Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 2:i. desember 1972 Hann virðist aldeilis kunna tökin á trumbunni sá litli, en hann heitir að Skálatúni og gaf hverju barni litabók liti og sælgæti. Einu kynni hennar af heimilinu munu vera gegnum islenzka konu á vellin- um, sem á barn á heimilinu. Eru þetta sannarlega rausnarlegar og fallegar gjafir, og ekki þær fyrstu, sem koma þaðan að sunnan. Séra Itjarni Sigurðsson i Mosfclli heldur stutta hugvekju fyrir börnin. Einnig eru á myndinni nokkrar starfsstúlkur. JHj $$$$ S ■ sm U H Bbb m I u ii m mz Æföfe II ETM | #1 wl\ Verið var að syngja „Göngum við i kringum”, er við komum i hlað á Skálatúni i Mosfellssveit siðdegis á þriðjudag. Börnin voru sparibúin og mikil kátina rikti meðal þeirra, þar sem þau gengu i kringum jólatróð. Sannkölluð jólastemming rikti, enda verið að halda l.itlu jólin. Heimilið hafði verið skreytt hátt og lágt og greni- og kökuilmur barst að vitum okkar. t salnum stóð eitt hið legursta jólatré, sem við höfðum séð og börnin og starfs- stúlkurnar gengu i kringum það, hönd i hönd, og sungu jólalög og sálma við pianó-undirleik söngkennara heimilisins, Elin- borgar Sigurgeirsdóttur. Og brátt komu kærkomnir gestir i heimsókn.... Jólasveinar þrir af þrettán Það komu nefnilega allt i einu þrir jólasveinar i fullum skrúða, þeir Hurðaskellir, Stúfur og Gáttaþefur. Með gitara um öxl. Voru þeir hinir kampakátustu, slógu á strengi sina og sungu öll vinsælustu jólalögin með Itörnunum. Ékki gleymdist heldur að syngja braginn um hana Linu Langsokk, þótt ekki til- heyri hann beint jólunum. En hjá börnunum i Skálatúni, sem viðast hvar annars staðar um þessar mundir, er það langvinsælasta lagið. Fleiri góða gesti bar að garði, er ögn var liðið á skemmtunina Félagar ur Lionsklúbbi Kjalar- nesþings i Mosfellssveit, með séra Bjarna Sigurðsson á Mosfelli formann klúbbsins i broddi fylkingar, komu færandi hendi með jólagjafir handa hverju barni. Voru gjafirnar - settar i poka jólasveinanna, sem siðan úthlutuðu þeim við mikinn fögnuð. Starfsstúlkur heimilisins höfðu áður tekið saman lista, þar sem börnin höfðu sett fram óskir sinar um það, hvað þau vildu helzt fá i „litlu jólagjöf”. Lions- klúbburinn hafði siðan leitazt við að verða við óskum hvers barns, eftir þvi sem tök voru á. Gjafirnar voru ýmiss eðlis, hljómplötur, bækur, litir o.s.frv. Þetta er mjög ánægjulegur og virðingarverður þáttur i starf- semi klúbbsins sem hann hefur nú með höndum þriðja árið i röð. Fyrr um daginn kom bandarisk kona að nafni Katherine Lee Tubbs, gift varnarliðsmanni á Keflavikurflugvelli, i heimsókn Verölaunum fyrir sundafrek úthlutaö Eftir drykklanga stund við söng og gleðskap var gengið að veizlu- borði, hlöðnu rjómatertum og öðrum kræsingum. Við langborðið sátu i einum hóp börnin, gestir og starfsstúlkur. Og aftur var haldið inn i sal. Börnin settust i hnapp á gólfið og hlýddu hljóð og eftirvæntingarfull á jólahugvekju, sem sr. Bjarni Sigurðsson á Mosfelli flutti svo fallega. Að þvi loknu tók við einn aðalviðburður dagsins í augum barnanna, þ.e. afhending verð- launa til tólf barnanna fyrir afrek i Norrænu sundkeppninni. Það var Gigja Hermannsdóttir, sém verðlaunin afhenti, en hún kenndi börnunum sund i sumar. Veitt voru gullmerkilveittfyrir minnst 50 skipti), silfurmerki (minnst 25 skipti) og bronzmerki (eitt skipti eða fleiri). Hér á eftir verða birt nöfn verðlaunahafa og einnig greint frá, hve oft hefur verið synt (talan i sviga aftan við nöfn viðkomandi) Gullmerkihlaut Sigriður Halla Jóhannsdóttir (60 skipti) Silfu,rmerki hlutu: Eygló Hreinsdóttir (36), Gerður Jóns- dóttir (29), Kristin Magnúsdóttir (28), Súsanna Pálmadóttir (28), Elva Björk Arnadóttir 30) og Jóhann Geirsdóttir (26). Bronzmerki hlutu: Arni Höskuldsson (23), Guðrún Hilmarsdóttir (19), Maria Hreinsdóttir (18), Guðlaug Þórarinsdóttir (10) og Auður Einarsdóttir (5). Mikil var eftirvænting barnanna, þegar nöfnin þeirra voru lesin, og siðan gleðin, er þeim voru afhent verðlaunin, staðfesting á dugnaði þeirra og hæfileikum. Börnin voru mjög áhugasöm við sundið og þá ekki sizt sundnámið i sumar, að sögn forstöðukonu heimilisins, Katrfnar Guðmundsdóttur, enda má telja þennan árangur glæsi- legan. Innan við tuttugu á Skála- túni um jólin Skálatúns-heimilið er i nýjum Katrin Guðmundsdóttir, forstöðukona Skátatúnsheimilisins. t baksýn sjást starfstúlkur og vistbörn. raunar Halldór Sæmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.