Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 19. desember 1972 Strákarnir vilja leikja og bilateppin. Litliskógur Snorrabraut 22 Simi 25644 i m iin ffiwiiff 111 i •mm Óskil í Sandvíkurhreppi 1. Rauður hestur, 5 vetra mark, blaðst. fr. hægra. 2. Brúnhryssa,4 vetra.stjarna i enni, mark, stig fr. hægra, biti fr. vinstra. Hross þessi veröa seld að 14 dögum liðn- um, ef eigandi gefur sig ekki fram. Hreppstjórinn. LANDFARI SÆLL! Hér koma nokkrar linur, sem mig langar að fá birtar, ef hægt er. Ég hef dvalið á Heilsuhæli N.L.F.Í. i Hveragerði nokkurn tima. Hér er gott að vera fyrir þreytt og vanheilt fólk og umönn- un öll i bezta lagi. Hversu skemmtilegt það er, er mest und- ir dvalargestum sjálfum komið, og á svo að vera, og oftast er það með ágætum. Fólk er fljótt að kynnast og aldrei vantar krafta til að halda uppi félags- og smá- skemmtanalifi, að ógleymdu þvi, sem starfsmenn leggja til, eða sú ■ Við velium mmfal það borgar sig ■ v ■ nmlal - ofnar h/f. <, Síðumúla 27 . Reykjovík Síxnar 3*55-55 og 3*42-00 Lesið ykkur til verðlauna Teiknið til verðlauna Sýnið leikni ykkar og hugmyndaflug ati seqirfra é-' C' * * *• • Sérstæð barnabók í hinum stóra flokki íslenzkra barnabóka varuiujw Bókin gefur unglingnum tækifæri til þess að tjá sig og hugmyndir sínar í myndum tengdum efni bókarinnar. Efni bókarinnar er auðugt myndaefni svo að það er auðvelt fyrir lesandann að grípa atburði frásagnarinnar. Teikniarkir fylgja með bókinni og auk þess gefur bókin tækifæri til þess að teikna beint í hana á hinar stóru eyður er til þess voru hugsaðar. Lesið vandlega bakhlið bókarinna'r en hún segir það sem hér vantar. Lestur þessarar barnabókar verður leikur jafnframt því, sem hann hefur hagrænt gildi og á að gleðja barnið í eigin starfi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 JÓN SKAGAN }ÓN SKAQAN AXLASkÍpd AXTINQLÍNU MÍNNINQAROQ MyNÖÍR AXLASKIPTI Á TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni Ijóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059 er min reynsla i öll þau skipti, sem ég hef hér dvalið. En að flestu er hægt að finna, og nú kem ég að þvi, sem mér og fleirum finnst að. Hér starfar sérhæft og mjög vel fært nuddfólk, og það er einmitt nuddið i ýmsum myndum, sem margur illa farinn skrokkurinn þarfnast svo mjög. En þetta starfsfólk er ekki undanskilið þvi, að geta orðið lasið sem aðrir og forfallast á ýmsan hátt, enda starfið erfitt,og þá er enginn, sem leysir af, og hefur aldrei, mér vitanlega, verið. Þessar aðgerðir leggjast einfaldlega niður og mun svo vera með fleira. Þetta finnst mér ekki vera hægt að bjóða fólki. Við, sem hér erum, borgum fyrir fulla þjónustu og eigum rétt til þeirrar þjónustu. Svo er þetta lika varhugavert vegna þeirra, sem þjónustuna veita. Starfið er erfitt og fólkið vinnur sér um megn, það er mér kunnugt. Svo þakka ég hjartanlega allt það góða, sem ég hef hér notið, andlega sem likamlega, og óska hælinu allra heilla um ókomin ár. H.J. VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd:‘240 sm 210 - x - 270sm Aðrar stærðir smíðaðar eítir beiðnl GLUGGASMIÐJAN S'ðumúla 12 - S«mi 38220 Spariskírteini ríkissjóös- Faileg tækifeerisgjöf © SparÍHkírteini rfkissjóðs í 2. fl. 1972 eru nú til sölu í smekk- legrri kápu or eru tilvalin til tæklfærisgrjafa. Skírteinin eru grefin út í 1.000, 10.000 ogr 50.000 króna stærðum ogr eru miðuð við bygrgringrarvísitölu frá júlí 1973. SEÐLABANKI ÍSLANDS $ *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.