Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 19. desember 1972 TÍMINN 19 Bækur Almenna bókafélagsins Umrenningar — skáldsaga Hamsuns Með Umrenningum er loks komin út á islenzku skáldsaga Hamsuns, sem jafnoft hefyr verið nefnd ein skemmtileg- asta skáldsaga aldarinnar. Endurminníngar Séð og lifað — endurminningar Indriða Einarssonar Bók Indriða Einarssonar, leik- ritaskálds og hagfræðings, hefur veriS sögS „skemmti- legust allra (slenzkra minn- ingabóka". IndriSi átti til aS bera þann sjaldgæfa hæfi- leika.aS geta ( einni leiftrandi mynd, tilsvari eða setningu, brugðiS upp heilli lifssögu, og vakiS viSburSi og aldarfar upp frá dauSum. Tómas GuSmundsson skáld, bjó bókina til prentunar. Er líf eftir dauðann? Um þessa spurningu hafa menn deilt frá örófi alda og ekki komizt aS algildri niSur- stöSu. Sænski læknirinn, Nils O. Jacobson, höfundur þess- arar bókar, gerir þaS ekki heldur, en meS fjölmörgum dæmum varpar hann nýju Ijósi á þessa eilffu spurningu. Þýðendur bókarinnar oru Elsa G. Vilmundardóttir og sr. Jón AuSuns. fSLENZK ÞJÖDPRÆni PJÓÐSAGNA BÓKIN II Siguróur Nordai Þjóðsagna- bókin II. í fyrra kom út fyrsta bindi Þjóðsagnabókarinnar i saman- tekt Sigurðar Norðdals. Það bindi hafði að forspjalli mikla ritgerð eftir Sigurð, sem fram er haldið f þessu bindi og nefnist þar Margt býr i þok- unni. Þjóðsagnabókin er víð- tækast úrval markverðustu þjóðsagna islenzkra, sem gert hefur verið fram á þennan dag. Blöð og blaðamenn 1773—1944 Vilhjálmur Þ. Glslason fyrrv. útvarpsstjóri hefur ritaS sögu islenzkra blaSa frá upphafi 1773, þegar Islandske Maaneds Tidender komu fyrst út, og fram að lýðveldisstofn- un 1944. í bókinni er getiS um meira en 250 blöð og timarit. Sagt er frá einkenn- um og áhrifum blaðanna, mál- flutningi, stfi og tækni og frá sambandi þeirra viS helztu þætti þjóðarsögunnar. Þá er þar eihnig greint frá blaSa- mönnum að þvl er varðar blaðamennsku þeirra. íslendinga sögur og nútíminn Aldrei fyrr höfum við eignazt slfkt leiðsögurit f lestri Is- lendinga sagna og þessa bók Ólafs Briem. Hún á erindi á hvert heimili og f alla skóla. í fylgd með Jesú 180 myndir, flestar f litum — 87 heilsfðumyndir, — veita lesendum leiðsögn um sögu- slóðir Nýja testamentisins. ,, . . . fögur bók og handhæg, sem er vel til þess fallin að örva menn við lestur Nýja testamentisins . . .“ segir herra Sigurbjörn Einarsson f aðfararorðum sfnum að bók- inni. H.R.Trevor-Roper Sfðusío dagar Síðustu dagar Hitlers Haustið 1945 var brezka sagn- fræðingnum, H. R. Trevor- Roper, sem þá starfaði I brezku leyniþjónustunni, falið að rannsaka dularfull endalok Hitlers. Niðurstaða hans var þessi spennandi bók, sem komið hefur út um allan heim. Nú ræða menn enn einu sinni um afdrif Martins Bormanns. í Siðustu dögum Hitlers er gerð grein fyrir endalokum nazistaforingjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.