Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 13
12 Suihhidagur 24. dcsember l!(72 13 Suiinudagur 24. desember 1!172 „Þó desember sé dimmur, dýrleg á hann jól... Timinn sneri sér i gær til nokkurra manna og bar upp þá spurningu, hvernig þeir hugsuðu til jólanna og hvað þeir byggjust við að gera hátiðisdagana. Allir brugðust vel við þessu, og fara hér á eftir þau svör, sem við fengum. II sem vift þyrftum að hafa með- feröis . En ég vona, aö ég geti fariö upp eitir i kringum ára- mótin eöa upp úr þeim. ólnfur .lóhnniicssoii,forsælisráö- herra: t>vi er fljótsvarað. Ég verð á heimili minu i ró og næöi, og ætli það verði ekki helzta frávikið, aö við hjónin l'örum i kirkju eins og viðerum vön að gera. Eg ætia að lesa bækur.sem mér hafa áskotn- azt — góðar bækur, sem ég hef yndi al', ef tómstundir geíast til þess að lesa þær rækilega. Ilnlldór K. Sigiirðsson, fjármála- ráðherra: Ætli ég sol'i ekki mest um jólin? Þetta hafa verið strangir dagar aö undanförnu, vinnutiminn langur og i mörg horn að lita. Ég hlakka mest til þess að hvila mig. A aðfangadagskvöldið förum við hjónin þó i kirkju, þvi að það er fastur siður okkar, og frá þvi vikjum við ekki á hverju sem gengur. Helzt af öllu hefði ég kosið að komast i Borgarfjörð, en af þvi getur nú ekki orðið um þessi jól. Við erum búin að flytja heimiliö hingað til Reykjavikur að lang- mestu leyti. og það væri talsvert umstang, sem við leggjum ekki i, að l'ara upp i Borgarnes með það. Kinar Agústsson, utanriKisrdo- herra: Það er fljótlegt að skýra frá þvi, hvernig ég hyggst verja þessum jólum. Það verður á sama hátt og alltaf hel'ur verið. Min jól eru fjöl- skyldujól. Ég verð heima hjá fjöl- skyldu minni, en það hefur nú ekki verið of mikill timi til sliks að undanförnu, en nú gefst til þess kærkomið tækifæri. Einnig hef ég mikinn hug á þvi að lita eitthvað i bók. Að undan- l'örnu hefur maður ekki lesið neitt nema skýrslur og töflur, og þaö verður kærkomin tilbreyting hjá mér að lesa eitthvað af þeim bók- menntum, sem komið hafa út núna um jólin. Meira veröur þetta nú held ég ekki. Þetta eru að visu nokkuð löng jól, þannig að maður hefur betri tima en oft áður á jólum, og ég hugsa gott til þeirrar hvildar og hressingar, sem jólin muni l'æra mér. Magmis Kjarlanssoii, iðnaðar- málaráðherra: Ég er vanur þvi að eiga friðsæla daga um jólin. Ég held mig heima við. lit i bækur. eftir þvi sem timi vinnst til, og hlusta á góða tónlist. annaöhvort i útvarpi eöa af plötum. Ég er svo gæfusamur að eiga góð hljómflutningstæki, sem oft hafa veitt mér mikla ánægju. A jóladaginn verður fjölskyldu- boð hjá okkur hjónunum.eins og venja hefur verið, og þá dansa ég kringum jólatré með börnunum. Þaö vona ég, að veröi svipað nú og áður. Magnús Torfi ólafsson, mennta- málaráðherra: Ef veður veröur til, ætla ég að halda mig sem mest undir beru lofti. Það er minn eini staðfasti ásetningur, er ég hugsa til þess, hvað ég muni gera jóladagana. Annars hef ég litinn tima haft til þess að leiða hugann að þvi, hvað ég geri um jólin. En gönguferðir eru mér yndi, bæði sumar og vetur, og ég hef jafnmikla ánægju af þvi að ganga um hraún og heiðar og fjörur og strendur, þvi að alls staðar talar náttúran sinu máli. Já — það skiptir mig ekki mestu máli, hvert ég legg leið mina i svona ferðum — bara ég sé laus við bila- ösina. jafnan hjá okkur á jólum og setja sinn svip á hátiðina. Við syngjum jólasálma og lesum jólaguð - spjallið, og svo erum við aö sjálf- sögðu meö jólatré. Aöalréttur jólanna er hangi- kjöt, en aftur á móti hefur sá siöur að baka laufabrauð aldrei komizt á hjá okkur. yí: •• Ragnar Stefánsson, Skaftafelli: Það, sem okkur hér er efst i huga fyrir þessi jól, er hvort við munum fá nokkurn jólapóst. Verður hægt að fljúga? Það er spurningin stóra. Tiðin hefur verið mjög umhleypingasöm, en hlý. Rigningar hafa verið talsvert miklar.og það er vöxtur f vötnum. Jólahaldið verður að sjálfsögðu likt og undan farin ár. Hér er nú litið af rjúpum, enda hefur sá siður ekki komizt á hér að hafa þær á jólunum. Heilsufar er gott hér um slóðir, og þvi ekki aörar fréttir að segja en þær, sem löngum eru kallaðar góöar fréttir. Sigiirbjörn Kinarsson, biskup: Heimili okkar hefur mótazt i nokkra áratugi og er komið i fast form. Börn okkar og barnabörn eru Stcfán Jóliami Stefánsson, fyrrv. forsætisráðherra: Ég ætla að lesa, skrifa og sofa. Séra Haukur Agústsson, Hofi i Vopnafirði : Þaö var siðari hluta dags, 21. des. siðast liðinn — sem var skemmsti dagur ársins að þessu sinni-, sem við náðum tali af séra Hauki Agústssyni á Hofi i Vopna- firði. Honum sagðist svo frá: Hér er búið að vera fagurt veður i dag, eins og reyndar marga aðra daga að undanförnu. Það er skafheiður himinn, sólin nýsetzt og enn birta á fjöllum. Aður var kominn mikill snjór, einn hinn mesti, sem komið hefur lengi um þetta leyti árs, en svo gerði ágætar hlákur, og nú má heita autt i byggð, að minnsta kosti alls staðar, þar sem ein- hverjir hávaðar eru. Nokkurt frost er, einkum að nóttu til, og noröurljós hafa stundum verið undrafögur i vetur. Það er búið að reisa tvö jólatré i kauptúninu, og er annað hjá félagsheimilinu, en hitt við kirkj- una. Það er enn fremur búið að halda litlu jólin, bæði i Torfa- staöaskólanum og eins i þorpinu. Þá er og gert ráð fyrir að halda kirkjukvöld i Tangakirkju, hið fyrsta i sögunni. Ég vil gjarna.að þú komir þvi til skila, að ég sem aðkomumaður, hef undrazt hve vel kaupfélagið á Vopnafirði er búið aö vörum og hversu góða þjónustu þaö veitir. Þá er og nóg til af bókum i bóka- búð kaupfélagsins. Um sjálfs min jólahald er þaö að segja, að ég þarf auðvitað aö vinna á þeim dögum, eins og aðrir prestar. Það verða messur bæði á Hofi og á Tanga um hátiðirnar. Ég hlakka til jólanna, enda er ég nýbúinn að heimta eiginkonuna heim frá Noregi til þess að njóta hátiöanna með mér. Hún fer svo aftur utan, enda á hún aö vera komin aftur til náms þar um miðjan janúar. Hér hefur veriö talsvert af rjúpum,og menn hafa verið að veiðum hér í Hofslandi, bæði á Hofsborgartungunni og lika i hálsinum hér norðan við bæinn. Ég býst jafnvel við að borða rjúpur á jólunum — en ég hef ekki veitt þær sjálfur. (ícstur (íuðfinnsson, blaða- maður: Ég býst við að verða heima um jólin og er ekki með neinar sér- stakar ráðagerðir aðrar. Jóla- haldið er fallið i nokkuð fastar skorður hjá mér, maður heim- sækir sama fólkið ár eftir ár og hagar sér að öllu leyti likt. Sjálf- sagt les ég eitthvað. En um áramótin býst ég við að bregða á leik. Ég ætla þá austur i Þórsmörk og kveðja þar gamla árið og heilsa þvi nýja. Þetta var i fyrsta sinn gert i fyrra og þótti þá takast mjög vél. Þá var haldin áramótabrenna i Þórsmörk með blysum, stjörnuljósum og öðru, sem til heyrir. Við vorum eitthvað á milli þrjátiu og fjörutiu, sem fórum inn eftir i fyrra. Hversu margir fara núna, er ekki gott að segja, en mér þykir líklegt, að þeir verði ekki færri en i fyrravetur, jafnvel fleiri. Úlfur Kagnarsson, héraðslæknir, Þórshöfn. Ég geri ekki ráð fyrir miklu annriki um jólin. Fólk hér er mjög vant læknisleysi og gerir þvi ekki ónæöi að þarflausu. Ég fer einu sinni i viku til Raufarhafnar. — Hér má nú heita marautt, og veður er gott þessa dagana, að undanskildum vindum, sem hafa veriö alltiðir. Jólahaldiö verður með liku sniði og venjulega. Við höldum okkur viö hangikjötiö, en höfum aldrei tekið upp þann sið að snæða rjúpur á jólum. Og svo búum við til laufabrauð. Dóttir okkar er ný- komin hingað til þess að halda jólin með okkur — hún er i menntaskólanum á Akureyri , og það verður aðaltilbreytingin að fá hana til sin um hátiðirnar. Viö sjáum fram á rólegri jól hér en við áttum oft i Reykjavik. Ég held, aö mér sé óhætt að segja, aö afkoma manna hér sé yfirleitt góð, og að menn beri traust til framtiöarinnar, sagði Úlfur Ragnarsson læknir að lokum. Þorstcinn Sigurðsson, Vatns- leysu: Jólahaldið hjá okkur verður likt og vant er. Við borðum nautakjöt á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladagskvöld. — Hér næst mjög sjaldan i rjúpur. Messur verða i Skálholti á jóla- dag og á Torfastöðum á nýjárs- dag. Þann 20. desember gerði hér af- spyrnuveöur.og þá fauk hér fjár- hús, sem ég átti. Það tók hálft, annaö hundrað fjár og var byggt úr timbri og járni. Annars er allt gott héöan aö Irétta.Hér má heita ósjúkt og mannheilt, utan að gamall bóndi dó hérna um daginn. Hann var kominn á niræöisaldur, en þá er starfsdeginum lokiö og ekkert við þvi að segja, þótt menn kveðji. Lifið er nú einu sinni svona. Orn Snoriason, rithöfundur: Ég býst viö að eiga róleg jól samkvæmt venju. Á jóladaginn er það föst venja.að við hittumst öll heima hjá pabha. En þegar ég segi ,,við öll”, á ég við það, að föðurætt min er mjög fjölmenn. Afkomendur fööur mins eru nú orðnir eitthvað yfir fjörutiu talsins, og þegar við hittumst heima hjá honum, eru það einir þrir ættliðir, sem þar koma saman. Þegar svo bætast við makarriir, sem gifzt hafa inn i fjölskylduna, eykur það ekki aöeins fjöldann, heldur lfka fjöl- breytnina. A aðfangadagskvöld ætlum við að borða rjúpur, en hangikjöt á jóladag. Ilral'nkcll lldgason, yfirlæknir á Vifilsstöðum: —Ég er'á vakt á jólunum. — 011 jólin? — Nei, ekki alveg. Ég byrja vaktina aö morgni Þorláksmessu og hún stendur fram á jóladags- morgun. Klukkan tiu að morgni jóladags mun ég hlusta á messu hér á Vifilsstööum. Séra Bragi Friöriksson hefur þaö fyrir fastan siö aö messa þá hér. Þær messur hef ég sótt siðan ég kom hingað, og hyggst halda þeim siö. — Hvaö ætlarðu að borða um jólin? — A aöfangadagskvöld ætla ég að borða rjúpur, sem ég hef sjálfur skotið. — En á annan i jólum? — Þá býst ég við aö borða hangi- kjöt. Annars er ég á vakt þann dag. — En hvað um áramótin? — Ég á fri öll áramótin — og geri ráð fyrir að halda upp á þau með hefðbundnum islenzkum hætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.