Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriftjudagur 19. desember 1972 „Mér hefur alltaf gengið fremur illa að hafna ævintýrum”,segir Jói norski SKEIÐ ÁRSINS 2000 stk. silfur, tölusett, og aðeins 25 stk. 18 kar- ata gull, tölusett. Póstsendum. Jens Guöjónsson gullsmiður Laugavegi 60 og Suöur- veri Simi 1-23-92 Erlingur Davíösson: Jói norski Útgeíandi er útgáfufyrirtækið Fagrahlið á Akureyri. Bókina hel'ur ritað eftir Irásögnum Jóa norska sjálfs Erlingur Daviðsson ritstjóri á Akureyri og iætur hann sögumann sinn tala i fyrstu persónu. Jói er lslendingur i húð og hár. Hann heitir fullu nafni Jóhann Daniel Baldvinsson og er vélstjóri á Skagaströnd. Fæddur að Keykjum á Reykjaströnd 22. júli 1903. Var vegna fátæktar loreldranna og heilsuleysis móðurinnar komið i fóstur til móðurhróður sins, Daniels Jóhannssonar, að Háaskála i Ólafslirði. t>ar var hann'-bernsku- ár sin hjá góðu fólki. Foreldrar hans fluttust litlu á eftir honum lika lil Ólafsfjarðar og naut hann þess að vera heimagangur hjá þeim og sótti sjó með föður sinum stundum. Hafði útigangseðli og var undir tvöföldu eftirliti foreldra, en skauzt á milli og skapaði með þvi írjálsræðistæki- færi. -> Stuttu eftir fermingu bauðst ^ honum vist hjá norskum skip- stjóra, Arnt Nielsen, sem var ,,stór maður og kraftalegur og bauð af sér hinn bezta þokka, enda karlmenni i sjón og raun”. Var samið um,að Jói yrði hjá hon- um heimilismaður ,,þar (il hann yrði sjállbjarga”. Þetfa gerðist i skyndingu, en með samþykki bæði fósturloreldra og foreldra Jóa. Har með var hann kominn i annað fóstur. Með hinum nýja l'óstra fór hann til Noregs og gerðist heimilismaður hans. 1 Noregi átti hann heima i hálfan annan áratug og fór þar „margar lerðir glæfra”, sem segir Irá i bókinni. Bókin er skemmtilegur lestur. Hún er skrifuð i mjög viðkunnan- legum tón, sem er léttur, glað- legur og kimniblandinn. Jói norski er óspar á sjálfum sér i Irásögnum i sama mæli og hann er ósérhlifinn til athafna. Sögur hans eru margar furðulegar, en hins vegar ekki lygilegar. Lesandinn finnur, að þær eru tempraðar af virðingu fyrir sann- leikanum. Erlingur Daviðsson er kominn i hóp þeirra islenzkra rithöfunda, er um þessar mundir kunna bezt þá list að taka menn tali til ritunar þannig, að viðmælandinn njóti sin. Bók þessi er byggð á viðtali, sem skráð er einradda. Aftur á móti ekki einhliða, þvi að mann- kostir Jóa eru margvislegir og augljósir. Vaskleikinn ekki einhamur, áreiðanleikinn tröll- traustur, hagleikurinn eins og i dvergheimum, vélgæzlusnillin og úrræðasemin óbugandi — og lslendingsmetnaðurinn til áherzlu i hverri raun. Allt þetto gerir manninn verðugt bókarefni. Auk þessa er svo allur fróð- leikurinn , sem bókin flytur um Noreg og sjómannalifið i norður- höfum við sildveiðar, hákarla- veiðar, selveiðar, rostunga- veiðar. Baráttan á þessum veið- um við hafisinn er mikilúðlegt frásagnarefni. Þar gerðust harð- leikin æfintýri. Sviðið var: „allt Irá Grænlandi austur að Novaya Zemlya, að Hvitahafinu með- földu, og allt norður fyrir Sval- barða”. Itömm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til. Árið 1934 kom Jóhann Daniel Baldvinsson heim til lslands með konu og börn eftir 15 ára útivist, — og um hann fór „fagnaðarstraumur. Bókin er rúmlega 200 bls. i þægilegu broti. Hún er prentuð i Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Letrið gott. Nokkrar myndir prýða bókina, bæði teiknimyndir og ljósmyndir. Teiknimyndirnar eru eftir son Jóhanns, Sigmund, uppfinninga mann og teiknisnilling i Vest- mannaeyjum. Karl Kristjánsson. Sjötta bókin um sæfarir, sjómenn og siglingar Sveinn Sæmundsson: EINN i ÓLGUSJÓ. Setberg. Þetta mun vera sjötta bók Sveins Sæmundssonar um sæfar- ir, sjómenn og siglingar. Auk þess er Sveinn kunnur að skemmtileg- um samtölum i útvarpi, einkum við sjómenn. Sveinn var alllengi sjálfur i siglingum og þekkir þetta lif vel af eigin raun. Þess vegna getur hann um þetta rætt við sjómenn sem jafningi, og hon- um er einstaklega vel lagið að laða menn til hispurslausrar og opinnar frásagnar, af þvi að við- ræðendur finna áhuga hans og glöggan skilning á efninu. Hann hefur lika sýnt það skýrt i bókum sinum, að hann kann ekki aðeins að ræða við sjómenn um þetta og hlusta vel, heldur skila þvi, sem hann heyrir, skrifa það i læsilega frásögu. Það er eflaust rétt, sem segir i kápukynningu bókarinnar, að söguhetja Sveins að þessu sinni, Pétur Pétursson, sé „sjómaður i orðsins fyllstu merkingu”, eða ÆSISPENNANDI.. SAGA UN STÓRVELDA ÁTÖK 0G HRIKALEGA VJ- / 9 ÁÆTLUN Jafnskjótt og John hefur fengið bréfið, er hann hundeltur af leyniþjónustu........... Verið er að neyða Komarov til að framkvæma áætlunina en............ Frá Thule er gerður út leiðangur 6 harðskeyttra manna með vélsleða og snjóþeysur til að bjarga honum úr höndum............... Frá Islandi berst hjálp með togaranum .... ÞAÐ GETUR NAUMAST SKEMMTILEGRI OG ÆSILEGRI LESTUR EN ÞESSA BÓK BREZKA HÖFUNDARINS, DUNCANS KYLES. 216 BLS. • VERÐ KR. 688,00 • BÓKAÚTGÁFAN VÖRÐUFELL öllu heldur farmaður. En lif hans er einnig frásögu vert á landi, og myndir þær.sem vefast inn i þá sögu frá lifinu og bragnum i Reykjavik og sveitadvöl bæjar- barns á fyrstu áratugum þessar- ar aldar, eru vel verðar geymdar og ljóslifandi. Bókin heitir „Einn i ólgusjó”, og manni finnst það nafn ekki siður eiga við lifshlaup Péturs frá bernsku en sjóferð- ir hans. Hann er af góðum stofn- um kominn og á að þá, sem mikið hafa umleikis og standa i mörgu, en brotalamir og meinleg atvik i ólgusjó furðulegs rótleysis dæma hann til mislitrar sjálfsmennsku alltfrá fimm ára aldri. Mér þykir bernskusaga Péturs raunar lýsiri'gameiri en farmannssagan, þótt ekki vanti i hana tilbrigðin. Bernsku- og uppvaxtarsagan er miklu sérstæðari og gefur þrátt fyrirallt miklu meiri sýn i mann- legt lif og lifsbrag islenzks tima- bils. Sjóferðasagan á sér miklu fleiri hliðstæður og er likari mörgum öðrum sögum, sem sagðar hafa verið. Ekki verður sagt um þessa siglingasögu, að hana skorti hraða og ævintýri. Þar liggur leiðin milli heimshafanna með söguefni i hverri borg. Pétur dregur ekki fjöður yfir sin not af þeim tækifærum. Hann ber ekki i bresti sina og veigrar sér ekki við að rekja feril sinn Sódómu úr Gómorru. Og viða hefur hann far- ið og haft marga fljótandi fjöl undir fótum. Þvi er ekki að neita, að skyndi- dvalir i hafnarborgum eru hver annarri býsna likar dagskrár, en þótt svo sé kunna þeir Sveinn og Pétur lag á þvi að finna jafnan einhverja nýja rúsinu, eitthvert frásagnarvert atvik til þess að vera kjarna i hverjum þætti. Vegna þess verða þessi svipliku og tiðu skyndistrandhögg sjó- mannsins aldrei leiðigjörn, og lesandinn á alltaf von á nýju ævintýri, þótt komið sé i sömu höfn i tiunda sinn. Þessi bók er að þvi leyti með öðrum brag en flestar fyrri bækur Sveins, að þar eru ekki átökin við hafið, lifshættan eða baráttan upp á lif og dauða helzta söguefnið, heldur er farmaðurinn sjálfur, rótlaust iif hans, ævintýri og heimskönnun mergurinn málsins. Sveinn hefur enn boðið upp á stór- skemmtilega bók — liklega skemmtilegri og mannlegri en hinar fyrri. — AK KRÝNINGAR- SKEIÐIN 1972 SKUGGABALDUR kemur í bæinn á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.