Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 11
Finnntudagur 21. desember 1972 TÍMINN 11 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristiiin Kiiuibogasoil. Ritstjórar: Þór-:i: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:x Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaos Timáns).S Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,, Ritstjórnarskrif-J stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.|:| Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsi;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldi;: £25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:i: takið. Blaðaprent h.f. Gengislækkunin Er Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, gerði grein fyrir gengislækkuninni á Alþingi sl. mánudag, skýrði hann i alllöngu máli, hvers vegna þessi leið hefði verið valin. ólafur sagði. að ýmislegt hefði mælt með þvi, að reynt yrði að fara niðurfærsluleið að einhverju leyti.ekki sizt með það i huga að reyna að eyða stöðugri verðbólguhiigsun með þjóðinni. Aðstæður i verðlags- og kaupgjaldsmálum hefðu hins vegar ekki leyft,að sú leið yrði farin með árangri nú. Um þetta sagði forsætisráðherrann ennfremur: ,,Það er til gamall málsháttur, sem segir, að neyðin kenni naktri konu að spinna. Það geta hugsanlega komið þeir timar, að menn verði nauðugir viljugir að fara inn á niðurfærsluleið. En þá er ekki vist, að sú braut verði blómum stráð...og þrátt fyrir allan orðaflaum um verðbólgu og hennar forkastanleik, þá er eins og það séu æðimargir i þessu þjóðfélagi, sem hafi bundið sig við verðbólguna og finnst,hvort sem það er rétt eða rangt, að þeir eigi talsvert undir þvi, að hún haldi áfram. Þetta er nú sannleikurinn umbúðalaus, hvernig sem hann lætur i eyrum manna. Menn eru ófúsir að stiga til baka. Þeir eru fáir, sem treysta þvi, að tapið af þvi lendi ekki á sér". í gengislækkunarleið þeirri, sem rikisstjórn- in hefur nú farið,er ekki þrædd sú hugmynd, sem valkostanefndin setti fram,vegna þess að kaupgjaldsvisitalan er látin halda áfram að mæla áhrif gengislækkunarinnar. Valkosta- nefndin hafði talið það nauðsynlegt að koma i veg fyrir, að áhrif efnahagsaðgerðanna kæmu til framkvæmda i kaupgreiðsluvisitölu. For- sætisráðherra lagði á það áherzlu, að rikis- stjórnin vildi ekki hrófla við gildandi kjara- samningum án samkomulags við aðila vinnu- markaðarins. Hins vegar myndi haldið áfram viðræðum við launþegasamtökin um hugsan- legar breytingar á gildandi visitölufyrirkomu- lagi. Af þessu leiðir auðvitað, að gengisbreyt- ingarinnar mun gæta i verðlagi og kaupgjaldi. Horfast verður i augu við þá staðreynd, að hin jákvæðu áhrif hennar, sem eiga að tryggja rekstur atvinnuveganna og fulla atvinnu i landinu,geti orðið skammvinnari en ella og að erfitt geti reynzt að halda verðlagsþróuninni i þeim skefjum, sem gert var ráð fyrir i mál- efnasamningi rikisstjórnarinnar, þ.e. i svipuðu horfi og i nágrannalöndum. Forsætisráðherra sagði3að bezt væri að reyna ekki að blekkja neinn i þeim efnum. Rikisstjórnin stóð frammi fyrir vandasömu mati,er hún ákvað að fara gengislækkunar- leiðina. Miðað við aðstæður og það samkomu- lag, sem hugsanlegt var að ná meðal þeirra þriggja flokka, sem að rikisstjórninni standa, var gengislækkun talin eina leiðin. Rikisstjórnin greip ekki til þessa úrræðis að gamni sinu, heldur af illri nauðsyn,og gengis- lækkun er auðvitað merki um sjúkleika i efna- hagslifi. En það er eitt grundvallaratriði, sem ætið verður að setja efst i mati á efnahagsúr- ræðum,og það er, að atvinnuvegir þjóðarinnar séu i fullum gangi og allir hafi fulla atvinnu. Það er og verður grundvallarboðorð þessarar rikisstjórnar. — TK. ERLENT YFIRLIT Þýzkir þingmenn búa orðið við konuríki Annemarie mun verða röggsamur stjórnandi HIÐ NÝKJORNA þing Vest- ur-Þýzkalands kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn i siðastl. vfku. Eitt fyrsta verk þingsins var að kjósa forseta, og hlaut kosningu Annemarie Renger-Loncarevic,og er hún fyrsta konan, sem gegnir þessu ábyrgðarmikla og virðiilega starfi, en forseti þingsins gengur næst rikisfor- setanum að tign i Vestur- Þýzkalandi. Tuttugu og niu konur eiga nú sæti á þinginu i Bonn og hafa þær aldrei verið þar eins fáar siðan 1949. Þrátt fyrir það, að- flokkarnir reyni að fá konur til framboðs, fækkar þeim, sem gefa kost á sér til framboðs. Þetta er i öfugu hlutfalli við aukna menntun kvenna og þátttöku þeirra i störfum utan heimilis á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Alls eiga 518 þingmenn sæti á sambandsþinginu i Bonn og er meðalaldur þeirra 46 ár. Þetta er lægri meðalaldur en áður hefur verið. Niu þing- menn eru yngri en 30 ára. Að- eins 12 þingmenn hafa setið samfleytt á þinginu siðan 1949, en þá kom það fyrst saman. Um stéttaskiptingu þing- manna er það að segja, að 244 þeirra eru ur verkalýðs hreyfingunni eða eru félags- menn i henni. Bændur eru 1 188 eru i opinberri þjónustu. ÞAÐ ER venja, að þingfor- setinn sé valinn úr þeim flokki, sem hefur flesta þing- menn. Hingað til hefur þing- forsetinn þvi jafnan verið úr kristilega flokknum. Þaó féll i hlut sósialdemókrata nú að velja þingforsetann i fyrsta sinn. Herbert Wehner, sem er leiðtogi fiokksins i þinginu, var upphafsmaður þeirrar hugmyndar, að flokkurinn veldi konu til þessa starfs. Hann hafði þá i huga Marie Schlei, sem er barnakennari að starfi og þykir hafa öðlazt röggsemi i þvi starfi. Willy Brandt studdi hins vegar Katherinu Foche, sem hefur veriö aðstoðarráðherra hjá honum siöustu þrjú árin. Þeim Wehner og Brandt tókst ekki að ná samkomulagi um aðra hvora þeirra og fylgismenn þeirra skiptust nokkurn veg- inn i tvo hópa. Niðurstaðan varð sú, að þriðja konan var valin. Valið féll á Annemarie Renger-Loncarevic og leysti það jafnframt um leið við- kvæmt vandamál, þvi að Annemarie hafði sótzt eftir þvi að verða ráðherra heilbrigðis- mála. ANNEMARIE RENGER, eins og hún er venjulega köll- uð, er fædd i Leipzig 7. október 1919. Faðir hennar var Fritz Wildung, sem stofnaði iþrótta- hreyfingu sósialdemókrata eftir fyrriheimsstyrjöldina.en allir aðalflokkar Þýzkalands höfðu þá sérstök samtök iþróttafólks. Hún var i þann veginn að hefja framhalds- nám i Berlin, þegar nazistar komust til valda, en varð að hætta þvi sökum stjórnmála- skoðana föður sins. Hún lærði siðar vélritun og vann um skeið sem vélritunarstúlka. Hún giftist um það leyti, sem siðari heimsstyjöldin hófst, og hét maöur hennar Emil Reng- er. Hann féll á vigstöövunum i Frakklandi 1944 og höfðu þau þá eignazt einn son. Þrir bræður hennar féllu einnig i striðinu. Þegar striðinu lauk, stóð Annemarie Renger uppi vega- AiiinMiiarie Itciiger-Loiicarevie laus. Hún las þá af tilviljun i einhverju blaði ræðu, sem Kurt Schumacher, foringi sósialdemókrata, hafði haldið nýlega. Henni féll ræðan svo vel i geð, að hún ákvað að ná fundi Schumachers. Það tókst og stóð þá svo á, að Schu- macher vantaði vélritunar- stúlku. Honum leizt Anne- marie traustleg og dugnaðar- leg og varð niðurstaðan sú, að hann réði hana fyrir einkarit- ara sinn. Hún varð siðan einkaritari hans sjö næstu árin, eða þangað til hann dó 1952. Annemarie leit á sig sem eins konar pólitiskan arftaka hans og fékk þvi framgengt, að hún var kosin á þingið i Bonn i næstu kosningum. Þar hefur hún nú átt sæti i 19 ár. SCHUMACHER var óvenju- legur og eftirminnilegur stjórnmálamaður. Hann hefur sennilega meira en nokkur maður annar lagt grundvöll- inn að þvi, að flokkur sósial- demókrata hefur náð þvi trausti, að hann er nú stærsti flokkur Vestur-Þýzkalands. Sehumacher hafnaði öllu sam- neyti við kommúnista og sveigði flokkinn frá róttækri sósialistiskri stefnu að hóf- samri umbótastefnu. Hann taldi þetta einu leiðina til að ná íylgi miöstéttanna. Fyrir vikið var hann talinn hægri sinnaður og var óspart gagn- rýndur af kommúnistum og róttækum sósialistum. Þegar hann féll frá, tók Brandt upp merki hans, enda hafði Schu- macher haft augastað á hon- um sem eftirmanni sinum. Schumacher var fatlaður og var jafnan heilsuveill eftir að hann tók við forustu flokksins. Hann náði sér aldrei eftir erfiða fangavist hjá nazistum. Annemarie Renger hefur talið það i samræmi við stefnu Schumachers, að hún hefur skipað sér i hægri arm sósial- demókrata. Hún fer ckki dult með, að hún sé ihaldssöm og hefur sýnt rótgróinn þýzkan hugsunarhátt sinn með þvi að láta hafa eftir sér, að henni þætti það karlmannlegra að vera með ör éftir einvigi en taka þátt i götuóspektum. Hún lætur sig það litlu skipta, þótt ungsósialistar og aðrir vinstri menn hafi heldur horn i siðu hennar. Hún gerir sér vel ljóst, að ihaldssemi hennar er ekki illa séð af stórum hluta þýzkra kvenna. Árið 1966 giftist Annemarie gömlum vini sinum, Júgóslav- anum Aleksan-dar Loncare- vic. Hann hafði áður starfað i utanrikisþjónustu Júgóslaviu, en siðar lagt stund á við- skiptastörf. Fyrstu árin eftir giftingu sina hélt hún sinu gamla nafni og varð það til þess, að farið var að kalla mann hennar „herra Renger". Niðurstaðan varð sú, að þau nota nú bæði ættarnafnið Renger- Loncarevic. Þvi er yfirleitt spáð, að Annemarie Renger-Loncare- vic muni reynast röggsamur og virðulegur forseti. Hún er glæsileg kona, há og beinvaxin og ber sig vel, enda hefur hún verið kjörin ,,Miss Bundes- tag". Hún hefur ekki látið neitt á sjá með aldrinum, heldur segja þýzku blöðin, að hún sé nú grennri og ljóshærð- ari en hún var á yngri árum. Hún stundar mikið tennis i fri- timum sinum og ekur kapp- akstursbil af Mercedesgerð. Kunnugir segja, að hún muni hafa lag á þvi að vekja meiri athygli á þingforsetanum og embætti hans en þeim karl- mönnum, sem hafa gegnt þvi á undan henni. Launin, sem hún fær sem þingforseti, eru 144 þús mörk. ' • Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.