Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriftjudagur 19. desember 1972 Thöger Birkeland: KIIUMMARNIR. Skúli Jensson þýddi. Steinholt gaf út. Thöger Birkeland er rúmlega fertugur, danskur yfirkennari, sem hlaut fyrir nokkrum árum verðlaun danska menntamála- ráðuneytisins fyrir beztu og skemmtilegustu barnabókina það árið. Nú er hún komin út á islenzku i fallegri útgáfu og hefur hlotið þar nafnið Krummarnir, en þeir eru fjörlegur barnahópur i danskri fjölskyldu, sem býr i sambýlishúsi. ()g þar gengur nú á Tliöger Birkeland ýmsu. Thöger Birkeland er löngu kunnur i Danmörku fyrir að skrifa gott leseíni handa börnum, sem eiga við lestregðu að striða, en hafa þó bæði greind og vilja til þess að lesa. Dessa bók um fjölskylduna byggir höl'undur á eigin bernsku- minningum að sögn, en að sjáll'- sögðu l'ærir hann alll i stilinn og brýnir gamansemina. Sögumað- ur er einn krumminn, sem lýsir fólögum og fullorðnum á sinn hátt og skýrir atferli þeirra sinum skilningi, sem oft er hárbeittur og miskunnarlitill. Bókin er full af ævintýrum hversdagslifsins og lilbrigðum lifsgleðinnar, rituð af leiftrandi kimni. Heimilislifið virðist býsna róstusamt, en saml er þetta allt saman elskulega mannlegt - að- eins ekki verið að l'egra neitt og -talað tæpitungulaust. Árekstr- arnir eru margir, uppátæki krummanna enn l'leiri, sagan iill stórskemmtileg. Og leikningarn- ar eru svo bráðlifandi, að þær stökkva beinlinis út úr bókinni. Hver er það, sem ekki sér þarna óteljandi smámyndir af sér og sinum börnum, sé hann hreinskil- inn. Þýðingin er hressileg og djarf- leg og skilar öllu vel að þvi er virðist, en ekki sérlega hnitmið- uð. Hvert frjálst og fjörugt barn hlýtur að hafa ánægju og gagn af lestri bókarinnar og þekkir þar sjálft sig i mörgum tilvikum. Jafnframt kemst það ekki hjá þvi að hugsa til eigin foreldra, kenn- ara, skólafélaga og nágranna. Hetta er einhver bezti leiðarvisir, sem ég hel séð i barnabók, til þess að kenna börnum að lita eigið heimilislif og eigin brek réttum augum og skilja árekstra i sam- búð við annað fólk þeim skilningi, sem forðar þeim Irá sálramum áverkum. Þess er skyldugt að geta, aö bókin er einstaklega falleg og gerð hennar mótuð listrænum smekk i prentverki. Sérlega ánægjuleg barnabók, —AK Michael Bond: IIkR KKMUll PADD- INGTON. Örn Snorrason þýddi. örn og örlygur gálu út. Barnabækur, sem lýsa sam- skiptum manna og dýra, segja frá samlííi tegundanna eins og þær væru ein þjóð, eru tákn timanna i barnabókmenntum. Vafalitið er þetta i góðu samræmi við nátt- úruvisindi á nútima og einnig þá siðfræði, að maðurinn sé ekki endilega æðsta skepna jarðar- innar, þótt hann sé valdarikust og umsvifamest. Lifið er ein heild, samábyrgð lifsins er nauösyn, skilningur á náttúrunni mannin- um sjálfum lifsnauðsyn, og ekki sizt að hala það að daglegri kenn- ingu, að hann sé aðeins einn hlekkur i hinni miklu keðju og hafi ábyrgð og réttindi i lifinu i hlutíalli við það. Hetta er einn þáttur i náttúruvernd nútimans. Barnaba-kur um samstarf og samlif manna og dýra eru þvi góðar og gildar og til þess fallnar aðefla þennan samskilning, auka ást barna á umhverfinu, skilning á dýrum og vitund um ábyrgð manna gagnvart þeim og öðru lili. En þessar barnabækur um dýr og jrncnn eru l'lestar þvi marki brenndar. að dýrin eru látin semja sig að háttum manna, skoðunum þeirra og lifsmati. Þau verða yfirleitt mennsk i þessum bókum. Um hitt er minna, að skrifaðar séu barnabækur um menn, sem samlagást háttum dýra, lifa i þeirra siðfræði, til- einka sér þeirra. lifsmat. Væru slikar tilraunir þó harla fróðlegar og ekki siöur til þess fallnar að lækka svolítið rostann i drottnun- argirni mannsins og ofmetnaði. Bækurnar um björninn Paddington eru um þetta fyrr- nefnda samfélag dýrs og manns, og að sjálfsögðu er björninn lát- inn semja sig að siðum, hugsun- um og lifsmati manna en ekki öfugt. Að visu er reynt að láta hið góða i dýrseðlinu gegnsýra mannkindina ofurlitið, en það verður samt allt á mannlegan hátt. Paddington björn er hinn mesti öðlingur þrátt fyrir allt, og hann semur sig að mannlegum siðum og gerist borgari i riki manna með undraverðri að- lögunarhæfni, þrátt fyrir mörg hrakföll og ævintýri, sem þeirri þroskaleit eru samfara. Um þetta allt skrifar þessi höfundur bráðskemmtilegar sögur, sem jafnframt auka lifs- skyn, viðsýni og dómgreind barna. Uýðing Arnar Snorrasonar er ákaflega lipur og skýr, enda veit örn augsýnilega vel, hvernig á að l'ara að þvi að koma sögu til barna. Myndir eru einkar skemmtilegar og útgáfan snyrti- leg. Þó hef ég aldrei fellt mig við það, að enska nafninu „Padding- ton” skuli haldið i þýðingunni á þessum birni. Til þess er engin ástæða, og að sjálfsögðu hefði átt að finna honum gott islenzkt nafn, og greiða honum með þvi leiðina i hóp islenzkra barna, gera hann heimakomnari. — AK Uinar Þorgrimsson: Ö(iNVALI)UR SKÍÐA- SKÁLANS. Úlgál'a höl'undar. Þetta er kornungur höfundur hefur þó þegar gefið út þrjár bæk- ur milli tektar og tvitugs. Fyrsta bókin hét Leynihellirinn og kom út 1970. Ilún sýndi hugmynda- auðgi og l'rásagnargáfu ferming- ardrengs, en mjög skorti á alla meðferð söguefnis og máls, og áhril' erlendra æsisagna voru allt- of auðsæ. í fyrra kom út önnur bók, Leyndardómur eyðibýlisins. Hún sýndi meiri þroska. Sagan var sjálfstæðari og heilsteyptari og máll'arið vandaöra, þótt mörgu væri áfátt. En höfundurinn kunni vel að kitla æsitaugar Um helgina lestuðu tvö skip á vegum Eimskipafélags tslands, Selfoss og Hofsjökull, 38 þúsund kassa af freðfiski á Isafirði. Verð- mæti þessa magns er 76 milljónir islenzkra króna. Kom þetta magn frá þrem stöðum, þ.e. ísafirði, Bolungavik og Súöavik, og fer fiskurinn á Bandarikjamarkað. Þessir 38 þúsund kassar eru að- eins nokkurra vikna framleiðsla. stráka, og varð bókin mikil sölu- bók. Nú er þriðja bókin komin út eftir Einar og nefnist Ógnvaldur skiðaskálans. Hún er hinum lik að efni. Sögusviðið er islenzkt, krakkarnir islenzkir og atburðir að nokkru með raunsæjum svip, en öll aðferðin og söguhátturinn eftir forskrift erlendra ævisagna með ferlegum átökum og stór- brotatiltækjum. Einar sýnir hér enn sem fyrr töluverðan hagleik við að fella saman sögu, gera úr henni heild. Og honum bregzt ekki spennan. Hann veit, hvað strákarnir vilja. En þvi miður virðist höfundur ekki hafa haldið áfram á þeirri braut, sem sást móta fyrir i annarri bókinni — viðleitni til þess að vanda sig og læra. Og nú er hann kominn nógu vel til aldurs til þess aö réttmætt sé að gera til hans kröfu um ábyrgðarkennd. Hann hefur ekki lengur sér til afsökunar.að aðrir hafi leitt hann barnungan af- vega. Nú verður hann að gera sér Ijóst, hvað hann er að gera. Og af þvi að hann hefur sýnt, að hann kann að setja saman sögu, sem börn og unglingar vilja lesa, og verk hans kemur fyrir mörg litt þroskuð augu, þá er ábyrgð hans enn meiri. Beinar málvillur i þessari bók eru alltof margar og einmitt af hættulegasta tagi fyrir litt mótaða lesendur. Þessi ungi höfundur býr yfir svo fjörlegri frásagnargáfu, að hann verður að leggja á sig það erfiði og aga, sem til þess þarf að skila sæmilegu verki. Frumskilyrði er að geta skrifað sögu sina. — AK Ólöl' Jónsdóttir: LITLI RAUÐUR og l'leiri sögur. Prentfell gaf út. Þetta mun vera sjötta bók Ólafar Jónsdóttur, einkum ætluð börnum og unglingum, en auk þess hefur hún sent frá sér ljóð og smásögur. Þetta er bók i allstóru broti i kápu einni.vel gerð að prentun og pappir að öðru leyti en þvi, að hún er virheft og þvi hætt við, að blöð hennar losni úr hefti. 1 bókinni eru sögurnar Jólagjöfin, Litli-Hauður, Svertingja- drengurinn, Rósa og tviburarnir, Fjallaslóðir, Bátsferðin.Vikingar, Haninn, Doppa og vinátta. Siðast eru svo söngvisur tvær með nótnasettu lagi eftir Ingibjörgu Þorbergs. Gisli Sigurðsson hefur teiknað margar, stórar og forkunnar- góðar myndir i sögurnar, og er að þeim mikil bókarprýði. Sögurnar eru allar úr islenzkum heimi , nerpa Svert- ingjadrengurinn, sem þó er reynslukynni islendings i erlendri borg. Sögusviðið er oftast sveitin, börnin og dýrin þar. Þetta eru allt fallegar sögur, sagðar af innileik en íreðfiski er vanalega skipað út l'rá isafirði aðra og þriðju hverja viku. Á þessum þrem stöðum, isafirði, Bolungavik og Súðavik búa i kringum 4200 manns, svo að sjá má á þessum tölum. að skerf- ur þessa fólks til þjóðarfram- leiðslunnar er ekki svo litill, þar sem fiskurinn er aðeins nokkurra vikna framleiðsla. — Hvað skyldi útflutningurinn frá þessum þrem stöðum vera mikill á ársgrund- velli? ólöf Jónsdóttir og skilningi á dýrum og börnum, góður og hollur lestur, óður um vináttu dýra og manna, skir- skotun til lifsgleðinnar i góðu samfélagi. Lýsingar eru allar liprar og sannar með hæfilegu jafnvægi ævintýris og veruleika. Boðskapurinn er stundum sagður nokkuð beinum orðum, þó að langoítast flytji sagan hann sjálf i efni sinu og framvindu. Þetta er góð, holl og falleg barnabók, sem engan svikur.AK BJÖRN J. BLÖNDAL Vötnin ströng Borgarfjörður er fagurt hérað og auðugt, en sennilega ríkast af ám sínum og fljótum — vötn- unum ströngu, sem Björn J. Blöndal lýsir í bók þess- ari. Björn er fæddur og uppalinn á bökkum þeirra og hefur lifað þar langa ævi. Hann greinir kosti veiðivatnanna, lýsir fegurð ánna á öllum árstímum, rekur söguna af gæðum þeirra og minnist félaga sinna og vina, veiðigarp- anna, sem kenndu honum og hann starfaði með löng og björt sumur. Björn J. Blöndal fléttar saman ( þessari bók sög- um og sögnum úr héraði sínu ásamt skáldrænni frá- sögn um kátan vatnanið með ilm úr grasi kringum sig og fjöllin tlgnu í bak- sýn. Björn J. Blöndal er nátt- úrubarnið í hópi Islenzkra rithöfunda nú á dögum, og bók þessi er óður hans um héraðið fagra og góða, dýrin og fólkið þar um slóðir, en sér í lagi vötnin ströng, sem gerðu hann snjallan og rammíslenzkan listamann. Setberg ísafjörður: Freðfiskur fyrir 76 millj. á 2 dögum GS-lsafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.