er margt barna hjá ykkur i Staðar- sveit? — Á skyldunámsstigi eru börn og unglingar núna um þrjátiu og fimm. — Og þú ert lengi búinn að vera kennari þeirra? — Jú, ég er búinn að vera kenn- ari i Staðarsveit nokkuð lengi. Þegar ég hóf þar kennslu árið 1945, var farkennsla i sveitinni og kennt á ýmsum bæjum. Siðar varð það, að ég byggði mér nokk- uð stórt hús og tók nemendur mina þangað i heimavist. Þannig gekk þetta um árabil. En þá var aðeins um börn að ræða, þvi að skólaskyldan var aðeins frá niu til fjórtán ára aldurs. En með leng- ingu skyldunámsins upp i fimm- tán ár og niður i sjö ár, breyttust aðstæður hjá okkur, og var þá farið að tala i fullri alvöru um að reisa skóla i sveitinni. Siðan þró uðust málin svo, að við reistum félagsheimili og skóla undir einu þaki á Lýsuhóli, sem er heitur staður nokkuð utanvert við miðja sveit, og þar hefur kennsla farið fram undan farin ár. Við starf- rækjum þetta þannig, að börnun- um erekið heiman og heim. Þetta íyrirkomulag hefur reynzt vel, enda er það vinsælt, bæði af for- eldrum og kennurum. — En eruð þið ekki með neina framhaldsdeild? — Jú, við starfrækjum fram- haldsdeild til gagnfræða- og landsprófs, og höfum þar með tekiö við starfi séra Þorgrims Sigurðssonar, prófasts á Staða stað, sem hafði um áratugi haldið uppi unglingafræðslu og kennslu á heimili sinu, en er nú hættur þvi sökum aldurs. — Ilvað eru þá nemendurnir margir hjá ykkur, þegar allt er taliö? — Að framhaldsdeildinni meö- talinni eru þeir tæplega fimmtiu. — Hvað þurfið þið marga kenn- ara fyrir þann fjölda nemenda? — Við skulum heidur segja: Hvað eru þeir margir? Jú, i vetur eru þeir þrir. Og ég vil leggja sér- staka áherzlu á það, að við höfum verið sérlega heppin með kenn- ara. Það hafa komið þarna ungir og áhugasamir menn, ágætlega menntaðir, bornirog barnfæddir i sveitinni og þekkja allar aðstæð- ur. — En hvernig gengur að flytja börnin á milli? — Vegna þess að skólinn er nokkurn veginn i miðri sveit, er hægt að aka frá báðum endum sveitarinnar. Þau börn, sem núna eiga lengsta ferð fyrir höndum i og úr skóla, eru svona tuttugu minútur hvora leið. — Verðið þið aldrei fyrir þvi, að þessar leiðir teppist vegna snjóa? — Það er mjög sjaldgæft. Hins vegar kemur það fyrir einn og einn dag, að veður eru það hörð, að kennsla fellur niður af þeim sökum. — Og krakkarnir kvarta ekki neitt undan þessum ferðalögum? Nei, það gera þau ekki. Ég vil meira að segja árétta það, sem ég sagði áðan um kosti þessa fyrir- komulags. Börnin hafa miklu nánara samband við heimiii sin, foreldrarnir geta hjálpað þeim við námið,og börn og unglingar geta i mörgum tilfellum létt undir störl' hinna fullorðnu heima, þeg- ar svo ber undir, án þess þó, að það komi á nokkurn hátt niður á námi þeirra. — Þið hafið þá losnað við að byggja einn mikinn heimavistar- skóla? — Já, vissulega. Og það voru ekki svo litlir fjármunir, sem við spöruðum fyrir sveit og riki með þvi. ,,Við eigum að styrkja það unga fólk..." — Þú hefur auðvitað trú á framtið sveitar þinnar? — Já, það hef ég. Það er min bjargföst sannfæring, að islenzkri menningu og þjóðfélagi okkar verði ekki við haldið, nema með öflugum landbúnaði og stuðningi við það fólk, sem hefur þekkingu á málefnum sveitanna. Fólk, sem hefur alizt upp við þau kjör, sem islenzkt sveitalif hefur upp á að bjóða og þekkir lifsbaráttuna þar af eigin raun. Við eigum fyrst og fremst að styðja og styrkja það unga fólk, sem vill og getur verið i sveitum. Við eigum að auðvelda þvi leiðina til búsetu i sveit og að koma málum sinum á þann veg, að lifvænlegt megi teljasj. Ég veit, að þar er margur þröskuld- urinn i vegi, en þá verðum við að yfirstiga, ef byggð á að halda áfram að blómgast i islenzkum sveitum. -VS. SOHHAK ARMULA 7 - SIMI 84450 TILBOÐ Tilboð óskast i eftirtöld notuð þvottatæki, úr þvottahúsi Landspitalans við Eiriks- götu: 2. stk. Þvottavélar f. 45 kg. 5. stk. Þurrkofnar f. 12 — 15 kg. 1. stk. Taurulla, valslengd 201 cm. 2 stk. Tauvindur f. :i(l og 45 kg. :i stk. Sloppapressur 1 stk. Kragapressa 1 stk. Krmapressa Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri mánudag og þriöjudag 18. og 19. desember 1972, INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.