Tíminn - 22.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 22. desember 1972 MgHglg f w&ms,,. $Sm0t ' í:& í . vv ■; || ' |s w tT | ÉP® :* i IniM t - i r j :0 : ; v v-: ■; ..■ 5 .•: ’ : .- Forsætisráðherra á fjár- aflaskemmtun Edward Heath , forsætisráð- herra Breta.hefur haft það til siðs undanfarin ár að koma fram á fjáröflunarskemmtun, sem haldin hefur verið i Broadstairs i Englandi. Þar hefur forsætisráðherrann stjórnað bæði kór og hljómsveit, svo nokkuð sé nefnt, en pen- ingarnir, sem safnazt hafa, hafa runnið til gamals fólks, sem býr við fjárskort, og til leikfanga- kaupa fyrir börn á sjúkra- húsum þarna um slóðir. Hér sést forsætisráðherrann stjórna kórnum og hljómsveitinni, er verið er að flytja jólasálma. Færir sig i austur Nalalia Makarova, sovézka dansmærin, sem flúöi lil Vesturlanda lyrir tveim árum, hefur ákveöið að flytjast til Evrópu, en hún hefur búið i Bandarikjunum þessi tvö ár. Natalia er :il árs giimul og kom nýlega til London, þar sem hún ætlar að dansa i Les Sylphides og Don Quixote i Covent Garden. Við komuna lil Englands skýrði hún frá ákviiröun sinni um að setjasl að þar I landi. Ætlar hún að hefja leit að húsi strax og hún er laus úr danssýningunum. Beit lögregluþjón og dó svo Það vakti furðu manna i Brooklyn i New York, að hundur dó,um leið og hann hafði bitið lögregluþjón i fótinn. Nánari tildrög voru þau, að lögreglu- maðurinn Dominick Caiccia, fimmtugur að aldri, hafði verið kallaður út til þess að stilla til friðar eflir að uppþot hafði orðið meðal hóps ungmenna. Caiccia ók i lögreglubilnum til uppþotsslaðarins og steig út úr bil sinum. Um leið kom þjótandi að honum litill hundur, beit hann i fótinn og féil sam- stundis dauður til jarðar. Engin skýring hefur fengizt á þvi, hvers vegna hundurinn drapst, en trúlega hefur hann verið orðinn gamall og lasburða og ekki þolað spennuna. — Hann gelti ekki einu sinni, hann bara beit mig og dó. Hættulegt aö neyða fólk til hljóöfæraleiks Tölulegar upplýsingar liggja fyrir um það, að tólf milljónir pianóa séu i eigú almennings i Þýzkalandi. Hins vegar eru margir, sem læra á pianó þar i landi, sem ekki vilja það sjálfir. Dr. Christopher Wagner, sem er sálfræðiprófessor, segir, að ekki sé hægt að æfa fólk eða skaffa þvi nægilega æfingu, hafi það ekki löngun til þess að læra pianóleik, og það sé sálfræði- lega skaðlegt að neyða fólk til sliks. Wagner hefur kannað fingur ýmissa pianóleikara i sambandi við mikla könnun, sem hann hefur gert. M.a. at- hugaði hann 22 ára gamla stúlku, Chen Pi-Hsien, sem er frá Formósu. Hún gat fram- kvæmt allt það, sem Wagner ætlaðist til af henni, enda þótt hún hefði að hans sögn allra minnstu hendur, sem hann hafði séð. Dr. Wagner segir, að fólk ætti ekki að hefja pianónám, fyrr en það hefði gengizt undir læknisskoðun, og hana mjög ná- kvæma, og hún sýndi, að það væri fært um slikt. Hann hefur fundið upp kerfi, sem kannar likamlega hæfileika fólks til tónlistarnáms, og hefur fjöldi tónlistarmanna aðstoðað hann við þetta. Hendur hins væntan- lega nemanda eru festar við ákveðin tæki, og með sérstökum aðferðum má mæla, hversu hæf höndin er til hljóðfæraleiksins, en hér á myndinni sjáið þið stúlku, sem lætur rannsaka þessa likamlegu hæfileika sina til fiðluleiks. venjulega. — Er þetta haninn, sem þú ert alltaf að tala um? DENNI DÆMALAUSI Vertu ekki að hugsa um útsýnið Denni. Reyndu að koma þér að þvi að segja stjörnuna á toppinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.