Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 20
Kitt af fjórum stórum loftnetsmöstrum á Suöurnesi á Scltjarnar nesi fauk um koll f rokinu í fyrrinótt. A mynílinni sést það liggjandi rúman metra frá húsi, scm i eru mjög dýr miðunar- og fjarskiptatæki. Til vinstri sést sams konar mastur og hið fallna. Þessi möstur eru yfii 20 mctra há og eru mörg hundruð klló að þyngd. (Timamynd Kóhert). Ofsaveður um mestalit land í fyrrinótt: Húsaþök eins ogskæðadrífa JGK—Ileykjavik. Mikið hvassviðri gekk yfir landið i fyrrakvöid og nótt. Var áttin á SSV og náði veðurhæðin viða 10-11 vindstigum. Stafaði þetta af djúpri og krappri lægð sem gekk yfir og var hún yfir Hvammsfirði á mið- nætti. Á Stórhöfða mældust 89 hnútar, sem sam- svarar 14 vindstigum eftir gömlu mælingunni. Meðalvindur i Reykjavik var 11 vindstig og svipað var á Raufarhöfn, Akureyri og Sauðárkróki. Viða um land urðu skemmdir af völdum veðursins. af járnplötum af húsum og kyrr- stæðir bilar færðust úr stað. Ekki hlauzt þó mikið tjón af þeim sök- um. Raflinustaurar hafa gengið til og sumir lagst á hliðina, en linur slitnuðu þó ekki. Skúrinn flaug Gróðurhúsin hurfu Austur i Biskupstungum varð allmikið tjón á gróðurhúsum, auk þess sem járn fauk af húsum hér og þar, til dæmis á Skálholts- skólanum nýja og á bænum Litla- Fljóti. Skúli Magnússon, garðyrkju- bóndi i Hveratúni, sagði að hjá sér hefðu brotnað á annað hundr að rúður i gróðurhúsum. Þetta væri eitt allra versta veður, sem þarna hefði komið um árabil. Garðyrkjubændur hefðu flestir vakað i nótt yíir húsum sinum og lokað götunum jafnóðum. Ekki gat Skúli sagt um tjón á gróðri i húsunum, en varla væri það mik- ið, þvi ræktunin væri langt komin hjá flestum. Þá fuku upp tvö plastgróðurhús og hurfu út i busk- ann. Eirikur Sæland á Espiflöt sagði að veðrið hefði verið verst milli 23 og 23.30 i fyrrakvöld. Þá hefði rifnað mikið úr plastgróðurhúsi hjá sér, sem hann var nýbúinn að planta i 10 þús. krysantmeum. Húsið var opið fyrir veðrinu i alla nótt og liklegt, að plönturnar hafi skemmst. Þetta magn mun kosta 50-60 þúsund krónur. Þess má geta, að ekki er hægt að veður- tryggja gróðurhús hérlendis, eins —og i nágrannalöndunum og-ver-ða- þvi eigendur að bera tjón sitt sjálfir. Þak af ibúðarhúsi Þak fauk af ibúðarhúsinu i Kirkjubæ á Rangárvöllum, en þar býr hinn kunni hestamaður Sig- uröur Haraldss.. Þá auk fjárhús i Háfi i Djúpárhreppi og mann- laus gamall bær i Götu i Hvol- hreppi. Viða um Suðurland fuku þök af útihúsum, plötur af ibúðar- húsum og ýmislegt lauslegt úti við brá sér á flakk. Að sögn Eysteins Einarssonar á Brú, sem búið hefur við Markarfljót á þriðja áratug, er þetta eitt alverzta veður, sem þar hefur komið. Allt fauk, sein fokið gat Fárviðri var i neðanverðri Arnessýslu i fyrrakvöld og i fyrri- nótt, i uppsveitum Arnessýslu mun veðrið aftur á móti hafa ver- ið heldur skárra. Þegar veðurofsinn var sem mestur, má segja að allt hafi far- ið á stað, sem gat fokið. Tvær heyhlöður á Vorsabæjarhól og á Langstööum fuku út i veðrið. Þessar hlöður voru frekar litlar, og var búið að taka þær úr notk- un. Þá fauk geymsluhús á einum bæ i Flóanum. t Gaulverjabæjarhreppi fuku fjórir heyvagnar, þar af voru þrir nýir áhleðsluvagnar. Vagnarnir munu alnr hata skemfrisT'meira og minna og er mikið tjón af þeim. A einum bæ fauk færiband, sem lá upp i votheysturn. Uppborin hey hafa fokið unn- vörpum, og sést ekki urmull eftir af þeim. A Selfossi fauk mikið Blaðburðarbörnum Timans er boðið á jóla- trésskemmtun, sem haldin verður á Hótel Sögu 150. desember. Þau eru vinsamlega beðin að sækja boðsmiða i afgreiðslu Timans i Bankastræti 7. Mikið tjón varð á Eyrarbakka i óveðrinu. Þök fuku af húsum, raf- magnsstaurar brotnuðu og lentu sumir hverjir á húsum og brutu þök og skorsteina og skúr við frystihúsið fauk yfir næstu hús og brautskorsteina á fluginu og lenti um 150 metra frá sinum uppruna- lega stað. Skúrinn var um 40 fermetrar og allhár. Eitthvað fauk af minni skúrum. Fólk hætti sér ekki út fyrir dyr og ekki mun mörgum hafa orðið svefnsamt um nóttina. Það er mál manna á Eyrarbakka að verra veður hafi ekki komið þar i manna minnum. Rafmagnslaust var alla nóttina og i gær en reiknað var með að það kæmist i samt lag i gær- kvöldi. Mölin fauk af götunum A Þorlákshöfn er lika sögu að segja. Þar fuku þök af húsum og varð af mikið tjón. Talið er að uppundir tiu hús hafi orðið fyrir skemmdum og sum ný. Rauða- möl sem nýlega var borin á götur Þorlákshafnar fauk um eins og lausamjöll og loftnet á húsaþök- um kengbognuðu. Svo giftusam- lega tókst til, að ekki urðu skaðar á fólki og má það teljast mildi þvi margir voru úti við i óveðrinu að reyna að bjarga þvi sem bjargað varð. Slikt var þó nánast vonlaust þvi veðrið var naumast stætt og auk þess fór rafmagn af og þorpið _myrk.vaflis.L-BenédikL- Thoraren-- sen fréttaritari Timans á Þor- lákshöfn sagði, að fólk þar um slóðir væri vant tiu til ellefu vind- stiga veðri, en ósköpum á borð við það sem gekk á i fyrrinótt myndi enginn eftir þar. Lögregla á húsþökum A Sauðárkróki var ofsaveður milli kl. 24 og 3 og að sögn Gutt- orms öskarssonar kemur slikt veður aðeins örsjaldan þar. Plöt- ur fuku af mörgum húsum og litil trilla sökk i höfninni. Lögregla og hjálparsveitir voru úti við fram undir morgun við að aðstoða fólk i vandræðum. Má geta þess, að lögreglumenn fóru upp á þak sýslumannsbústaðarins, þegar plötur tóku að losna þar og festu þær niður. í sveitum i nágrenninu fuku þök af útihúsum og plötur og sleit úr heyjum. Gat á þakið A Akureyri fuku plötur af mörgum húsum og á einum stað lenti plata i stórum glugga á ibúðarhúsi og braut hann að sjálf- sögðu. 1 öðru ibúðarhúsi, kom gat á þakið og viðarklæðning i stofu skemmdist mikið. A elliheimilinu fuku hurðir upp trekk i trekk og var lögreglan send á staðinn til að gera ráðstafanir. Lögreglan var úti við fram eftir nóttu til að að- stoða fólk. Þá fauk jólatréð á Ráðhústorgi um koll. Plötur fuku af flugstöðinni á Akureyrarflug- velli og lentu á jarðýtu, sem Fokker Friendship flugvél var bundin við, en ekki hafði verið unnt að koma henni inn i flugskýl- ið vegna veðurs. F'ólkið komst ekki úr flugvélinni Flugvél frá Flugfélagi Islands, sem kom frá Egilsstöðum i fyrra- kvöld, gat ekki lent á Reykjavik- urflugvelli vegna veðurs, og hélt hún þess vegna áfram til Keflavikur. Þar tókst lending. En björninn var ekki unninn. Stórviðrið var slikt að ekki var þorandi að hreyfa flugvélina eftir að hún hafði staðnæmzt á braut- inni. Voru hreyflar hafðir i gangi og vélinni beitt upp i vindinn. Urðu farþegar að dúsa i henni i hálfan fjórða klukkutima, unz loks var hægt að hleypa þeim út. Vélarskemmd i Sólfaxa Á Keflavikurflugvelli var ofsa- veður i fyrrinótt eins og mjög viða annars staðar, og virðast skemmdir hafa orðið á vél þot- unnar Sólfaxa. Fyrir mótornum er hringlaga hlif, sem fór frá i véðílnu, ög mUn aðskotahlutur hafa komist i hann. Þetta kom i ljós i gær, þegar setja átti vélina i gang, og var verið að kanna i gærkvöldi, hvað skemmzt hefði. Mikið tjón i Reykjavík t Reykjavik varð mikið tjón af völdum ofsans. Þakplötur fuku viða af húsum og ollu skemmdum á öðrum húsum. Rúður brotnuðu i húsum viðsvegar um borgina, þvi að alls konar rusl var á ferð og flugi, og urðu margir að negla fyrir glugga sina til bráðabirgða. Aðstoðarbeiðnir til lögreglunnar komu frá 58 stöðum i Reykjavik, en langt er frá þvi að allir þeir, sem þurftu á aðstoð að halda eða urðu fyrir tjóni vegna veðursins, hafi hringt i lögregluna, þvi að Framhald á bls. 19 Stóra mastríð fauk! Klp-Reykjavik I ofviðrinu i fyrrinótt fauk um koll ein af stóru loftnetsstöngunum, sem eru á Suðurnesinu á Sel tjarnarnesi, þar sem nú er golfvöllur Golfklúbbs Ness. Þessi stöng var ein af fjórum, sem þarna hafa verið s.l. 22 ár og var hún yfir tuttugu metra há og vó nokkur hundruð kíló. Þar sem stöngin féll á hlið- ina var hús, sem i eru geymd tæki frá Landsimanum og Flugumferðarstjórn. Féll stöngin um einn metra frá húsinu, en ef hún hefði lent á þvi, hefði þarna orðið milljóna tjón, þvi að mörgaf tækjunum i húsinu eru mjög verðmæt. Framhald á bls. 19 Landlæknir á Þingeyri um jólin Á Þingeyri hefur ekki verið læknir að undanförnu, en i gær kom þangað fljúgandi Ólafur Ólafsson landlæknir ásamt fjöl- skyldu sinni, og ætlar hann að sinna héraðslæknisstörfum á Þingeyri um jólin. Ekki er að efa að þetta er mjög kærkomin „jóla- gjöf” til ibúanna, sem að undan- förnu hafa orðið að búa við það ó- öryggi sem læknisleysi fylgir; Sýnir landlæknir þarna gott for dæmi með þvi að dveljast um há- tiðarnar á Þingeyri. nin nemur 22 milljónum Klp-Reykjavik. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu færði i gær landhelgissöfnuninni 100 þúsund krónur að gjöf. Að sögn Jóns Ásgeirssonar fram- kvæmdastjóra söfnunarinnar, nemur hún nú um 22 milljónum króna og er nú orðin stærsta söfn- un, sem nokkurntiman hefur farið fram hér á landi. • •• slapp við illviðrið GS-lsafirði Ekkert"var að veðri á tsafirði i fyrrinótt og fóru bátar á sjó eins og venjulega . I gær lönduðu Guðrún 40 lestum og skuttogarinn nýi, Július Geirmundsson, 65 lest- um. Hann er búinn að vera á veið- um i tiu daga og heftir aflað alls 115 lestir. Samgöngur hafa verið góðar við Isafjörð. Á fimmtudaginn komu fjórar flugvélar frá Reykjavik og fluttu þær alla far- þega fram og til baka, sem þurftu að komast fyrir jól. - Laugardagur 23. desembcr 1972 X V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.