Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Kimmtudafíur 21. desembor 11)72 Ættjörð og umheimur IIjiirtur Pálsson: Dynfara vísur. Ctgefandi: Setberg. Iteykjavik, 11(72. t blaðaviðtali á dögunum (Þjóðviljinn 2. desember) segir Hjörtur Pálsson um Ijóðin i þessari fyrstu bók sinni, að þau séu ,,af ýmsu tagi, og það er varla hægt að segja.að þau myndi neina samfellda heild, það er ekki hægt að lesa út ur þeim neina eina beina stefnu”. Þetta kemur vita- skuld til af þvi,að þau eru ort á löngum tima, ekki skemmri en fimmtán árum að sögn hölundar. Bókina verður að meta i þvi Ijósi, að hún er ávöxtur margra ára tómst.iðju, en ekki mark- vissrar ástundunar. Ljóð Hjartar Pálssonar i Dyníaravisum má þvi lesa sem vitnisburð um skáld- hneigð, sem of litil rækt hefur verið lögð við, og hefði þó verið auðveldara að meta framvinduna i ljóðagerð höfundar þessi ár, ef hann hel'ði látið íylgja ársetningu hverju ijóði. Bókin skiptist i fimm kal'la. Kyrsti hluti ber nafnið ,,Enn blossar ástar tinna”, sóll i visu Páls Vidalins; þá eru Ijóð, sem bera yfirskriftina Milli nándar og l'jarska; siðan Cr heimshorna- spyrnu, þvi næst stuttur kal'li, Ég veit eitt land, og loks Ijóðaflokk- urinn Árstiðasöngvar. Við þessa niðurskipan má gera þá alhuga- semd, að belur hefði að minni hyggju á þvi farið,að fá Ársliða- siingvum stað l'ramar, en láta bókina enda á kaflanum Kg veit eitt land. Þá er þess að gela um útlit bókarinnar, að hún er úr garði gerð með nokkuö öðrum hælti en flestar Ijóöabækur, bæði brot og uppsetning Irábrugðið. Það kann að þykja koslur, en mér þykir þetta snið ekki að iillu leyti hæfa Ijóðum. Einkum er mér leturstærð á l'yrirsögnum Ijóð- anna og kaflaheitum þyrnir i augum; auk þess fer miður vel á þvi að nola i báðum tilvikum sama letrið. Skal svo ekki um þelta l'arið fleiri orðum, en snúið að Ijóðunum sjálfum. Skáldskapur Hjartar Pálssonar er mjög bókíegur. Það dylst ekki, að höfundur er handgenginn islenzkum kveðskap að lornu og nýju. Þetta birtist þegar i nalni bókarinnar, sem sótt er i Alvfssmál: vindur heitir með álfum dynfari. Og sum Ijóðin eru beinlinis stilæfingar i anda ljóð- forms og kveðskapargreina, sem heyra til liðnum tima, án þess að skáldið virðist vilja bregða nýju Ijósi á yrkisefnið. lmnnig er um tvö Ijóð i lyrsla kafla: Það vaxa hvitar liljur, stadt eftir þulukveð- skap, og , ,1' ingraælingu um riddaralegar ástir” scm höfundur nel'nirsvo; hvorttveggja smekk- lega sliluð kvæði. Sjáll'ur Ijóð- stillinn i kvæðum þar sem höf- undurinn beitir persónulegri tiikum er einnig viða mjög ,,bók- menntalegur”. Má hér sums slaðar sjá allsterkt svipmót sam- tiðarskálda, einkum Hannesar Péturssonar, sem virðist helzti lærimeistari höfundar. Og vera má.að hér heyrist einnig ómar viðar að. Það er varla álösunarefni þótt raddir þeirra skálda,sem hæst ber i samtiðinni,láti nokkuð til sin heyra i ljóðum ungra og leitandi ljóðasmiða. Eigi að siður getur lesandi Dynl'aravisna ekki varizt þeirri hugsun, að Hjörlur Pálsson hefði stundum átt að þagga nokkuð niður i hinum ráðrika meistara sinum (Hellismenn, Draumur i miðri borg). Það leynir sér hinsvegar ekki i ýmsum ljóðum á við og dreif i bókinni, að skáldið á til persónu- legan ljóðstil, og bregður honum i'yrir bæði i Ijóðum i hefðbundnu formi og írjálsu. Dæmi um hið siðarnefnda eru ljóðin Gengið á Helgafell og Orðsending með vindinum i fyrsta kafla, bæði gædd persónulegum lýriskum þokka. Yfirleitt virðist ljóðstill Hjartar njóta sin betur i frjálsu lormi, þar sem tært og smekkvis- legt málfar hans hefur meira svigrúm, til að mynda i Árstiða- siingvum. Þó hefur hann svo gott vald á máli og brag,að hann lendir sjaldan i ógöngum i hinum hefðbundnu Ijóðum; aðeins er persónulegt svipmót höfundar þar stundum óskýrara. Lifsviðhorf Hjartar Pálssonar er i meginatriðum hið sama og lúlkað helur verið i mörgum islenzkum skáldverkum siðustu áratugi; reynsla hans markastaf tillinningu sveitamanns á möl- inni. Nátlúran og átthagarnir með friðsæld sinni og festu er at- hvarf hans og griðastaður i striöi dagsins. Frá manngrúanum á strætinu er hann áður en varir horlinn i faðm sveitarinnar: Þögnin er I jarri. Gatan er grá og hörð. Samt geng ég um döggvotan haga undir kvöld þegar kyrrð er á og komin um langvegu til min angan úr kjarri, úrsvalur vindur af skaga. En skáldið beinir einnig sjónum út fyrir þann reit,sem þvi er markaður i heiminum. 1 þriðja kafla er ort um strið og áþján á jörðinni: Vietnam, Grikkland, Biafra, Tékkóslóvakiu, o.s.frv. Minnisstæðast þessara ljóða og raunar eitt hið áhrifamesta i bókinni er Klukkurnar i Naga- saki. Það hefur svofelldan for- mála: ,,9. ágúst ár hvert er öllum klukkum samhringt i Nagasaki, og þess siðan minnzt með algerri þögn, að þann dag var kjarnorku- sprengju varpað á borgina árið 1945”. Siðan er þvi lýst með lát- lausum orðum hvað gerðist JÓLATRÉ LANDGRÆÐSLUSJÓÐS AIJAL ÚTSÖLUSTAÐIR: Ilverfisjíata 20 (neftan við Fossvogsblettur 1. Aftrir útsölustaðir: Vesturgata 6 Bankastræti 2 Blómatorgið v/ Birkimel Sjóbúðin v/ Grandagarð Laugavegur 95 Blómabúðin Runni, Hrisateig Háaleitisbraut 68 Blómaval, Sigtúni Lauganesvegur 70 Valsgarður v/ Suðurlandsbraut Blómabúðin Mira, Suðurveri Skrúðgarðast. Akur/ Suðurlands- braut Hagkaup, Skeifunni 15 Blóm og Grænmeti, Langholtsvegi Við Breiðholtskjör i KÖRAVOGI: Blómaskálinn, Kársnesbraut Við Félagsheimili Kópavogs VKRO Á JÓLATRJÁM: 0,70 - 1,0 m Kr. 1,01 —1,25 — — 1,26 -1,50 — — 1,51 -1,75 — — 1,76 - 2,00 — — 2,01 -2,50 — 220,00 260,00 320,00 360,00 430,00 550,00 BIRGÐASTÖÐ FOSSVOGSBLETTI 1. — SÍMAR: 40300 og 40313 FURU- OG GRENIGREINAR SELDAR Á ÖLLUM ÚTSÖLU- STÖDUM. ADEINS FYRSTA FLOKKS VARA. þennan morgun i Nagasaki. Þannig verður harmleikurinn nærgengur, slikum áhrifum nær sá einn.sem ræður yfir listrænni kunnáttu. Og þetta ógleymanlega ljóð ris hæst i lokin, þá er eins og skáldið blási i það þeim persónu- lega listarneista, sem skilur milli feigs og ófeigs i skáldskap. Unga stúlkan.sem á barnsaldri var vottur þessara ragnaraka, stendur við hlið skálds - og lesanda: Ég þekki unga stúlku með slétt og hrafnsvart hár og hræðilegar minningar að baki, Á hverju ári hrynja af hvörmum hennar tár þegar klukkunum er hringt i Nagasaki. Að minum dómi sker þetta ljóð úr um það,hvers má með réttu vænta af Hirti Pálssvni i l'ram- tiðinni. Dynfaravisur sæta ef til vill ekki verulega " miklum tiðindum i islenzkri ljóðlist. Fæst eru ljóð bókarinnar með þeim frumleiks- brag hugmynda.sem afdráttar- laust segi tii um hvers höf- undurinn væri megnugur.ef hann legði rikari stund á skáldskap og haslaöi sér þar völl af einbeitni. En mesta prýði ljóðanna er lýriskur þokki, ósvikin stilgáfa höfundar og sjáldbrigðul smekkvisi i meðferð máls. Þótt hér verði ekki hafðir uppi neinir spádómar um væntanleg afrek Hjarlar Páls- sonar, ætli að mega trúa þvi.að þessir eiginleikar muni draga hann lengra áleiðis til persónu- legrar ljóðlistar. Gunnar Stefánsson. Draumtáknin önnur en hér Edgar Cayce: Draumar, skyggni og vitranir örn og örlygur gáfu út. í fyrra gáfu örn og örlygur út bók um Edgar Cayce, einn frá bærasta undramann, sem um getur á þessari öld. Hann var þeirri gáfu gæddur, að þekkja sjúkdóma og ráðleggja meðul við þeim i miðilsástandi. Furðusögur þær verða ekki raktar hér, en að eins á það minnt, að margt, sem hann sagði i leiðslu, er geymt hljóðritað, en hann dó árið 1945. Visindamenn.svo sem læknar og sálfræðingar, hafa athugað þetta, svo að undrin eru staðfest svo vel, að enginn mælir þvi i móti.að þetta hafi gerzt. Nú er komin út hjá sama forlagi önnurbók, runnin af sömu rótum. Hún nefnist Draumar, skyggni og vitranir, skýrt samkvæmt dá- lestrum Edgar Cayce. Höfundur er Elsie Sechrist, en Loftur Guð- mundsson hefur þýtt eins og fyrri bókina. Þessi bók er einkum frásagnir af þvi, hvernig Cayce skýrði drauma,og er getið fjölda drauma, sem honum var sagt frá og-hann gaf skýringu á. Eru draumarnir flokkaðir eftir efni sinu og eðli, svo sem Cayce skýrði það, en höfundur hefur bersýni- lega lagt mikla vinnu i þetta við- fangsefni. Skýring sú, sem þarna er gefin á draumum, er á þá leið, að oftast eigi þeir rætur að rekja til undirvitundar mannsins og séu þvi oftast skýring á þvi, sem ger- ist eða hafi gerzt i fylgsnum sálarlifsins. Þó séu margir draumar aðvörunardraumar, þar sem undirvitundin er að reyna að benda vökuVitundinni á rétta leið eða vara hana við. Cayce taldi, að með bænrækni gætu menn þrosk- að draumgáfu sina, svo að þeir myndu drauma sina betur og dagvitund þeirra yrði móttæki- legri fyrir vitranir og hjálp eftir leiðum draumanna. Flestir þeir, sem eitthvað hafa kynnt sérdrauma, munu kannast við ákveðip draumatákn, sem kallað er. að séu fyrir einhverju. Hér á landi dreymir marga fyrir veðrum og tiðarfari, enda hefur þjóðin lengstum átt lif sitt og lán undir þvi. Algeng draumatákn á þvi sviði eru t.d. að silfur og gull boðar heiðrikju og sólskin, ölvun rigningu, söngur og hávaði hvass- viðri, hvitar skepnur snjó, en dökkar þiðu og eyðu. Sennilega erum við ennþá meiri náttúru- börn en Amerikumenn. Það ber litið á þvi i þessari bók, að dreymt sé fyrir veðri. Og draumatáknin eru önnur þar i landi.Þetta mun heldur ekki vera svo einfalt.að alltaf megi lesa hið sama úr sama tákni. Þau eru sjálfsagt að nokkru leyti einstaklingsbundin. Þeir, sem halda, að þvi, sem nefnt er dulfræði, sé yfirleitt hvergi sinnt nema á Islandi, hefðu gott af þvi að kynna sér þessar bækur um Edgar Cayce. H. Kr. Fólk, sem vert er að kynnast Eiiingur Davíðsson: Aldnir hafá orðið Skjaldborg, Akureyri Aldnir hafa orðið er bók, sem Skjaldborg á Akureyri sendir nú á markað. Þetta eru frásagnir sjö kunnra manna á Akureyri. Erlingur Daviðsson ritstjóri hefur i'ært i letur. Þetta fólk, sem þarna kemur fram, er Guðmundur Blöndal, Jón Rögnvaldsson, Nói bátasmið- ur, Ölafur frá Hamraborg, Ragn- heiður O. Björnsson, Sesselja Eldjárn og Sæmundur á Sjónar- hæð. Svo er það kynnt á bókar- kápu.og þannig munu menn við Eyjafiörð þekkja það bezt. Og allt er þetta fólk, sem vert er að þekkja og gaman er að kynnast i þessari bók. Blaðið Dagur á Akureyri þótti á ýmsan veg vaxa og batna á þeirri tið, sem Haukur heitinn Snorra- son stjórnaði þvi. Þegar hann var kallaður þaðan til ritstjórnar við Timann óttuðust ýmsir, að Dagur léti á sjá. Þá tók Erlingur Daviðs- son við ritstjórninni.og Dagur hélt reisn sinni og vinsældum og er svo enn. Þeir, sem hafa lesið Dag að staðaldri, vita.að Erlingur er ritfær vel og fundvis á það, sem vert er að festa hugann við i mannlegu eðli og mannlegu lifi. Þess vegna langaði mig til að sjá þessa bók hans, með þvi lika. að sumt af fólki hennar er þjóðkunn- ugt á þann veg, að meiri kynni freista. Stundum hef ég orðið fyrir von- brigðum af bókum og fundizt kynnin við þær gefa minna en efni stóðu til. En hér varð ég ekki i /rir vonbrigðum. Þvert á móti. Svo ólikt, sem þetta fólk bókarii.nar er, verður maður þakklátur fyrir tækifæri til að eiga sálufélag með þvi. Það eru mörg eftirminnileg atvik og umhugsunarverð og snjöll tilsvör rifjuð upp. Það er sagt frá merku starfi, svo sem i lystigarði Akureyrar og útvarps- stöðinni á Sjónarhæð. Og menn gera grein fyrir lifsskoðunum sin- um og trú. Það væri hægt að skrifa langt mál um þessa bók með mörgum tilvitnunum. En það er bezt að finna þær i bókinni sjálfri. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.