Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 21. desember 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Frumvarpið um bann gegn veiðum með flotvörpu og botnvörpu: Frekari heimildir til friðunar að tilhlutan Fiskveiðilaganefndar Ncftri deild alþingis samþykkti i gær meft ýmsum breytingartil- lögum, stjórnarfrumvarpift um bann gegn vciftum meft botnvörpu og flotvörpu sem flutt var til slaftfestingar á bráftabirgfta- lögum. Tillögurnar voru fluttar aft beiftni Kiskivciftilaganefndar, scm nú vinnur aft því aft móta hcildarslefnu varftandi skipulag fiskvcifta innan fiskveiftilög- sögunnar. Kiskveiðilaganelndin gerir ráð fyrir að skila lokaáliti i marz næstkomandi og munu tillögur hennar þvi ekki geta orðið aö lögum,fyrr en nokkuð er liðið á næ^ta ár. BreytingartiJlögur þær, sem samþykktar voru, l'ela i sér i meginatriðum að ráðherra eru veittar auknar heimildir til friðunaraðgerða. Er i þvi sam- bandi bætt inn i lögin eftirtöldum ákvæðum: „Nú á sér stað á tilteknu veiði- svæði seiða- og smáfiskadráp i þeim mæli, að varhugavert eða hæltulegt getur talizt, og skal þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunarinnar, gera nauðsynleg- ar ráðstal'anir til að sporna gegn þvi. Er ráðuneytinu heimilt með tilkynningu að loka afmörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tima fyrir öllum tog- veiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsynlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsóknastofnunar- innar liggja fyrir, áður en slikar tímabundnar veiðitakmarkanir eru úr gildi numdar. Þrátt fyrir ákvæði laga þessara getur sjávarútvegsráðu- neytið auglýst ný friðunarsvæði og breytingar á eldri friðunar- svæðum, enda hafi áður verið leitað álits Hafrannsóknastofnunarinnar um slikar ákvarðanir. Sjávarútvegsráðuneytið skal beita sér fyrir auknu eftirliti með veiðum fiskiskipa innan fiskveiði- lögsögunnar, þar sem megin- áherzla er lögð á að fylgjast með veíðarfærabúnaði skipanna, stærð þess fisks, sem veiddur er, svo og öðru þvi, er við kemur vernd fisKisiofnanna." Þá er i samþykktum breytingartillögum veitt heimild til ráðherra, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar, að veita leyfi til loðnuveiða i land- helgi með flotvörpu, og getur ráð- herra bundið leyfið þeim skilyrðum, er hann telur nauðsynleg. Einnig var samþykkt, að lögin skyldu gilda til 1. júli 1973, en ekki til næstu áramóta og eins og bráðabirgðalögin geröu ráð fyrir. Krumvarpið hafði áður verið afgreitt í efri deild, en þar sem neðri deild samþykkti áður- nefndar breytingar á þvi, var það endursent efri deild, sem af- greiddi það sem lög frá alþingi siðar i gær. Dcildarfundir á þriftjudagskvöld t efri deild var gengisráð- stafanal'rumvarp rikisstjórn- arinnar til 1., 2. og 3. umræðu i l'yrrakvöld og nólt, og var það loks al'greitt sem lög frá alþingi er nokkuð var liðið á nótt. Til máls tóku, auk þeirra, sem frá var skýrt i blaðinu i gær, l'orvaldur Garftár Krisljánssoii (S), og Oddur Ólafssoii (S). 1. umræðu var lokið á mið- nætti, og var írumvarpinu vis- að til 2. umræðu og nefndar. 2. umræða hófst um háll' eittleyt- Lð, og tóku þá til mals Hjarni (iuftlijörnsson (K),sem mælti i'yrir áliti meirihluta nefndar, .lón Sólncs (S),sem mælti fyr- ir áliti 1. minnihluta og .lón Ármaiin Ilcftinssoii (A), sem mælti fyrir áliti 2. minnihluta. Siðan lóku til máls Geir llallgrimsson (S), ölafur .lóhanncsson, forsætisráð- herra, og Eggert Þorstcinsson (A). Krumvarpið var siðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum nema :i. grein, sem var samþykkt með 11 atkvæð- um gegn 8. Málinu var siðan visað til 3. umræðu sem fór fram strax á eí'tir, og var f'rumvarp þetta samþykkt sem lög l'rá alþingi um tvö- leytið um nóttina. Á f'undi neðri deildar var s tjórna rf rum v arp um breytingará Siglingalögum til 1. umræðu. Ilannibal Valdi- marsson, samgöngumálaráð- herra, mælti f'yrir frumvarp- inu, en auk hans tóku til máls Pctur Sigurftsson (S) og Kriftjón Þórftarson (S).Málinu var siðan visað til 2. umræðu. Stjórnarfrum varp um Þörungavinnslu var til 2. umræðu. .lónas Jónsson (F), mælti fyrir áliti iðnaðarnefnd- ar, en siðan var frumvarpið i samþykkt til 3. umræðu. Stjórnarfrum varp um þörungavinnslu var til 2. umræðu. Jónas Jónsson (K), mælti fyrir áliti iðnaðar- nel'ndar, en siðan var frum- varpið samþykkt til 3. um- ræðu. Stjórnarfrumvarpið um al- mannatryggingar var til 2. umræðu. .lón Skaftason (K), mælti l'yrir breytingatillögum heilbrigðis- og trygginga- málanefndar, sem voru þær helztar, að i stað þess að tryggingamálaráðherra ákvæði umboðsskrifstofur Tryggingarstofnunarinnar um landið skyldi tryggingaráð ákveða það. Fyrir lá, að tryggingarráð telur eðlilegast, að sýslumenn og bæjarfógetar annist umboðsstörf eins og nú er. Brey tinga rtillögur nefndarinnar voru samþykkt- ar, og frumvarpinu visað til 3. umræðu, eftir að eftirtaldir þingmenn höfðu tekið til máls auk framsögumanns: Kriðjón Þórftarson (S), Stefán Val- gcirsson (K), Magnús Kjartansson, tryggingaráð- herra, Pclur Sigurðsson (S), Garftar Sigurðsson (AB). Þá var stjórnarfrumvarp um orlof til 2. umræðu. Stefán Valgcirsson (K), mælti fyrir áliti nefndar, en siðan var frumvarpið samþykkt til 3. umræðu. Stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um Lif- eyrissjóð barnakennara var til 1. umræðu, en efri deild hefur þegar afgreitt frumvarpið, Ilalldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu, sem siðan var visað til 2. umræðu. Stjórnarfrumvarp um stað- festingu á Norðurlandasamn- ingi um aðstoð i skattamálum var ai'greitt til 3. umræðu. Þá var framhaldið 2. um- ræðu um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sem frestað var fyrr um dag- inn. Til máls tóku: Pétur Sigurðsson (S), Gunnar Thor- oddsen (S), Halldór Blöndal (S), Guftlaugur Gíslason (S), Lúftvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra, Gils Guft- mundsson (AB), Karvel Pálmason (SFV). Þingfundir i gær Á fundum i báðum deildum alþingis i gær voru mörg mál afgreidd. M.a. voru ýmis lög afgreidd frá alþingi, eins og fram kemur i frétt annars staðar hér á síðunni. Fjárlagaumræða i dag i dag, fimmtudag, mun fara fram 4. umræða um f járlögin i sameinuðu þingi. Fjár- veitinganefnd hefur þegar lagt fram ýmsar breytingartillög- ur bæði varðandi tekjuliði og gjaldaliði. Er talið sennilegt, að umræðan standi lengi, og að atkvæðagreiðslur um breytingartillögur fari fram á föstudaginn, en þann dag verður þinginu væntanlega frestað fram i seinni hluta janúar. Mörg frumvörp voru afgreidd sem lög í gær Mörg frumvörp voru af- greidd sem lög frá alþingi i gær. Fyrir utan lögin um bann gegn veiftum meft botnvörpu og flotvörpu, sem getift er á öðrum staft hér á siðunni, voru eftirtalin lagafrumvörp af- greidd sem lög frá alþingi: 1. Lög um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum. 2. Lög um þörungavinnslu aft Reykhólum. 3. Lög um breytingar á lögum um orlof. 4. Lög um launaskatt, sem framlengir gildi núverandi launaskatts. 5. Lög um breytingar á lögum um Lifeyróssjóft barnakenn- ara. (i. Lög um verftlagsmál, sem framlengir umboð verft- lagsnefndar. J Færeyingar kaupa íslenzku Ólympíubókina Islenzkar bækur seljast ekki jafnaðarlega erlendis, enda fáir, sem skilja islenzka tungu utan landsteinanna, nema af íslenzku bergi séu brotnir. Að þessu sinni virðist þó ein bók þykja ekki óútgengileg erlendis. Það er Ólympíubókin, sem Stein- ar J. Lúðviksson tók saman.Hafa Færeyingar beðið um talsvert af henni, enda eru islenzka og fær eyska svo náskyldar tungur og nauðalikar, að litlum vandkvæð- um á að vera bundið fyrir Færey- inga að Iesa islenzku og ís- lendingum færeysku, þótt ef til vill þurfi til þess ofurlitla æfingu. Skrudda Ragnars í nýrri og stóraukinni útgáfu Ragnar Ásgeirsson: SKRUDDA Skuggsjá gaf út. Ragnar Asgeirsson hefur viða farið um landið og haft af mörg- um kynni. Hann er viðræðu- skemmtilegur, hefur á valdi sinu mjúkláta og góðlátlega kimni hins greinda og lifsreynda manns, þekkir hugðarefni bænda- fólks flestum betur og er gæddur miklum áhuga á þjóðlegum fróð- leik og léttfleygum visum. Hvar sem hann fór.urðu þessir hlutir á vegi hans á vörum manna, og hann safnaði þeim i sjóð sinn. Hann átti orðið mikla syrpu harla sundurleita. Þar voru draugasög- ur og gamansögur, frásagnir af kynlegum atvikum og mönnum, gamaltognýttog fjöldi kviðlinga. Fyrir allmörgum árum gaf Búnaðarfélag tslands út allmikið úr þessari syrpu Ragnars, og kallaði hann safnið Skruddu. Þrjár skruddur komu út og urðu vinsælar um allt land. Þarna kenndi svo margra sundurleitra grasa, að lengi var hægt að leita og finna. Engin tilraun var þá gerð til þess að kerfisbinda þetta efni, og fyrir bragðið var þessi náma enn forvitnilegri i augum lesenda. Nú hefur Skuggsjá hafið útgáfu Skruddu að nýju, og er efninu þar raðað eftir héruðum, og raunar mun ýmsu hafa verið bætt við, þvi að Ragnar er alltaf að safna. Einnig er útgáfan nú öll vönd- uð, sem bezt má verða að pappir, áferð og bandi. 1 þessu fyrsta bindi, sem Ut er komið, eru sagn- ir, visur og smámolar af ýmsu tagi úr Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu, Snæfellsness- og Dalasýslu, af Vestfjörðum og úr Húnaþingi. Þetta verður þrjú hundruð blað- siðna bók i allbreiðu broti. Koma siðan væntanlega út tvö bindi önnur með efni úr þeim héruðum, sem eftir eru, og mun safnið allt þá hafa þykknað verulega undir belti. Litill vafi er á þvi að Skrudda Ragnars verður enn mörgum náma fróðleiks og skemmtunar, enda hefur fyrri útgáfan verið ófáanleg um sinn. Ragnar er svo viðkunnanlegur sögumaður. -AK Ný Ijóðabók Jóns úr Vör Út er komin á vegum Menn- ingarsjóðs ný ljóðabók eftir Jón úr Vör. Ber hún heitið Vinarhús, og hefur að geyma 62 ljóð, þar af röskan þriðjung þýddan. Bókin skiptist i 7 kafla, sem all- ir bera heiti og við hvern þeirra eru ártöl, sem segja til um aldur ljóðanna i frumgerð, en nú er endanlega frá þeim gengið, eins og segir i bókarlok. Bókina til- einkar höfundur konu sinni með orðunum: „Þitt veika orð, mitt vinarhús". ¦ Fyrsti kafli bókarinnar ber heitið Dagskráog hefur að geyma prósaljóð, sem öll virðast mjög nýleg. Lykilorð nefnist annar kaflinn, og fylgja honum ártölin 1950-1965. Frumgerð kvæðanna i þriðja kafla er frá árunum 1940- 42, en hann ber heitið Ljósvalla- gata.Fjórði kafli nefnist Ungvifti, og er frumgerð þeirra ljóða frá sama tima og i þriðja k.afla. Siðustu þrir kaflarnir eru þýð- ingar. Fyrst ljóð eftir Carl Emil Englund, og er þau að finna undir kaflaheitinu Strengur fiftlunnar. Þá koma sjö sænsk ljóð i kafla, sem ber heitið Skjálfhent er nótt- in, og siðasti kafli bókarinnar nefnist Garður ástaog er þýðing- ar á ljóðum eftir Franz Toussaint. Bókin er 100 blaðsiður að stærð. Útgefandi er Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, eins og áður segir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.