Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 24
GULLI STOLIÐ Ró hefur nú færzt yfir húsbrjóta og var brotizt inn aðeins á þrem stöðum i Reykjavik aðfaranótt laugardags, sem verður að telja hófsamt, miðað við helgina á und- an, en þá náðist hámark fram að þessu i innbrotum og skemmdum á húsum og husmunum af völd- um innbrota. Upp úr miðnætti var tilkynnt innbrot i húsið í Bankastræti, sem áður var Bókabúð Kron. Þar eru nú eingöngu útstillingargluggar fyrir Dómus. Var einhverju af út- stillingarvörum stoiið, en þjófarnir, tveir ungir menn náð- ust fljótlega. Þegar Bárður Jóhannesson kom til vinnu i verzlun sinni Email i Hafnarstræti á laugar- dagsmorgun,sá hann, að óboðnir gestir höföu verið á ferð um nótt- ina. Voru horfin gullarmbönd og hringar að samanlögðu verðmæti um 100 þús. kr. Einnig var brotizt inn i verzlun Sláturfélags Suðurlands við Aðal- stræti. Ekki er að sjá, að neitt hafi horfiö úr verzluninni. Úr Hafnarfirði eru þær fréttir helztar, að enginn maður gisti fangageymslu lögreglunnar að- faranótt laugardags og hefur likt vart gerzt i mannaminnum siðan sá siður hófst, að hefja helgar- drykkjuskap á föstudagskvöld- um. Stokkseyrarsýn- ingunni lýkur á miðnætti Málverkasýningu Steingrims Sigurðssonar i Gimli á Stokkseyri lýkur á miðnætti i kvöld. Þetta er fyrsta málverkasýning, sem haldin hefur verið á Stokkseyri, og bauð Steingrimur öllum Stokkseyringum á hana. — Þetta hefur gengið ágætlega, sagði Steingrimur i gær — ISLAND 68 Gamli tíminn: GRUNDIN GLYMUR UNDIR Sá timi er undarlega fjarri, þótt ekki séu margir áratugir umliðn- ir, er menn settust á hverfistein- inn til þess að leggja spikina sina á, og gengu siðan á teiginn með orfið, þar sem þeir stóðu siðan snöggklæddir og skáruðu grund- ina, stundum með sokkana utan yfir buxnaskálmunum og náttúr- lega með axlabönd, af þvi að belti voru ekki komin i tizku. Frá þeim tima er þessi skag- firzka mynd, liklega tekin svona 1920 eða um það bil, áreiðanlega hjá einhverjum heyjabónda, þvi að sjálfsögðu hafa það verið drjúgar spildur, sem fjórir menn gátu slegið á greiðfæru landi. En hvaðan er þessi mynd, og herjir eru mennirnir? Það væri nógu«að fá vitneskju um það. Grjótið frá Kristnesi verndar Grímseyjarhöfn „Þetta er gott grjót, en bara ekki komið nándarnærri nóg af því" Stórgrýtið, sem notað var til þcss að styrkja hafnarmannvirk- in i Grimsey og gera þar garða, sem líklegir cru til þess að veita briminu viðnám, var ekki sótt neinn smáspöl, heldur alla leið inn undir Kristnes i Eyjafirði. Þaðan var það flutt til hafnar á Akureyri og sett i lestir skipa, sem fóru með það til Grimseyjar. — Það var litið búið að losa af grjóti, þegar til átti að taka í sum- ar, sagði Guðmundur Jónsson, fréttaritariTimans i Grimsey, og framkvæmdir drógust á langinn von úr viti. Þeir eru nýfarnir héð- an núna, og það var alveg ein- stakt happ, hve hægviðrasamt var fram eftir öllu. Samt er ekki enn komið nándarnærri nóg af stórgrýti, hafnarmannvirkjunum til styrktar, og það er gott grjót, hvað komið er — bara allt of litið af þvi. Það hefur að visu ekkert haggast fram að þessu, en það hefur ekki heldur gert neitt stór- brim i haust. Það urðu ekki nema tvær ferð- ir, sem Arvakur kom hingað með þetta Kristnesgrjót, en svo var Suðri tekinn á leigu, og hann kom hingað með þrjá eða fjóra farma. Alls var fjárveitingin til hafnarinnar fjórtán milljónir króna, þar af sex milljónir i kerin, en þegar til kom, mun það, sem gert var, hafa kostað mun meira. Þó eru varnargarðarnir alls ekki orðnir nógu traustir, eins og ég er búinn að segja, og ekkert hefur enn verið gert innan hafnar, sagði Guðmundur að lokum. Stokkseyringar seldu fyrir 80 miiljónir HS-Stokkseyri Þritugasti aðalfundur Hrað- frystihúss Stokkseyrar var hald- inn annan des. s.l. Hraðfrystihús- ið er hlutafélag, rekið af hreppn- um að hálfu og einstaklingum og félögum að hálfu. Frystihúsið gerir út fjóra báta og hinn fimmta að hluta. A siðasta ári seldi Hraðfrysti- hús Stokkseyrar afurðir fyrir 79,3 milljónir króna og greiddi 47,6 millj. i vinnulaun. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á frystihúsinu s.l. ár, m.a. byggður frystiklefi, sem rúmar um 900 lestir og bætt við frystitækjum og isvél. Tveir bátar stunda nú linuveið- ar frá Stokkseyri, en gæftir eru tregar. Uppörvun fyrir ungan listamann Klp-Reykjavik. Á laugardaginn var opnaði ung- ur maður, Valgarður Stefánsson, málverkasýningu i Landsbanka- salnum á Akureyri. Fyrstu tvo dagana skoðuðu um þrjú hundruð manns sýninguna og helmingur myndanna seldust. Er þetta óvenju góð aðsó kn og sala hjá ungum og svo til óþekktum lista- manni á ekki fjölmennari stað en Akureyri er. Nýtt rafmagns- verkstæði og raftækjabúð í Hveragerði Fyrir skömmu tók til starfa nýtt fyrirtæki við Reykjamörk i Hveragerði en raunar er sú gata gamli þjóðvegurinn. Fyrirtæki þetta heitir Rafmagnsverkstæði Suðurl-ands, og er i senn verk- stæði og verzlun. Eigendur fyrir- tækisins eru Sigurður Frimanns- son og bræðurnir Kjartan og Jónas iBjörnssynir. Eigendur fyrirtækisins keyptu þarna hundrað fermetra hús- rými, sem þeir innréttuðu að ein- um þriðja sem verzlun, og er þetta eina búðin i Hveragerði, þar sem eingöngu eru seld rafmagns- tæki. 1 hinum hluta hússins er við- gerðastofa og verkstæði, en að auki tekur fyrirtækið að sér raf- lagnir. Hér sjáum við tvo smiði við mótauppslátt á hinni nýju vöruskemmu Flugfélags tslands á Reykjavfkur- flugvelli. TlmamyndGE. Flugfélagið byggir nýja vöruskemmu: 3100 lestir hafa verið fluttar á innanlandsleiðum á árinu ÞÓ—Reykjavik. Nýlega var hafin bygging á nýrri vöruskemmu fyrir Flug- félag íslands á Reykjavikurflug- velli, en sem kunnugt er hefur vöruafgreiðsla félagsins verið til þessa I tveim gömlum hermanna- bröggum, og voru þeir orðnir alltof litlir fyrir mörgum árum og öll'starfsaðstaða þar erfið. Nýja vöruskemman er 800 fer- metrar að stærð, og stendur hún á milli farþegaafgreiðslunnar og flugskýlisins. í upphafi var ákveðið, að helmingur vöru- skemmunnar yrði tilbúinn i þess- um mánuði, en þar sem það dróst að fá leyfi fyrir byggingunni gat ekki orðið af þvi og nú er ákveðið að byggja skemmuna i einum áfanga, og á hún að vera tilbúin að vori komanda. Vestan við skemmuna verður byggt stórt plan og verða allar vörur teknar inn i gegnum vesturgaflinn, siðan verða vörurnar teknar út i gegnum austurgaflinn, þegar þær verða settar um borð i flug- vélarnar. Um leið og vöru- skemman verður tilbúin, verður girt fyrir bilaumferð út á sjálfan flugvöllinn en bilaumferð fyrir framan vöruafgreiðsluna hefur oft og tiðum verið mikið vanda- mál. Þessi nýja vóruskemma er ekki fyrirhuguð sem framtiðarvöru- skemma fyrir Flugfélagið, heldur erhér um bráðabirgðahúsnæði að ræða. Það sem stendur i veginum fyrir þvi,að ekki er byggt fram- tiðarhúsnæði, er, að ekki er enn búið að skipuleggja bygginga- svæði við Reykjavikurflugvöll. S veinnSæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélagsins, tjáði okkur, að fyrstu 10 mánuði þessa árs hefðu Flugfélagsvélarnar flutt 3100 lestir af vörum á flugleiðum innanlands, og er það 5% aukning frá þvi i fyrra. 1 nóvember og það sem af er desember hefur aukningin orðið enn meiri, og iðu- lega eru fluttar rúmlega 30 lestir af vörum á dag. Endurmat á fast- eignum og vélum á næsta landbúnaðarframtali Stjórn Búnaðarfélags islands hefur sótt um heimild til endur- mats á vélum og fasteignum á næsta Iandbúnaðarframtali fyrir hönd allra bænda, sem eru i hreppabúnaðarfélögunum á land- inii. Þetta er gert samkvæmt ákvæði i reglugerð, þar sem svo er fyrir lagt, að slikt verði að til- kynna viðkomandi skattstjóra fyrir 31. desember 1972. Þar eð mörgum bændum mun ekki kunn- ugt um þetta ákvæði, sizt um heimildina til endurmats á véla- kosti, þótti skylt, að Búnaðarfélag Islands léti þetta til sin taka. Af þessu leiðir, að bændur þurfa ekki sjálfir að skrifa skattstjóra fyrir áramót, þótt þeir ætli að nota sér heimildina, svo fremi sem þeir eru i búnaðarfélagi, og nægir að láta endurmat fylgja næsta landbúnaðarframtali. Leiðbeiningar um það, hvernig vélar skuli endurmetnar, verða birtar i næsta febrúarblaði Freys. En i stuttu máli sagt gilda þær reglur um endurmat á vélum, að kaupverð véla, sem keyptar voru á árunum 1969-1966, má hækka um fimmta hluta, en þá hækkun má afskrifa á fimm árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.