Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 13
12 TÍMINN Miftvikudagur 20. desember 1972 Miðvikudagur 20. desember 1972 TÍMINN 13 ÍSLANDS NIDJA FRÓDSTUR VAR KVAÐ GÍSU KONRÁDSSON UM JÓN ESPÓLÍN Fyrir skömmu varði ungur islenzkur sagn- fræðingur doktorsritgerð i fræðigrein sinni við Háskólann i Edinborg. Ingi Sigurðsson heitir hann, fæddur á Reykjum i Lundarreykjadal 13. septem- ber 1946, sonur hjónanna Valgerðar Magnúsdóttur og Sigurðar Ásgeirssonar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum aðLaugarvatnivorið 1965. Þá um haustið hóf hann nám við Edinborgarháskóla i sagnfræði, og sem aukagreinar nam hann enskar bókmenntir og mannfélagsfræði. Árið 1969 lauk hann M.A. Honours-prófi i sagnfræði og hóf siðan framhaldsnám undir leiðsögn Denys Hays, prófessors i sagnfræði og Hermanns Pálssonar, islenzkukennara i Edinborg. Doktorsritgerð hans fjallar um islenzka sagnaritun á timabilinu frá 1790 til 1830 eða þar um bil. Mest áherzla er lögð á sagna- ritun Jóns Espólins, en einnig er fjallað rækilega um Hannes biskup Finnsson og Magnús Stephensen, og einn kafli fjallar um aðra sagna- ritara timabilsins. Reynt er að finna einkenni islenzkrar sagnaritunar og bera saman við það, sem var að gerast á þessu sviði erlendis á sama timaskeiði. Blaðamaður Timans hafði tal af hinum nýbakaða doktor og spurðist fyrir um ritgerðina og niðurstöður hennar. Timabil nýrra viðhorfa llver eru helztu einkenni sagnaritunar lslendinga á þessu timabili'.' — — Þessir timar eru breytinga- skeiö i islenzku menntalifi. Erlendra ábrila gætir þá meira en oftast áöur, og þar á ég einkum viö upplýsingarstefnuna. Við get- um sett fram nokkrar albæfingar um viöhorf islenzkra sagn- fræðinga á þessum tima, en margir þeirra eru þekktir menn i þjóöarsögunni. Þeir aöhylltust ekki nein itarleg kenningakerfi um eðli sögunnar, en vitaskuld höfðu þeir sinar skoðanir á þeim elnum. 1 verkum þeirra kemur lram sú skoðun, aö hægt sé aö læra af sögunni. Fyrir kemur, að litið er á framfarir sem mæli- kvarða á gang sögunnar, jafn- Iramt þvi, sem trú á guðlega for- sjón kemur fram. Varla er unnt að tala um pólitiska þjóðernis- hyggju i verkum þessara sagn- fræðinga. Þeir studdu einveldið dyggilega, að visu ekki án gagn- rýni á vissa þætti stjórnar- steínunnar. Gagnrýni þeirra var þó öll mjög væg, enda voru þeir flestir embættismenn konungs. Þetla voru miklir breytinga- limar, og áhyggjur vegna auk- innar lausungar i islenzku þjóðlifi koma skýrt fram hjá Jóni Espólin og einnig hjá Magnúsi Stephensen, þótt viðhorf þeirra væru annars að mörgu leyti ólik. Jón Espólin stendur eiginlega á mörkum hins gamla og nýja tima i sagnaritun sinni. Efnismeðferð i Arbókum hans byggist á gamalli hefð, þótt vissar nýjungar komi þar fram, og mörg önnur verk hans hafa svipmót eldri tima. En hvað ýmis viöhorf snertir, bera mörg sagnarit hans glögg merki upplýsingarinnar. Við getum sagt, að rikt einkenni islenzkrar sagnahefðar sé áherzla á persónusögu og ætt- fræði, og er hæpið að tala um sér- staka söguskoðun i þvisambandi. Þekkingarinnar er leitað þekkingarinnar vegna, en ekki litið á hana sem afl til breytinga. En meðal einkenna sagnaritunar i anda upplýsingarinnar var áhugi á að mennta fólk, trú á framfarir og litil hrifning á mið- öldum, gagnstætt þvi,sem varð þegar rómantikin kom til sögunnar. Hjátrú var eitur i bein- um upplýsingarmanna, og i trú- málum aðhylltust þeir gjarna svonefnda skynsemisstefnu. í þeim efnum skilur á milli t.d. Jóns Espólins, sem var rétttrúnaðarmaður af gamla skólanum, og Magnúsar Stephensen, sem var skynsemis- trúar. Fjölmörg rit um almenna mannkynssögu — Hver eru helztu rit Jóns Espólins um sagnfræði? — Þekktasta verk hans er vafa- litið Arbækur tslands i söguformi, sem spanna timabilið frá 1262 til 1832. Við samningu þeirra hefur hann mjög stuðzt við eldri sagna- rit, en jafnframt kannað frum- heimildir. Þar hefur stórt hand- ritasafn hans sjálfs komið honum að góðu haldi. Sá hluti árbókanna sem íjallar um hans daga.er náttúrlega samtimaheimildir og hefur mikið gildi sem slikar. Margt annað liggur eftir Jón um lslandssögu t.d. Daga af Skag- firðingum og Húnvetninga saga, en þau rit eru óprentuð. — Liggur ekki mikið eftir Jón á sviði almennrar mannkynssögu? — Jú, hann skrifaði mikið um þau efni. Fátt eitt hefur verið gefið út af þvi, en hitt er til i hand- riti, a.m.k. flest. Sum þessara rita eru beinar þýðingar, en önnur helur Jón unnið upp úr ýmsum heim ildarritum . „Kennslubók i sagnfræðinni’eftir Galletti, sem Jón þýddi, kom út árið 1804, og að honum látnum komu ,,Sögur Sólons og Platons”, „Saga Scipions hins afrikanska” og „Langbarðasögur Gota og Húna” út i þýðingum hans. Þá kom út eftir hann rit á dönsku um timatal i fornaldarsögum Norðurlanda og skyldum verk- um. Oprentuð rit Jóns Espólins um mannkynssögu ná yfir vitt svið. Hann skrifaði talsvert um forn- aldarsögu, t.d. sögu Rómverja, og rimur orti hann af Júliusi Cæsari, enda skáldmæltur vel. Nokkur rit samdi hann um sögu Norðurlanda. Þá reit hann al- menna kirkjusögu um timabilið frá upphafi kristni og fram á dánarár hans, 1836. Það verk er að miklu leyti byggt á kirkjusögu Holbergs svo langt sem hún næi; eða lram undir miðja átjándu öld. Auk þess liggja eftir Jón ævisögur þekktra manna, t.d. Karls 1. Stúarts og Cromwells i Englandi og Péturs mikla og Katrinar miklu i Rússlandi. Þannig mætti lengi telja. Nú hefur verið varin doktorsritgerð um sagna ritun Jóns og samtíðarmanna hans — Hvernig gat Islendingur á þessum tima aflað heimilda og þekkingar, sem þurfti til að skrifa fræðirit sem þessi? — Ifyrsta lagi má minna á það, að Jón og flestir þeir fræðimenn, sem ég fjalla um i ritgerð minni, stunduðu nám i Kaupmannahöfn, og þar hafa þeir komizt yfir fræðibækur, sem þeir hafa komið með heim að námi loknu. Auk þess hafa þeir fengið sendar bækur erlendis frá. I formála að einu sagnarita sinna getur Gisli Konráðsson þess einmitt, að hann hafi fengið lánaðar bækur, sem Jón Espólin hafi nýverið fengið sendar frá Kaupmannahöfn. Það er vitað, að Hannes Finnsson og Magnús Stephensen áttu góð bókasöfn, en heimildir um bóka- eign Jóns Espólins eru takmark- aðar. En hann hefur notið góðs af bókakosti lestrarfélags, sem starfaði i Skagafirði, þar sem hann var sýslumaður, i byrjun nitjándu aldar. Jón var sjálfur formaður félagsins. Bækur úr safni þessu gengu manna á meðal. Einkum voru það lærðir menn, sem i hlut áttu, en fræða- áhugi og þá áhugi á sagnaritun var almennur i Skagafirði á þess- um tima. Trúlegt er, að áhrifa Hólaskóla hafi þá enn gætt, en ég hygg, að Jón Espólin hafi átt þarna mikinn þátt, og hann hefur haft mikil áhrif á aðra fræði- menn, einkum i alþýðustétt. Merkasta dæmið er auðvitað Gisli Konráðsson, sem bjó ekki langt frá Jóni og var tiður gestur á heimili hans. — Nú hefur verið sagt, að sagnaritun Jóns Espólins hafi verið ófrumleg, og fram hefur komið i spjalli okkar, að mörg rita hans eru beinar þýðingar eða samsteypur úr eldri ritum. — Jú, rétt er það, að i mörgum rita sinna leggur Jón litið eða ekkert til málanna frá eigin brjósti: afköst hans á sviði sagn- ritunar voru næsta ótrúleg, og sjaldnar var um itarlegar rannsóknir heimilda að ræða hjá honum. En viða i verkum hans, bæði þeim, sem fjalla um lslandssögu, og þeim sem fjalla um sögu annarra landa , má greina persónulegar skoðanir hans á viðfangsefnunum, og þá kemur i ljós góð dómgreind hans og skarpur skilningur á sérkenn- um timabila i sögunni. Mér finnst, að Jón hafi oft ekki verið metinn að verðleikum sem sagn- fræðingur. Aörir sagnaritarar — Hvað er helzt að segja um islenzka sagnfræðinga á þessu timabili,aðra en Jón Espólin? — Sem sagnaritari er Hannes biskup Finnsson þekktastur fyrir ritsitt um mannfækkun af hallær- um hér á landi, sem er mjög þýðingarmikið verk, grundvallað á tölfræði. Fleiri merk sagnrit samdi hann eða átti þátt i að semja. Hróður Magnúsar Stephensen sem sagnfræðings byggist á riti þvi, er hann samdi um tsland á átjándu öld og út kom i tveim gerðum, á islenzku og dönsku. íslenzka gerðin hét „Eftirmæli átjándu aldar”. Þetta var fyrsta greinandi könnun á ákveðnu timabili i Islands- sögunni. Þá skrifaði Magnús um erlenda samtimaviðburði i tima- ritin Minnisverð tiðindi og Klausturpóstinn. En yfirleitt i skrifum Islendinga um erlenda samtimaviðburði á þessum tima gætir að i vissu marki svipaðra viðhorfa og i eiginlegum sagna- ritum. Um verk þeirra beggja, Hannesar og Magnúsar, má segja, að mikið nýnæmi var að þeim i islenzkri sagnaritun. Þeir eru undir sterkum erlendum áhrifum i sagnfræðiiðkunum sin- um, innblásnir af anda upplýsingarinnar. Ahrif hennar koma lika fram i sagnaritun Halldórs Jakobssonar, föður- bróður Jóns Espólins, en hjá Jóni Jakobssyni,föður Jóns.sem einnig fékkst við sagnaritun, var allt i gömlum stil. Sérstaða islenzkra sagnaritara — Hvað er að segja um islenzka sagnaritun.efhúnerborin saman við það, sem var að gerast erlendis á þessum tima? — Ég hef minnzt á sterk erlend áhrif á islenzka sagnaritun þessa timabils, en að mörgu leyti hafði Island sérstöðu, og var það eðli- legt. Ég talaði áðan um það, að eitt af sérkennum hinnar gömlu islenzku sagnahefðar væri áherzla á persónusögu og ætt- fræði, og annálar voru mikil- vægur þáttur i sagnaritun hér á landi lengur en viðast hvar annars staðar. Áhugi á sagna- ritun var mikill og fróðleiksþorsti meðal almennings vafalaust meiri en með flestum öðrum þjóðum. 1 ritgerð minni get ég um áhrif einangrunar landsins og smæðar og fátæktar þjóðarinnar á sagna- ritun landsmanna og menntalif þeirra yfirleitt. Flestir islenzkir sagnaritarar, að undanskildum sérfræðingum i fornislenzkum og fornnorrænum fræðum, sem búsettir voru erlendis, fengust við fræðistörf sin i tómstundum; at- vinna þeirra var ekki beint tengd slikri iðju. Þessu var öðru visi varið viðast hvar erlendis. 1 flest- um tilvikum gátu islenzkir sagn- fræðingar ekki vænzt þess, að rit þeirra yrðu gefin út, en þau gengu manna á milli i handritum. Ólikt þvi, sem gerðist i öðrum löndum, var algengt, að alþýðumenn fengjust við sagnaritun. Við get- um tekið dæmi af Gisla Kon- ráðssyni, sem var fátækur bóndi og várði öllum tómstundum sin- um til fræðiiðkana. Sagt er, að hann hefði lært dönsku um fertugt, og eftir það skrifaði hann geysimikið, sem byggt var á rit- um á þvi máli. Einangrun landsins kom m.a. fram i þvi.að allra hræringa erlendis frá fer að gæta hér til- tölulega seint; þær eru jafnvel á undanhaldi i nágrannalöndunum, þegar þær eiga sitt blómaskeið hérlendis. A þetta við um sagna- ritun i anda upplýsingarstefnunn- ar. 1 sambandi við þetta allt má geta þess, að auðvitað ber ritgerð min mikií merki þess, að hún er samin fyrir erlenda lesendur og þvi margt tekið þar fram, sem óþarfi væri að segja Islendingum sérstaklega. J.GK Magnús Stephensen iÍ i Vi’írhdlny Cn ti-o, úÍ)OJ>l /Sju.hiCrJk ci.cc ec, cCvt íii' t Zl&i.a.'LvitJuj- Q.C cdr ViTuy CnJtL CLufíris, H2u:{XJC.'Cyi/ ac íauc t. Cttðti — Itlts SXxs Ktu, <UI kc) y>«r aAr. tilt |Lv -‘X J .<J- Ln lA líu ftnrlth0%7 ra.f: Rilhond Jóm Kspfilím'. Sýnishorn af rithönd Jóns Espólins. Þetta eru formálsorð að verki eftir hann.sem nefndist „Ileimskringla eður saga alls Rómarikis”. Ilandritið gaf hann föður sinum i nýjársgjöf i upphafi ársins 1788. ilil1 i/n/jv „Söfnum sólskini af grasi” ólafur Jóhann Sigurðs- son: AÐ LAUFERJUM, ljóð 73 bls. Helgafell. Það, sem fyrst og fremst ein- kennir þessi ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, er sú mildi og heið- rikja, sem yfir þeim hvilir. Þau minntu mig strax á kyrra haust- morgna á heiðunum heima — og haustið er allra árstiða fegurst. Litum , snöggvast á eftirfar- andi hendjngar: Undir dumbrauðum kvöldhimni drjúpir eitt blóm - með daggir á hálfvöxnum fræj- um. - Og senn kemur haustnótt á héluð- um skóm - og hjúpar það svalköldum blæj- um. - (Gamlar visur um blóm). Eða þetta: Styggð hefur komið að kvöldsvæfu fiðrildi i lynggrænni hvilft fjarri leiðum og slóðum. (Fiðrildi). Þó held ég — þegar á allt er litið — að mér finnist „Fengir þú að koma” listrænasta kvæði bókar- innar. Ógleymanleg er myndin, sem þar er brugðið upp af mann- inum, sem bar börnin yfir upp- bólgna á að vetrarlagi, en hin- umegin var „litil og lágreist kennslustofa”. Þú brást þér úr sokkum, brettir upp skálmar: Ennþá man ég kvislóttar æðarnar á ristum. Þú barst okkur yfir, börnin sem þú unnir: Ennþá man ég grettuna þegar grjótið særði iljar. Nú ber mig án afláts nær óvæðu fljóti. Undarlegan nið þess æ næmar ég heyri. Fengir þú að koma og ferja mig yfir, yrði mér rórra þegar rökkvar hjá straumnum. Þetta kvæði er svo fagurt i öll- um sinum einfaldleik, að ekki sæmir að ausa yfir það mörgum orðum i ritdómi. En þótt hinn mildi tónn sé þann- ig yfirgnæfandi i ljóðabók Ólafs Jóhanns, táknar það ekki, að höfundurinn láti sér alla hluti vel lika. Hér ber dálitið á þjóðfélags- ádeilu (sbr. kvæðin Hörkur og Ræða hinna biðlunduðu). Miðvis- an i Hörkum er þannig: Refur smýgur^urðir og refur seturlög i riki þessu, slóttugur I spori. Um sólskinslöngin horfnu berst valsins veiðigól og vargar svartir krunka dátt i gori. Gamansemi fyrirfinnst lika i bókinni, ef vel er leitað. (Vand- kvæði ungs rithöfundar). En ádeila þessarar bókar eða létt skop hennar, eru svo almenns eðlis, að ótrúlegt er ,að margir fyrtist við. Það er ekki liklegt, að menn hrökkvi nú i kút og segi eins og strákurinn forðum: „Presturinn sagði lamb og leit á mig”. (Það væri nú ekki heldur sanngjarnt að ætlast til þess, að Ólafur Jóhann Sigurðsson veki slik viðbrögð tvisvar á sama árinu, til óbland- innar skemmtunar öllum, sem ekki eru gersneyddir skopskyni). Um form þessara ljóða er óþarft að fara mörgum orðum. Það hafa allir alltaf vitað, að Ólafur Jóhann Sigurðsson er ein- hver vandvirkasti rithöfundur, sem nú er uppi á Islandi. Það eru þvi hvorki neinar fréttir né sér- stakt hól, þegar hann á i hlut, að tala um vandaðan búning. Flest ljóðin I þessari bók hans eru rim- uð og stuðluð, annað hvort eða hvort tveggja, og er það sannar- lega vel. Hitt er annað mál, að kvæðin eru ekki öll jafn góð, fremur en önnur mannaverk. Ég get til dæmis ekki sætt mig við, hvernig höfundurinn lýkurkvæðinu Hlógu þau á heiði. Mér er næst að halda, að seinustu visunni hefði alveg mátt sleppa, en ef höfundi hefur ekki þótt hann búinn að tala nógu ljóst i þvi sem á undan var geng- ið, þá hefði hann þurft að yrkja lokaerindið öðru visi. Hann átti að minnsta kosti ekki að leyfa þessari „örlagastúlku” að fljóta með. öðru máli gegnir um Hörk- ur, sem minnzt var á hér að fram- an. Það kvæði birtist opinberlega fyrir allnokkrum árum og þá voru niðurlagsorð þess gerólik þvi sem þau eru nú. Þessi breyting er til mjög mikilla bóta — kvæðið skil- ar blátt áfram allt öðrum og sterkari áhrifum, eftir að sú bragarbót hefur verið gerð. 1 örstuttri athugasemd, sem prentuð er aftan við kvæðin,segir höfundurinn, að þau séu „harla fábrotin”. Það er að visu rétt — að sumu leyti. Það ber nokkuð mikið á hljóðlátum söknuði: Allt er þetta með einhverjum hætti bundið, i andartakssælu, þá dýpstu sem ég hef fundið. En hinu má ekki heldur gleyma, að bókin býr yfir mörgu öðru. Hún leynir á sér, að þarf að lesa hana vel. Ég skal engu um það spá. hvernig bókmenntafræðingar kunna að taka þessari ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Sjálfsagt væri hægt að finna á henni einhverja galla með nógu flóknum og langsóttum saman- olafur Jóliann Siguiðsson burði við aðrar bókmenntir. Hitt veit ég, að það er hverjum manni vorkunnarlaust að sækja i þessi kvæði sólskin og gróðurilm, að ógleymdum þeim friði, ^sem við öll þörfnumst, en hefur verið af okkur tekinn. _ Söfnum sólskini af grasi, tinum tunglsljós af vötnum! Guðir gróðurs og birtu eru gengnir að leikum.... — VS. Saga Græniend- inga hinna fornu Þóra frá Kirkjubæ. Ný Ijóðabók LJÓÐ ÞÓRU FRA KIRKJUBÆ Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubæ i Austur-Húnavatnssýslu var skáld af guðs náð. Það vita þeir bezt, sem áttu með henni samleið um hálfrar aldar skeiö. Hins vegar mun hún vart eða ekki hafa ort hendingu til þess að „borin væri á torg”, þ.e. birt i ljóðabók. Þóra byrjaði ung að yrkja, og svo áleitin var skáldgyðjan, að hún orti fram til hinztu stundar. Þóra átti annasama ævi. Hún var húsfreyja á einu gestrisnasta og hugljúfasta heimili þessarar þjóðar við hlið manns sins Jóhanns Fr. Guðmundssonar, sem sjálfur varð hrað-hag- mæltur. Þau hjón eru nú bæði látin. Þóra mun aldrei hafa ort nema við störf og á siðari árum þá andvakan sótti hana heim. Skáldgáfan og tungutakið var henni i blóð borin , og foreldrahúsin voru þrungin sögu- fróðleik og Ijóðlist. Orlög Þóru sem skálds eru „manna dæmi” hennar kyn- slóðar. Hún var fædd til mikilla afreka, en orti sér til hugar- hægðar. En þrátt fyrir allt gneista sumar stökur hennar og kvæði af ósviknum guðamálmi. Hörður Kristmundsson. P o u 1 N o r 1 u n d : FORNAIl BYGGÐIIl Á IIJARA IIEIMS Kristján Eldjárn þýddi isal'oldarprentsmiöja gal út Poul Nörlund hét ágætur fræðimaður i Danmörku. Hann lifði á timabilinu 1888-1951. Hann var fornfræðingur og sagn- fræðingur og siðast þjóðminja- vörður Dana. Hann vann m.a. að uppgreftri á Grænlandi. Og hann skrifaði bók þá, sem nú er komin út á islenzku undir nafninu: Fornar byggðir á hjara heims. Kristján Eldjárn þýddi bókina. Þessi bók er saga hinnar fornu byggðar á Grænlandi. Þar er sagt frá landnámi Grænlands og rakin saga þeirrar þjóðar, sem þar bjó, svo langt sem unnt er. Höfundur virðist telja heimildargildi is- lenzkra fornsagna meira en ýmsir fræðimenn vilja nú vera . láta. A það ber þó að lita, að hinir vantrúuðu fræðimenn hafa ekki komizt langt i þvi að afsanna hinar fornu heimildir. Yfirleitt er það frekar einungis það, að þeir trúa þeim ekki. En það er þó viðar en i Grænlandi, sem jörðin ber vitni um sannleiksgildi hinna fornu sagna. Þessi bók Nörlunds kom fyrst út árið 1934, en þriðja útgáfa endurskoðuð 1942 og eftir henni er þýðingin gerö. Þýðandi gerir þó á tveimur stöðum athugasemdir neðanmáls. Annað er viöauki um Þjóðhildarkirkju, en grunnur hennar fannst 1961, og kemur vel heim við Eiriks sögu rauða. Hitt er um beinin frá Herjólfsnesi. Hansen prófessor, sem rann- sakaði beinaleifarnar fyrstur, taldi þær bera vitni um eymd og kröm, sem leiddi likur að þvi, að kynstofninn hefði veslazt upp af skorti og harörétti og var sú sögu- skýring þá gripin. Siðan hal'a fræðimenn endurskoðað þetta og telja evmd beinaleifanna að mestu stal'a af fúa i kirkjugarðin- um. Nörlund gerir grein fyrir þvi, að verðurlar muni hafa kólnað á Grænlandi um eða eftir 1400 og það hafi auövitað haft örlagarik áhrif á búskap og kvikfjárrækt, en hann heldur þvi engan veginn fram, að Ijóst sé eöa vist, að það hafi verið helzta orsök þess að kynstofninn leið undir lok. Þó ber þe»s að gæta, að bók hans er skirfuö undir áhrifum af beina- rannsóknum Hansens. Ekki þarf að fjölyröa um það, hvað saga Grænlendinga hinna fornu er náin okkur Is- lendingum. Þessi saga er brot al' sögu okkar sjálfra. Ég skal játa þaö hreinlega, að mér finnst ég hafa veriö illa að mér um þessa sögu.áður en ég las bók Norlunds, og kannast þó frá fyrri tið við ýmislegt, sem þar er sagt...En það er allt i brotum á við og dreif, en hér er það i einni heild, skipu- lega og skemmtilega lagt fyrir. Það er alkunnugt, að Kristján Eldjárn hefur vald á máli og stil, svo að hann er þar i beztu manna röð. Og mun ekki ofmælt, sem hann segir i eftirmála, að þessi bók Nörlunds muni hafa varan- legt gildi, sem alþýðilegt fræðirit um hina týndu þjóð. Ég held að hér sé bók, sem við tslendingar ættum að taka tveim höndum. Hún verðskuldar að vera okkur öllum kunn. Bókin er prentuð á úrvalsgóðan pappir og i henni eru margar myndir til skýringar efni hennar. Höfundur segir, að það veröi að spyrja hina dauðu um örlög hinnar týndu þjóðar og það er raunar furðulegt, hvað mikið er til af fornminjum, sem eru heimildir um sögu og menningu Grænlendinga hinna fornu. Þar kemur m.a. tvennt til. Seinni kyn- slóðir urðu ekki til að byggja á rústunum og er veðurfar kólnaði geymdi samfellt frost jarðneskar leifar, sem hæfilega djúpt voru komnar. Þetta er vönduð bók, bæði að efni og gerð. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.