Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 23
Þriftjudagur 19. desember 1972 TÍMINN 23 Enska knattspyrnan: SOS: BIRMINGHAAA RÉÐI EKKI VIÐ ALLAN CLARKE . . . — hann skoraði tvö fyrstu mörk Leeds á Elland Road Leikmenn Leeds unnu stóran sigur gegn nýliðun- um Birmingham, þegar þeir komu í heimsókn á Elland Road. Leedsliðið átti léttan dag og það sýndi, að ekkert lið stendur þeim á sporði, þegar þvi tekst upp — Alan Clarke skoraöi fyrstu tvö mörkin, síðan skoraði Lorimer, en mark hansvarmjög skemmtilegt — hann lék á alla vörn Birmingham, síðan á markvörðinn Latchford — ekki nóg með það, heldur lék hann út i vítateig aftur og skaut þaðan i netið. Fjórða markið skoraði Jones. Allan Clarke er talinn einn allra markgráðugasti leikmaðurinn i enskri knattspyrnu og er sagt að hann þefi upp marksénsa. Hann var keyptur frá Leicester á 165 þús. pund. Clarke lék fyrst með Walsall, en var keyptur til Ful- ham á 35 þús. pund,og þaðan keypti Leicester hann á 150 þús. pund. Úrslitin á siðasta getraunaseðli voru þessi: 1 Arsenal-W.B.A. 2:1 1 Coventry-Norwich 3:1 1 C. Palace-Man. Utd. 5:0 x Derby-Newcastle 1:1 1 Everton-Tottenham 3:1 x Ipswich-Liverpool 1:1 1 Leeds-Birmingham 4:0 1. Man. City-Southampton 2:1 1 Sheff. Utd.-Leicester 2:0 1 West Ham-Stoke 3:2 1 Wolves-Chelsea 1:0 2 Bristol- Burnley 0:1 Burnley hefur nú örugga forustu i 2. deild og allt bendir til þess, að liðið leiki aftur i 1. deild á næsta keppnistimabili. ALL AN CL ARKE ...skoraði tvö mörk gegn Birmingham. Pað liefur verið sagt um Clarke, að hann eigi að geta skorað mörk i öllum leikj- um sinum ineð Leeds. Howe tókst ekki að stjórna W.B.A. til sigurs á Highbury - sjálfsmark varð West Bromwich að falli Don Howe fyrrum þjálfari Arsenal, kom með leikmenn sina i West Bromwich Albion i heim- sókn á Highburv á laugardaginn. Ekki tókst honum að ná stigi þar, þó að það hafi ekki munað miklu. Fyrsta markið á Highbury, var sjálfsmark Nisket, en knötturinn hrökk al' honum i netið eftir að Alan Ball hafði spyrnt af marki. Kadford skorar svo 2:0 á 34. min. Cndir lokin réði vörn Arsenal ekki við skot frá ..Túngu twist Tony” Brown og lauk þvi leiknum 2: I. Don Howe framkvæmdastjóri West Brom. var áður leikmaður hjáW.B.A. en hann var keyptur til Arsenal 1964 á 45 þús. pund. Hann lék með liðinu til 1966, en þá gerðist hann þjálfari og hann var með liðið þegar það vann „Double” 1971 en gerðist siðan framkvæmdastjóri hjá West Bromwich Albion. ÞREYTA HÁÐI TOTTENHAM — Kendall skoraði tvö mörk gegn Spurs, hann er yngsti leikmaður sem hefur leikið úrslitaleik á Wembley Það voru þreyttir leikmenn Tottenham, sem léku gegn Everton á Godison Park á laugardaginn. Enda ekki nema von, liðið hefur leikið marga leiki undanfarið. Pað voru þcir Ilurst og Kendall, scm skoruðu tvö mörk Everton, en Noylor skoraði eina mark Spurs. Howard Kendall var keyptur frá Preston North End 1967 á 80 þús. pund. Hann er yngsti leik- maðurinn sem hefur leikið til úr- slita i bikarkeppninni á Wembley, en hann iék 1964 gegn West Ham United, þegar West Ham sigraði Preston 3:2 i skemmtilegum leik. Kendall var þá aðeins 17 ára 345 daga gamall. Coventry átti ekki i erfiðleikum með nýliðana frá Norwich, þegar þeir komu i heimsókn á Highfield Road. Stein skoraði tvö mörk og Alderson eitt. Fyrir- gestina skoraði Howard. Meisturunum frá Derby tókst að ná jafntefli gegn Newcastle á heimavelli sinum The Baseball Ground. Hector tókst að jafna, eftir að Tudor skoraði á 35. min. Sunderland skoraði eina markið á Molineux og nægði það Úlfunum til sigurs gegn Chelsea. Jeffrey skoraði fyrsta markið i leik Manchester City og Southampton. Marsh jafnaði og skoraði siðan sigurmarkið. jSheffield Utd.sigr- aði á heimavelli Woodward og Hockey skoruðu mörkín Sheffield United sigraði Leicester á heimavelli sinum Bramall Lane 2:0 á laugar- daginn. Woodward og llockey skoruðu miirk liðsins, sem vann langþráðan sigur og sanngjarnan. Woodward hefur leikið um 300 leiki fyrir félag sitt og skorað um 70 mörk fyrir félag- ið. Trevor Hockey var keyptur frá Birmingham 1971 á 40 þús. pund. Hockey lék fyrst með Bradford City, þá aðeins 16 ára, þá lék hann með Notting- ham Forest og Newcastle. M AKSII ...skoraði bæði Man. City gegn Dýrlingunii Hurst skoraði fyrsta markið - það dugði ekki gegn gömlu félögunum hjá West Ham. Geoff Ilurst skoraði fyrsta mark lciksins á Upton Park gegn sinum gömlu félögum úr West llam. En það dugði ekki lengi. „Pop” Kobson skoraði tvö miirk og Best bætti þvi þriðja við, áðuren Kitchic gæti svarað. Leiknum lauk með sigri West llatn 3:2. Clyde Best og ,,Pop” Robson eru miklir markaskorarar hjá West Ham og má segja,að þeir hafi tekið við af Hurst, þegar hann var seldur til Stoke. Best er svertingi frá Bermuda og hann byrjaði að leika með West Ham 1969. Bryan „Pop” Robson var keyptur frá New- eastle United 1971 á 100 þús. pund. Palace lék sér að Man. United - sigruðu léttilega 5:0 á Selhurst Park Leikmcnn Mancliester United l'engu lieldur bctur flengingu, þegar þeir komu i hcimsókn á Sclhurst Park i Lundúnum og léku þar gcgn Crystal Palace, sein var i ncðsta sæti i 1. deild. Lundúnaliðið lék sér að mcisturunum, scm máltu liirða kniiltinn fimm sinnum úr nct- imi. Mullcnghan skoraði tvii l'yrstu miirk heimamanna og var slaðan 2:0 i bálfleik. 1 siðari hálfleik skoraði Don Kogers (áður Swindon) tvö miirk og Alan Whittlc, en hann skoraði i sinuin lyrsta lcik með Palace. Alan Whittle lék áður meö Everton og W.B.A. Hann kom t.d. hingað til landsins með Everton og lék gegn Keflavík. Með þessu tapi Man. Utd. er lið- ið komið i næst neðsta sætið i deildinni,og er útlitið ekki gott hjá þessu fræga félagi. Best er aftur byrjaður að æfa með lið- inu, en hann er nú i keppnis- banni. Heppið að halda jafn- tefli - Liverpool spilaði upp á jafntefli á Portman Road Efsta liðið i l. deild Liverpool mátti vera heppið að balda jafn- tefli gegn Ipswicli á Portman Koad. Heighway skoraði fyrsta mark leiksins, en Lambert jafn- aði fyrir heimamenn á 52. min. Liverpool-liðið, sem lék upp á jafntefli, mátti hafa sig allt við að halda þvi undir lokin, en þá sóttu lcikmenn Ipswich stift. Liverpool heldur efsta sætinu i deildinni, með 32 stig, fast á eftir koma Arsenal (31 stig) og Leeds (30 stig). Það má búast við.að staðan i deildinni breytist mikið um jólin, en þá leika liðin þrjá leiki á viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.