Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 6
6 TiMINN Sunnudagur 24. desember 1972 Margir munu njóla Nállúru þcssi jólin. ..... og mælti: engillinn — ó sjá, kom hvað Náttúra(n) ber i skauti ser iVLagic Key llpplaka: Orange Studio, Londoú, október ’72. Upplökumenn: l)ave llumphires, Keilh Allen. AöstoöarmafUir: Kinar (iunnars- son. Umslag: Kgill Kðvarðs. Ilönnun baksfðu: Dekor. Tónlisl — Útsetning: Náttúra. A.A.: Alliert AAalsleinsson. Sérslakar þakkir til: llelga Itcrgs Kgils KAvarAs J.P.Ci. „Unele Julius” AslarkveAja Náttúra. Ol'angreindar upplýsingar er að finna á blaði nokkru, sem fylgir nýútkominni plötu hljómsveitar- innar Náttúru.Auk þess má svo bæta við, þótt flestir viti það vafa- laust nú þegar, að hér er um breiöskifu að ræða, sem hefur að geyma alls 9 lög, þar af tvö „instrumental” (án Ijóða). Lögin eru öll el'tir hljómsveitarmeðlim- ina, þar af 5 eftir gitarleikarann, Björgvin Gislason; 3 eftir orgel- leikarann og söngvarann, Karl Sighvatsson, og 1 eftir bassaleik- arann, Sigurð Arnason. Þrir text- anna eru eftir Albert Aðalsteins- son.rótara Svanfriðar.Hinir fjór- irerueftir: söngkonu hljómsveit- arinnar, Shady Owens, trymbil- inn Ólaf Garðarsson, Sigurð Árnason og Jóhann G. Jóhanns- son (fyrrum liðsmann Náttúru). Náttúra (Nattura Records) gefur plötuna út sjálf. Áður en lengra er haldið lang- ar mig að láta i ljós þá skoðun, að Shady Owens og Karli Sighvats- syni sé að likindum hvað mest að þakka, hve hljómsveitinni tekst vel upp á þessari fyrstu plötu sinni. Shady er án alls efa lang- bezta poppsöngkonan hérlendis, (reyndar er þar ekki úr svo auð- ugum garði að gresja), stendur jafnvel ýmsum þekktum söng- konum heimsins á sporði. Að visu hefur Shady oft tekizt misjafn- lega upp, einnig á þessari plötu, en henni hefur farið mjög fram á siðustu árum. Orgelleikur Karls er löngu við- urkenndur sem einn sá bezti, sá albezti að minu áliti, hér á landi. Má vel bera hann saman við ýmsa þekkta músikanta i popp- heiminum I dag. Could it be founder fyrsta lagið á plötunni og er eftir Björgvin. Má segja, að þaö sé tveir kaflar, annars vegar hraöur kafli með hálfgerðum „country-western”- (Timamynd: Róbert) anlega eftir að heyrast oft i út- varpinu okkar, sem kynningarlag eða annað. Hið geysifjölhæfa hljóðfæri „Moog Synthesiser” er aktivt i höndum Kalla S. i þessu lagi, þótt engin séu þar stórvirki unnin, enda þess vart að vænta, þar sem nána reynslu af svo flóknu tæki þyrfti þar til. III,II) B. Fyrsta lagið er My magic kcy (lag: Kalli, texti: A.A.) Þetta er titillag plötunnar, en sómir sér alls ekki sem slikt. Slakt „commercial” lag. Ljósi punkturinn er ,,moog”-leikur Kalla og söngur. Tigcr er með texta Shadyar, tileinkuðum látn- um vini i Kópavogi, hundi. „Tiger — You are mean little rascal”. Vel sungið Shady! Confusion, lag og texti eftir Sigurð Árnason (bassaleikara Náttúru). Hér fær hinn stórgóði bassaleikur Sigurðar að njóta sin. Lagið er verulega rytmiskt með Nice blæ. Ágætt lag, raunar eitt það bezta þunga rokk, sem samið hefur verið hér á landi. Litið hef- ur heyrzt af lagasmiðum Sigurð- ar, en hann fer hér sannarlega vel af stað. Since I found youer eftir Björgvin Gislason, en „hjart- næman” og einfaldan textann hefur Jóhann G. Jóhannsson samið. Karl Sighvatsson beitir hér „moogtnu” mjög skemmti- lega. Söngurinn i þessu lagi er dæmigerður fyrir Kalla og fellur hann vel að lagi og texta. Siðasta lagið á plötunni er A little liymn for lovc and peace (Litill ástar- sálmur og friðar) eftir Kaila S. Söngtextinn er fyrsti stafurinn i stafrófinu -a, sem allir kyrja i einum kór. Þvi miður snerti lagið mig ekkert, hvorki i ástar/friðar- átt né aðrar „höfuðáttir”. Að lokum: Eins og þegar er komið fram, eru mörg lög plöt- unnar góð, sum meira að segja mjög góð. En sé hlustað á hana i heild, báðar hliðar látnar „lúlla” i gegn, kemur hún einhverra hluta vegna ekki eins vel út. Það vantar fullmótaðan heildarsvip. Lögin eru nokkuð ósamstæð, sem sjaldan er til góðs á einni og sömu plötu. Hinu verður ekki neitað, að þetta er góð frumraun af hálfu hljómsveitarinnar, sem vissulega lofar góðu, enda skipar valinn maður hvert sæti. Er þess að vænta, að margir njóti Náttúru þessi jólin! stil, þar sem bassinn og Shady kveðast á, og hins vegar melan- kólskur miðkafli, þar sem hárfinn sólóleikur Björgvins og orgelleik- ur Kalla fléttast saman. I þessu lagi sem öðrum á plötunni l'innst mér það helzt að söng Shadyar, að enda þótt hann sé framinn af alúð og smekkvisi, þá skortir yf- irleitt nokkuð á sanna innlifun. Annars er lag þetta allvel sungið. Textinn, sem er eftir Albert, er smekklegur og vel unninn. Out ol' tlie daikness er næsta lag. Þetta er eitt albezta lagið. Má segja, að allir sameinist um að gera það þannig úr garði. Það er einhver dulúð yfir þessu lagi, sem gerir það afar áheyrilegt (höf. Björgvin). Söngur Shadyar er aldeilis frábær. Ólafur Garð- arsson sannar það enn einu sinni, að hann er einn okkar albeztu trommuleikara. Still hans er ein- hvern veginn svo sannur og nátt- úrulegur (i eiginl. merk.). Ólafur er einnig höfundur textans, sem er einn sá bezti á plötunni. Lagið Gethsemane Garden er nokkuð l'jörugur rokkari eftir Kalla S. Mun það vera tileinkað táningun- um i Tónabæ, sem hljómsveitin hefur löngum skemmt, og var með islenzkum texta upphaflega, hét llallgrfmur kvað.Kalli frem- ur sönginn og er ekkert sérstakt um hann að segja. Kalli er enginn stórkarl á þessu sviði, en hefur þó vissa taktik og lifir sig gjarna inn i það, sem hann syngur. Einhvern veginn finnst mér, að blessaður „Garðurinn” beri smá keim af lögum Trúbrots. Síðasta lagið á siðu eitt er instrumental og nefnist Buttcrfly. Gott lag. Þetta er lengsta lagið á plötunni, tekur einar 6 minútur i flutningi. Höfundur er Björgvin Gislason, en með framlagi sinu á plötunni treður hann fram sem einn albezti lagasmiður i poppi hér á Mörlandi. Lokastefið i Butt- erflv er undurfallegt og á áreið- Popp-punktar Brezki poppsöngvarinn David Bowie nýtur geysilegrar og verðskuldaðrar liylli i dag. Ilann var fyrst uppgötvaður fvrir tæpum tveim árum, en siðan hefur stjarnan stigið af- ar hratt. Lftið sem ekkert hef- ur hcvrzt mcð honum hcrlend- Brezka grúppan Yes er um þessar mundir að vinna að gerð nýrrar ,,live”-plötu, sem tekin var upp á hljómleika- ferðalagi grúppunnar i Kanada i nóvember. Er þess vænzt, að platan komi út eftir einn til tvo mánuði. Deep Purple er nýkomin heim til Bretlands úr hljómleikaferð um Bandarikin, þar sem hún hiaut gullplötu fyrir söluna á siðustu plötu hennar, sem hef- ur selzt i meira en milljón ein- tökum. ♦ X $ X JS- X «■ X- s- X X X «• X « X X X X X X X ****☆+*+☆*☆*☆*☆*☆+☆*☆*☆+☆★☆★*★☆*☆*☆★☆★*★**☆* Aheyrileg plata Tónaútgáfan á Akureyri hefur sent frá sér nýja breiðskifu með 12 gömlum og góðum harmonikulögum, leiknum af Örvari Kristjánssyni.- Með honum leika einnig Gunnar Tryggvason á gitar og bassa, og Július Fossberg á tromm- ur. Platan er i stereo,og ann- aðist Pétur Steingrimsson upptökuna, en pressun er gerð i Danmörku. Albúmið ákaf- lega smekklegt og vel unnið. Er það i brúnum lit og sýnir framhliðin örvar með nikk- una uppi á gömlu vagnskrifli á túni uppi i sveit. Hæfir það vel innihaldi plötunnar, þar eð nikkan hefur löngum verið tengd sveitunum og hefur allt- af átt þar miklu fylgi að fagna. Á bakhliðinni er örvar enn með nikkuna, en nú er hann staddurúti á miðju Þórunnar- stræti á Akureyri, klæddur samkvæmt nýjustu tizku. Mætti vel tengja þessa mynd i samband við það, að fylgi nikkunnar er nú að aukast á nýjan leik i kaupstöðum landsins. Hér i Reykjavik er t.d. áberandi, hve unga fólkið er farið að sækja gömlu dans- ana mikið. Ljósmyndir hefur Asgrimur Ágústsson gert, en prentun albúmsins er unnin i Valprent h.f. á Akureyri. Vikjum nú fáeinum orðum að innihaldi plötunnar. Langt er siðan ég hef heyrt eins góða plötu með þessari tegund tón- listar. Nánast hvert lag er sprell-fjörugt. Maður kemst bara i ofsa stuð við að heyra blessaðar „Spönsku næturn- ar”.Af öðrum lögum plötunn- ar má nefna Sunnan sex,eftir Gunnar Tryggvason, Valsa- syrpu (gamla húsganga), Fiskimannaljóð frá Capri (Gústav Vinkler) og Tyrol Polka (Ilasse Wallinn).Þá eru á plötunni tvö lög eftir örvar sjálfan, t þórskastriði og Á landstiminu. Platan er vel leikin. Vel hefur tekizt að samstilla og samræma hljóð- færin, ekkert þeirra sker sig illa úr, eins og stundum vill verða. Gitar- og bassaleikur Gunnars Tryggvasonar kem- ur vel út i flestum laganna. All gott „sound”. örvar Kristjánsson er fædd- ur i Reykjavík, en fluttist snemma til Hornafjarðar, þar sem hann ólst upp. Hann er sjálfmenntaður harmoniku- leikari, en byrjaði snemma að fitla við „dýrið”. Siðustu árin hefur örvar búið á Akureyri og leikið þar með ýmsum hljómsveitum. Geirmundur Valtýs- son — Tónaútgáfan. Þetta er tveggja laga stereo- plata. útsetningu og hljóm- sveitarstjórn annaðist Gunnar Þórðarson. Upptaka: Pétur Steingrimsson. Pressun: EMI, Danmörk. Lögin heita hvorki meira né minna en „Nú er ég léttur” (Geirmundur Valtýsson) og „Nú kveð ég allt "(Geirmundur Valtýsson, Guðrún Gisladóttir). Ekki verður mörgum orðum eytt i þessa plötu hér, en sú spurn- ing vaknar, hve langt sé hægt að ganga i samningu laga- texta. Manni rennur hreinlega „kalt vatn milli skinns og hör- unds” við að hlusta á þessa. Sýnishorn: „Nú er ég léttur, já orðinn nokkuð þéttur. Ég er i ofsa stuði og elska hvern sem er.” Segja má, að þessi frasi gangi út i gegn. Hinn textinn er ámátleg dalakerlingar- væla. Um lögin er mjög það sama að segja, sannkallað pissvatn. Söngurinn er mjög við hæfi hvors tveggja. Erfitt hlýtur að vera að útsetja van- skapnað sem þennan, en G.Þ. hefur þó bjargað þvi»-sem bjargað varð. Og viti menn. Þessu lik tónlisf grasseraði i öllum óskalagaþáttum út- varpsins mánuð eftir mánuð i sumar og gerir kannski enn. Ó, þú „islenzka tónlistar- menning”, hvar ert þú á vegi stödd. . . . ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.