Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 20. desember 1972 TÍMINN 21 Frá róð- stefnu um raf- orku- mál Nýlega var fréttamönnum kunngerð sameiginleg álitsgerð stjórna Sambands islenzkra raf- veitna og Sambands islenzkra sveitarfélaga varðandi niður- stöður af ráðstefnu um skipulag raforkumála. Fulltrúar Raf- magnsveitna rikisins hafa nú með tilkynningu til fjölmiðla reynt að kasta rýrð á þessa álitsgerð. Niðurstaða ráðstefnunnar var m ,a. sú, að stefnt skyldi að þvi, að sveitarfélögum yrði falið að annast alla dreifingu og sölu raforku til notenda. t lok ráðstefnunnar var einróma samþykkt, ,,að fela umræðustjórum hinna fimm umræðuhópa að vinna að samræmingu á niðurstöðum hópanna i sameiginlegt álit, scm siðau verði sent stjórnum Sambands isl. rafveitna og Sambands isl. sveitarfélaga til meðferðar.” Þvi, sem hér er skrifað með dökku letri, hefur Rafmagnsveitum rikisins þótt þægilegt að sleppa i fréttatil- kynningu sinni. Ennfremur samþykkti ráðstefnan einróma, að ýmis sérálit, er fram komu i einstökum umræðuhópum, ættu ekki aðkoma fram i niðurstöðum enda væri þau að finna i fundar- gerðum. Af fengnu sameiginlegu áliti umræðustjóranna, þar sem reynt var eftir megni að samræma öll svör, fjölluðu stjórnirnar um málið, svo sem ráðstefnan hafði óskað. Samþykktu þær báðar mótatkvæðalaust að birta álits- gerð, þar sem gerðar voru nokkrar breytingar á áliti um- ræðustjóranna. Breytingar þessar voru taldar nauðsynlegar, enda kæmu meginsjónarmið ráð- stefnunnar þannig skýrar fram enella. öllum þátttakendum'ráð- stefnunnar, svo og frétta- mönnum voru afhentar bókaðar niðurstöður allra umræðuhópa, þannig að allir gætu kynnt sér sérálit þau, er fram komu. Þannig gat hver og einn dæmt um það, hvort lokaályktun stjórnanna túlkaði meginsjónar- mið ráðstefnunnar eður ei. Aðeins einn stjórnarmaður, Valgarð Thoroddsen, rafmagns- veitustjóri rikisins, tók ekki þátt i afgreiðslu málsins, en lék bóka séráíit sitt á nokkrum atriðum. Var honum þvi sérstaklega boðið að sitja fund með fréttamönnum um málið. Þetta boð þá hann eigi. Hin endanlega álitsgerð var send öllum 78 þátttakendum ráð- stefnunnar. Sérálit hinna 7 full- trúa Rafmagnsveitna rfkisins hefur engin áhrif á meginniður- stöðu ráðstefnunnar. Sú niður- staða kemur skýrt fram i ályktun stjórna Sambands isl. rafveitna og Sambands isl. sveitarfélaga. 1 stjórn Samb. isl. sveitarfél. Páll Lindal Ölvir Karlsson Ólafur G. Einarsson Gylfi tsaksson Bjarni Einarsson í stjórn Samb. isl. rafveitna. Aðalsteinn Guðjohnsen Eirikur Briem Knútur Otterstedt Magnús Oddsson Sverrir Sveinsson. JÓLA- BÆKUR Dögg i spori, fögur islenzk ástarsaga. Lent með birtu. Lýsingar Bergsveins Skúlasonar á sjósókn við Breiðafjörð. Fokdreifar Guðmundar á Brjánslæk. Snilldarlýsingar frá íslandi og Fær- eyjum. Vitinn, sjóferðasögur Cæsar Mar. Á faraldsfæti, minningar Matthiasar á Kaldrananesi. Á tveimur jafnfljótum. Ævisaga Ólafs Jónssnar, búnaðarráðunatus á Akur- eyri. Sjóliðsforinginn, hörkuspennandi skáldsaga um volk og slark á sjó og landi. t r 9 Kaldrifjuð leikkona. Saga um ást og klæki kaldrifjaðrar konu. Carnaby á ræningjaveiðum. Fyrrver- andi lögregluþjónn lýsir tildrögum að stórfelldu ráni. Ljóðaljóðin, ein fegursta jólagjöfin, sem nú er á islenzkum bókamarkaði. Úr byggðum Borgarfjarðar II. Vestur-Skaftfellingar, 3. bindið er komið. Ileimsmyndin eilifa, eftir Martini. Upp- lag mjög litið. Til min laumaðist orð, bók séra Péturs Magnússonar frá Vallarnesi. Jólabækur LEIFTURS Frank og Jói, tvær bækur. Bob Moran, tvær bækur. Nancy, tvær bækur. Dóttirin. Börnin á Bæ og sagan af kisu. Tommi og hlæjandi refur. Pétur Most, fjórða bók. Ærslabelgir og alvörumenn. Dúfan og galdrataskan. Munið að bók Guðrúnar frá Lundi verður eins og venjulega uppseld fyrir jól. LEIFTUR hf. — Höföatúni 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.