Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 17. desember 1972 félags (iarAahrepps á þinginu. Allheitar umræður urðu um til- lögu nokkurra alþingismanna um álagningu vegaskatts á hrað- brautir sunnanlands , og þykir Suðurnesjamönnum langt gengið á hlut sinn, ef sú tillaga verður samþykkt á Alþingi. Forseti þingsins var kjörinn Ólafur Jensson, Kópavogi, og varaforseti Halldór Ingvason, Grindavik, ritarar voru kjörnir Sigurjón Daviðsson, Kópavogi, Margrét Haraldsdóttir, Keflavik og Sigurður Haraldsson, Seltjarnarnesi. Formaður kjördæmissam - bandsins Sigfús Kristjánsson sagði frá starfi sambandsins i setningarræðu. Kvað hann sam- bandið enn vera i mótun, en gott samstarf stærstu félaganna styrkti kjördæmisráðið i starfi, en treysta þyrfti betur starf smærri félaganna i sambandinu. Sam- bandið hélt fræðslufund i Hafnar- firði s.l. vor um sveitarstjórnar- mál, sem allmargir félagar sóttu og þótti mikill fengur að. Formaðurinn þakkaði alþingis- manninum Jóni Skaftasyni sér- staklega fyrir langvinna baráttu hans fyrir afnámi vegaskattsins, og sagði ennfremur: „Niðurfell- ing vegaskattsins hefur nú verið samþykkt á Alþingi. Þá fannst okkur Suðurnesjabúum um stund, aö þingmenn mundu unna okkur framfara til jafns við aðra lands- menn, án þess, að við yrðum að greiða þær tvöföldu verði. Nú Sigfús Kristjánsson einróma endurkjörinn formaður sambandsins Þó-líeykjavík. Kjördæmisþing sambands Kramsóknarfélaga i Reykjanes- kjördænii var haldið i félags- heimilinu Festi I Grindavik hinn 3. desember s.l. Af 1211 kjörnum fulltrúum sóttu um 10(1 fulltrúar þingið. Miklar umræður urðu uin stefnu Kram- sóknarflokksins i landsmálum,og samþykkti þingið stjórnmálaá- lyktun og lillögur, sem allar markast af áhuga Kramsóknar- manna á að treysta núverandi sljórnarsamstarf, svo að Fram- sóknarmönnum verði unnt að framfylgja margháttuðum fram- faramálum, sem þeir liafa árangurslaust bariz.t fyrir á undanförnum árum,meöan þjóöin var hneppt i f jötra ihaldsánauöar. Kjárinálaráðherrann, llalldór K. Sigurðsson, kom á þingið og hélt itarlega ræðu um stöðu rikis og stjórnar gagnvart aðsteðjandi efnahagsvandamálum, scm flcst cru tcngd að meira og minna leyti viðskilnaði fyrrverandi stjórnar við efnahagsmál landsins. Þá ávarpaði ritari Krantsóknar- flokksins, Steingrimur Hcr- inannsson, a I þin gis m a ðu r, þingiö, en hann var ennfremur einn af fulltrúum Kramsóknar- hafa nokkrir þingmenn tekið sér fyrir hendur að koma i veg fyrir aðsleppa þessum skatti, sem er i senn ósanngjarn og óhentugur og alveg sérstaklega óskynsamlegur sökum hins háa innheimtu- kostnaðar. — Það hefur verið illa þokkað af Landssimanum að skipta kjördæminu i mörg gjald- svæði, en ég tel ekki betur að hlutunum staðið, ef við þurfum að greiða gjald á tveimur eða þremur stöðum i kjördæminu, ef við ætlum að hitta menn að máli i okkar eigin héraði. Aðalstjórnmálaræðu þingsins flutti Jón Skaftason, alþingis- maður. 1 upphafi ræðunnar tók þing- maðurinn fyrir málefni Reykja- neskjördæmis og gerði saman- burð á framlagi rikisins til fram- faramála héraösins á s.l. starfsári núverandi stjórnar og þvi, sem gerðist i tið fyrrverandi stjórnar. Á ■siðasta starfsári viðreisnar- stjórnarinnar var varið til tveggja iðnskóla i kjördæminu, þ.e. i Keflavik og Hafnarfirði, samtals 850 þús. kr. Á árinu 1972 hefur aftur á móti verið varið til iðnskóla i Hafnarfirði 3 millj. kr. og á yfirstandandi fjárlögum er gert ráð fyrir 3 millj. kr. fram- lagi til Keflavikurskólans. Samantekin fjárveiting til gagn- fræðaskóla, barnaskóla og heilsuverndarstöðva o.fl. var árið 1971 39.5 millj. en fór upp i 53.5 millj. kr. á yfirstandandi ári. Til sjúkrahúsa Ikjördæminu voru 450 þús. kr. veittar á árinu 1971, en á árinu 1972 var framlagið hækkað upp i 4 millj. og 350 þús. kr. Þing- maðurinn sagði: ,,I hafnarfram- kvæmdum, en góðar hafnir eru undirstaða útgerðir og fisk- vinnslu, var á árinu 1971 unnið fyrir 21 millj. króna, en á árinu 1972 var unnið fyrir 29.5 millj. kr. Samtala þessara þátta er, að á árinu 1971 var fjárveiting og unniðfyrir 61.6millj. kr. i þessum verkefnum, en á yfirstandandi ári fyrir rúmar 93 millj. kr. Ef við bætum svo einum framkvæmda- þættinum við sem er mjög veiga mikill við þessa upptalningu, þ.e. vegina, þá breytist dæmið ennþá trygginganna nærri tvöfalt. — I desember 1971 var svo aftur náð tveggja ára heildarsamningi við launþegastéttir landsins. — Talið er, að meö desembersamning- unum 1971 hafi verið samið um kauphækkanir til hinna ýmsu stétta, er nam frá 24% til 36% — Lánasjóður is- lenzkra námsmanna var meira en tvöfaldaður frá árinu 1971, eða úr 90.6 millj. kr. í 190 millj. kr. árið 1972. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1973 var enn gert ráð fyrir að hækka rikis- framlag upp i 273 millj. kr.” Þá ræddi þingmaðurinn um fjárveitingar rikisins til atvinnu- mála og annarra framfaramála og stöðu atvinnuveganna og efna- hagsmála okkar nú. Hann sagði: „Það er enginn vafi á þvi, að i augnablikinu er hagur ýmissa at- vinnugreina i landinu mjög erfiður. Ekki sizt hefi ég veru- legar áhyggjur af stöðu útflutningsatvinnuvega okkar og þá ekki sizt sjávarútveginum, sem er burðarásinn og hreyfiafliö i öllu,sem gerist á efnahagssvið- inu. Það verður ekki byggt upp blómlegt atvinnulif og ekki lifað i landinu góðu lifi, og ekki heldur forðað atvinnuleysi, nema meginatvinnuvegir okkar geti starfað á eðlilegan hátt. Þegar talað er um atvinnuveg i landinu, geri ég verulegan greinarmun á þeim. Það gildir ekki það sama um þá alla. t minum huga hef ég alltaf litið svo á, að útflutningsatvinnuvegirnir og þeir framleiðsluatvinnuvegir innanlands, sem framleiða til neyzlu i landinu, eða til notkunar á iðnaðarvöru, þeir væru svokallaðar frumatvinnugreinar, sem aðrar atvinnugreinar verði að laga sig nokkuð eftir. t okkar þjóðfélagi hefur það vafalaust gerzt, að svokallaðar þjónustu- greinar, sem m.a. sjá undirstöðu- atvinnuvegunum fyrir þjónustu og selja þeim vörur, eru vegna skipulagsleysis alltof dýrir fyrir undirstöðuatvinnuvegina. Það verður að ganga að þvi að koma þar á meira skipulagi, meiri hag- kvæmni og gera þjónustu þeirra fljótvirkari og ódýrari. Það þarf að losa vinnuafl úr þeim og færa það á nauðsynlega atvinnugrein, sem er undirstaða þessa alls, og það þarf að gera það á þann hátt einan, að launa það fólk , sem i mikilvægustu störfunum stendur, betur en annað. Og þetta verðum við, sem kannski vinnum i öðrum atvinnugreinum, að sætta okkur við.” Aðsiðustu sagði þingmaðurinn: „Þjóðfélagið, sem við viljum byggja upp, er þjóðfélag jafnaðar. Við viljum stuðla að þvi, að hér geti búið frjálsir ein- staklingar, velmegandi einstak- lingar og hugsandi einstaklingar, sem hafi aðstöðu til þess að velja og hafna þvi, sem fynir þá er lagt af hinum ýmsu, sem bjóða sig til þess að gegna opinberum trúnaðarstörfum fyrir þjóðina. Ég trúi þvi, að eðli okkar flokks sé i sjálfu sér þannig, að hann ætti að hafa’ boðskap að flytja til stærsta hluta þessarar þjóðar ef menn skilja hlutina rétt. Okkár glæsta mark er, að Framsóknar- flokkurinn verði stærsti flokkur landsins, ekki af hégómaskap, heldur af trú okkar, að hann hafi boðskap að flytja þessari þjóð, sem er henni til góðs og muni leiða til réttlátrar skiptingar á þjóðartekjunum.” A SVALKOLDUM SÆVI eftir Jónas St. Lúðviksson Tilkomumesta, sannasta og stórbrotnasta sjómannabókin i ár. Hérersagt frá bláköldum veruleikanum, i öllum sinum hrikaleik, við hamfarir fárviðris, æðandi brotsjóa og æsilegra sjó- orrusta, ásamt björgunarstörfum heljar: mikilla kjarkmenna sem ekkert brennúr fyrir brjósti. Raunsannar og ýkjulausar frásagnir af daglega ógnvekjandi lifs- hættu sjómanna. Frásagnirnar eru meðal stórfenglegustu viðburða sem gerst hafa á höfunum allt frá dögum ódysseifs. Sagt er frá hrikalegrí sjóorrustu milli Breta og Þjóðverja í námunda við island og annarri milli Japana og Bandamanna við Jövu. Frá fangaflutningaskípinu sem næstum olli þvi að Norðmenn segðu Bret- um stríðá hendur i ársbyrjun 1940. Þá eru tvær frásagnir af hrikalegum sjóslysum á Saxelfi og frásögn af þeim hroðalega at- burði er tvö lúxusskip og úthafsrisar rákust á með þúsundir manna innan borðs og margt fólk fórst á átakanlegan hátt. Allar eru frásagnirnar ítarlegar og byggðará skjallegum heimildum. Engin mikilmennska eða sjálfshól eftir fallvöltu minni. Aðeins iskaldur veruleikinn. Úr ritdómum um hókina: „Jónas St. Lúöviksson er hér réttur maður á réttum stað. öll orð og hugtök i sambandi við sjómennsku leika honum á tungu. Margar hafa bækur Jónasar verið spennandi og athyglisverðar, en þessi er i fremstu röð". ólafur Hansson prófessor i Morgun- hlaðinu. „Eru þessar frásagnir mikil hetjusaga, þótt átakanlegar séu. Mér sýnist þessi bók sé um inargt einna fremst þeirra”. ólafur Þ. Kristjáns- son. Ægisútgáfan ÆSISPENNANDI BOK - SANNKOLLUÐ SJOAAANNABOK Krá kjördæinisþingi sambands Kramsóknarmanna I Kesti meira okkur i hag, þvi á árinu 1971 mun hafa verið unnið i vega- gerð, aðallega hraðbrautum, fyrir 150 millj. kr., en á yfir- standandi ári er sennilegt,að unniö verði að vegagerð fyrir um 234 millj. 1 þessum málaflokkum, sem ég hefi talið, er niðurstaðan sú, að árið 1971 var unnið fyrir 211 millj. kr.,en árið 1972 fyrir um 326 millj. króna. Þetta er verulegur vöxtur, sem við getum verið þakklátir fyrir. Þó við gleðjumst yfir þvi, þá vil ég undirstrika : Við erum i mörgum þeirra verkefna, sem nauðsynlegt er að vinna til að treysta atvinnugrundvöllinn i kjördæminu, en erum þó i hálfum hliðum, ef svo má að orði komast og mikil verkefni framundan.” Siðan ræddi þingmaðurinn landsmálin almennt og sagði: „Hvað var það, sem núverandi rikisstjórn taldi nauðsynlegt að breyta frá þvi,sem áður var? Hún taldi, að hlutur launþegá, tryggingarþega, öryrkja og gamals fólks væri alltof litill i þjóðartekjunum og þvi yrði að breyta. örfáum dögum eftir að rikisstjórnin kom til valda voru gefin út bráðabirgðalög, sem hækkuðu nálægt allar bætur Kjördæmisþing sambands Framsóknarfélaga í Reykfanesskjördæmi — fagnar sjálfstæðrí og einbeittri utanríkisstefnu Islands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.