Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. desember 1972 TÍMINN 19 Vildi hækka afnotagjöld Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar fluttu nokkrar breytingartil- lögur við fjárlagafrumvarpið i gær, og miðuðu þær að hækkun útgjalda á næsta ári. Þegar blaðið fór i prentun i gærkvöldi, var at- kvæðagreiðslu uin þær ekki lokið. Straumsvík Framhald af bls. 1 en liins vegar talið víst, að þær yrðu felldar. Ein af þeim tillögum, sem stjórnarandstæðingar fluttu, var frá ÞorvaldiG. Kristjánssyni (S), en hún fól i sér, að afnotagjöld hljóðvarps og yrðu hækkuð sem nemur um 55 milljónum króna. Eins og áður segir, var talið vist, að breytingartillögur stjórnarandstæðinga um út- gjaldahækkanir yrðu felldar. þegar öll ker væru i gangi, en i gær var orkan, sem álverið fékk, ekki nema fimmtiu til áttatiu megavött. I Straumsvik er varaaflstöð, og i henni eru tvær túrbinur, sem framleiða 75 megavött. Þessi varaaflstöð var tekin i notkun strax og Búrfellslinan bilaði. En i gærmorgun bilaði önnur túrbina i varastöðinni, svo að hún skilaði ekki nema þrjátiu megavöttum. Þetta er raunar varastöð fyrir allt Suðurland. 1 gærkvöldi hafði þó tekizt að gera við túrbinuna, sem bilaði, og við það rofaði ofurlitið til. ÆÐRI MATTARVÖLI) EINNA HELZT ABYRG Við spurðum Ragnar, hver tal- inn yrði bera ábyrgð á þessari bil- un og þeim afleiðingum, er hún hefði. Hann svaraði þvi til, að það væru liklega einna helzt æðri máttarvöld. Halldór Jónatansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Lands- virkjunar, sagðist ekki vita, hver yrði til ábyrgðar kallaður. Hann sagði einnig, að hann gæti engu um það spáð, hvenær álverið fengi fulla raforku. Það byggi við skömmtun eins og aðrir. JH — ÞÓ. Framhald af bls. 1. björgunarmenn leystir af vakt- inni. Loftskeytastöðvar og tilkynn- ingaskyldan voru vel á verði alla nóttina,ef á bráðri hjálp þyrfti að halda. Vitað var um tvo báta austur af Eyjum, sem héldu þar sjó. Sama er að segja um nokkra báta frá Grindavik, sem voru langt úti. Litill nýsmiðaður fiskibátur, Haffari var á leið til Reykjavikur um nóttina og var farið að óttast um hann, þar sem ekki var svar- að, þótt báturinn væri stutt undan og hann margkallaður upp. Um siðir svaraði Haffari og var hann þá kominn inn undir Gróttu. Skip- stjórinn sagðist hafa heyrt, þegar verið var að kalla hann upp, en hann hafi ekkitreyst sér til að fara frá stýrinu til að svara fyrr en veðrið fór að lægja. Togari Framhald af bls. 20. flestir reyndu að bjargast eftir beztu getu og byrgja brotna glugga og negla niður þakplötur, sem voru að losna. Kvartanir undan veðrinu hófust upp úr miðnætti. Margir öku- menn urðu að ganga frá bilum sinum, þar sem þeir stöðvuðust vegna vatnsagans. Niðurföll stifluðust af krapinu og stöðuvötn mynduðust. Sjór gekk yfir syðsta hluta Suðurgötu, við vesturenda flugvallarins. Þar stöðvaðist bill i sjávarlöðrinu og varð að bjarga bilstjóranum úr bilnum yfir i stóran lögreglubil og var honum svo ekið á öruggan stað. Engar slysfarir urðu samt vegna veðursins. Lögreglan beindi þvi til Reykvikinga gegn- um útvarpið, að öruggast væri að halda sig innan dyra meðan ofs- inn gekk yfir og voru þvi fáir á ferli. Fátt manna var á veitinga- húsunum og þvi ekki teljandi um- ferð þegar þau lokuðu um mið- nættið. Vinnuflokkar frá borginni voru kvaddir út til að tina saman járn- plötur og aðstoða við að halda húsaþökum á sinum stað. Einna mest varð tjónið á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þar fuku járnplötur af þaki einnar álmu hússins. Var enginn vegur fyrir nokkurn mann að athafna sig uppi á þakinu þegar veðurhæðin var sem mest, en reynt var að ná plötunum, eftir að þær fuku niður, til að þær yllu ekki frekari spjöll- um. Meiri hluti þakplatna fauk einnig af sambýlishúsi við Kleppsveg. Heil þök á mörgum gömlum húsum voru i mikilli hættu og sums staðar voru þau farin að losna þegar veðrið gekk niður. A timburhúsi nokkru við öðinsgötu var þakið farið að vinka, og var óttazt að það tæki af i heilu lagi i einhverri kviðunni, en þá lægði ofsann og ibúar hússins eiga enn þak yfir höfuðið. Átta lögreglubilar voru i stanz- lausum akstri með fólk, sem ekki komst leiðar sinnar með öðrum hætti. Varla var stætt á götunum, enga leigubila var að fá og héldu flestir kyrru fyrir. Nokkrir árekstrar urðu. ökumennirnir Ofsaveður réðu i sumum tilfellum ekkert við bila sina og fuku þeir hvorir á aðra og slyddan settist á rúðurnar og erfitt var að sjá til að aka. I myrkrinu og ofsarokinu varð vart við grunsamlegar manna- ferðir á nokkrum stöðum. Voru gerðar tilraunir til að brjótast inn i hús en ekki var tilkynnt um neina stórþjófnaði. Þak fauk á þrjá bíla Þakplötur losnuðu af nokkrum húsum og skúrum i Hafnarfirði og fuku á bila og skemmdu, en ekki mikið. Að Dysjum 2 i Garða- hreppi fauk þak af útihúsi og skemmdi þrjá bila. Dysjar eru skammt frá Garðakirkju. Bilarnir stóðu allir á hlaðinu á Dysjum hjá Guðmanni Magnús- syni, hreppstjóra. Þakið fauk af i heilu lagi og lenti á bilunum, sem skemmdust allir mikið. A Alftanesi brotnuðu nokkrir rafmagnsstaurar og inntök i hús slitnuðu, en gert var við þær skemmdir i gærmorgun og gær- dag. Fauk á brúarstöpul Bill, sem var á leið yfir Kópa- vogsbrú fauk út af akbrautinni og lenti á brúarstöpli og skemmdist mikið. Tvær konur sem voru i bilnum meiddust, en ekki alvar- lega. I Kópavogi fauk kranabill á hliðina. Að öðru leyti er ekki kunnugt um skemmdir þar. Ruslatunnur á ferðalagi Talsvert var um þakplötufok af húsum og skúrum á Seltjarnar- nesi, en stórvægilegar skemmdir urðu þar ekki. Biðskýlið, sem stóð gegn barnasólanum fauk um koll, en skemmdist ekki verulega. I morgun þegar Seltirningar komu á fætur fundu fæstir þeirra sorptunnur sinar, sem varla var von, þvi yfirleitt mun illa gengið frá þessum þarfagripum vestur þar og fuku tunnurnar út um allar trissur. Framhald af bls. 20. Stöng þessi var radioviti á vegum Flugumferðarstjórnar og notuð til aðflugs að Reýk'ja vikur flugvelli. Var hún sú eina af þeim fjórum, sem þarna eru, sem var notuð til þessara hluta. Hinar eru i um- sjá Landssimans, sem notar þær i sambandi við fjarskipta- samband við skip. Að sögn Leifs Magnússonar, framkvæmdastjóra flugöryggis- þjónustunnar, þá er þetta tilfinn- anlegt tjón, þvi að stöngin er það mikið skemmd, að ekki borgar sig að reisa hana upp aftur. Verð- ur hún liklega rifin og flutt á brott, en ein þeirra þriggja, scm eftir eru, tekin i hennar stað. Mastrið Auglýsing frá ríkisskattstjóra um endurmat eigna skv. ákvæðum 22. gr. laga nr. 7/1972 Fjármálaráðuneytið hefursett verklagsreglur um endurmat eigna skv. tilvitn- aðri lagagrein. í I. tl. verklagsreglnanna segir svo: „I. Heimild til endurmats: Einungis atvinnufyrirtækjum, þ.e. félögum og einstaklingum, sem stunda atvinnurekstur, er heimilt að biðja um endurmat samkv. 22. gr. Heimildin nær að sjálfsögðu einungis til eigna, sem notaðar eru við atvinnureksturinn sjálfan. Ekki skal heimila endurmat eftir 31. des. 1972, þ.e. ákvörðun um endurmatið skal tekin af endurmatsbeiðanda á árinu 1972. Hafi skattstjóra verið til- kynnt um slika ákvörðun á árinu 1972 má hann úrskurða greinargerð þar um, sem fylgir framtali árið 1972." Athygli þeirra aðila, sem hlut eiga að máli, er hér með vakin á þvi, að þeim ber aðtilkynna hlutaðeigandi skattstjóra fyrirárslok 1972, hafi þeir í huga að nota rétt sinn til endurmats eigna skv. tilvitnaðri lagagrein. Greinargerð um sjálft endurmatið þarf að berast hlutaðeigandi skattstjóra eigi síðar en með framtali ársins 1973. Rikisskattstjóri. Ver/.lað við kertaljós, og kókflöskur og gosdrykkjaflöskur notaðar sem kertastjakar. Myndin er úr Sveinsbúð við l.augarásveg. Vcrksmiðjan Höttur, Borgarnesi framleiðir margar gerðir og liti af létfuni, hlyjum loðhúfum úr íslenzk um skinnum. Merkiðl tryggir gæðin. Merkiðl Iryggir gæðin Glcymid ekki HOIT O VTItlDIM í kuldanum! Útsölustadir:kaupfélögin og sérverzlanirum land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.