Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SIMI: 26660 RAFJÐJAN SÍMI: 19294 295. tölublað — Laugardagur 23. desember—56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Tugmilljónatjón vofir yfir i álverinu í Straumsvík Stálvirki hjá Hömrum í Grímsnesi sligadist og valt um koll og línan yfir Hvítá slitnadi Verstu afleiðingar fárviðrisins, sem gekk yfir landið i fyrrakvöld og fyrrinótt, eru skemmdir þær, sem urðu á raflínunni frá Búr- fellsvirkjun, og sá slóði, er raf- magnsskorturinn dregur á eftir sér. Getur svo farið, að tug milljónatjön verði I álverinu í Straumsvik, þar sem ekki hefur fengizt nóg rafmagn til þess að halda bræðslukerjum heitum. Fyrirsjáanlegt er, að- rafmagns- skortur verður á orkuveitusvæð- inu sunnan lands og suðvestan næstu daga. Undanfarna daga hafa hvað eftir annað orðið rafmagns- truflanir af völdum illveðurs og eldinga, svo sem kunnugt er. Þó syrti fyrst i álinn á milli klukkan tiu og ellefu i fyrrakvöld, er stál- virki á vestri bakka Hvitár i Ar- nessýslu brast og lagðist lit af. Við það rofnaði rafstraumurinn að austan með öllu, þar sem hin fyrirhugða varalina er ekki kom- in i gagnið. STALVIRKI A HLIÐ- INNI — ANNAD LASKAÐ Raflfnan lá yfir Hvftá rétt hjá Hömrum i Grimsnesi, og var þar sjö hundruð og þrjátiu metra haf stálvirkja á milli. Þegar stálvirk- ið á vestri bakkanum lagðist ut af, slitnuðu þrir rafstrengir j)g féllu niður i ána. — Ég brá mér upp eftir, sagði fréttaritari Timans i ölfusi, Páll Þorláksson á Sandhóli. Stálvirk- ið, sem var sextiu metra hátt, liggur alveg á hliðinni, beyglað og brotið, og næsta virki við það er einnig laskað, stoðir svignaðar og fleira gengið úr skorðum. ÞYRLUR TIL AÐSTOÐAR — Viðgerðamenn eru komnir austur með efni og tæki til við- gerða, sagði Halldór Jónatans- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar, þegar blaðið átti tal við hann i gær. En bráða- birgðaviðgerð tekur áreiðanlega nokkra daga, svo að draga verður mjög úr rafmagnsnotkun. Það er niu hundruð metra haf, er tengja verður, og það verður ekki neinn leikur, sizt ef veðrið verður rysjótt næstu daga eins og viðbúið er. Reyna átti að fara með grannan streng yfir ána á gúmbát með utanborðsvél og draga siðan gildari strengi yfir. En allsendis óvist var, að það tækist. Einnig var talað um að fá þyrlu landhelgisgæzlunnar til að- stoðar, sem og þyrlu af Kefla- vikurflugvelli, ef veður leyfði. NÆSTU TVEIR SÓLAR- HRINGAR SKERA ÚR — Ef rafmagn verður ekki komið að fullu innan tveggja sólarhringa, verður tugmilljóna- tjón hér i Straumsvik, sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri Is- lenzka álfélagsins, er við spurð- um hann um horfurnar i álverinu. Hins vegar held ég, að tjónið verði varla meira en nokkrar milljónir króna, ef við fáum nóg rafmagn áður en tveir sólar- hringar eru liðnir. Rafmagnslaust varð i álverinu um klukkan tiu i fyrrakvöld, og siðan hafa aðeins 108 ker af 192 verið i gangi. — Það eru þvi áttatiu og fjögur ker úr leik, sagði Ragnar enn fremur, og i hverju þeirra eru sex smálestir af áli, samtals fimm hundruð lestir, 25 milljón króna verðmæti. Ef við fáum ekki raf- magn, storknar álið i kerjunum. Við það geta kerin -eyðilagzt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. VARAAFLSTÖÐIN LAMAÐIST LtKA Ragnar sagði, að álverið þyrfti 140megavatta orku að meðaltali, Framhald á bls. 19 Þessi mynd var tekin í einum kerjaskálanum í Straumsvík. Ef I'ull rafmagnsorka kemst ekki innan tæpra tveggja sólarhringa, þá verður þar aðöllum likindum tugmilljóna króna tjón. álverið Belgískur togari í háska Björgunarsveitir biðu tilbúnar á Skipaskaga Belgiskur togari var hætt kom- inn út af Skaga i ofsaveðrinu að- fararnótt föstudags. Slitnaði hann aftur úr öðrum togara og rak stjórnlaus i særótinu, þegar veðr- ið gekk niður aftur, eins og skrúf- að hefði vcrið fyrir það, og var þá hægt að koma taug I togarann aft- ur og draga til Reykjavíkur. Björgunarsveit Slysavarnar- félagsins á Akranesi var ræst út og voru hjörgunarmenn tilbúnir i ' TfX. tmmx!**'* ¦**<•*¦•****. .......—séí ¦»"'"w!aiSi!i '*t*,*'*,ss%; -. \ "T>S' rfL*:;' | * *«*, ,""V K f* '„ ;'7^:**^^^í*t****--' v / '•¦¦ 4 Burðarvirkið mikla hjá Hömrum i Grlmsnesi, sem féll niður I fyrrakvöld. Annað, sem byrjaðer að gefa sig, sést skammt frá, og hið þriðja handan Hvitár. Ljósmynd: Páll Þorláksson. fjörunum i margar klukkustund- ir, til að ná áhöfninni á land, ef togarinn strandaði. Margir is- lenzkir bátar voru á miðunum þcgar veðriðskall á, en þeir héldu sjó meðan það gekk yfir og urðu engir skaðar. Kl. 4,30 um nóttina tilkynnti vakthafandi hafnsögumaður i Reykjavik Slysavarnarfélaginu, að Magni væri farinn ut úr Reykjavikurhöfn til aðstoðar bel- giskum togara, sem hafði fengið trollið i skrúfuna, og annar bel- giskur togari, sem var að draga hann til Reykjavikur réði nú ekki við neitt lengur og hafði dráttar- taugin slitnað þrisvar sinnum. Þegar beðið var um aðstoð voru togararnir um þrjár milur út af 'SRipaskaga. Hannes Hafsttíiii;- fulltrúi hjá Slysavarnafélaginu, sagði blaðinu, að ofsaveður hafi veriðúti á Faxaflóa á þessu tima- bili og mikill sjór. Sóttist Magna ferðin seint. Arvakur var nýlagzt- ur að bryggju i Reykjavik og var hann sendur á eftir Magna til vonar og vara. Björgunarsveitin á Akranesi var kölluð út og var tilbúinn i fjörunum með flugllnutæki og linubyssur ef á þyrfti að halda. Um það leyti sem Magni kom að togaranum, var veðrið að lægja og tókst hinum belgiska togaranum að koma linu á milli. Gekk drátturinn til Reykjavfkur vel og fór togarinn i slipp i gær. Þegar sýnt var að veðrið var að ganga niður og að takast mundi að bjarga togaranum frá að lenda i grjótinu á Skaga, voru Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.