Tíminn - 19.12.1972, Side 1

Tíminn - 19.12.1972, Side 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 * * * ________________________L. ! TO/tJÖbbbcOnA^ÉtoLfv. Á/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Bjarni Guðnason úr þingflokki SFV: Þaö var margt um manninn á áheyrendapöllunum I þinghúsinu i gær. I 1 I I Timamyndir: Gunnar. Gengi islenzku krónunnar fellt á sunnudag um 10.7% Tryggir atvinnuöryggi og kaupmátt launanna EJ-Reykjavik A fundi neöri deildar al- þingis i gær lýsti Bjarni Guönason þvi yfir, aö hann segöi skiliö viö þingflokk Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Hann myndi samt sem áöur styöja núver- andi rikisstjórn og veita henni aðhald eftir getu. Bjarni Guðnason tók til máls utan dagskrár. Skýrði hann i upphafi frá samþykkt, sem gerð var i stjórnmála- nefnd Félags frjálslyndra um helgina, áður en ákveðið var að fella gengið. I þeirri yfir- lýsingu var mjög lagzt gegn þvi, að gengisfelling yröi valin sem leiö til lausnar þeim vanda, sem við er að glima i efnahagsmálum. Bjarni rakti síðan af- leiðingar gengisfellingar, og sagði, að að sinu áliti brysti” nú allar eðlilegar forsendur gengisfellingar. Hann sagði, að gengisfelling væri andstæð grundvallarstefnu SFV og boðskapi núverandi stjórnar- flokka um áratuga skeið. Þá sagði hann, að þing- flokkur SFV hefði átt frum- kvæði að þvi, og knúið það fram, að gripið var til gengis- lækkunar. Þar með hefðu for- ystumenn þingflokksins burgðizt þvi fyrirheiti, sem þeir gáfu kjósendum sinum. Þá gagnrýndi hann þau vinnubrögð, sem þingmenn flokksins hefðu viðhaft, og sem væri frekar til að sundra en sameina vinstri menn. AF þeim sökum segði hann sig úr þingflokki SFV, en ekki úr samtökunum sem slikum, heldur myndi hann áfram starfa innan þeirra á grund- velli yfirlýsinga stofnfundar þeirra. Hins vegar sagði hann, að hann myndi styðja áfram nú- verandi rikisstjórn, þar sém hann kæmi ekki auga á nokkra aðra hugsanlega rikisstjórn, sem betur væri treystandi til að ná lausn i landhelgis- málinu, vinna að brottför hersins og koma i framkvæmd þeirri atvinnuuppbyggingu, sem þegar væri lagður grund- völlur að. Hann myndi þvi styðja stjórnina áfram, og veita henni það aðhald sem hann gæti. Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, kvað eðlilegra að Bjarni hefði til- kynnt úrsögn sina fyrst til réttra aðila. Siðan ræddi hann yfirlýsingu Frjálslyndra i Reykjavik, sem blásin hefði verið út. Hún breytti engu um það, að i þingflokki SFV hefði þessi lausn verið samþykkt einróma, og að hér væri um sameiginlega lausn rfkis- stjórnarinnar allrar, sem Bjarni hefði lýst yfir áfram- haldandi stuðningi við. Þar sem slikur stuðningur væri yfirlýstur, þyrfti ekki að fara mörgum fleiri orðum um það, að Bjarni Guðnason myndaði eigin þingflokk. ,,Ég held, að með þeirri aðgerð, sem rikisstjórnin hefur ákveðið, muni takast, ef vel tekst til, að ná þvi markmiði, að skapa at- vinnuvegunum traustan grundvöll, að skapa og ti'.Vggja atvinnuöryggi hér á landi og að tryggja kaupmátt launa. Það er sannfæring min, að mið- að við aðstæður höfum við i rikisstjórninni og stjórnarflokkunum valið réttu leiðina”, sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, i um- ræðum á alþingi i gær. Eins og kunnugt er af fréttum var gengi islenzku krónunnar fellt um 10.7% á sunnudaginn. I gær var svo lagt fram á alþingi frum- varp til laga um ráðstafanir vegna gengisbreytingarinnar. Ólafur Jóhannesson, mælti fyr- ir frumvarpinu i neðri deild, og er ræða hans birt á öðrum stað i blaðinu i dag. Þar kom m.a. fram að ekki verður hróflað við visitöl- unni, og mælir hún þvi áfram þær hækkanir sem leiða af gengisfell- ingunni. Jóhann Hafstein, for- maður Sjálfstæðisflokksins, tal- aði á eftir forsætisráðherra, og tilkynnti, að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefði ákveðið að flytja vantraust á rikisstjórnina. Hann benti ekki á, hvaða úrræði Sjálfstæðisflokkurinn teldi, að gripa ætti til. Síðan töluðu l.úövik Jósefsson, sjávarútvegsráðherra, Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðu- flokksins, sem taldi, að fara hefði átt niðurfærsluleið af þeirri teg- und, sem m innihlutastjórn Alþýðuflokksins beitti sér fyrir 1959, Iiannibal Valdimarsson, samgöngumálaráöherra, Bjarni Guönason,sem sagði sig úr þing- flokki SFV fyrr á fundinum og Mallhias Bjarnason (S). Að þessum umræðum loknum var gert kvöldmatarhlé. I ræðu I.úðvíks Jósefssonar, sjávarútvegsráðherra, kom m.a. fram, að rikisstjórnin hyggst gera sérstakar ráöstafanir til að hafa hemil á verðhækkunum vegna gengisfellingarinnar, bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir i þjóðfélaginu, t.d. elli- og örorku- lifeyrisþega, og tryggja náms- mönnum sömu upphæð i erlend- um gjaldeyri og áætlað var fyrir gengislækkun. Þá verður sett i fjárlög heimild um 10-15% lækkun fjárveitinga sem ekki eru bundn- ar i öðrum lögum en fjárlögum. Þá kom fram i ræðu llannibals Valdimarssonar, samgöngu- málaráðherra, aö fyrirhuguð er hækkun á áfengi og tóbaki. Nánar segir frá umræðunum á bls. 10, 11 og 12. Ej Seldu fyrir 573 milljónir á5mánuðum ÞÓ—Reykjavik. Sildarsölum islenzkra fiski- skipa i Danmörku og Þýzkalandi er nú lokið á þessu ári, en siðustu sölurnar voru 11. og 12. desember s.l. i Danmörku. Siðastliðna viku seldu niu bátar sildarafla i Danmörku, alls 488 lestir fyrir 12.6 milljónir isl. kr. og meðalverð var 25.10 krónur. Að þessu sinni var Guðmundur RE meö langhæstu heildarsöluna, en Guðmundur seldi 106 lestir fyrir rúmar þrjár milljónir króna og meðalverðið var 28.51. Guðmund- ur seldi einnig bezt i vikunni á undan og á tveim vikum hefur skipið selt fyrir 5.5 milljónir Framhald á bls. 27 Ólafur Jóhannesson forsætisráöherra I ræðustóli I gær.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.