Tíminn - 17.12.1972, Síða 21

Tíminn - 17.12.1972, Síða 21
Sunmidagur 17. desember 1972 TÍMINN 21 PÍPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerfi Set upp hreinlætis- tæki — Hitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfið Danfoss-ofn- ventla SÍMI 36498 Dóttirin - skemmtisaga fyrir unglingsstúlkur Dóttirin, heitir bók fyrir unglingsstíilkur, nýkomin út hjá Leiftri. Þorlákur Jónsson þýddi, en höfundurinn er sænsk kona, Christina Söderling-Brydolf. Aöálsöguhetjan er Myra, 14 ára, sem lýsir sjálfri sér á þessa leið: — Ég hef brún augu og stóran munn eins og pabbi. Og á sumrin er andlitið þéttsetið freknum. Ekki er það skemmtilegt, en með haustinu fara þær að minnka,og þegar kemur fram á veturinn.fer ég loksins að lita út eins og al- mennileg manneskja. Svo hef ég langa og mjóa fótleggi, en þeir munu gildna með aldrinum, segir pabbi. Pabbi Myru er listamaður, sem ekki hefur enn hlotið verð- skuldaða frægð. Mamma er lág og þrekin og alltaf liggur vel á henni, á hverju sem gengur. Saga þessi mun vera mjög skemmtileg aflestrar. Bókin er 133 blaðsiður, prentuð hjá Leiftri. Börnin í Bæ og sagan af kisu, heitir barnabók eftir Kristinu R. Thorlasius. 1 bókinni eru tvær sögur, önnur um börnin fimm i BÆ en það er mamma þeirra sem söguna segir einn leiðinlegan rigningardag. Hitt er saga.n um kisuna Perlu Penelópe,og það er kisa sjálf, sem þar segir frá, en hún er raunar i eigu barnanna fimm i Bæ. Þétta er létt og skemmtileg bók handa stálpuðum börnum. Hún er 100 blaðsiður að stærð og- i henni eru skemmti- legar teiknimyndir, en höfundar þeirra er ekki getið. SA61T186 Sjónvarpstæki SA5929A 2X30W Hi-Fi stereo magnari . . . . X' Jólaseriur úti og inm - w Seríuperur - Litaðar Ijósaperur SA9118AT Kassettu-segulbandstæki f. rafhlöður eða 240V. Eitt elzta og virtasta gæðamerki hljómflutningstækja á markaðinum. RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVlK • SlM118395 SA 8479 A Hi-Fi stereo plötuspilari IERA Annað bindi bréfa til Stephans G. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út annað bindi af bréfum til Stephans G. Stephanssonar, og licfur Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður valið efni i bókina og anna/.t útgáfuna eins °g hins fyrra bindis. Að þessu sinni birtast bréf frá Birni Péturssyni,er um eitt skeið var þingmaður Sunnmýlinga, Frimanni B. Arngrimssyni, hinum kynlega kvisti, sem lauk ævi sinni á Akureyri, Margréti J. Benediktsson, ritstjóra vestan hafs, Jónasi Hall, einum tryggasta vini Stephans G. vestan hafs, skáldinu K.N. og séra Rögn- valdi Péturssyni i Winnipeg, mikilli hjálparhellu Stephans G. Eins og kunnugt er, voru fyrir allmörgum árum gefin út öll bréf Stephans G., hið ágætasta safn,og nú verður þess enn fyllri not, er við bætast þau bréf, sem vinir hans og samtiðarmenn skrifuðu honum. Er öllum aðdáendum Stephans G. hinn mesti fengur að þessari útgáfu. Skemmtileg barnabók: Börnin í Bæ og sagan af kisu Tónleikar Jólatónleikar verða i Háteigskirkju sunnudaginn 17. des. klukkan hálf ellefu um kvöldið. Flytjendur: Jón Sigurðsson, trompetleikari, Guðrún Tómasdóttir, Guðfinna Dóra ólafsdóttir, Ruth L. Magnússon ásamt blönduðum kór. Stjórnandi: Martin Hunger. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sóknarnefnd Háteigskirkju. Gamanskáldið K.N., Jónas Hall og Stephan G. Stephansson. Útboð á múrverki Tilboð óskast i einangrun, vegghleðslu og múrhúðun úti og inni i hús Sjálfbjargar við Hátún no. 12, Reykjavik. Hússtærð um 12,700 rúmm. Útboðsgagna má vitja á Teiknistofunni s.f. Armúla 6 gegn 3000 kr skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 22. jan. n.k. kl 11 Hússtjórnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.