Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 20. desember 19<2 TÍMINN n Útgefandi: Framsóknarfíokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>ór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tfmáns),:: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasóni. Ritstjórnarskrif-:|: stofur i Eddubúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.:::: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — augiýs-xj ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurcsimi 18300. Askriftargjaldi;:; J25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:: takið. Blaðaprent h.f. Annars eðlis í umræðum þeim, sem fóru fram i neðri deild i fyrradag um gengisskráningarfrumvarpið,lét Gylfi Þ. Gislason svo ummælt, að sú gengis- lækkun, sem nú hefði verið gerð, væri annars eðlis og gerð undir öðrum kringumstæðum en gengisfellingar þær, sem voru framkvæmdar af ,,viðreisnarstjórninni”. Þetta er alveg rétt ályktun hjá Gylfa. Hér er lika að finna megin- skýringu á þvi, að Framsóknarmenn hafa get- að sætt sig við þessa gengisfellingu, þótt þeir væru mótfallnir gengisfellingum ,,viðreisnar- stjórnarinnar”. Meginmunur á gengisfellingunni nú og gengisfellingum „viðreisnarstjórnarinnar” er einkum fólginn i tvennu. í fyrsta lagi er gengis- fellingin nú miklu minni en gengisfellingar ,,viðreisnarstjórnarinnar” og henni fylgir þvi minna rask og minni verðhækkanir, og þvi meiri vonir til, að hún valdi ekki óviðráðan- legri dýrtið, eins og gengisfellingar „viðreisn- ar”. Af sömu ástæðu gengur hún lika miklu skemmra á hlut sparifjáreigenda, og er það vissulega veigamikið atriði. í öðru lagi er svo gengisfellingin nú gerð á þann hátt, að hún á ekki að rýra kaupmátt launafólks né gildi gerðra kaupgjaldssamninga. Gengisfellingar ,,viðreisnarstjórnarinnar” voru hins vegar framkvæmdar á þann hátt, að þeim fylgdu stórfelldar kjaraskerðingar, einkum hjá lág- launafólki. Þær leiddu þess vegna til stór- felldra vinnudeilna og gerðu ísland að mesta verkfallslandi heimsins á áratugnum 1960-70. Megineinkenni á gengisfellingum „viðreisn- ar” var það, að þær voru alltaf úr hófi fram og leiddu þvi til meiri dýrtiðar og verðbólgu en hægt var að ráða við. Jafnframt voru þær framkvæmdar með svo mikilli ósanngirni gagnvart launþegum, að þær leiddu til mikils stéttarófriðar. í öðrum löndum er það nær undantekningarlaus regla, að reynt sé að hafa gengisfellingar sem minnstar, ef nauðsynlegt þykir að gripa til þeirra, og láta þær þvi valda sem minnstu raski og verðhækkunum. Þessari reglu er fylgt hér nú. í tið „viðreisnar” var þetta sjónarmið hins vegar sett alveg til hliðar. Bjarni Benediktsson lét eitt sinn svo um- mælt, að gengislækkun gæti skapað meiri vandamál en hún leysti. Þetta er hverju orði sannara. Einkum gildir þetta um stórfelldar gengislækkanir, sem hafa mikið rask og mikl- ar verðbreytingar i för með sér. Af þeim ástæðum fóru allar gengisfellingar „viðreisn- arstjórnarinnar” út um þúfur og skildu eftir meiri vanda en þær leystu. Nú er reynt að beita gengislækkunaraðferðinni af miklu meiri hófsemi og án þess að láta hana leiða til ófriðar milli stéttanna. Þess vegna er rétt hjá Gylfa Þ. Gislasyni, að gengisfellingin nú sé annars eðlis en gengisfellingar „Viðreisnarinnar”. Þvi eru lika meiri vonir til, að hún nái tilætluðum árangri. En það getur þó þvi aðeins orðið, að allir þeir, sem eiga mestan hlut að máli, hjálpi til að ná þvi marki. Forustugrein úr The Times: Veðráttan hefur leikið Rússa illa á þessu ári Mikill uppskerubrestur sökum óhagstæðrar veðráttu BRESHNEFF og aðrir leið- togar Sovétmanna eru enn að telja saman tjónið af hinni skelfilega litlu kornuppskeru i Sovétrikjunum á þessu ári. Margar fleiri þjóðir verða einnig fyrir tjóni i þessu sam- bandi, þar sem Sovétmenn hafa orðið að kaupa að minnsta kosti 30 milljónir smálesta af ýmis konar korni, en þessi miklu kornkaup hafa valdið hækkun hveitiverðs á heimsmarkaði. Samkvæmt gildandi fimm ára áætlun átti að fást 190 milljón smálesta uppskera af öllu kornræktarlandi i Sovét- rikjunum á þessu ári. Matske- vich, landbúnaðarráðherra Sovétrikjanna, viðurkenndi i byrjun þessa mánaðar, að kornuppskeran i ár yrði ekki meiri en meðaluppskera ár- anna 1966-1970, eða nálægt 167 milljónum smálesta. en það er 27 milljónum smálesta minni uppskera en keppt var að. Flokksstjórnarmaðurinn Mazurov var jafnvel enn var- færnari i orðum i ræðu, sem hann flutti 6. nóvember. Hann lét ser nægja að segja, að upp- skeran yrði „nokkurn veginn” á við meðaluppskeru áranna 1966-1970. Álitið er, að stór- rigningar um uppskerutimann á ýmsum helztu kornræktar- svæðunum hafi haft áhrif á áætlaðan þunga, og hið þurrk- aða korn kunni þvi að reynast enn minna en gert var ráð fyr- ir. SOVÉTMENN eiga við margan vanda að striöa. Satt er að visu, að Rússar, Ukrainumenn og Byelo-Húss- ar boröa ekki jafn mikið af brauði nú og þeir gerðu lyrir einum mannsaldri. Hin mikla mergðfólks i verksmiðjum og skrifstofum og fjölskyldur þess þurfa og hafa meiri fjöl- breytni i fæði en áður tiðkað- ist. En aukið fóðurkorn þarf óneitanlega til þess að tryggja íjölbreytnina og auka hlut kjöts, eggja og mjólkur i dag- legri fæðu. Þetta átti einmitt að gerast i ár, en það, sem á brestur heima fyrir, þarf nú að kaupa frá Bandarikjunum, Kanada, Ástraliu og fleiri löndum. Rússland hefir lengi veriö orðað við öfga og veðráttan þar hefir verið næsta óstýrilát undangengna ellefu mánuði. Miklar frosthörkur riktu i upphafi ársins.og hörkurnar hófust viða áður en snjórinn lagði sina venjulegu hlifðar- ábreiðu yfir landið. Þessa gætti á um það bil þriðjungi þess lands, þar sem vetrar- korni var sáð. Þegar sumra tók, riktu meiri þurrkar en dæmi eru til i heila öld og spillti þetta stórlega uppskeru i mið- og suður-Rússlandi, svo og meðfram Volgubökkum, þarsem mikiðtjón hefir tiðum orðið frá fornu fari af völdum náttúrunnar. ÆGILEGIR skógar- og mó- eldar bættu gráu ofan á svart. Reykurinn olli myrkri um miðjan dag i mörgum borg- um. Fólk á leið i leyfi til Svartahafs sá sams konar fyr- irbæri og Maxim Gorki lýsir i „Dagbókarbrotum” sinum: „Gegnum reykinn glórði i appelsinugula sól, sem stafaöi engum geislum j undarleg sól og vesöl....Mýrlendið sviðnaði allt og bláir og fjólubláir reykjarstrókar stigu hér og hvar upp úr svörtum sverðin- um, og i kjölfar þeirra brá ávallt fyrir blossum.” Enn var þó mælir áfallanna ekki lullur. Ræktunarlandið lengst i austri hafði sloppið við eldana og hinn skaðvæna þurrk að mestu, einkum þó nýræktarsvæðin i Kazakhstan. En þegar að uppskerutima kom.geysaði þar gifurleg og linnulaus úrkoma. RÚSSAR geta meö nokkrum rétti haldið fram að hungurs neyð vofi ekki yfir þeim nú, þrátt fyrir áföll og mikla erfið- leika af völdum náttúrunnar. Hungursneyðin 1891-1892, 1905 og 1921 er ekki annað en fjar- læg og máð minning, en truflanir af völdum borgara- styrjaldarinnar áttu sinn þátt i sultinum árið 1921. (Erfiðara veitist að gleyma sultinum á árunum 1932-1933, en hann stafaði einkum af öngþveitinu, sem það olli að keppast við að koma á samyrkju i landbúnaði sem allra fyrst.) I sumar virðast valdhafarn- ir hafa gengizt fyrir flutning- um margskonar þungra véla, hermanna og verkamanna tii beztu kornræktarsvæðanna til þess að bjarga þvi, sem bjarg- aö varð. Breshneff lagði sjálf- ur leið sina til Kazakhstan, til þess að brýna bændur á hinu nýja landi til að leggja sig alla fram við að bæta upp tjónið, sem varð á gömlu korn- ræktarsvæðunum. Uppskeran varð bæði mikil og góð þarna, en skyldi Breshneff hafa mun- að eftir að hugsa hlýlega til Nikita Krustjeffs, sem var hæddur hvað mest á sinni tið fyrir að berjast af kappi fyrir, að sem mest land yrði brotið þarna? Hvað sem þvi liður varð áfallið i heild hvergi nærri eins alvarlegt og það hefði getað orðið. ÞEGAR blaðamenn i Sovét- rikjunum segja frá ástandinu, leggja þeir mest kapp á vörn- ina, eins og þeir hafi mestar áhyggjur af þvi, hvaða hug- myndir umheimurinn geri sér um erfiðleikana og orsök þeirra. Einn þeirra skrifar til dæmis: „Alkunna er, að þegar upp- skera er góð i Sovétrikjunum, segja sumir menn á Vestur- löndum, aö þaö stali einvörð- ungu af sérlega hagstæðu tiðarfari. En sé uppskeran lé- leg eða bregðist, þá er „eína- hagskerfinu” einu kennt um”. Þetta gremst einlægum hugsjónamönnum auðvitaö. En þvi verður ekki neitað, að vestræn gagnrýni á öðrum sviðum er fyllilega réttmæt. Góð uppskera á mælikvarða Sovétmanna yrði til dæmis enn betri.ef valdhöfunum tæk- ist einhvern tima að fá starfs- menn samyrkjubúanna til að leggja sig jafn vel fram á samyrkjubúinu og þeir gera á skikunum, sem þeir hafa til einkanota. Þetta hefir forustu- mönnunum aldrei tekist, hvaða ráðum, sem þeir hafa beitt til að hvetja samyrkju- bændur. ÓSENNILEGT er, að Rúss- ar hverfi að nýju að einka- rekstri i landbúnaði. Sennilegt er þvi, að biliö milli árangurs i einkarekstri og samyrkju mjókki afar hægt. Vélvæðingu landbúnaðarins verður að auka verulega. Sama er að segja um hvers konar þjónustu við landbúnað- inn. Eins verður að bæta lifs- kjör starfsmanna við landbún- að að mu'n, svo að þau nálgist lifskjör borgarbúa mun meira en nú er raun á. Hvað sem þessu öllu liður, verður þvi ekki móti mælt, að hefðbundið nöldur búand- manna um önugt tiðarfar átti fullan rétt á sér að þessu sinni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.