Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 28

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 28
SIGUR ÍSLANDS Á ÞINGI S.Þ. Ályktun um rétt strandríkja samþykkt með 102 atkvæðum Þriftjudagur 1!). desember 1972 - Tillaga islendinga, Perúmanna og margra annarra þjóöa um rétt strandrikja til landgrunnsins og auölinda i þvi og sjónum yfir þvi var endanlega samþykkt í gær scm ályktun allshcr jarþings Sameinuöu þjoöanna. 102 riki grciddu þessari tillögu atkvæöi sitt, en 22 sátu hjá. Mebal þeirra rikja, sem sátu hjá, voru Handarikin og öll Kvrópuriki, nema irland, Júgóslavía og Húmcnia, en meöal þeirra, sem guldu henni jáyröi sitt, voru Kanadamcnn, Ný-Sjá- lendingar og Astraliumenn. Miklar og haröar umræður uröu um tillöguna og beittu bæöi Bretar og Bandarikjamenn sér gegn henni af hörku. Brcytingartillaga um að fresta afgreiöslu máls: ins, þar til haf- réttarráöstefnan kæmi saman, var felld fimmtíu atkvæöum gegn fjörutiu og tuttugu og átta sátu hjá og tillaga Hollendinga um aö hreyta oröalagi á þann veg aö niöur félli þaö, er mestur styrinn slóö um, var felld meö sjötiu og i'jórum atvkæðum gegn tuttugu og sex, cn tuttugu og fimm sátu hjá. Samþykkt þessarar ályktunar er stórsigur fyrir ísiendinga og má fastlega vænta þess, að hún grciöi mjög götu þeirra i land- helgismálinu. Sjór á miðja vél, er Asgeir kom að bryggju — fíg hcf vcriö hér einn hjá Keflavikurradíói, sagöi Karl (iuöjónsson, er Tlminn átti tal viö hann i gær. i sumar átti é aö vera hér frá klukkan tiu til tólf og siban aftur frá fjögur til sjö, en siðan litlu bátarnir fóru aö róa, hef ég komiö fyrr aö deginutn og veriö lengur fram eftir, cf citthvaö hefur veriö aö veðri, og ckki farið heim fyrr en þcir allir eru komnir i hiifn. Þetta kom sér vel i fyrrinóttþvi aö þá kom leiki að vélbátnum As- geiri úr Garði, er hann var á leið vestan undan Jökli.og komst i hann svo krappan, að ekki mátti tæpara standa, að hann næði höfn i Njarðvík. — Ég brá mér heim um kvöldið til þess að fá mér kaffisopa, hélt Karl áfram, og þá hringdi eigandinn, Hjálmar Magnússon, til min og sagði mér, að það væri kominn leki að As- geiri út af Garðskaga. Þeir höfðu náð sambandi við Iieykjavikur- radió. Ég snaraöist auðvitað niður eftir og haföi samband við þá allan timann. Veðrið var leiðin- legt, og lekinn, sem var einhvers staðar framan til i bátnum, jókst jafnt og þétt, svo að dælurnar höfðu ekki undan. Annar bátur úr Garði, Freyja, var sendur á móti Ásgeiri til þess að hjálpa honum að landi, ef vélarnar stöðvuðust, og svo voru dælurnar fengnar hér á bryggjur svo að þær væru til taks. Ætli þetta hafi ekki staðið svona eina klukkustund og það var æsi- legur klukkutimi, þvi að svo var mikill sjór kominn i bátinn, þegar hann lagðist að bryggju um klukkan hálf-þrjú um nóttina, að hann stóð á miðri vél. Það mátti sannarlega ekki tæpara standa, sagði Karl. I gær var búið að dæla sjó úr bátnum og átti þá að taka hann i dráttarbraut. Slys við Ölfusá 7 MANNS KÖSTUÐUST ÚR Þessa dagana standa yfir litlu jólin i skólunum og með þeim hefst jólafriið. jÞegara bragðið reynir notum við SMIÖR T.d þegar við steikjum hátídamatinn Notfærum okkur eiginleika smjörsins til að auka á bragðgæði safaríks og Ijúffengs kjöts. Smyrjum kjúklingana með smjöri, steikjum þá í ofni eða á glóð og hið fína bragð þeirra kemur einstaklega vel fram. Nautalundir steiktar í smjöri með aspargus og bernaissósu er einhver sá bezti veizlumatur, sem völ er á. Allt nautakjöt bragðast bezt steikt í smjöri. Útbeinum dilkalæri, smyrjum það að innan með smjöri, stráum 2 tsk. af salti, Vz af pipar og 1/2 af hvítlaukssalti yfir, vefjum lærið og steikjum það í ofni eða á teini í glóðarofni. Steikin verður sérlega Ijúffeng. Smjör í hátíðamatinn.......mmmmm............ r ER BILL VALT Sjö ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára slösuðust er bill, sem þau voru i. fór út af vcginum, rétt vestan Ölfusárbrúar klukkan sex að morgni sunnudags s.l. Billinn, sem er l.and Kover-jeppi fór inargar veltur og brotnaöi húsið af honum. Sex piltar og ein stúlka voru i bilnum. Þrjú fengu aö fara heiin aö lokinni aögerö á Sjúkra- húsinu á Selfossi, en tveir mannanna eru enn á spitalanum og tvcir voru fluttir á Land- spitalann i Reykjavik. Eru þeir sýnu mest slasaöir. En allir piltarnir, sem enn liggja, eru meira og minna hrotnir og maröir, en enginn þeirra er talinn I lifshættu. Fólkið, sem i bilnum var, er allt búsett i nærsveitum Selfoss. Billinn var a'ð koma úr Reykja- vik. Rétt áður en komið er að brúnni er afliðandi vinstri beygja á veginum, en svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki tekið eftir henni og lenti billinn á akriði, sem þarna er á kantinum, steyptist yfir það og fór margar veltur niður háan og brattan veg- kantinn og stöðvaðist rétt við vatnsbakkann. A leiðinni brotnaði húsið af bilnum og kastaðist allt fólkið út úr honum. Ekki er vitað, hve margar veltur billinn fór, eða hvort húsið fór af honum viö fyrstu veltuna eða siðar, en þegar að varkomið, lá slasaða fólkið á talsvert stóru svæði og einn mannanna kastaðist 10 metra lengra en billinn, en meðfram árbakkanum og lenti þvi ekki út i ánni. Annar mannanna, sem fluttir voru til Reykjavikur, var i djúpu með- vitundarleysi eftir slysið og rankaði ekki við sér fyrr en um hádegisbil á sunnudag. Unga fólkið á allt heima i Gaul- verjarbæjarhr. Villingaholts- og Hraungerðishreppi. A laugar- dagskvöld fór það út að aka og var á ferð um héraðið um kvöldið og um nóttina brá það sér til Reykjavikur og var á heimleið þegar slysið varð. -OÓ. Gsíor SKYRTAN 5 sem vekur athygli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.