Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 11
Sumiudagur 24. desember 1972 TÍMINN 11 Útgefandi: Framsóknarfíokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaös Timáns).; Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason,. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306Í Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald. 325 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Jólaboðskapurinn Boðskapur jólanna hljóðar um frið á jörðu. Það verður ekki sagt, að sprengjurnar, sem hafa fallið i Norður-Vietnam að undanförnu, séu i anda þess boðskapar. Þó er þeim varpað á varnarlaust og saklaust fólk i nafni friðarins. Sannarlega eru þær ömurlegt dæmi um, hve skammt mannkynið er enn komið á braut frið- arins. En það er viðar en i sambúð þjóðanna, sem friðarhugsjónin má sin litils. Þetta gildir ekki siður um sambúð þegnanna innan hinna ýmsu og óliku þjóðfélaga. Viða um heim drottnar lit- ill minnihluti yfir almenningi og beitir hinu fullkomnasta harðræði i nafni frelsis, jafnaðar og lýðræðis. Sá yfirborðsfriður, sem rikir i þessum löndum, er byggður á fjölmennu lög- regluliði, fangelsum og geðveikrahælum. Þannig fer fjarri þvi, að friður riki i sambúð þjóða og einstaklinga. En það er ekki öll sagan. Alltof marga einstaklinga skortir hinn innri frið, sem einn getur veitt hina sönnu hamingju. Þeir láta kapphlaupið um hin fallvöltu verald- legu gæði trufla sálarfrið sinn. Vafalitið fjölgar þeim einstaklingum, sem hafa þannig glatað andlegum styrk sinum og öryggi. Svo furðulegt er, að sálarróin virðist oft minnka i sama hlut- faíli og hin ytri skilyrði batna. Fullnæging á einu sviði leiðir til þess, að enn meira er kraf- izt á öðrum sviðum. Ýmsir kunna að álykta þannig, að ekki sé til mikils að vera að flytja friðarboðskap undir slikum kringumstæðum. Vafalitið er þessu þó öfugt farið. Leiðin úr ógöngunum er að beina huganum frá kapphlaupinu um veraldlega vel- gengni og að þvi eina öryggi, sem stenzt, þegar á reynir, hinum innra friði. Allt annað er fall- valt. Allt annað getur brugðizt. Sá maður einn, sem hefur öðlazt hinn innri frið og öryggi, byggir lif sitt á bjargi. Hann þarf engu að kviða. Það er mikið rætt um geðverndarmál og geð- veikrahæli um þessar mundir. Vissulega fer þörfin fyrir geðveikrahæli ört vaxandi. Ef til vill finnst ýmsum það ósennilegt, þegar sagt er, að kirkjan, sem byggist á kenningum jóla- barnsins frá Betlehem, sé og geti verið það afl, sem dragi mest úr þörfinni fyrir geðveikra- hæli. ótrúlega stór er sá fjöldi, sem kenningar jólabarnsins hafa fært þá hugarró, sem reynist bezt allra gæða lifsins. Hennar þarfnast menn meira nú en nokkru sinni fyrr, þessvegna hafa kenningar Krists aldrei verið mikilvægari og timabærari. Hjá þeim, sem þær ná fótfestu . hjá, eru ekki aðeins jól einu sinni á ári, — held- ur alltaf. Gleðileg jól Karl Stankiewitz, Stuttgarter Nachrichten: Ofbeldi í sjónvarpi eykur árásarhneigð unglinga Áreiðanlegar rannsóknir hafa leitt það í Ijós NOKKRIR kennarar sýndu fram á verulega aukningu of- beldis i þýzku sjónvarpsefni. Forstöðumaður útvarpsstöðv- arinnar Hessischer Rundfunk sagði þetta vafasaman ,,lik- indareikning". Hammer- schmidt, forstöðumaður út- varpsstöðvarinnar Súdwest- funk,sagði, að margir þeirra, sem væru að athuga árásar- hneigð, drægju ályktanir sinar af misjöfnu framferði skóla- barna i friminútum. I Panor- ama, fréttatimariti útvarps- stöðvarinnar Norddeutscher Rundfunk, var drepið lauslega á þetta efni, en önnur dagskrá lét nægja að segja blátt áfram, að niðurstöður athugana Eng- ilsaxa i þessu efni gætu naum- ast átt við aðstæður i Þýzka- landi. Satt er að visu, að stutt er siðan að farið var að kanna sambandið milli árásar- hneigðar barna og sjónvarps- efnisins, sem þau horfa á, en eru niðurstöður þeirra jafn vafasamar og forráðamenn sjónvarps i Þýzkalandi vilja láta i veðri vaka i eyru áhorf- enda, sem eru einmitt teknir að efast um, hverju þeir eigi að trúa? Timaritið Eltern reyndi að komast að niður- stöðu i þessu efni og naut þar aðstoðar niu visindamanna og 30 foreldra i Múnchen. öll urðu þau nokkurn veginn á einu máli um, að hættan, sem oft væri reynt að gera litið úr, sé enn meiri en unnt var að gera sér i hugarlund eftir nið- urstöðum fyrstu kannananna. AUÐVELT er að komast að raun um þetta, þegar athug- aðar eru niðurstöður nýlegra fjöldakannana, sem gerðar hafa verið hér og hvar, án þess að nokkurt samband væri þar i milli. Volkswagenstofnunin kostaði könnun, sem Herbert Heinrichs háskólakennari i Hildesheim annaðist. Hann fylgdist i 17 mánuði með 34 grunnskólanemum á aldrinum átta til ellefu ára. Þegar þeir höfðu horft á venjulegt sjón- varp i fimm mánuði.var orðið „spennandi" og önnur slik notuð til þess að lokka þá til að horfa oftar en eðlilegt var á sjónvarpsefni, sem sýndi beit- ingu ofbeldis. Átján nemendur fylltust hrifningu og hurfu meira og meira að þessu ráði, en hinir 16 héldu venjum sin- um óbreyttum. Svo var komið i lok athugun- artimabilsins, að árásar- hneigð þeirra nemenda, sem létu ginnast til að skipta um sjónvarpsefni, hafði aukizt i 111% saman borið við það, sem var i upphafi tilraunar- innar, og einnig i samanburði við börnin, sem ekki breyttu venjum sinum um myndaval. Handalögmál á leikvelli og reglubrot á iþróttavelli ukust um 11%, svo og beinar eftirlik- ingar þess, sem horft var á i sjónvarpinu, eins og ýmis at- riði úr. striði, handtökur og þess háttar. ÞAR með er sagan þó ekki öll sögð. Innan tiðar kom greinilega á daginn, að nem- endurnir, sem höl'ðu fengið aukinn skammt ofbeldis- mynda i sjónvarpinu, vöndust beinlinis á hvers konar vald- beitingu, (t.d. likamlegar refsingar og illa meðferð á dýrum). Sjaldnast minntust börnin lengi einstakra atriða myndanna, sem þau höfðu horft á i sjónvarpinu, en þau héldu eigi að siður áfram að beita ofbeldisaðferðunum, sem þau höfðu séð beitt. Ekki varð þess vart, að nokkur munur væri á áhrifum leik- inna og sannra atburða. Heinrichs háskólakennari segir ennfremur um niður- stöður könnunarinnar: „Börnin, sem fengu stóra olbeldisskammtinn i fjölmiðl- um, voru einnig við lakari heilsu en hin, höfðu minni áhuga á skólanáminu, og af- staða þeirra til foreldra, syst- kina og skólalelaga var mun flóknari og sambúðin árekstrasöm". FJÓRIR piltanna sættu sér- stakri meðferð.og sonur Hein- richs háskólakennara vareinn af þeim. Ofbeldisskammtur þeirra i sjónvarpinu var auk- inn með'þeim hætti, að þeir voru boðnir hver heim til ann- ars til þess að horfa á sjónvarp og sáu með þeim hætti allt upp i 93 ofbeldisatvik á viku. Þá urðu þeir deilugjarnir, ósann- gjarnir og striðnir. Þeir fóru að ráðast á skólafélaga sina að tilelnislausu, og ribbaldahátt- urinn varð ekki dulinn. Þessir fjórmenningar vildu helzt sitja og horfa á ofbeldisþætti i sjónvarpinu fram á nótt. Heinrichs prófessor segir i skýrslu sinni, að ofbeldi i ljöl- miðlum leiði sennilega til svipaðrar hegðunar og óeðli- legar hneigðir, og siaukin elt- iröpun herði þar á. Þetta hafi ennlremur þær afleiðingar, að fórnarlömbin glati hæfileika sinum til lýðræðis og sam- vinnu. Ekkerl sé til, sem verki jaln eindregið gegn Iriðar- hneigð. F’orráðamenn sjón- varps geti ekki íramar visað þessu frá með þvi að halda þvi fram, að niðurstöður rann- sóknanna séu sundurleitar og þvi ókunnugt um áhrifin enn. NIÐU RSTÖÐUR nýrra kannana i Bandarikjunum leiða hið sama i ljós og ganga jafnvel enn lengra. Robert M. Liebert kennari i sálarfræði við rikisháskólann i New York segir Irá tvöföldun og þreföld- un ofbeldishneigðar hjá börn- um, sem voru látin horfa á of- beldisþætti i sjónvarpi ellelu daga i röð. Við aðra tilraun voru mörg þriggja til fimm ára börn látin horfa á svipaða sjónvarpsdagskrá , og sýndu 88%> þeirra greinilega aukna olbeldishneigð. Þau voru látin hafa um fjölbreytileg leikföng að velja, en kusu sér jafnan þau leikföngin, sem nota mátti i árásarleik. 434 niu til ellefu ára börn voru einnig athuguð. Þau vöndust á að jafna hvers konar ágreining með afli, og drengirnir gerðust fráhverfir telpunum. Liebert tók saman niður- stöðurnar og afhenti heil- brigðisyfirvöldum, sem ætl- uðu að birta þær i opinberri skýrslu. Þegar skýrslan birt- ist.sakaði Liebert yfirvöldin um, að hafa dregið fjöður yfir hinar neikvæðu niðurstöður. Hann birti nakinn sannleikann i Munchen og sagði þá, að óhætt væri að fullyröa alveg hiklaust, að ofbeldismyndir i sjónvarpi stuðli blátt áfram að ofbeldi barna i dagfari, meira að segja þó aö börnin horfi ekki á slikt efni nema i fáeinar klukkustundir og jafnvel aö- eins nokkrar minútur. VENJULEGA er haldið fram, að ol'beldisþættir i sjón- varpi séu einungis hlátursefni. Udo Undeutsch sálfræðingur frá Köln hafnaði þeirri kenn- ingu gersamlega i dómi sinum um þýzka barnamyndaflokk- inn „Schwinchen Dick”, þar er oft um að ræða að deyða veiðidýrið með tæknibrögð- um, en eðlileg og skynsamleg ástæða er alltaf augljós. Þessi lilvik segir sálfræðingurinn sérlega hættuleg, einmitt vegna þess, að börn eigi miklu hægara með að seta sig i spor dýra en manna. Undeutsch flutti fyrirlestur um þetta efni i Munehen og fullyrti þar meira að segja, að auknar ofbeldislýsingar i sjónvarpi eigi „mjög veruleg- an þátt” i auknum afbrotum barna og unglinga. A árunum 1955 til 1970 fjölgaði ránum tiu til fjórtán ára barna um 728%r ránum 14-18 ára unglinga um 555%) og ránum 18-21 árs ung- menna um 540%>. EN hvernig á þá að bregðast við þessari hættu, sem ábyrgir lorráðamenn sjónvarps taka naumast alvarlega og loreldr- ar geta litið gert við? Un- deutsch krafðist blátt áfram „sálrænnar umhverfisvernd- ar" börnunum til handa. Alphons Silbermann sálfræð- ingur i Köln hvatti höfunda sjónvarpsþátta til að leggja að mörkum lyf gegn áhrifum of- beldisgjarns heims. Theodor Hellbrúgge barna- læknir frá Munchen mælti með sérstakri varfærni með sjónvarp fyrir börn undir fjög- urra ára aldri, þar sem grunn- urinn að félagsþroska manns- ins væri einmitt lagður fyrslu l'jögur ár ævinnar, „en sjón- varp getur haft þar aíar spill- andi áhrif". HASKÓLAKENNARARN- IR Heinrichs og Liebert eru l'arnir að kanna möguleika á gjörbreytingu barnaþátta i sjónvarpi. Heinrichs hel'ir Iramkvæmt l'yrstu umfangs- miklu kannanirnar á skóla- sjónvarpi og vinnur nú að „uppbyggjandi dagskrám”. Barnasálfræðingurinn Liebert er byrjaður tilraunir i lorskóla einum með kannanir samtim- is á áhrifum „olbeldismynda, hlutlausra þátta og félagslega bætandi dagskrárliða" fyrir börn. t Ijós kom eftir fyrsta mánuðinn, að börnin, sem horfðu á nýju þættina, sem þó voru næsta ófullkomnir tækni- lega, sýndu verulega bætta hegðun. Jafnvægi þeirra jókst til dæmis greinilega og vald þeirra á skapi sinu. „Við þörlnumst mikilla fjárframlaga til þess að bæta sjónvarpsdagskrána, sem börnum okkar er ætluð”, segir Liebert háskólakennari og beinir þar orðum sinum til ábyrgra forráðamanna sjón- varpsins. „Við þörfnumst efn- is, sem lætur ekki aðeins undir höfuð leggjast að sýna ofbeldi, heldur lýsir einnig mannlegu samlifi og sýnir hvernig fara eigi aö þvi að komast klakk- laust frá nútima lifi. Að öðrum kosti hljótum við að enda i hreinni villimennsku innan tveggja áratuga".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.