Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. desember 1972 TÍMINN 17 „Kannski átt þú eina stjörnu, sem blikar" Kári Tryggvason: Til uppsprettunnar í sa f oldar pr entsmið ja. Með ljóðabókinni Sunnan jökla, sem út kom fyrir nokkrum árum, sýndi Kári Tryggvason svo að ekki varð um villzt, að hann var miklu betra og þroskaðra ljóð- skáld en áður hafði verið ljóst öðrum en þeim, sem þekktu hann af öðru en bókum. Með þessari nýju bók — Til uppsprettunnar— staðfestir Kári þetta enn betur. Hann sannar einnig, að skáldtúlkun hans er hafin yfir form, hefðbundna hrynjandi, gamalgróið rim. Orð hans missa ekki flug sitt, inntak eða hugblæ, þótt þessari vörðuðu skáldaleið sé sleppt. t þessari bók eru öll ljóðin órimuð, og Kári nær ekki siður marki sinu i þeim. Ljóðin i bókinni eru að þvi er virðist flokkuð ofurlitið eftir efnisföngum eða texta sínum. Fremst eru hreinkynjuð náttúru- ljóð.en bætt við þá bókarhelft nokkrum kvæðum um menn og atvik. Þennan kafla kallar höfundur Orð og atvik. Siðari bókarhlutann kallar hann Hug- leiðingar, en þau ljóð eru þó mörg hver eigi siður lýsingar en hin fyrri. Engum blandast hugur um, að náttúruóðurinn er bjartasta stef Kára. Þar eru lýsingar sterk- astar, skynjunin næmust og túlkunin fegurst. Hugleiðingar hans og hugblær komast jafnan bezt til skila i náttúrumyndum. Tilfinningarnar klæðast litum lands og himins. Jafnvel ótti mannsins birtist í náttúru- myndum: Dul næturinnar bar þig inn i heim Það er ný ja pillan frá Nóa sem eykur ánægjuna Hvilum okkur, bróðir, timinn skiptir engu máli. Fögur, einföld og sterk er mynd ljóðsins Haustsjór: Yfir þungbúnum haustsjó kveikir nóttin blys stjarnanna. Báturinn þinn kemur að landi hlaðinn myrkri Kannski átt þú eina stjörnu sem blikar. Hjarta þitt titrar. - Flýt þér heim. Flýt þér heim. Málnotkun Kára i þessum ljóðum er afar nærfærin og smekkvisleg. Hvergi er seilzt eftir sterkyrðum, en merkingin' ætið skýr og lýsandi, samröðunin gerð af kröfuharðri smekkvisi með samræmd heildaráhrif ljóðsins að marki. Gaman er að sjá, hve skyn islenzks náttúrubarns er næmt á erlendar myndir, og hvernig þau kynni skerpa heimaskynið og gefa þvi nýja dýpt. Þessi nýju og órimuðu ljóð Kára Tryggvasonar eru ekki sókn á ný mið eða i nýjan heim, þótt breyttsé tengslum orðanna. Samt eru þau nýr þroskaáfangi, og manni liggur við að segja, að hann yrki einmitt svona vel órimað af þvi að hann hafði lengi þjálfað sig við stuðlanna þri- skiptu grein. En þegar mönnum tekst svo vel að varðveita sjálfan sig, halda öllu sinu og gerá jafnvel betur á nýjum vegum orðsins,er það gildur vitnisburður um skáld — um nærveru skáldskapar, sem hefur styrk til þess að birtast, hverju sem hann klæðist. Kári Tryggvason hefur gefið ljóðvinum sinum nýja og góða gjöf með þessari bók. Áslaug Káradóttir hefur gert einfalda ,en sviflétta káputeikn- ingu,sem fer vel þessum ljóðum. —AK Kári Tryggvason. einmanaleikans, þar sem þögnin sat í hásæti. Hugsanir þinar voru i fjötrum, orð dóu á vörum þinum. Þú varst sem bundinn i myrkum helli. Timinn er að mestu upphafinn i þessum ljóðum Kára, og er ljóðið um samferðamennina — snigil- inn og höfundinn — skemmti- lega táknrænt um það: Blind eru augu okkar beggja, en þó munum við rata hinn torsótta veg Vináttufélag Islands og Kúbu Aðalfundur Vináttufélags ls- lands og Kúbu var haldinn 30. nóv. sl. Fundurinn ræddi næstu verkefni félagsins, sem verða m.a. Kúbuvika snemma á næsta ári, og e.t.v. vinnuferð til Kúbu næsta sumar. Félagið var stofnað fyrir ári og eru félagar nú um 70. Stjórn íélagsins er nú þannig skipuð: örn Ólafsson formaður, Rannveig Haraldsdóttir gjald- keri, Einar Gislason, Ólafur Gislason, Rafn Guðmundsson, Úrsúla Sonnenfeld. Áhugafólk um samskipti ts- lands og Kúbu getur haft sam- band við eitthvert þeirra. Skák einvigi Danielsson aldarinnar iréttuljósi Flestir fá sér tvær HF. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI Með þessari margumræddu bók fá aðdáendur „Spítalasögu" og hinna fjölmörgu frásagna Guðmundar Daníelssonar tvöfaldan kaupbæti, en það eru teikningar Halldórs Péturssonar og skákskýringar Gunnars Gunnarssonar og Trausta Björnssonar. Þeir félagar hjálpast að, hver á sinn hátt, við að þræða atburðarás umdeildasta skákeinvígis sem um getur. Guðmundur lýsir atburðum einvígisins á skáldlegan og fjörmikinn hátt, - allt frá óvissunni í upphafi til þeirrar stundar að Víkingablóðið litaði storð í lokahófinu. Einvígi aldarinnar í réttu Ijósi er bók, sem vafalaust verður lesin upp til agna, í bókstaflegum skilningi. ISAFOLD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.