Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miftvikudagur 20. desember 1972 Rowenta Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauSgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliðunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgðir: ^Calldór -^.iríkóáoftj; So. Ármúla 1 A, sími 86-114 Strákarnir vilja leikja og bilateppin. I jtliskógur Suurrabraut 22 Siini 25011 Bréf frá lesendum III ItKIMI.KIKAK i WKST POINT Komdu sæll Landfari. Mér er þaft áhugamál, að hægt verði að láta herinn fara, án þess að móðga Bandarikjamenn. Bandarikin eru, þrátt fyrir allt, eitt merkilegasta landið á jörðu hér, og óviða er jafnmikið af úr- valsmönnum og einmitt þar. Bandarikin hafa lengi verið land hinnar djarflegu framsóknar og enn eimir eftir al' þvi og getur enn orðið. Frelsið hafa Bandarikja- menn löngum i heiðri haft, og erfðavenjur þeirra eru rikar. Rit- háttur Bandarikjam. er oft betri en Evrópubúa, þvi að þeir ganga beinna til verks. — Engu að siður er nauðsynlegt að láta herinn fara, og þyrfti það að ger- ast fyrir ellefuhundruðárahátið- ina, þvi að án fullræðis tslendinga á islenzku landi er litið gaman að halda hátið. Landnámshátiðin þarf að fara vel og skörulega fram, svo að hún sýni, að ts- lendingar vilja vera menn fyrir sinum dyrum, og vilji veita krafti sinum til annarra þar sem þess þarf. Kg vona,að menn geti orðið sammála um þetta tvennt: að stefna að þjóðlegri og djarflegri liátið og að semja skipulega við Bandarikjamenn um,að hersetu þeirra hér ljúki að lullu og öllu. Til marks um frjálshug Banda- rikjamanna má hafa þetta. Það hefur nýlega frétzt um fyrirburð býsna undarlegan, sem gerðist i skólaborginni West Point i New York lylki. Nú vita þeir, sem kunnugir eru stórveldum, að ekk- crt er þar jal'n voldugt og veglegt og mikilvægt og herinn og það, sem honum tilheyrir. Æðsti her- skóli landsins er ekki litið virðu- leg stofnun. Menn vita einnig, að fyrirburðir slikir, sem kenndir haia verið við sálarrannsóknir og dulræn fræði, þykja yfirleitt ekki vera til neinnar sérstakrar upp- heföar fyrir þá, sem verða vitni að þeim — þó að margir hafi áhuga á sliku. Og ennfremur vita menn, að i stórveldum eru til ýmsar aðferöir til aö koma i veg íyrir fréttaflutning, þó að mál- frelsi og fréttafrelsi ríki svona yfirleitt. Þrátt fyrir þetta fær það að birtast i helztu fréttablöðum Bandarikjanna, að vart hafi orðið fyrirburöa, sem settir eru i sam- band við framliðna, i sjálfum yfirherskólanum i West Point, og að stjórn skólans sé i vandræðum með þessa atburði. Þar sem islenzkum lesendum mun yfirleitt leika forvitni á slik- um hlutum,skal ég þýða hér nokk- uð af frásögn vikuritsins TIME um þetta mál. Ég skal geta þess, að þetta Time-hefti rann út i bókabúðunum hér, og það var með naumindum.að ég náði i eitt eintak — en öl! eldri hefti voru til. „Einhver hinn óliklegasti stað- ur.til þess að menn gætu átt þar von á að sjá svip eða likamning, er sú hin jarðbundnasta af menntastofnunum Bandarikj- anna, sem nefnist „bandariski hernaðarháskólinn i West Point!. Engu að siður sverja nú nokkrir nemendur þar við trú sina, að þeir hafi séð mann i fullum her- skrúða frá forsetatið Jackson’s (1829-37) birtast sér. Bar hann háa húfu á höfði og hélt á hand- byssu og var ca. 160 cm á hæð. fiinir velklipptu og veltilhöfðu forsvarsmenn skólans klóra sér nú i höfðinu við þá tilhugsun, að slikar flykur séu nú farnar að gera sig heimakomnar á slóðum hins sögufræga herskóla. Fyrst varð vart við þetta þann 21. október siðastliðinn i herbergi nr. 4714 i herskálum 47. deildar. Tveir óbreyttir sváfu saman i herberginu og vaknar þá annar og sér fyrir framan sig liðsfor- ingja frá 19. öld, og lýsir hann þessu þannig, að svipurinn hafi eins og komið út úr veggnum. Sýnin hvarf, áður en hann gæti vakið félaga sinn. Nóttina eftir sáu þeir báðir þennan sama svip. Þetta barst til eyrna Keith Bakk ens höfuðsmanns. Hann og annar liðsforingi til tóku herbergið til sinna umráða nokkrum dögum siðar. Svipurinn birtist félaga Bakkens greinilega, en „hvarf inn i vegginn” aftur. Bakken, sem er enn vantrúaður á þetta, játar þó að veggurinn þar sem -sýnin hvarf hafi verið iskaldur, þegar hann tók á honum, en það er óvenjulegt. Seinna þóttust þeir, sem séð höfðu svipinn, þekkja hann af mynd frá þessum tima, sem fannst i herskólanum.” i öðrum blöðum segir, að her- berginu hafi verið lokað og vitnin að þvi,sem gerzt hefur, verið send burt i önnur fylki. Yfirvöldin vilja kæfa orðróminn.en það verður varla auðvelt. Herprestur hefur sagt, að hvað sem allri guðfræði liði, þá trúi hann á það, sem strákarnir sáu „af öllu hjarta”, en liðsforingi einn kvað segja, að varúðarráðstafanirnár séu óþarf- ar, þvi að hinn framliðni sé „far- inn”. Hann segist vita þetta af þvi að hann sé „warlock” (skozkt orö, sem þýðir galdramaður). Þetta er gamalt norrænt orð,sem geymzt hefur i skozku og er hið sama orð og Varðlokur, sem haft var um kvæði það,sem Guðriður Þorbjarnardóttir kvað fyrir spá- konuna á Grænlandi forðum. Það er dálitið gaman að þvi,að is- lenzkt orð skuli vekjast upp i þessu sambandi — og til athugun- ar fyrir þá, sem ekki standast reiðari við öðru en þvi, að heyra um islenzk áhrif erlendis, en vilja láta koma Bandarikjamönnum burt með einhverju „sparki”. Þorsteinn Guðjónsson UR i URvali OPAJ^ Tilboð óskast i smiði 70 fermetra mið- stöðvarketils með tilheyrandi kynditækj- um og öðrum útbúnaði. Snjókeðjur til sölu á flestar stærðir hjólbarða Gerum við gamlar snjókeðjur Setjum keðjur undir bíla FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 19. janúar 1973 kl. 11.00 fh. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844 Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Magnús E. Baldvlr Laugavegi 12 - Simi 22904 OMEGA Niuada (r)mnm JUpina PIERPOflT SKYRTAN sem vekur athygli vfflim BILALEIGA írVERFTSGÖTU 103 VJVSéinliíerðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manha

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.