Tíminn - 17.12.1972, Síða 19

Tíminn - 17.12.1972, Síða 19
Sunnudagur 17. desember 1!172 TÍMINN 19 Stjórn og framkvæmdastjórn Eggerts Kristjánssonar h.f., taliö frá vinstri. Guðmundur Einarsson, Gunnar Eggertsson, Aðalsteinn Eggertsson og Magnús Ingimundarson. i baksýn er mynd af Eggerti Kristjánssyni. Á myndina vantar einn stjórnarmanna Gisla V. Einarsson. Timamyndir Kóbert. EGGERT KRISTJÁNS- SON H.F. 50 ÁRA — byrjaði í 30 fermetra húsnæði — nú í 4000 fermetra húsnæði ÞO-Reykjavik Hið kunna fyrirtæki Eggert Kristjánsson og Co. er 50 ára á þessu ári, en það var stofnað hinn 4. nóvember 1922, af þeim Eggerti Kristjánssyni og Eyjólfi Jóhanns- syni, framkvæmdastjóra Mjólkurfélags Reykjavikur. Byrjuðu þeir reksturinn með þvi að setja á stofn tóbaks- og sæl- gætisverzlun i Aðalstræti 9 og ráku hana i eitt ár, en undir- bjuggu jafnframt stofnun verzlunarreksturs, er var aðal- markmiðið: sem sé inn- og út- flutningsverzlun. t september 1923 hætti fyrirtækið með verzlunina i Aðalstræti 9 , en um leið var stofnuð heildverzlun. Skrifstofur fyrirtækisins voru fyrst i húsinu i Hafnarstræti 15, en i mai 1930 voru þær fluttar i nýtt stórhýsi Mjólkurfélags Reykja- vikur að Hafnarstræti 5. Eyjólfur Jóhannsson var aðeins skamma stund i fyrirtækinu. Störf hans hjá Mjólkurfélagi Reykjavikur, sem óx hröðum skrefum urðu svo mikil, að hann sá sér ekki fært að sinna öðru. Gekk hann þvi úr fyrirtækinu siðla árs 1923 og seldi Eggerti Kristjánssyni hlut sinn. Rak Eggert siðan fyrirtækið undir eigin nafni fram til ársins 1939 er hann breytti þvi i hluta- vada Magnús E. Baldvinsson L ' Laugavcgi 12 A Mw. Sími 22804 Timinner peningar j AuglýsicT i Tímanum ! : »««»»«»»» •»»»»M»»» félag. Eggert Kristjánsson byrjaði smátt og fór gætilega i sinum viðskiptum, en brátt óx viðskiptavelta hans. Honum tókst að ná ýmsum ágætum sam- böndum við kunn og mikilvirt verzlunarfyrirtæki erlendis og mun fyrirtækið vera með stærstu innflytfendafyrirtækjum landsins á mörgum sviðum. Eggert Kristjánsson Aðalvörutegundir fyrirtækisins hafa verið matvörur og ávextir alls konar, prentpappir og rúðugler. Undanfarin ár hefur fyrirtækið fiutt inn 1200-2000 t. af blaðapappir, en það sér öllum dagblöðum landsins fyrir pappir, að auki hefur það flutt inn um 70% af öllum prentpappir á ári hverju i mörg ár. Þá flytur fyrirtækið inn milli 80-90% af öllu rúðugleri, sem landsmenn nota, og fyrsta tvö- falda glerið, sem var sett i hús á íslandi, var flutt inn á vegum Eggerts Kristjánssonar, en það var árið 1944 ög var þá sett i Melaskólann i Reykjavik. Eins hefur fyrirtækið verið aðili að fjölmörgum samningum um kaup á fiskiskipum frá Dan- mörku, Noregi og Frakklandi, auk þess, sem það hefur flutt inn alls konar útbúnað fyrir fiskiskip. Fyrsta fiskiskipið, sem kom til landsins á vegum fyrirtækisins, var smiðað i Danmörku árið 1923, og hét það Viðir, rúmlega 20 tonna trébátur, en siðar átti eftir að koma fjöldi fiskibáta til ts- lands frá Frederiksunds-værft á vegum Eggerts. Á sildarárunum eftir 1960 sá fyrirtækið um kaup á mörgum stálfiskiskipum frá Noregi, eða 25 skipum^flest komu þau frá Karbös mekaniske verksted i Harstad, eða 13. Meðal þeirra eru mörg mestu aflaskip flotans eins og t.d. Gisli Árni RE, Jón Garðar, GK, Grindvikingur GK og Fifill GK. Nú nýverið gerði fyrirtækið samninga fyrir tvö is- lenzk útgerðarfyrirtæki um kaup á tveim skuttogurum frá Frakk- landi en þessir skuttogarar, sem eru rúmlega 500 tonn að stærð fara til Bolungarvikur og Ólafs- fjarðar. Eins og fyrr segir hefur fyrir- tækið alla tið flutt inn mikið af ný- lenduvörum og ávöxtum. Á yfir- standandi ári er talið, að vöru- salan nemi 160-170 milljónum og er þá umboðssalan undanskilin. Fyrirtækið keypti ásamt fleirum húseignina að Hafnar- stræti 5, árið 1939, og voru skrifstofur þess þar allt fram til áramóta 1970. Sjálfur lézt Eggert Kristjáns- son 28. september 1966. Þá hafði honum lengi verið ljóst, að fyrir- tækið yrði að byggja húsnæði, er gæti hýst alla starfsemi þess og hafði honum tekizt á árinu 1965, að útvega lóð að Sundagörðum 4, sem uppfyllti allar kröfur fyrir fyrirtækið. Nýbygging fyrir- tækisins hófst i marz 1967, og var að hluta lokið siðla þess árs og var vörugeymslan tekin i notkun l. janúar 1968, en skrifstofur fluttu að Sundagörðum 4, 1. janúar 1970. Gólfflötur, vöru- geymslu er 4000 fermetrar og skrifstofuhúsnæðiö 700 fermetrar, rúmmál nýbyggingar er samtals 30.000 rúmmetrar, en húsið sjálft er um 80 metrar að lengd. Eggert hefur hugsað vel fyrir fram- tiðinni, er hann fékk lóðina i Sundagörðum, þvi hún er alls 15.000 fermetrar. Ráð er fyrir þvi gert,að siðar verði byggð tvö hús, jafnstór þvi, sem fyrir er á lóðinni, og er annað ætlað, sem vöruskemma, en hitt sem skrif- stofuhúsnæði. Eggert Kristjánsson var alla tið mikill athafnamaður, og hann var m. a. aðalhvatamaður að stofnun kexverksmiðjunnar Frón og þegar hann lézt átti hann méiri- hlutann i þvi fyrirtæki og sömu- leiðis i kexverksmiðjunni Esju. Á sinum yngri árum tók Eggert mikinn þátt i iþróttastarfsemi og var lengi vel mjög kunnur glimu- maður. í stjórn fyrirtækisins og fram- kvæmdastjórn eru nú Aðalsteinn Eggertsson, Gunnar Eggertsson, Gisli V. Einarsson og Magnús Ingimundarson, en stjórnar- formaður er Guðmundur Einars- son, verkfræðingur. Eftir ósk ekkju Eggerts Kristjánssonar, frú Guðrúnar Þórðardóttur, hefur fyrirtækið á þessum timamótum gefið til byggingar Hallgrimskirkju upphæð til minningar um stofnanda og forystumann sinn. IDUNN HLAÐBÚÐ BÆKUR '72 HEIMUR DANÍELS Skáldsaga eftir hlnn kunna, danska rithöfund, Lelf Panduro, GATA BERNSKUNNAR Skáldsaga eftir dönsku skáldkonuna Tove Ditlevsen. SÓL Á SVÖLU VATNI Ný skáldsaga eftir hina þekktu frönsku skáldkonu Francoise Sagan. ÞAÐ VORAR Á NÝ Mjög skemmtileg og spennandi ástarsaga eftir hlnn vln- sæla ameríska metsöluhöfund, Phyllis A. Whitney. BJARNAREY Hlnn margfalda metsöluhöfund Allstair MacLean þarf ekki að kynna. KAFBÁTAHELLIRINN Ný bók eftir brezka metsöluhöfundlnn Hammond Innes. HEFNDARLEIT Þetta er fyrsta bókin sem kemur út á fslenzku eftlr James Hadley Chase, víðfrægan brezkan metsöluhöfund. SJÓR ÖL OG ÁSTIR Ný bók eftir Ása I Bæ, sem löngu er þjóðkunnur fyrlr ritstörf, yrkingar, aflamennsku og ævintýri. FERÐIN FRÁ BREKKU Þriðja og sfðasta bindi endurminninga Snorra Sigfússonar. HEIMDRAGI IV Fjórða blndi Heimdraga flytur eins og fyrrl blndin marg- háttaðan fróðleik, gamlan og nýjan, viðsvegar af landlnu. MIÐTAFLIÐ Bók þessi um miðtaflið eftir hinn kunna skákhöfund Znosko- Borovsky er sigilt verk f skákbókmenntum helmsins £2Kaupið aðeins Jf ^ \ vandaðar barna og unglingabækur BÓKIN UM JESÚ Þessi fagra myndabók er gerð af frönsku listakonunnl Napoli i samvinnu við foreldra og uppeldisfræðlnga. JONNI OG KISA Gullfalleg og skemmtileg myndabók gerð af sömu höfund- um og PRINSESSAN SEM ÁTTI 365 KJÓLA og LITLA NORNIN NANNA. BÓKIN UM VATNIÐ, BÓKIN UM HRAÐANN, BÓKIN UM HJÓLIÐ Þetta eru fyrstu bækurnar ( nýjum bókaflokki, LITLU UGLURNAR, sem ætlaður er börnum 4—7 ára. PÉTUR OG SÓLEY Nútímaleg og heillandi barnabók eftir Kerstin Thorvall, STÚFUR OG STEINVÖR Þriðja bókin um Litla bróður og Stúf eftir hinn frábæra norska barnabókahöfund Anne Cath.-Vestly. ÁRÓRA OG LITLI BLÁI BÍLLINN Þetta er þriðja bókin um Áróru eftir Anne Cath.-Vestly. LITLU FISKARNIR Áhrifamikil og frábærlega vel skrifuð barnabók MAMMA LITLA Sígild barnabók eftir E. De Pressensé. ÞRENNINGIN OG GIMSTEINARÁNIÐ Á FJALLINU Fyrsta bókin í nýjum bókaflokki eftir danska höfundinn Else Fischer. DULARFULLA MANNSHVARFIÐ Þetta er 12. bókin I bókaflokknum „Dularfullu bækurnar" KATA OG ÆVINTÝRIN Á SLÉTTUNNI Önnur bókin um Kötu eftir norska höfundinn Johanna Bugge Olsen. TVÖ ÁR Á EYÐIEY Spennandi og skemmtileg saga eftlr hinn heimskunna höf- und Jules Verne. IÐUNN, Skeggjagötu 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.