Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 13
Þriftjudagur lí). desember t\ns TÍMINN 13 Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l»ór-|:>; arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson, ý > Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns).. : > Auglýsingastjóri: Stcingrímur Gislason:. Ritstjórnarskrif-:>: :> stofur f Edduhósinu við Lindargötu, simar 18300-18306>>: ?: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs>:> > ingasimi 10523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald; > 525 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein->> takið. Blaðaprent h.f. Rangtúlkanir I umræðum, sem urðu utan dagskrár á Alþingi sl. laugardag hrakti Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, rækilega þær full- yrðingar stjórnarandstöðunnar, að núverandi rikisstjórn hefði skuldbundið sig til þess að beita aldrei breytingu á gengisskráningu is- lenzku krónunnar sem úrræði i efnahags- málum. í stjórnarsáttmálanum segir orðrétt: ,,Rikisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glima i efna hagsmálum.” Þessi yfirlýsing var gefin er stjórnin kom til valda i júlí 1971, en þá var við tiltekinn vanda aðetja i efnahagsmálum, „hrollvekjuna”, sem Ólafur Björnsson nefndi svo. Rikisstjórnin stóð við þetta heit og beitti öðrum úrræðum gegn þeim vanda. í þessari yfirlýsingu felst hins vegar ekkert fyrirheit um það skv. orðanna hljóðan, að rikisstjórnin muni aldrei um alla framtið breyta gengi krónunnar. Ef rikisstjórnin hefði ætlað að gefa einhver slik fyrirheit, sem auðvitað engri rikisstjórn dytti i hug að gefa, hefði það að sjálfsögðu verið orðað öðruvisi en gert var i málaefnasamningnum, og þá ekki tilgreindur sá sérstaki vandi, sem við var að etja, þegar rikisstjórnin kom til valda i júli 1971. Forsætisráðherra, sagði að i þeim ræðum, sem hann hefði flutt á Alþingi um þessi mál hefði hann hvergi útilokað gengisbreytingu. Hitt væri rétt að i viðtali við fréttamann útvarpsins hefði hann svarað. aðspurður um það, hvort rikisstjórnin myndi gripa til gengislækkunar, að hann teldi ekki liklegt að rikisstjórnin gripi til gengis- lækkunar. 1 framhaldi af þvi sagði ólafur: „Vil ja nú háttvirtir þingmenn gefa mér leið- beiningu og fræða mig um það, hvernig ég hefði átt að svara svona spurningu á þessum tima öðruvisi? Vilja ekki háttvirtir þingmenn hugleiða það, hvaða áhrif það hefði haft á spákaupmennsku og „spekúlasjónir” i landinu, ef ég hefði farið að segja á þvi stigi: ,,Það getur vel verið, að það verði gripið til gengisfellingar.” ,,Ég tel, að ef ég hefði farið að svara þessu á þá lund, að vist gæti það komið til greina, að til gengisfellingar yrði gripið, þá hefði ég verið að fremja brot á góðri ráðsmennsku ráðherra. Itáðherra má nefnilega aldrei gefa slikar yfir- lýsingar fyrirfram, og ég er igóðum félagsskap að þessu leyti til. Ég man ekki betur en að Bjarni Benediktsson lýsti þvi yfir i nóvember 11MÍ7, að gengi yrði ekki fellt af þvi að gengis- lelling skapaði meiri vanda en hún leysti. Hvað skeði? Iíúmlega viku siðar var gengið fellt. Gylfi Þ. Gislason sagði efnislega á sömu lund i ágúst 1967. Ég er ekki að segja þetta mönnum til lasts. Þeir gátu blátt áfram ekki svarað svona spurningu öðru visi en þeir gerðu á þeim tima. Annað hefði verið brot hjá þeim. Sá margrómaði og heiðarlegi maður Sir Stafford t'rips lýsti á sinum tima i Englandi yfir þvi, undir svipuðum kringumstæðum, að til gengis- lellingar yrði alls ekki gripið, þó að það yrði svo gert nokkrum dögum seinna. Morgunblaðsmenn mega halda áfram skít- kasti á mig fvrir það að hafa sagt þessi orð i útvarpi, en þeir skyldu gæta að þvi, þeir góðu menn, að jafnframt eru þeir að ata auri minningu sins fallna foringja, Bjarna Bene- diktssonar.” -TK. 1 ERLENT YFIRLIT Byggðamálin verða helzta kosningamálið í Svíþjóð Skoðanakannanir spá Miðflokknum miklum sigri SÍÐASTLIÐINN föstudag hófst i sænska þinginu um- ræða, sem þykir likleg til að standa yfir i marga daga. Umræða þessi fjallar um til- iögur, sem rikisstjórnin hefur lagt fram um byggðamálin og stefna að þvi að tryggja jafn- vægi i byggð landsins. Tillögur stjórnarinnar eru mjög itar- legar. M.a. fjalla þær um það, að stefnt skuli að þvi.að viss lágmarkstala ibúa haldist i hverju héraði landsins,og er miðað við það, að ibúatala lækkiekki nema i þeim strjál- býlustu, þar sem landbúnaður og skógarhögg eru nú helztu atvinnugreinarnar. ibúum stórborganna á ekki að fjölga. Til þess að tryggja þetta skal komið upp mismunandi stór- um miðstöðvum fyrir hina opinberu þjónustu, sem skipt- ist i fjóra aðalflokka. Skipting* in er þannig: Storstader 3, prim’ára centra 22, reginala centra 72, kommuncentra 122. Þetta á að tryggja dreifingu opinbers valds og þjónustu. Viss opinber aöstoð skal svo vera til að efla atvinnulíf i dreifbýlustu héruðunum. Ákvæði er um.að friða beri viss strandsvæði og vissar fjallabyggðir fyrir nýjum at- vinnurekstri. Falldin llelén Bolim a n ALLS eru 101 þingmaður á mælendaskrá við þessar um- ræður. Ástæðan er sú,að þetta verður sennilega aðalmál kosninganna, sem eiga að fara fram i Sviþjóð á komandi hausti. Augljóst er, að þetta verður mikið deilumál og get- ur m.a. leitt til átaka milli borgaralegu flokkanna. Frjálslyndi flokkurinn virðist i meginatriðum sammála til- lögum stjórnarinnar eða sdsialdemókrata, en ihalds- flokkurinn fer sér hægt i þvi að taka endanlega afstöðu og vill fresta frekari ákvörðunum til vors. Miðflokkurinn hefur hins vegar sett fram sérstakar til- lögur, sem stefna m.a. að þvi, að ibúum fækki ekki i neinu héraði landsins. Jafnframt vill hann láta það i vald heima- manna hvar miðstöðvar hérað anna eigi að vera, en að það sé ekki ákveðið af þinginu. Deil- an um þetta mál verður ber- sýnilega hörð milli hans og sósialdemókrata, enda bendir allt til þess, að þeir verði höf- uðandstæðingar i kosningun- um. Kosningarnar munu i reynd snúast um, hvort Olav Palme verður forsætisráð- herra áfram, eða hvort Thor- björn FSlldin myndar nýja stjórn miðflokkanna, Mið- flokksins og Frjálslynda flokksins, annað hvort með beinni þátttöku eða stuðningi lhaldsflokksins. RÉTT fyrir helgina voru birtar niðurstöður skoðana- könnunar, sem Statistiska centralbyron lét fara fram með þeim hætti, að sú spurn- ing var lögð fyrir 9000 kjós- endur, hvernig þeir myndu greiða atkvæði, ef kosningarn- ar færu fram nú þegar. Þetta mun vera itarlegasta skoð- anakönnun, sem hefur farið Ilermansson fram i Sviþjóð, þvi að venju- lega er látið nægja aö leggja viðkomandi spurningar fyrir um 1500 manns. Niðurstaða þessarar skoð- anakönnunar var i stuttu máli þessi: Sósialdemókratar fengu um 40-41.2%, en þeir fengu i þing- kosningunum 1970 45.3% at- kvæða og I þingkosningunum 1968 50.1%. Kommúnistar fengu 5.4-6%, en þeir fengu i þingkosningun- um 1970 4.8% og i þingkosning- unum 1968 3%. Miðflokkurinn fékk 26.1- 27.3%, en hann fékk i þing- kosningunum 1970 19.9% og i þingkosningunum 1968 16.5%. Frjálslyndi flokkurinn fékk 13-13.8%, en hann fékk I þing- kosningunum 1970 16.2% og i kosningunum 1968 15.1%. íhaldsflokkurinn lekk 10.5- 11.3%, en hann fékk i þing- kosningunum 1970 11.5% og i kosningunum 1968 13.8%. Áðrir flokkar.sem ekki eiga fulltrúa á þingi, fengu 2.2-3%, en fengu i kosningunum 1970 2.2% og i kosningunum 1968 1.5%. SAMKVÆMT þessum niður- stöðum skoðanakönnunarinn- ar myndu sósialdemókratar og kommúnistar la samanlagt frá 45.3-47.2% atkvæða og þvi missa meirihluta sinn á þingi. Þar með va'ri rikisstjórn sðsialdemókrata, sem styðst við óbeinan stuðning kommúnista, fallin. Þar með væri lokið að sinni óslitinni forustu sósialdemókrata um 40 ára skeið. Borgaralegu flokkarnir svo- nefndu myndu fá samkvæmt þessari niðurstöðu 49.6-52.4% atkvæða,og ætti það að nægja þeim til að la starfhæfan meirihluta á þingi. Almennt er gert ráð fyrir, að þeir myndu sameinast um ríkisstjórn, ef þeir lengju meirihluta. Mjög náið samstarf hefur verið milli Miðflokksins og Frjáls- lynda llokksins undanfarin misseri, en Miðflokkurinn hefur ekki viljað hafa náið samstarf við íhaldsflokkinn. Sennilega myndu forustu- menn Miðflokksins kjósa að myndastjárn með Frjálslynda flokknum einum og lá stuðn- ing ihaldsflokksins við stjórn- ina. Hins vegar er ekki vist, að íhaldsflokkurinn muni sætla sig við það. Hin öra lylgisaukning Mið- flokksins sýnir vaxandi lylgi Svia við frjálslynda umbóta- stefnu, sem hafnar bæði ihaldi og sósialisma. Miðflokkurinn var upphaflega bændaflokkur, sem hafði samstarf við sósial- demókrata. Hann hét þá Bændaflokkurinn. Flokkurinn breytti síðan nafni sinu og hóf að leita sér fylgis jafnt i bæjum og sveitum. Honum hefur orðið vel ágengt. Eink- um viröist hann hafa náð fylgi miðstéttarfólks, sem áður hallaðist að sósialdemðkröt- um. Hann hefur og notið þess, að loringjar hans hafa notið mikilla vinsælda, fyrst Gunnar Hedlund og síðan Thorbjörn Fdlldin, sem tók við formennsku flokksins fyrir skömmu. Hins vegar hafa Frjálslyndi flokkurinn og ihaldsflokkurinn ekki verið eins heppnir með forustumenn sina á siðari árum. Gunnar Helén, foringi Frjálslynda flokksins, er mætur maður, en ekki jafnoki FSlldins. Hins vegar hefur Falldin eignazt skæðan keppinaut, þar sem er hinn nýi leiðtogi ihaldsflokks- ins, Gösta Bohman. Kommúnistar hafa áreiðan- lega notið þess, að leiðtogi þeirra, C. H. Hermansson, hefur notið vinsælda, sem náð hafa út fyrir flokkinn, en heldur virðist hafa dregið úr þeim i seinni. tið. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.