Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 24
Rán við bankadyr Ráðizt var á innheimtumann utan við hús Búnaðarbankans við Rauðarárstig upp úr kl. 5 á mánu- dag. Var rifin taska af mannin- um, en í henni voru rúmlega 20 þús. kr. i peningum og bankabók, sem í voru 70 þús. kr. Er banka- bókin i eigu innheimmtumanns- ins. Áður en maðurinn var rændur var hann búinn að veita athygli manni, sem auðsjáanlega veitti honum eftirför, og var búinn að gefa sig á tal við hann. Allt i einu greip ræninginn i tösku inn- heimtumannsins, sleit hana af honum og hljóp. Hefur hann ekki náðst enn, en lögreglan hefur greinargóða lýsingu á ræingjan- um. bíl og sleit keðju, Miðvikudagur 20. desember 1972 Mikið byggt í Hrísey SF-Hrisey Hér hefur verið mikill snjór að undanförnu, en nú hefur skipt um, komið þiðviðri og snjðrinn á undanhaldi. Engir bátar úr eyjunni eru á sjó, en væntanlega fara sjómenn að hugsa sér til hreyfings upp úr áramótunum. Þá má búast við að farið verði að veiða eitthvað i net og linu. Einn bátur úr Hrisey hefur gert út frá Rifi undanfarnar vertiðar og svo verður einnig i vetur. Að undanförnu hefur fiskibátur verið i förum milli eyjar og lands en vonir standa til að brátt verði keypt ferja og ráðinn ferjumaður. Miklar framkvæmdir voru i Hrfsey i sumar og eru nú fjögur ibúðarhús ismiðum og nýbygging við frystihúsið er á lokastigi. sem þoldi 6050 kílógramma átak Volvo-hiilinn («005:! er heilinikill dreki, tiu hjóla og lóli' lesta, gerð N SS 1971. Það cr árciðanlcga ekki neinum heiglum hent að linika lioiium til. En afl- raunakappinn Reynir örn l.eós- son lætur sig ekki muna um slikan hégóma. Það gerði hann að minnsta kosti á sunnudaginn var. Farið var með bflinn upp á auðan mel ofan við Keflavik i roki og leiðindaveðri, og þar lyfti Reynir honum þrivegis vinstra megin. Var gild járkeðjan fest á vinstra framhjólið og spennt um axlir Reynis, þannig að hann stóð hokinn við bilinn, er hann lyfti siðan með þvi að rétta úr hnjáliðunum. — Ég beitti aðeins aflinu i fótunum og skrokknum, sagði Reynir — Þurfti alls ekki að nota hendurnar. Það lyftist öll vinstri hliðin, og ég tók alls ekki á öllu, sem ég átti til. Ég hefði lyft bilnum, þó að hann hefði verið talsvert þyngri. Rannsóknarstofnun bygginga- iðnaðnaðarins á Keldnaholti mældi hversu miklum þunga Reynir hefði lyft, og miðaði þá við, að vinstra framhjól bilsins hefði lyfzt þrétán millimetra frá jöröu. Það reyndist jafngilda þvi, að Iteynir hefði lyft 2650 kg. þunga samkvæmt vottorði Kára Eysteinssonar, er Timinn fékk i gær. En Reynir Leósson getur gert stórum betur: Á Vottorðinu frá rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins má sjá, að hann hefur slitið kveðju, sem þoldi tólf þúsund og eitt hundrað punda átak. -J.H. Yfirvinnubann í álverinu ÞÓ-Reykjavik Undanfarna tvo mánuði hafa átt sér stað samningaviðræður milli verkafólks i álverinu i Straumsvik og Islenzka álfélagsins h.f., en kjara- samningar verkalýðsfélaganna við álfélagið runnu út 1. desember siðastliðinn. Fyrsti viðræðu- fundurinn var haldnn 17. október og frá þeim tima hafa verið haldnir margir viðræðufundir. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum hjá verkamanna- félaginu Hlif i Hafnarfirði, þá eiga tiu verkalýðsfélög aðild að kjarasamningunum, en i álverinu starfa um 500 manns og lang- stærstur hluti þeirra er i einhverju verkalýðsfélaganna. Verkalýðsfélögin hafa lagt fram sinar kröfur, og hafa þau fengið jákvætt svar við sumum kröfunum, en öðrum ekki. Samningaumleitanirnar hafa ekki gengið það illa, að ástæða hafi þótt að visa málinu til sátta- semjara, en aftur á móti hafa verkalýðsfélögin boðað yfir- vinnubann i álverinu. 1 fyrradag sendu þau stjórn álfélagsins bréf og i þvi segir, að þar sem samningaumleitanir gangi hægt, þá hafi viðkomandi verkalýðs- félög samþykkt, að lýsa yfir yfir- vinnubanni i álverinu frá, og með 27. desember næst komandi. Viljum sérstaklega benda yður á hið fjölbreytta og girnilega úrval af landbúnaðarvörum, svo sem úrvals hangikjöt, svina- steikur, hamborgarahrygg, grisakótilettur, London lamb, boldanautakjöt, alikálfakjöt, dilkakjöt, rjúpur, kjúklinga, ali- endur, gæsir, kalkúna, og allt annað, sem setur hinn rétta svip á hátiðarborðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.