Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 24
Krá æfingu á Maríu Stúart. Leikstjórinn Ulrich Erfurth leiöbeinir leikurunum. Lcngsl til hægri er Geirlaug Þorvaldsdóttir. Kristbjörg Kjeld, i svarta kjólnum leikur Maríu Stúart, en Bríet Héöinsdóttir fer meo hlutvcrk Elisabctar I. María Stúart frum- sýnd annan jóladag Jólaleikrit Þjóðleikhússins, Maria Stúart eftir þýzka skáldið Friedrieh Schiiler, verður frum- sýnt annan I jólum. Leikritið fjallar um siðustu æfidaga Mariu Stúart Skotadrottningar og samskipti hennar og Elisabetar Englandsdrottningar. Er verkið byggt á sögulegum staðreyndum en með skáldlegu ivafi. Schiller skrifaði Mariu Stúart árið 1800 og var það frumsýnt sama ár. Um siðustu jól sýndi Þjóðleikhúsið Fást eltir Göthe en hann og Schiller voru samtima- menn og miklir vinir. Þýðingu leikritsins gerði Alex- ander Jóhannesson, fyrrum rektor, en Þorsteinn frá Hamri yfirfór þýðinguna og gerði nokkr- ar breytingar fyrir þessa uppsetningu. Leikstjóri er Ulrich Erfurth, þýzkur leikstjóri sem búsettur er i Hamborg, en hann hefur um árabil verið einn af þekktustu leikhúsmönnum Þýzkalands. Er uppsetningin i Þjóðleikhúsinu hin 192 i röðinni af þeim leikritum, sem hann hefur sviðsett. Er þvi hér um gamal- reyndan leikstjóra að ræða, en hann hefur tvisvar sinnum áður sett leikritið upp. Erfurth sagði á blaðamannaíundi, að hann hafi haft sérstaka ánægju af að vinna að verkinu hér. Kvað hann leik- húsmennt á tslandi standa mjög framarlega og mættu þýzkir leikarar vissulega margt af is- lenzkum starfsbræðrum sinum læra, sérstaklega hvað snerti vönduð vinnubrögð og starfsáhuga.í Vestur-Þýzkalandi sagði hann að leikhúslif væri iupplausnog istaöþessað vinna, legðu þarlendir leikarar mest upp úr að rexa og pexa og væri starfsárangur þeirra eftir þvi. En hér á landi er þessu öðru visi farið og væri hann forsjóninni og Þjóð- leikhúsinu þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna hér. Valur Gislason sagði, að hann talaði áreiðanlega fyrir munn allra leikaranna, sem þátt taka i sýningunni, er hann þakkaði leik- stjóranum fyrir vel unnið verk. Sagði hann kröfuharðan en það væri einmitt þakkarvert, þvi ekki væri mögulegt að setja sýningu sem þessa á svið, nema með þvi Framhald á bls. 23 Lágmarkskrafa stúdenta: Raungildi námslána haldist óbreytt Erl-Rcykjavik Stúdcntaráð og StNE boðuðu i gær til blaðamannafundar um Íáuamái stúdcnta i tilefni af þriðju umræðu um fjárlagafrum- varpið, scm hefst i dag. Jón Asgeir Sigurðsson kynnti á fundinum kröfur og útreikninga stúdenta á þeirri fjárhæð, sem þeir teldu sig þurfa, og benti í þvi sambandi á að eins og baráttu þeirra væri nú háttað, væri það eingöngu varnarbarátta, að reyna að halda þvi, sem áður hefði verið, en ekki virtist að svo stöddu þýða að stefna að þvi, sem áður hefði verið að stefnt, að lánin hækkuðu verulega á þessu ári, og hinu næsta unz náð væri greiðslu á 100% umframfjárþörf árið 1974. Slikt hefði verið praktisk stefna rikisstjórnarinnar, og yfirlýst stefna hinnar fyrrverandi, en ekki liti vel út með að slikt rættist að svo stöddu. Til að halda óbreyttu raungildi lána telja stúdentar sig þurfa að fá i Lánasjóðinn greiðslur að upp- hæð 423,4 milljónir, en til að stað- ið verði við fyrri fyrirætlanir telja þeir að greiðslurnar þurfi að nema 477,4 milljónum, og sé gengisbreytingin fullreiknuð þar inn i, um 490 milljónum króna. Ætlun fjárveitinganefndar telja þeir hins vegar þá, að Uthluta 399,3 milljónum i Lánasjóðínn, þar af séu 75 milljónir fengnar að láni hjá bönkunum. Þetta telja stúdentar óviðunandi, og finnst afleitt að raungildi lána lækki svo mjög sem horfur eru á. Það sé i fyrsta sinn sem slikt hendi, til þessa hafi raungildi lána alltaf farið hækkandi og vilja þeir að sliku verði framhaldið, unz áður aðstefndu marki verði náð 1974. Inni I áðurnefndum tölum eru ekki fólgnar verðlagsbreytingar, sem orðið hafa á árinu og nema 1.5 stigum erlendis og 6.7 stigum hér á landi, en þá fyrir lengri tima, sem enn hefur ekki verið leiðrétt. Að lokum bentu stúdentarnir á, að ef þessi lágmarkskrafa þeirra um óbreytt raungildi lána fengist ekki I gegn, myndu þeir alls ekki sætta sig við slíkt, og hlyti þá að verða gripið til einhverra að- gerða, til að knýja á um málin. Slikar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, væru að sjálfsógðu aldrei æskilegar, en til hvers væri ekki gripið, ef kjór manna væru stór- lega skert i stað bóta, eins og áætlað hefði verið. B.v. Bjarni Ben. rakst á hryggju — heimferoin tefst fram yfir áramót SB-Reykjavik. Skuttogarinn Bjarni Benediktsson rakst á bryggju I San Scbastian á Spáni á hriöjudagsmorguninn, er skipið var að leggja af stað I rcynsluför. Skipið dældaðist nokkuð við áreksturinn og mun viðgcrð taka um eina viku. Af þessum sökiim tefst hcimfcrð skipsins fram yfir áramót, en hún var fyrirhuguð nú i vikulokin. t reynsluferð þessari átti að reyna togvörpuna i drætti og setti skipasmlðastöðin spánskan skipstjóra til að stjórna skipinu. Þegar hann -var að leggja frá bryggjunni og hafði tekið afturá, lét hann skipið taka áfram á allt of mikilli ferð, þannig að bak- borðskinnungur þess rakst i bryggjuna og dældaðist hann nokkuð aftan við akkerið og i akkerishæð. Skipið verður tekið i þurrkvi til viðgerðar. Reynsluferðin var farin, þrátt fyrir óhappið og tók hún um niu klst. Þó að veður væri óhagstætt, varð einhver árangur af ferðinni. Tjónið mun að Hkindum verða bætt af skipasmiðastöð- inni, þar sem skipið er enn i hennar umsjá og tryggt fyrir 140 milljónir peseta. Háar upphæoir á jólamarkaðinn Bætur Almannatrygginga til Reykvíkinga um 200 milljónir í jólamánuðinum Erl-Reykjavik Grlðarlegar fjárhæðir hafa streymt út á meðal manna það sem af er þessum mánuði, og miklu hærri en nokkru sinni áður. Tryggingastofnun Rikisins er stærsti aðilinn i þessum út- borgunum, en á timabilinu frá 7.- 19. des. hefur hún greitt út til Reykvikinga einna 174,5 milljónir króna, en alls er I mánuðinum út- hlutað tæplega 200 milljónum til bótaþega I borginni. Mesta greiðsla á dag var n. des., 25 inillj. Greiðslur þessar munu fara til eitthvað yfir 20.000 aðila. Siðasti útborgunardagur á bót- um Almannatrygginga verður föstudagurinn 22. des. og þurfa þeir, sem ætla að vitja bóta sinna að koma i afgreiðsluna i siðasta lagi kl. 15.00 þann dag, en af- greiðslan er opin til sama tlma i dag. Aðrir stórir Utborgunaraðiljar i jólamánuðinum eru happdrættin. Hjá Happdrætti DAS, nam and- virði vinninga i mánuðinum á fimmtu milljón króna, en enda- dráttur hjá þeim er ekki fyrr en i april, en þá verður einbýiishúsið góða dregið út ásamt fleiri og stærri vinningum en eru i öðrum mánuðum. Upphæð vinninga hjá Happ- drætti SIBS i desember var rúm- ar 7 milljónir króna. og er búið að greiða langmest af þvi út. Hjá Happdrætti Hl nam upp- hæð vinninga mánaðarins 101 milljón króna. Af þeim hafa á þeim þrem dögum frá þvi greiðsl- ur hófust verið greiddar út rösk- lega 41 milljón þar af 24,3 i Reykjavik. Hafa menn verið óvenju röskir við að sækja vinn- inga sina þessa daga, enda stutt til jóla. Þess má geta, að stóra Stokkseyrarvinninginn er ekki enn búið að borga út, en þá fara 4 milljónir. Það er þvi hátt i 300 milljónir, sem likur eru á að Almanna- tryggingar og Happdrættin leggi Reykvikingum á borðið i desem- bermánuði til ráðstöfunar i jóla- innkaupunum. Fimmtudagur il. desember 1972 ísafjörður: Aflinn lofar góðu fyrir vetrarvertíð GS-tsafirði 20.-12. Þrátt fyrir leiðindaveður hafa bátar verið á sjó i gær og dag og aflað vel, flestir með 10-14 tonn i róðrinum. Eins hefur frétzt af góðum afla skuttogarans nýja Júliusar Geirmundssonar, en hann er væntanlegur inn I fyrra- málið. Ekki hefur komið flugvél i þrjá daga, og er það mjög bagalegt, bæði vegna vöru- og fólksflutn- inga, en f jöldi fólks biður á báðum endastöðvum flugleiðarinnar. Efnismikið jólablað Jólablað Timans er komið út, stórt og vandað, alls 80 blaðsiður. Efni blaðsins er fjölbreytt og hér er talið það helzta: Viðtal við séra Þor- berg Kristjánsson i Kópavogi, greinin Hver var gamli Sun? eftir Sigvalda Hjálmarsson, barnasagan Jonni I jóla- sveinalandi, eftir Snjólaugu Bragadóttur, grein um að- draganda og myndun þjóð- stjórnar 1939 eftir Þórarinn Þórarinsson, grein um Norðurá i Borgarfirði eftir Sigurð Hreiðar, þýðing úr ferðabókinni Róm, borgin eilifa, gerð af Arnheiði Sigurðardóttur, grein um dr. Helga Pjeturss., eftir Kjartan Norðdahl, grein um Pólland, grein um mannlifið á tslandi fyrr á árum eftir Valgeir Sigurðsson, sagan jólanótt i Uppsölum eftir Albert Engstr., grein um Leirársveit eftir Jón Helga- son, Vor I Vin eftir Völu Þóru, Jarðir á tslandi eftir Benedikt frá Hofteigi, mikil grein um Loftleiðir eftir Steingrim Pétursson, grein um Nýju Guineu i þýðingu Jóns Guðna Kristjánssonar, Björn gamli á Skák, smásaga eftir Aslaugu Sólbjörtu, Jólin, kristileg hátið? eftir Svanberg K. Jakobsson og frásögn eftir Jón Helgason um stórflóð við strendur Islands, þar sem seg- ir frá þvi er Básendakaup- staður fór i kaf. Einnig eru kvæði og söngvar eftir Böðvar Guðlaugsson, jólaföndur, stór verðlaunakrossgáta o.fl. Jólablaðið kostar 50 krónur i lausasölu. Stúlkan á batavegi en maðurinn ófundinn Ingibjörg Ölafsdóttir, sem stungin var á hol úti á götu I Breiðholti að morgni þriðjudags, er rétt að byrja að ná sér eftir mikinn uppskurð, sem á henni var gerður rétt eftir árásina. Heilsa hennar leyfir ekki, að tekin verði nákvæm skýrsla af henni enn sem komið er. Er þvi litlu við lýsingu á manninum sem réðst á liana, að bæta en hann er ófund- inn. Enginn hefur gefið sig fram, sem séð hefur atburðinn. Fátt fólk var á ferli svo snemma morguns, og var Ingibjörg það snemma á ferðinni á leið til strætisvagnsins, að fleiri voru ekki komnir á stjá af þeim, sem tóku þann vagn i bæinn. A þessu svæði Breiðholtsins eru engin göuljós komin. Var þvi að eins skima meðfram húsinu sem Ingibjörg býr i, og var á gangi meðfram, þegar maðurinn veitti henni eftirför. Langt er liðið síðan ljósastaurar voru sett- ir þarna upp, en ekki er búið að setja upp sjálfa kúplana. Raf- veitustjóri sagði Timanum fyrir siðustu helgi, að von væri til að hverfið yrði upplýst i þessari viku, eða fyrir jól, Útvarpstœki sprakk i gær laust niður eldingu I útvarpsloftnet að Lindargötu 13 I Reykjavik og sprengdi eldingin útvarpsloftnetið. Þá læsti eldingin sig eftir raflinu yfir I Lindargötu 15 og urðu nokkrar skemmdir af þessum sökum I báðum húsunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.