Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 7
Miövikudagur 20. desember 1972 TÍMINN 7 Kristján Jónsson, kennari: Þjóðverjar greiði íslend- ingum stríðsskaðabætur Hryssa Atroces incolae Germaniae pis- catores Islandicos necaverunt et naves merserunt. Svo sem kunnugt er af fréttum klippti varðskip á annan togvir þýzka togarans Arcturus BX 729 þann 25. nóv. s.l. og hefði verið ærið tilefni til að klippa á þá báða. Rétt áður hafði slitnað togvir þýzka fogarans Auslangen og hafði maður um borð slasazt við það. Þótt varðskip ætti ekki hlut að máli i þessu tilviki sökuðu Þjóðverjar islendinga engu að siður um að hafa slitið hann og þágu læknishjálp okkar fyrir hinn slasaða mann. Aðgerðir varðskipsins gegn togaranum Arcturusi eru fyrstu KULTAKESKUS OY fn UR og KbUKKUR Laugavegi 3 simi 1 3540 aðgerðir varðskips gegn þýzkum landhelgisbrjóti eftir hina nýju stækkun landhelginnar. Með engu móti er hægt að segja, að aðgerðir okkar gegn hinum þýzku lög- brjótum hafi getað verið minni en raun er á. Það er þvi hægt að segja, að með aðgerðum varðskipsins hafi lslendingar leikið fram peði i við- skiptum sinum við Þjóðverja. Ekki svo að skilja.að þessi peð- leikur okkar væri byrjunarleikur þessarar skákar. Nei, Þjóðverjar hófu taflið. Fyrsti leikur þeirra var að eyðileggja veiðarfæri is- lenzkra fiskibáta og valda með þvi feiknalegu tjóni. Annar leikur Þjóðverja var að reyna að sigla niður islenzkan fiskibát. Þegar hér var komið sögu, lékum við okkar fyrsta leik, sem var 3. leik- ur skákarinnar. Nú léku Þjóð- verjar marga leiki: 1. Borin voru fram munnleg mót- mæli við lslendinga. 2. Litilsháttar tafir urðu á löndun isl. fiskiskipa þar ytra. 3. Hin munnlegu mótmæli voru nú færð i letur og sömu mótmælin þannig borin fram i annað sinn. Má nú segja.að það sé kostur, þvi þá geta þau geymztum ókomin ár á Þjóðskjalasafni lslands til minningar um frelsisbaráttu vora gegn einni illræmdustu þjóð ver- aldarsögunnar. 4. Ákveðið var að setja löndunar- bann á lslendinga, ef varðskipin sæu ekki hina þýzku veiðiþjófa i friði framvegis. Nú skyldi einhver ætla, sem misst hefur af fréttum i nóvem- berlok, að Þjóðverjar hefðu leikið nógu marga leiki, nei, þrir leikir eru eftir: 5. Rikisstjórn V-Þýzkalands til- kynnti, að hún mundi leggja fisk- veiðideiluna fyrir stjórnmála- nefnd EBE. 6. Þá tilkynntu Þjóðverjar, að Norður-Atlantshafsnefndin um fiskveiðar myndi falla um hina nýju fiskveiðilögsögu okkar i mai n.k. 7. Enginn lætur sér til hugar koma, að sambandslýðveldið Þýzkaland, þetta fátæka land, hafi ekki beðið verulegt eigna- tjón, þegar varðskip klippti á einn virspotta i eigu þess. Þetta er ekki nema rökrétt ályktun af þeirri staðreynd, að Bonnstjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni krefjast skaðabóta af isl. stjórn- völdum vyrir virspottann, sem varðskipið sleit af togaranum Arcturusi.og einnig mun hin þýzka stjórn krefjast bóta fyrir togvir þýzka togarans Auslangen, sem varðskip sleit ekki. Þarna léku Þjóðverjar af sér. Nú er komið að okkur að segja skák. Nú er það okkar að krefjast þess, að reikningarnir við Þjóð- verja verði gerðir upp. Móti kröf- um Þjóðverja vegna virspottans koma svo kröfur okkar um bætur vegna veiðarfæratjóns, sem þýzk togskip hafa valdið isl. fiskibát- um. Þá koma striðsskaðabætur, sem við eigum enn óinnheimtar hjá Þjóðverjum. Gangi þessi inn- heimta ekki greiðlega, eigum við að leita til alþjóðadómstólsins. Öllum uppkomnum lslendingum er það i fersku minni, þegar hinir þýzku nasistaböðlar skutu áhafnirnar á vélbátnum Fróða og Pétursey. Það þarf þróaða mann- vonzku til að skjóta með véibyss- um á varnarlausa fiskimenn, sem eru að sinna störfum sinum við strendur lands, sem Þjóðverjar áttu ekkert sökótt við, enda er það svo, að með skipulegri ræktun mannvonzku og haturs hefur grimmdin hvergi nokkurs staðar náð slikri fullkomnun sem i Þýzkalandi. Goðafossi sökktu Þjóðverjar með mönnum og farmi. Strax og þessar þýzku ófreskjur höfðu verið yfir- bugaðar, var hafin hér fjársöfnun til styrktar sveltandi börnum i Hamborg. — Hér verður ekki gerð nein úttekt á blóðsúthelling- um og eignatjóni af völdum Þjóð- verja, en upphæð bótakröfu er óþarft að stilla i hóf. Meðan þessi reikningur er óuppgerður, ferst Þjóðverjum ekki að vera með neinn rembing við Islendinga. Ekki er það nein tilviljun, að Þjóðverjar hafa átt sök á tveimur heimsstyrjöldum. Það er þvi öll- um fagnaðarefni, að nú skuli Þýzkalandi endanlega vera skipt i tvö riki. Þá er siður hætta á, að Þjóðverjar verði þess megnugir að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni, ef nýr Hitler kemst til valda i öðru hvoru rikinu, en af sliku fólki eiga Þjóð- verjar nóg, konum jafnt sem körlum. — Fiskimönnunum, sem féllu fyrir kúlum hinna þýzku nasista Moldótt hryssa 17 v., ómörkuð, sennilega með folaldi tapaðist i vor. Einnig vantar 4 v. fola,brúnan að lit, ótaminn, frá þvi vorið 1971. Þeir,sem geta gefið upplýsingar um hrossin.vinsamlegast láti undirritaðan vita, simi um Minni-Borg. Sigurður Gunnarsson, Bjarnastöðum. böðla, eigum við að reisa bauta- stein. Á lifi þeirra og starfi hefur þjóðin byggt tilveru sina. Félli það i minn hlut að semja grafskrift á þann bautastein, myndi upphaf hennar verða þau latnesku orð, sem ég hef að einkunnarorðum þessarar greinar: Atroces incolae Germaniae piscatores Islandicos necaverunt et naves merserunt. Það mætti útleggjast: Hinir grimmu ibúar Þýzkalands hafa sökkt skipum og drepið islenzka fiskimenn. Magnús E. Baldvinsson lluKlv**l 12 - Slml 22B04 — býður ávallt beztu kaupin Nú nýjar gerðir Meiri afköst og styrkleiki Meiri tæknibúnaður og fylgihlutir Sífellt aukin þjónusta Lægstu verðin ZETOR 4712—47 HÖ. Nýjasta vélin frá Zetor. Millistærð, sem sameinar kosti minni og stærri véla. Frábærlega vel hönnuð og tæknilega búin. Lipur og afkastamikil alhliða dráttarvél. Meiri vél á minna verði. ZETOR 2511—30 Hö. Létt og lipur heimilisvél. Sterkbyggð og með mikið dráttarafl miðað við stærð. Ómissandi á hverju búi. Ódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum. ZETOR 5718—60 Hö. OG 6718—70 HÖ. Kraftmiklar og sterkar vélar gerðar til mikilla átaka. Með meiri tæknibúnað og fylgihluti en venja er til, s. s. húsi, miðstöð, vökvastýri, lyftudráttarkrók o. fl. Dráttarvélar í sérflokki á hagstæðum verðum: „ZETORMATIC" fjölvirka vökvakerfið er í öllum vélunum. Fullnýtir dráttaraflið og knýr öll vökvaknúin tæki. Zetor eru nú mest seldu dráttarvélarnar á islandi. Það eru ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með þeim. Zetor kostar allt frá kr. 100 þús. minna en margar aðrar sambærilegar tegundir dráttarvéla — það munar um minna. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um Zetor. ISTEKKf Lágmúla 5 Sími 84525 Áríðandi orðsending til bænda Umsóknarfrestur Stofnlánadeildarinnar fyrir lánum vegna kaupa á dráttarvélum fyrir 1973, rennur út 31. desember 1972. Leggið því inn lánsumsóknir strax, eða hafið samband við okkur. ÍSTÉKK H/F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.