Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 23
Miövikudagur 20. desember 1972 TÍMINN 23 Alþingi Framhald af bls. 10. Björn sagði, að með frumvarp- inu væri stefnt að þvi að auka fjármagn til vegagerðar og draga úr lánsfjárþörf vegasjóðs. Stefnt væri að erlendum lántökum að upphæð 355 milljónir á næsta ári, en ef þetta frumvarp yrði ekki samþykkt, þyrftu erlend lán að nema yfir 600 milljónum. Björn benti á, að þegar bensin var siðast hækkað i tið ,,Við- reisnarstjórnarinnar” hefði stjórnarandstaðan staðið með málinu, enda augljóst, að þarfir á aðgerðum i vegamálum blöstu alls staðar við, og úrbætur i vega- málunum væri hagsmunamál allra, og þá ekki sizt þeirra, sem þessi gjöld greiða. Jafnframt, þá myndi þessi hækkun leiða til hærri verðlagsbóta á laun, og þvi væri ekki um neina umtalsverða kjaraskerðingu að ræða. Steinþór Gestsson <S) mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans, Sjálfstæðis- manna og Al- þýðuflokks- manna. Lögðu þeir til að frum- varpið yrði fellt. Taldi þingmaðurinn, að ekki yrði öllu lengur gengið i þá átt að fjármagna vegasjóð með sköttum af umferðinni — rikissjóður yrði að koma þarna til i mun rikara mæli en nú væri. Hann sagði, að tekjur af bensin- hækkuninni yrðu um 230 milljón- ir. Ljóst væri, að þótt frumvarpið yrði fellt, myndu vegafram- kvæmdir halda áfram — þá yrði einungis að afla lána til þeirra framkvæmda i stærri stil en nú væri ráðgert. Steingrimur Hermannsson (F ) Kvaðst sammála þeirri meginstefnu, að framkvæmdir i vegamálum yrðu fjármagn- aðar með skött- um af umferð- inni. Hann fjallaði s i ð a n u m þungaskattinn og vöruflutn- inga út á land. Þungaskatturinn hækkaði mjög verð þeirrar vöru, sem flutt væri til hinna dreifðu byggða landsins. Hann teldi það mjög vafasama stefnu, að leggja þungaskattinn á vöruflutningsbif- reiðir, sem flyttu vörur út á landsbyggðina. Kæmi það bæði til, að verð vörunnar yrði hærra fyrir þá, sem þar búa, og eins hitt, að þessir flutningabilar verða að fara um erfiðustu og lélegustu vegi landsins. Steingrimur las siðan kafla úr bréfi frá Landvara, landsfélagi vörubifreiðareiganda á flutnings- leiðum, þar sem m.a. kom fram, að þeir hafa lengi átt viðræður við ráðherra um nauðsynlegar að- gerðir til þess að unnt sé að halda þessum vöruflutningum gang- andi, en ekki haft árangur sem erfiði. Og nú væri þungaskattur hækkaður almennt um 25% á all- an akstur. Væri augljóst, að ef ekki kæmu til einhverjar aðgerð- ir, myndu vöruflutningar á landi leggjast niður. Spurði Steingrim- ur samgöngumálaráðherra um þessar viðræður við forsvars- menn Landvara, og hvort búast mætti við einhverjum aðgerðum þeim til aðstoðar. Umhverfisráð - S.Þ. stofnað Han nibal Valdimarsson, samgöngu- málaráðherra, sagði að i tið nú- verandi rikis- stjórnar hefðu framlög úr rikissjóði til vegamála stór- aukizt. Áður fyrr hefði verið um 45 milljónir að ræða þegar bezt lét, en nú væru bein framlög rikissjóðs til vega- mála um 250 milljónir. Hann taldi það hins vegar rétt- ari stefnu, megintekna til vega- gerðar væri aflað með sköttum á notkun bifreiða. Hann gat þess, að bensin hafi siðast verið hækkað i desember 1970, eða fyrir tveimur árum. Eðlilegt væri, að verð væri nú fært til núverandi verðlags, þvi að miklar verðbreytingar hefðu átt sér stað á þessum tveimur árum. Varðandi þungaskattinn sagði ráðherra, að hann væri vissulega tilfinnanlegur vegna þungaflutn- inga út um landið. Að vandlega yfirveguðu ráði hefði hins vegar ekki verið talið fært að hverfa frá þeirri skattlagningu. Ráðherra sagði, að nú væri unnið að athugun á þvi, hvort væri mikilvægara vöruflutningar á sjó eða landi frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þeirri athugun væri ekki lokið, og þess vegna ekki tal- ið rétt að gera upp á milli þessara flutningsaðferða að svo stöddu máli t.d. með niðurfellingu þungaskattsins vegna vöruflutn- inga á landi. Ráðherra lagði að lokum áherzlu á, að ekki mætti verða samdráttur í vegaframkvæmd- um, en þvi fylgdi auðvitað að afla yrði tekna. Steingrímur Ilermannsson (F) tók aftur til máls, og sagðist myndi greiða atkvæði með þessu frumvarpi i trausti þess, að jöfn- un á flutningskostnaði vöru yrði tekin til ítarlegrar athugunar og þeirri athugun hraðað. Einnig tók til máls Geir Hallgrfmsson (S). Frumvarpinu var siðan visað til 3. umræðu, sem fór fram strax á eftir. Var frumvarpið afgreitt frá deildinni með 11 atkvæðum gegn 8, og sent neðri deild. Á víðavangi ari gengislækkun,þá hefði hún orðið meiri og hún hefði þýtt verulega k jaraskerðingu launþega, með þvi að taka visitöluna úr sambandi. Þetta er sannleikur málsins. i ádeilum stjórnarand- stæðinga felst þvi ekkert ann- að en það, að þeir áfellast stjórnina fyrir, að hafa hækkað kaup of mikið og skapað efna- hagsvanda með þvi og enn- fremur, að þeir eru reiðir rikisstjórninni fyrir að leysa ekki þennan efnahagsvanda nieð þvi að skerða kjör launa- fólks. Þetta er kjarninn i mál- flutningi stjórnarandstöðunn- ar, þegar hismið hefur verið skiliö frá. —TK i á 1 y k t u n Stokkhólmsráðstefnunnar um umhverfismál i júni s.l. var gert ráð fyrir að stofnsett yrði Umhverfisráð Sameinuðu þjóðanna, er fara skyldi með yfirstjórn allrar starfsemi Sam- einuðu þjóðanna á þessu sviði i framtiðinni. Kosning rikja i ráðið fór fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna s.l. föstudag. 1 þvi eru 58 riki, og eru sum kjörin til þriggja ára, önnur til tveggja ára, en hin til eins árs. Island var meðal þeirra rikja, sem kjörin voru til tveggja ára. Kanadamaðurinn Maurice Strong var kjörinn framkvæmda- stjóri Umhverfisráðsins til fjögurra ára. Ráðið kemur saman tvisvar á ári og mun hafa aðsetur sitt i Nairobi i Kenya. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 18. des. 1972. Víetnam- nefndar- fundur Vietnamnéfndin á islandi boðar til liðsfundar i kvöld klukkan hálf- niu i stúdentaheimilinu við Hring- braut. Þar flytur Ólafur Gislason ræðu i tilefni af 12 ára afmæli þjóðfrelsishreyfingarinnar i ( Suður-Vietnam. Siðan verða lögð á ráð um sölu blaðs sem nefndin hefur gefið út, og hafizt handa um fjársöfnun vegna þjóðfrelsis- hreyfingarinnar. Höfuðbaráttumál nefndarinnar eru: Fullur stuðningur við þjóð- frelsishreyfinguna, full viður- kenning Isl. á alþýðulýðveldinu Vietnam og BBS i LSVN, brottför Bandarikjamanna úr Indó-Kina, barátta gegn bandariskri heims- valdastefnu, brottför Bandarikja- hers af Islandi og úrsögn Islands úr Atlantshafsbandalaginu. Aðilar að Vietnamnefndinni eru: Verðandi, SINE, Stúdenta- ráð Háskóla Islands, MFÍK, Fylkingin, Sósialistafélag Reykjavikur, Samtök frjáls- lyndra i Reykjavik, Alþýðu- bandalagið i Reykjavik, LÍM, landssamband islenzkra mennta- skólanema, Samband ungra jafn- aðarmanna, Kvenfélag sósialista og Rithöfundafélag islands. (Sent til fjölmiðla 19.12. 72) Morðtilraun Framhald af bls. 1 vegna getur hann einn skýrt frá, ef að hann getur það þá. Árásarmannsins er nú leitað og beðið er eftir að Ingibjörg geti gefið nánari lýsingu á honum. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram, enn sem komið er. Vera má að einhverjir hafi verið að biða eftir strætisvagninum og séð at- burðinn, en ekki áttað sig á hve alvarlegur hann er. Allir þeir, sem kunna að hafa orðið varir við dökkhærða manninn i dökka frakkanum i Breiðholti, eða grennd i gærmorgun eru beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna sem fyrst. — Oó. Þiónustu kerf ið þjónustukerfið að baki MFdráttarvélanna MF Massey Ferguson Hátíð sauðfjár og manna í vændum ÓH-Gunnarsstöðum 19.-12. Hér hefur verið mikið bliðskap- arveður undanfarna daga og mik- ið tekið. Er nú allt orðið autt næst sjó, og kemur jörðin þið undan snjónum. Vegir eru allir orðnir færir innan sveitarinnar og fært er til Raufarhafnar og þaðan vestur um. P’lug til Þórshafnar hefur verið nokkuð stopult að undanförnu, sökum hálku á vellinum og stormasamrar tiðar. Hefur flutn- ingur á ýmsum jólavörum dregizt af þessum sökum, en allt mun nú komið i höfn, hið siðasta i dag með bil frá Akureyri. Menn eru hér hressir og kátir og kaupa vel til jólanna. Siðastliðinn laugardag afhenti Lionsklúbburinn Fontur Þórshafnarhreppi að gjöf jólatré, sem þá var reist og ljós þess tendruð. Félagslif hefur ekki ver- ið mikið það sem af er, en úr þvi ætti að rætast nú um hátiðarnar, en þær eru hér ekki einskorðað ar við mannfólkið, fremur en annars staðar i sveitum, heldur fær og sauðkindin sinn glaðning. Fé er annars allt á inngjöf og verður það yfir fengitimann, þó að jörð verði á þeim tima góð til beitar. En með góðu eldi á þeim tima telja menn sig fá meira tvilembt og þvi borgi góður viður- gerningur sig. Verið er að búa Hörpuna á loðnuveiðar. og ráðgert að halda á miðin upp úr áramótum. það er áhættuminnst að kaupa stól semer vandaðri en gengur og. genst Það er aldrei að vita hver þarf að sitja í honum. GÆÐIN HAFA SITT AÐ SEGJA VALHÚSGÖGN Ármúla4 simi 82275 85375 -hinsigildadiáttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK* SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.