Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 5
Þiiftjudagur 19. desember 1972 TÍAIINN 5 NÝTT VIÐHORF í HVALFJ ARÐARMÁLIN U Fyrir skömmu kom út bók, sem ber heitið „Samgöngur um Hval- fjörð — Nefndarálit", og er hún árangur af starfi Hvalfjarðar- nefndarinnar, sem Alþingi kaus 1967 og tók til starfa þá um vorið. Var nefnd þessi kosin fyrir áhrif frá bæjarstjórn Akraness, og var henni ætlað að kanna heppi- legustu og hagkvæmustu leiðina um Hvalfjörð. begar rætt er um leiðina fyrir Hvalfjörð, má lita á hana frá ferns konar sjónarmiðir i fyrsta lagi sem veg lil Akraness og Borgarfjarðar, i öðru lagi sem veg til Vesturlands, i þriöja lagi sem hluta úr leiðinni til Norður- lands og i fjórða lagi sem byggða- veg um sveitirnar i Hváífirði. i Hvalfirði er gisin byggð, og má þvi ætla, að tiltölulega litill hluti umferðarinnar þar sé i þágu heimamanna i Hvalfirði. Ég hygg, að meir en helmingur bila- umferðar um Hvalfjörð séu bilar á leið norður i land og vestur á l'irði, einkum er þetta hlutfall stórt á sumrin. Um þetta hef ég þó ekki nákvæmar tölur. Aldrei hefur verið lagt svo mikið fjármagn i vegi hér á landi og siðasta áratug, enda eru nú að opnast vegir, sem gaman er að aka. t dag ræða menn á Norður- landi um þaö i fullri alvöru að fá veg frá Reykjavík til Akureyrar, sem teljast mætti hraðbraut. Fyrir þá og aðra, sem aka milli Revkjavfkur og Akureyrar, skiptir það raunar ekki máli, hvar á leiðinni bezti vegurinn er, eða frá hvorum endanum hann yrði lagður. Það er heldur engin höfuðnauðsyn, að hann verði lagður samfelldur frá öðrum hvorum enda eða báðum. Er raunar margt, sem mælir með þvi, að valdir verði vegakaflar i þéttbýlustu héruðum leiðarinnar og þeir teknir fyrst, en vegir á heiðum og i strjálbýlli sveitum látnir biða. Þegar komið er að Brautarholti á Kjalarnesi, tekur við strjálbyggð sveit, og þéttist hún ekki að ráði, fyrr en komið er i Leirársveit, og þó enn meir norðar i Borgarfirði. Hvalfjarðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að leggja beri varanlegan veg fyrir Hvalfjörð, og hyggst leggja til við fjár- veitingavald rikisins, að þvi megi ljúka á svo sem áralug, og þá höfum við varanlegan veg rétt norður fyrir Akranesvegamót, sem kostar að áliti nefndarinnar frá Brautarholti á Kjalarnesi að Akranesvegamótum litlar 700 milljcnir króna, og er leiðin um 60 km. Sjálfsagt yrðu margir þakklátir fyrir að aka á góðum vegi um Hvalfjörð, en það eru menn raunar ekki bara þar, heldur hvar sem er. Hvalfjarðarnefndin gerir þvi nokkur skil I skýrslu sinni, hverja möguleika hún telur á ferjurekstri milli Reykjavfkur og Akraness. Eru þeir útreikningar nánast sagt nokkuð tortryggi- legir, og finnst mörgum, að þar sé reynt að fá út ákveðna útkomu fyrirfram. Þar er fjöldi ferða- manna áætlaður minni en verið hefur siðustu ár með m/s Akraborgu, og þó eru ö!l fargjöld áætluð mun lægri en þau eru þar. Mætti ætla, að svo lág fargjöld stórykju fremur farþegatöluna en hitt. Farþegatalan er áætl. svo lág með tilliti til þess, að kominn sé hraðbraut fyrir Hvalfjörð með Þorvaldiir Þorvaldsson varanlegu slitlagi, en þar er enn langt i land eins og allir vita. Þetta eru dæmi um vinnubrögð nefndarinnar, þegar reiknaðir eru út möguleikar ferjurekst- ursins til Akraness. Verður þessa viðar vart, að fyrst er niður- slaðan ákveðin, svo eru rökin og útreikningarnir látnir styðja hana á eftir. Stofnkostnaður ferjunnar og hafnarmannvirki á báðum endum er innan við 100 milljónir króna, eða jafngildi 10 km vegar á heldur góðu landi. Nú vaknar áleitin spurning i huga minum. Væri ekki rétt að stöðva hraðbrautarframkvæmdir i bili á Kjalarnesi og láta Hval- fjarðarveginn biða. Fyrir þessar 700 milljónir mætti svo kaupa ferju fyrir 32 bila eða þar um bil og byggja henni aðstöðu bæði i Reykjavtk og Akranesi. Þá væru enn eítir 600 milljónir króna. Fyrir þá peninga mætti svo leggja góða hraðbraut norður frá Akranesi yfir Grunnafjörð hjá Súlueyri, norður yfir væntanlega Hvitárbrfi hjá Borgarnesi og upp i Norðurárdal. Ég veit ekki með vissu, hve langt sá vegur kæmist fyrir téða upphæð, en varla yrði það skemmra en i Hvalfirði, þvi að viðast hvar á þessari leið er gott vegarstæði að þvi er virðist. Ætla mætti, að fyrir sama fé og vegurinn kostaði frá Brautarholti á Kjalarnesi að Lambhaga i Skilmannahreppi mætti fá ferju til Akraness og hraðbraut frá Akranesi norður i Dalsmynni i Norðurárdal, eða jafnvel norður að Hvammi. Mundi vegur sá þjóna Borgfirðingum mun betur en Hvalljarðarleiðin og þeimfsem aka til Akureyrar frá Reykjavik, skilar þessi ferðamáti ferða- löngum mun lengra áleiðis, aður en þeir fara að gtima við holurnar og steinkastið. Og má þeim ekki á sama standa, hvar á leiðinni þeir aka 60 km af góðum vegi? Ef þessi leið yrði farin i málinu, gæfi hún okkur enn nokkurn tima til að átta okkur á þvi, hvernig við endanlega leggjum veg yfir, undir — eða fyrir Hvalfjörðinn. Kannski verður brúarsmið eða vegstokkur ekki eins óhugsandi þrekraun el'tir tiu ár eins og þau virðast i dag, svo ört fleygir allri tækni fram. Það væri sannarlega gáman að heyra álit Borgnesinga og ann- arra Borglirðinga á þvi, hvort þeir kjósi heldur veg fyrir Hval- ljörð eða — góða ferju Reykjavík — Akranes og hraðbraul frá Akranesi upp að Hvammi i Norðurárdal — sem sé hraðbraut þvert i gegnum héraðið. Mundi sá vegur ekki þjóna fleira fólki en vegurinn i Hval- firði? Þorvaldur Þorvaldsson. VIRKXI i Ármúla 24 Jóla- markaður; Leikföng Kerti Sælgæti Skraut II TTTTTTfJ Bygginga■ YÖRUR ; Veggfóður< Málning Boltar Skrúfur Verkfæri Vörubifreida stjórar , AfturmunstUr SOLU M; Frammunstur Snjómunstur BARÐINNHF. VIRKNIf Ármúla 24 ARMULA 7. REYKJAVÍK. SIMI 30501. UR ofí KbUKKUR Laugavegi 3 simi 13540 FOSTUDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.