Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 2:t. desember I!I72 TtMINN 5 i i W:» ÆHU AÐ BIÐJA VEÐ URGUÐINA EN EKKI UMFERÐARDEILDINA - segir sérleyfishafinn um kvartanir Húsvíkinga ibúðarhúsið á Hveravöllum. A myndinni sézt margt mælitækja. Á Hveravöllum t framhaldi af umkvörtun Bæjarstjórnar Húsavikur um óstand i sérleyfisferðum milli Akureyrar og Húsavikur, hefur blaðinu borizt greinargerð frá Jóni Egilssyni sérleyfishafanum á þessari leið. t bréfi hans segir m.a., að norðanlands hafi i vetur verið miklir samgönguerfiðleikar vegna fannfergis, enda sé úr- koma á þessum tima meiri, en nokkru sinni, siðan úrkomu- mælingar hófuáJ norðanlands. Hugferðir hafi af þessum sökum verið mjög stopular, og lengst af hafi verið ófært landleiðina milli Akureyrar og Húsavikur. Vega- gerðin hafi i nóvembermánuði einum eytt meira fé i (gagnslit- Hangikjöf og smákökur, en ekkert jólatré VS—Reykjavik 15. des. 1972. Þegar þeir sem búa við lifsþæg- indi fjölmennis og þéttbýlis hugsa til hinna, sem einangraðir eru, er það venjulega annað hvort bland- að öfund eða vorkunnsemi. Þeir sem ekki geta hugsað sér ákjósanlegra umhverfi en stein- steyptar götur og gráa húsaveggi sárvorkenna auðvitað öllum, sem ekki fá notið slikra „gæða”, en hinir, sem orðnir eru þreyttir á hávaða og gauragangi, mikla fyr- ir sér sælu þeirra, sem eru lausir við umferðarys og þvingun bæja- lifsins. Þessar hugleiðingar eru af þvi sprottnar, að okkur varð i dag (eins og reyndar oftar) hugsað til ibúanna á Hveravöllum. Hvernig skyldu þau nú halda jólin þar, hún Halla Guðmundsdóttir og hann Árni Stefánsson? Gufunessradió útvegaði sam- bandið, en það heyrðist illa. Þó held ég, að óhætt sé að festa á blað eftirfarandi orðaskipti. Það er Halla, sem svarar simanum og segir fréttirnar af hálendinu: VS: Okkur langar að vita, hvernig ykkur liður og hvort þið eruð farin að undirbúa jólin. Halla: Okkur liður ákaflega PIPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerfi Set upp hreinlætis- tæki — Hitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfið Danfoss-ofn- ventla SÍMI 36498 vel. Hér er mikil kyrrð og ró, við höfum nógan mat og aðbúnaður er allur eins og bezt verður á kosið. VS: Er ekki mikill snjór? Halla: Jú, hér er allt á kafi i snjó. Maður sér rétt á hæstu hrauntoppa. í morgun varð snjó- lagið einmitt það þykkasta, sem það enn hefur orðið. Það var 51 cm. að meðaltali. VS: HVernig reiknið þið út þetta meðaltal? Halla: Það eru hér þrjátíu og sjö stengur, sem snjódýptin er mæld með. Við lesum af öllum stöngunum og reiknum svo meðaltalið út. VS: Eruð þið ekki alveg úr tengslum við mannlegt sam- félag? Halla: Nei, ekki er það nú. Við sendum veðurfréttirnar og tölum þá til Reykjavikur. Það flaug flugvél hér yfir og kastaði niður til okkar pósti 22. nóv. Sfðan höf- um við ekki fengið dagblöð. VS: Þið fáið þá vist ekki heimsóknir um jólin? Halla : Mér er ekki kunnugt um neina ferð um sjálf jólin, en það ætlaði björgunarsveit frá Blöndu- ósi að leggja á stað til okkar á snjóbilum i dag. Svo vorum við að frétta það rétt áðan, að nokkrir vinirokkar i Reykjavik hefðu ætl- að að leggja af stað hingað til okkar á jeppum klukkan sex i kvöld. VS: Svo hlustið þið auðvitað mikið á útvarp? Halla: Viðhlustum á útvarp, en þegar tilkynningahriðin byrjar, skrúfum við fyrir. Við erum svo fegin að vera laus við auglýsinga skvaldrið og kaupsýsluæðiðV sem alltaf gripur um sig i Reykjavik, þegar jólin nálgast, að við viljum ekki spilla þeim árangri með þvi að láta útvarpið elta okkur með auglýsingarnar hingað uppeftir.. VS: Hafið þið útvegað ykkur jólatré? Halla: Nei, jólatré eigum við ekki. Aftur á móti eigum við ágætt hangikjöt, og svo er ég búin að baka smákökur, eins og ég er vön að gera fyrir jólin. Ég heid, að jólahaldið hjá okkur verði ósköp likt og undanfarin ár. Það skyggir að visu á gleðina, að son- ur okkar getur ekki verið hjá okk- ur um þessi jól, en það er lika eini skugginn. Eins og vikið var að i upphafi var talsambandið afarslæmt meðan á þessu samtali stóð. Þvi er Halla beðin að virða á betri veg, ef hér skyldi ekki allt vera orðrétt eftir henni haft. Þá er og rétt að geta þess, að þeir sem ætla að halda jólin á Hveravöllum i vetur, eru ekki tveir, heldur þrir. f fylgd með hjónunum er hundur- inn Lappi, og það eru miklar von- ir til að hann eigi ánægjulegri jól en frændur hans i Reykjavik, þvi að hundum liður vel i viðáttu og frjálsræði, en illa i þéttbýli. Hér skulu svo að lokum sendar beztu jólaóskir til hinna þriggja ibúa Hveravalla. Við vonum, að ekki aðeins skammdegið, heldur öll dvöl þeirra þar, verði þeim góð. — VS. inn) snjómokstur en I allan fyrra- vetur, en þó hafi aðeins 7 ferðir fallið niður i tvo mánuði, en aðrar hafi jafnvel tekið 20-40 klst. Að- eins einu sinni hafi áætlunarbill- inn ekki komizt á leiðarenda, og i það skipti hafi verið reynt að koma farþegum áfram með bil- um með drifi á öllum hjólum, en ekki tekizt, og þvi hafi þeir orðið veðurtepptir. Bilar með drifi á öllum hjólum hafa ekki verið notaðir, enda ekki gerö krafa um slikt af hálfu yfir- valda, og sliks hefur, að sögn sér- leyfishaíans, ekki gerzt þörf, fyrr en i vetur, „þegar snjóar með þessum eindæmum.” Enn tekur sérleyfishafi fram, að þar sem hann hafi allan sinn rekstur á Akureyri, hafi hann af hagsýnisástæðum þar bila sina og starfsmenn, og sé það með fullu samþykki yfirvalda. Slikt ætti heldur ekki að koma að sök, nema þegar allt fer úr skorðum vegna veðurlags, eins og hann telur að nú hafi gerzt. Að lokum tekur sérleyfishafi fram, að öllum ætti að geta verið Ijóst, að erfiðleikarnir i vetur, stafi af veðráttunni. Hann geti tekið undir bæn bæjarstjórnar- innar til „viðkomandi yfirvalda” um að ráðin verði bót á þessu, en telur rétt, að beina þeim tilmæl- um fremur til veðurguðanna en umferðarmáladeildar Pósts og sima. UMFERÐIN í DAG lljónin á llveravöllum, Ilalla Guðmundsdóltfr og Árni Stefánsson. I dag, Þorláksmessu, verður öll bifreiðaumferð bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti frá kl. 20.00—24.00. Ef umferð verður mjög mikil á Laugavegi og i Bankastræti verð- ur samskonar takmörkun þar. Gjaldskylda við alla stöðumæla er til kl. 24.00 i kvöld. Þorláksmessa er mesti um ferðardagur ársins i Reykjavik og mikilvægt að ökumenn velji réttar akstursleiðir. Skorað er á ökumenn að aka ekki milli verzl- ana, heldur leggja bifreiðum sin um á bifreiöastæðunum i mið- borginni, eða næsta nágrenni hennar og ganga siðan milli verzlana. Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna, að aka um Skúlagötu eða Hringbraut i stað þess aö aka Laugaveg. Nokkuð hcfur horið á þvi und- anfarin ár, að pökkum hafi verið stolið úr bifreiðum á Þorláks- inessu og vill lögrcgian þvi minna fólk á að skilja ekki eftir verð- mæti i ólæstum bifreiðum. Á morgun aðfangadag, má bú- ast við mikilli umferð að kirkju- görðum borgarinnar, einkum þó að Fossvogskirkjugarði. Munu lögreglumenn verða þar við um- ferðarstjórn. TIL ALLRA ATTA STOKKHOLMUR MANUDAGA F0STUDAGA KAUPMANNAHOFN ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA SUNNUDAGA LUXEMBOURG ALLA DAGA GLASGOW LAUGARDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.