Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 21!. desember 1972 arnef! Kæmist ungfrú Alison að raun um, að Connie hefði hita, settist Paterson ef til vill um kyrrt og neitaði að halda lengra, fyrr en hún yrði’ hitalaus. Gat hún brotið hitamælinn? Nei, ungfrú Alison hefði vafalaust fleiri en einn hitamæli meðferðis. bað gæti ekki veriðlangt til Indlands. Connie imyndaði sér, að Indland væri skammt handan fjallahringsins, sem alla leiðina hafði byrgt þeim sýn til norðurs. Meðan Connie lét hugann reika. leið henni sifellt verr. I fyrstu hafði hún setið keik og reynt að vinna á móti hristingnum og hossinu i biln- um, en nú var hún uppgefin á þvi og slettist til i aftursætinu eftir hreyf- ingum bilsins algerlega viljalaus. öðru hvoru lenti hún á öxlinni á hjúkrunarkonunni, en i næstu beygju settist hún upp aftur. Hún var al- veg uppgefin. Ekki var aðsjá, að ungfrú Alison veitti Connie mikla athygli. Hún var orðin þreytt á móöursýkislátunum á ensku stúlkunni. Eins og hún hafði látið, þegar átti að sprauta hana! Trúlega væri hún vis til aö bita hita- mælinn i tvennt, ef henni hentaöi ekki aö láta mæla sig. Ungfrú Alison beindi athygli sinni að þvi, sem fram fór utan við bfl- rúðurnar. Það olli henni áhyggjum og kviða. Hvert sinn, sem eyða myndaðist i halarófuna á vegbrúninni, hallaöi ungfrú Alison sér út um gluggann eða opnaði dyrnar til að aðgæta hvað ylli. Stundum hafði ein- hver fjölskyldan staðnæmzt og tjaldað utan vegarins. Karlmenn, konur og börn, Burmabúar, Indverjar eöa Kinverjarsátu og lágu kringum lit- iðreykjandi bál. Andlit og hár var þakið ryki og skit. Þau horfðu á eftir bilnum án þess að hætta að tyggja. Svo hurfu þau i rykfjúkið, sem bill- inn og þúsundir fóta skildu eftir sig. Annars staöar stafaöi eyðan i röðina af uppþoti. Allir stóðu i hring og gláptu á eitthvað, sem var inni i miðjum hringnum. A einum stað var skarð i hringinn og ungfrú Alison sá Indverja, sem sparkaði æðislega út i loftið. Umhverfis hann stóðu nálægt tuttugu Burmabúar og gátu ekki fengið sig til að yfirgefa staðinn, fyrr en þeir sæu Indverjann deyja, þangað til var þó von til þess að Búdda miskunnaði sig yfir Indverja lika. Ungfrú Alison sá ekkert af Indverjanum nema iljarnar, ljósrauðar, sléttar og mjúkar eins og húð nýfædds barns. Iljarnar á honum voru al- veg eins og lófarnir á henni á litinn. Hún gat ekkert fyrir þetta þjáða fólk meöfram veginum gert. Þau gátu ekki numiðstaðar, þvi aö þau bárust áfram með straumnum. Bill- inn varekki annaðen einn hlekkur i keðju. Það var vonlaust að ætla sér að komast út úr röðinni, fyrr en vegurinn breikkaði aftur. Hún átti ekki annars úrkosta en að sitja aðgerðarlaus og horfa á hina hlekkina i keðj- unni. Hún taldi likin, sem þau fóru fram hjá þennan dag, um hádegið var hún komin upp i tuttugu og þrjá og þá hætti hún að telja. Um eittleytið fann Paterson stað, þar sem hann gat lagt bflnum, án þess hann truflaði aðra umferð. Þar var farvegur eftir iæk, sem rann á regntimanum og hafði skilið eftir sandhrúgu við veginn. Þegar Pater- son bakkaði út af veginum, fann hann, hvernig hjólin sukku i sandinn. Honum var samt nauðugur einn kostur, þetta var eini staöurinn á fimmtán kilómetra kafla, sem möguleiki var að leggja bilnum. Connie brölti með erfiðismunum út úr bflnum og settist i forsælu i skógarjaðrinum, semsrna var spölkorn frá veginum. Hún þurfti á öll- um sinum viljastyrk að halda til að sýnast eðlileg. Hún fann trjábol, sem hún gat hallað sér upp að, og fór að lesa i bók, sem frú Portman hafði lánað henni i upphafi ferðarinnar. Henni leið hörmulega og bók- j stafirnir dönsuðu fyrir augunum á henni, en hún gat látið sem hún læsi og hvilt sig um leið. Þegar ungfrú Alison kæmi með mælinn sinn, gæti hún látið sem hún væri niðursokkin i lesturinn. Gröm yfir trufluninni ■ ætlaði hún að lita á ungfrú Alison og þakka henni fyrir hugulsemina, en segja, að hún hefði það svo ljómandi gott og engin þörf væri á þvi að mæla hitann. Paterson hafði sagt, að þau héldu áfram að klukkustund liðinni. Um sólarlag yrðu þau áreiðanlega fimmtiu eða sextiu kilómetrum nær landamærum Indlands. Þegar þau loksins kæmust til Indlands, skyldi hún svo sannarlega sjá til þess, að þau Paterson eyddu timanum sam- an. Paterson fyndist það vafalaust skylda sin að annast hana, vegna þess að nú stóð hún alein uppi. „Vinir” hennar i Indlandi voru aðeins kunningjar, og hún hafði enga löngun til að leita þá uppi. Sandurinn i farvegi fjallalækjarins var skjannahvitur. Hana sveit I augun, þar sem hún sat og hallaöi sér upp að trjábolnum og lét sem hún læsi. Hún lagði frá sér bókina ög opnaði töskuna sína til að finna varalit og spegil. Fingurnir voru máttlausir og þurrir og hún var svo skjálf- hent, að hún smurði varalitnum út fyrir varirnar. Hún leit i spegilinn og komst að raun um, að henni hafði ekki tekizt sem bezt. Þá tók hún upp vasaklút og þurrkaði það, sem farið hafði utan hjá og notaði klútinn á eftir til að roða kinnarnar ofurlitið. Hún leit mun betur út, þegar hún var búin að púðra sig. Púðrið hennar var fremur dökkt og leyndi þvi prýðilega, hversu föl hún var. Siðan hallaði hún sér aftur að trénu, tók bókina og beið komu ungfrú Alisons. Það var tilgangslaust að reyna að lesa. Þess i stað horfði hún yfir bókina á flóttamannahóp, sem áð hafði þar skammt frá. Það hafði kveikt bál og var að borða, sumir látu sofandi við bálið. Stækjan af ný- skitnum kúadellum var óþolandi sterk i logninu. Tibráin gerði það að verkum, að menn og skepnur virtust svifa að minnsta kosti þrjátiu sentimetra ofan við jörðu, jafnvel yfirhlaðnar kerrur svifu um i loftinu. Fólkið, sem var á ferðinni i farveginum, hreyfði sig einkennilega óraunverulega. Það leiö áfram án þess að hægt væri að merkja, að það notaði fæturna. Connie gægðist i áttina til Patersons og ungfrú Alisons, þau voru vist að aðstoða Tuesday við uppkveikjuna. Hún sá frú Bette- son og Nadiu koma frá bilnum berandi vatnsbrúsa á milli sin. Frú Betteson var ekki i neinum kjól, en hún virtist ekki taka nærri sér að vera hálfnakin. Báðar voru þær berfættar. Lengi sat Connie við tréð, án þess nokkur tæki eftir henni. Að lokum lagðist hún. Allt i einu fann hún, hve lasin og máttfarin hún var. Sólskinið helltist yfir höfuðið á henni, hún gat næstum fundið af þvi bragðið á vörunum á sér. Hún lá með aftur augun. Höndunum hélt hún frá sér og leit helzt út fyrir.aðhitinnhefðikrossfesthana þarna. Skyndilega fylltist hún löng- un eftir, aö Paterson kæmi til hennar, eða ungfrú Alison, já, jafnvel þótt það yrði aðeins Nadia, sem kæmi, gleddi það hana. Connie fannst það vera sjálfur lifskrafturinn, sem streymdi út um svitaholurnar. Hugsunin um dauðann fyllti hana skelfingu, en hún hafði ekki þrótt til að sporna móti henni. Hún var allt i einu sannfærð um, að hún ætti að deyja þarna, steinsnar frá hinum, sem snæddu, sáfu og hlógu — enginn kom henni til hjálpar, enginn hughreysti hana. Hún settist strax upp, þegar hún heyrði fótatak nálgast. Hún hélt það væri Paterson eða ungfrú Alison. En það var þá bara frú Betteson að færa henni tebolla. „Þér fenguð yður vist blund? Hinum þótti ekki rétt að vekja yður.” Connie sortnaði snöggvast fyrir augum vegna þess, hve snöggt hún settist upp. „Ég mókti bara,” sagði hún og fálmaði eftir bollanum, sem frú Betteson rétti henni. 1293 1) Skass.- 5) Timabils.- 7) Kúst.- 9) Sunna,- 11). Skáld.- 12) Tónn,- 13) Æða,- 15) Ennfremur,- 16) Gljúfur,- 18) Sálaða,- Lóðrétt 1) Þvær.- 2) Erill.- 3) Þungi.- 4) Svei.-6) Dökka.-8) Ofn,- 10) Fæddu.- 14) Beita.- 15) Bera.- 17) 499,- Lóðrétt 1) Undinn.-2) Mer.- 3) Ám. LMN,- 6) Blandi,- 8) Ýli. Ári,- 14) Tak.- 15) Val.- Ká,- -4) 10) 17) Ráðning á gátu No. Lárétt 1292 1) Ummáls,- 5) Emm.- 7) Dýr,- 9) Nál,- 11) II.- 12) Ra.- 13) Nit,-15) Vin,- 16) Aka,- 18) Skáldi.- 1 m * á II /? II lliill SUNNUDAGUR 24. desember Aöfangadagur jóla 8.00 1W orgunandakt. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Lctt morgunlög: Jólalög. 9.00 Fréttir. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 llratnistuiól 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. 15.00 Jólahringsjá. Steíán Jónsson simar til fólks 16.00 Fréttir. 16.15 Stund fyrir börnin. 16.55 Veðurfregnir. (Hlé) 18.00 Aftansöngur i Dóm- kirkjunni. 19.00 Hátiðartónleikar Sin- fóniuhljómsveitar Islands. 20.00 Organleikur og ein- söngur i Dómkirkjunni. 20.20 Jólahugleiðing. 20.40 Organleikur og ein- söngur i Dómkirkjunni. — 21.00 liátið ber að höndum ein. 21.30 Harokk-tónleikar i út- varpssal. 22.55 Jólasálmaforleikir eftir Johann Sebastian Bach. 23.20 Guösþjónusta á jólanótt. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, Dagskrárlok um ' kl. 00.30. MÁNUDAGUR 25. desember Jóladagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur jólalög. 11.00 Messa i Hallgrimskirkju. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Jól i Noregi. 13.50 „Messias”, óratória eftir Handel. 16.00 Við jólatréð? Barnatimi í útvarpssai. 16.55 Veðurfregnir. 17.30 Miðaftanstónleikar: Rudolf Serkin leikur 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Verður flogið i dag? Jökull Jakobsson talar við Vestmannaeyinga, ef veður leyfir. 20.00 Einsöngur: Guðrún A. Símonar syngur 20.20 i kirkjum Rómaborgar. Björn Th. Björnsson 21.15 Krechler-kvartettinn leikur. 21.40 Um Austurvegskonunga. Dr. Kristján Eldjárn 22.15 Veðurfregnir. Jólalestur. Haraldur Ólafsson lektor les. 22.35 „Bernska Krists” eftir Bcrlioz. 00.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 26. desember Annar dagur jóla 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 11.00 Barnaguösþjónusta i Frikirkjunni. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.00 Eftir hádegið. 14.45 „Brúðkaup Figarós”, ópera cftir Mozart 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi: „Karamellu- kvörnin”, 18.00 Stundarkorn með drengjakór danska út- varpsins. 18.25 Tilkynningar. Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Undir jólastjórn Páll Heiðar Jónsson og Ornólfur Árnason standa aö skemmtiþætti 20.00 Poppmúsik á islandi 1972 21.20 iþróttir. 21.20 Strauss-tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 02.00 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 27. desember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.