Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 20. desember 1972 ALÞINGI Umsjon: Elias Snæland Jónsson Stjórnarfrumvarpið um hækkun bensíngjalds og fl SPARAR HÁTT í 300 MILLJÓNIR í LÁNUM Endanlegt verð á bensíni, vegna margvíslegra hækkana, verður væntanlega 19.87 krónur Frumvarp það um hækkun bensingjalds, þunga- skatts og gúmmigjalds, sem hér liggur fyrir, mun spara erlendar lántökur vegna vegaáætlunar um hátt á þriðja hundrað milljónir króna, — sagði Björn Jónsson (SFV) er hann mæiti fyrir áliti meirihiuta samgöngumálanefndar efri deildar um frumvarpið i gær. i máli Björns kom fram, að h æ k k u n á bensini vegna frumvarpsins mun verða 2.30- 2.40 krónur, og verða ca. 18.35 krónur á litra. Sambærilegt verð i sumum nágrannalönd- um er 17.30 i • Danmörku, 19.70 i Noregi, 18.60 i Sviþjóð og 19.20 i Frakklandi. Uins vegar munu ýmsar aðrar hækkanir koma til á bensininu vegna hækkunar á heimsmark- aðsverði, minni afslætti af hendi Sovétrikjanna, sem sclur okkur alll hensin, og hækkaðs flulnings- kostnaðar. Má búast við að endanlegt bensinverð eftir ára mótin verði kr. 19.87 á lítra. Framhald á bls. 23 Stjórnarfrumvarpið um ráðstafanir vegna gengisfellingarinnar Stefnt var að afgreiðslu frumvarpsins sl. nótt — gjaldeyrisviðskipti munu því vera með eðlilegum Stefnt var að þvi i gær, að af- greiða frumvarp rikisstjórnar- innar um ráöstafanir vegna gengislækkunarinnar i gærkvöidi eða nótt þannig, að gjaldeyris- viðsk. gætu hafist nú i morgun. Onnur umræða i neðri dcild hófst kl. 17 i gær, og urðu áfram miklar umræður um efnahagsráðstafan- ir rikisstjórnarinnar. Voru það einkuin Sjálfstæðismenn, sem heldu langar ræður og dröst af- greiðsla frumvarpsins þvi nokkuð á langinn —en það var sem kunn- ugt er lagt frani i neðri deild i upphafi fundur á mánudaginn. I.auk 2. umræðu skönimu fyrir kl. 20, og var frumvarpið samþykkt til 3. umræðu, sem fór fram strax á eflir, og það þvi afgreitt frá neðrideild til efri deildar, sem kom sanian til fundar kl. 21 til að ræða um og afgreiða frumvarpið. Frumvarpið var tekið til 2. umræðu i neðri deild kl. 17 i dag. Vilhjálmur lljálmarsson (F), mæti fyrir áliti meirihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar, sem lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt óbreytt. Vilhjálmur sagði, að frumvarp- ið væri efnislega samhljóða þeim frumvörpum, sem lögð hefðu verið fram við sams konar tilefni áður nema að þvi er varðar 3. greinina, en hún kveður á um, að frávik, frá stofngengi skuli mega vera 2.25% undir eða fyrir stofn- gengi. l>á sagði hann, aö meðferð málsins i deildinni væri einnig með sama hætti og við svipuð tækifæri áður. Matthias Á. Mathiesen (S), mælti fyrir áliti 1. minnihluta Sjállstæðismanna. Rakti hann af- stöðu forystumanna Framsóknarflokksins til gengis- fellingar i siðustu kosninga- baráttu og afstöðu þeirra nú. Þingmaðurinn sagði, að með óbreyttu visitölukerfi myndi gengislækkunin leiða til vixl- hækkunar verðlags og kaup- gjalds, sem myndi valda þvi, að útflutningsatvinnuvegirnir gætu ekki staðið undir rekstrarkostn- aði, en ljóst væri nú, að visitalan myndi mæla allt það sem hún ætti að mæla núgildandi ákvæðum. Þingmaðurinn sagði, að þessi gengislækkun fæli ekki i sér neina lausn efnahagsvandans. Að nokkrum mánuðum liðnum verði allt komið i sama farið aftur, og ekki önnur ráð tiltæk, ef svo fari sem nú horfir, en gripa til nýrrar gengislækkunar. Þá taldi þingmaðurinn ekki ein- sætt, að rétt sé að 2.25% frávikið sé tekið upp hér á landi, og væri eðlilegra að sérstakt frumvarp Stjórnarfrumvarp á alþingi: Verulegar breytingar á lögum um byggingasamvinnufélög Kikisstjórnin hefur lagt fram fruinvarp til laga um breytingar á löguin um llúsnæðisniálastofn- un rikisins, en i frumvarpinu eru itarleg ákvæði um byggingar- saniviiínufélög. Er fruinvarpið samið af nefnd, sein félagsmála- ráðherra skipaði i febrúar siðast- liðinn til að endurskoða löggjöf um byggingarsauivinnufélög, og hefur nefndin talið eðlilegt, að ákvæðin um þessi félög séu felld inn á löggjöfina um llúsnæðis- inálastofnun. t athugasemdum við frumvarp- ið segir m.a. eftirfarandi um þær breytingar frá núgildandi lögum, sem i þvi felast: „Samkvæmt frumvarpinu verða byggingarsamvinnufélög hér eftir sem hingað til og með sama hætti og önnur samvinnu- félög öllum opin án tillits til efna- hags, þótt verkefni þeirra verði að koma upp ibúðum af hóflegri stærð. A hinn bóginn er gert ráð fyrir, að byggingarsamvinnu- félögin hætti að vera milliliður i sambandi við rikisábyrgðir fyrir þá, sem sjálfir byggja eða kaupa ibúðir, og veðdeild Landsbanka tslands taki við verkefni þeirra aðila, sem um ábyrgðir þessar hafa íjallað. Fellst nefndin i þessu efni á áðurnefnd sjónarmið fjár- málaráðuneytisins, enda verði séð svo um, að útgáfu veðdeildar- bréfa vegna félagsmanna byggingarsamvinnufélaga verði hagað með tilliti til þarfa þeirra á sama hátt og nú er gert af félög- unum. Þessi breyting á fram- kvæmd rikisábyrgðar mun hafa i för með sér mikla fækkun félags- manna margra byggingarsam- vinnufélaga, og sum þeirra munu vafalaust hætta starfsemi. Aðrar helztu breytingar, sem i frumvarpinu felast eru þessar: 1. Sett eru skýrari ákvæði um til- gang og afmörkun verksviðs byggingarsamvinnufélaga. 2. Kveðið er nánar en áður á um réttindi og skyldur félags- manna gagnvart félagi sinu. Er i þvi efni stuðzt við reynslu og ábendingar forsvarsmanna byggingarsamvinnufélaga og annarra er nefndin hefur rætt við. Jafnframt gerir hún ráð fyrir, að við endurskoðun félagsmálaráðuneytisins á fyr- irmynd að samþykktum verði þessu efni i ýmsum atriðum gerð fyllri skil. 3. Gert er ráð fyrir, að stofnsjóðs- innistæður verði ávaxtaðar i Byggingarsjóði rikisins, njóti þar visitölutryggingar og veiti með tilteknum skilyrðum rétt til viðbótarlána úr sjóðnum. 4. Felld er niður samábyrgð félagsmanna i sambandi við veðlán, og i stað þess er gert ráð fyrir, að hver félagsmaður sé ábyrgur fyrir sinum hluta láns. 5. Dregið er stórlega úrþeim kvöðum, sem á ibúðum félags- manna hvila i sambandi við sölu og leigu. 6. Gert er ráð fyrir sérstöku varasjóðstillagi til eflingar fjárhag og starfsemi félag- anna. 7. Lagt er til, að sá hluti Rikis- ábyrgðarsjóðs, sem til hefur orðið vegna ábyrgðargjalda af ibúðalánum, verði notaður til útlána til byggingarsamvinnu- félaga i þvi skyni að bæta rekstraraðstöðu þeirra. 8. Kveðið er á um skyldur Húsnæðismálastofnunar rikis- ins til að veita byggingarsam- vinnufélögum aðstoð i starfi þeirra og hafa eftirlit með starfseminni”. ■ hætti í dag væri borið fram um þetta atriði. Gylfi Þ. Gislason (A), mælti fyrir áliti 2. minnihluta, Alþýðu- flokksins. Hann sagði, að Alþýðu- flokkurinn myndi láta afgreiðslu frumvarpsins, að undantekinni 3. greininni, afskiptalausa. Varð- andi 3. greinina væri rétt að við núverandi ástæður verði þeim reglum, sem gilt hafa um þessi efni, ekki breytt nú, heldur málið athugað betur og Seðlabankalög- unum þá breytt ef ástæða þætti til. Gylfi sagði að, efnahagssér- fræðingar hefðu veitt nefndinni spá um þróun kaupgjaldsvisitölu næsta ár miðað við að engar breytingar yrðu gerðar á kjarasamningum. Gert væri ráð fyrir að visitalan, sem nú er 117 stig, yrði 122 stig 1. marz, 126 stig 1. júni, 129 stig, 1. september og 131 stig 1. desember. Þetta væri 12% hækkun á einu ári. Ljóst væri, að á miðju sumri væri kaup- gjaldshækkunin orðin jafn mikil og sérfræðingar i Valkostanefnd hefðu talið, að atvinnuvegirnir þyldu. Þetta þýddi, að gengisfell- ingin dygði aðeins fram á mitt sumar, þá yrði komið sama öng- þveitið og nú. Jóliann Hafstein (S),sagði, að með þessari gengisbreytingu væri tjaldað til einnar nætur. Rakti hann siðan sögu fyrri gengisbreytinga á fslandi i löngu máli. Lárus Jónsson (S), sagði gengisfellinguna fimmtu bráða- birgðaráðstöfun rikisstjórnarinn- ar i efnahagsmálum. Rakti hann siðan þróun efnahagsmála á valdatima rikisstjórnarinnar. Einnig tók til máls Pétur Sig- urðsson (S), en siðan var umræðu lokið og gengið til atkvæða. Hin umdeilda 3. grein frumvarpsins var samþykkt með 20 atkvæðum gegn 13, og frum- varpinu siðan visað til 3 umræðu með 21 samhljóða atkvæöi. Þriðja umræða fór fram strax á eftir 2. umræðu, og tók til máls Pétur Sigurðsson (S). Þvi næst var frumvarpið samþykkt með 21 samhljóða atkvæði og sent til efri deildar. Efri deild kom saman til fundar kl. 21 i gærkvöldi og tók frum- varpið til umræðu. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu. Fyrsta umræða stóð enn yfir, þegar blaðið fór i prentun, en til máls höfðu tekið Geir Hallgrims- son (S) og Eggert G. Þorsteinsson (A). Ný lög frá Alþingi Efri deild alþingis afgreiddi i gær tvö frumvörp sem lög frá alþingi. Þar var um að ræða lög um gjaldaviðauka, og lög um skipulag á loðnu til bræðslu. Þá afgreiddi efri deild frum- varpið um verðlagsmál til 2. umræðu og frumvarp um Lif- eyrissjóð barnakennara til 3. umræðu. 1 neðri deild var stjórnar- frumvarpið um breytingar á tollskrá afgreitt til 2. umræðu. Fiskveiðilaganefnd skilar áliti i lok marz 1 neðri deild urðu verulegar umræður um stjórnarfrum- varpið um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sem var til 2. umræðu. Garðar Sigurðsson (AB) mælti fyrir áliti sjávarútvegsnefndar, sem gerði tillögu um ýmsar breytingar að ósk Fiskveiði- laganefndar. Gils Guðmunds- son (AB)- upplýsti, að Fisk- veiðilaganefndin myndi skila lokaskýrslu i byrjun marz, og teldi nefndin þvi rétt að fram- lengja núverandi lög fram yfir vetrarvertið. Guðlaugur Gislason (S) mælti fyrir breytingatillögu, sem hann flutti ásamt Pétri Sigurðssyni (S). Einnig tóku til máls Stefán Gunnlaugsson (A) og Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra. Umræðunni var siðan frestað. Leigunám hvalveiðiskipa Neðri deild afgreiddi i gær- kvöldi til efri deildar stjórnar- frumvarpið um leigunám hvalveiðiskipa með 20 atkvæð- um gegn 5. 33.2 milljónir til flóabáta, snjóbifreiða og vöruflutninga Lagt hefur verið fram á al- þingi nefndarálit samvinnu- nefndar samgöngumála. Þar er lagt til, að heildarfjárveit- ing til flóabáta, snjóbifreiða og vöruflutninga verði á næsta ári 33 milljónir og 225 þúsund krónur. Þessi framlög eru veitt til ofangreindra flutn- ingstækja i öllum kjördæmum nema Reykjavik og Reykja- neskjördæmi. 1 nefndarálitinu segir, að allur rekstrarkostnaður við flóabátana hafi hækkað um 40- 60% siðustu tvö árin. Vantrausts- tillagan Eins og frá var skýrt i blaðinu i gær, hafa þingmenn Sjálfstæðis- flokksins flutt vantrauststillögu á rikisstjórnina. Tillagan var lögð fram i gær, og er svohljóðandi: „Alþingi ályktar aö iýsa van- trausti á núverandi ríkisstjórn og skorar á forsætisráðherra að leggja til við forseta isiands, að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra almennra kosninga svo fljótt sem við verður komið og eigi siðar cn i júnimánuði næst- komandi”. 1 ræðu, sem Jóhann Hafstein (S) hélt á þingi i gær, kom fram, að stefnt er að þvi, að umræða um 1 vantrauststillöguna fari fram þegar þing kemur saman að nýju eftir áramótin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.