Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 18
18 TiMINN Sunnudagur 24. desember 1972 Kynning á jólamyndum og jólaleikritum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði Ellefu bíó — tvö leikhús Umsjón: Steingrímur Pétursson Austurbæjarbió: Klute Austurbæjarbió sýnir um jólin bandarisku myndina Klute. Leik- stjóri og Iramleiðandi er Alan J. Fakula, kýikmyndahandrit er samið af Andy og Davy Lewis. Tónlist er eftir Michael Small. Aðalhlutverkin leika: Jane Fonda (Bree Daniels), Donald Suther- land (John Klute) og Charles Cloffi (Peter Cable). bess skal getið, aö Jane Fonda hlaut Osears-verðlaunin 1972 fyrir leik sinnl þessari mynd. Þeir.sem sáu MASII.er var sýnd s.l. vor, muna eflaust eftir frábærum leik Suth- erlands, sem fór með aðalhlut- verkið i þeirri mynd. Klutc er sakamálamynd af beztu gerð og sver sig að sögn nokkuð i ætt við Hitchcock — myndirnar, enda ku leikstjórinn, Alan J. Pakula, mjög hafa stú- derað þær myndir. 1 fáum orðum sagt er John Klute falið að hafa upp á manni nokkrum, vini Klut- es, sem horfinn er fyrir nokkrum mánuðum. Sóðalegt bréf til simavændis- konu, Bree Daniels, i New York vekur grunsemdir. Klute fer á vettvang og leigir sér herbergi i sama húsi og Bree Daniels býr i. Kynni þeirra verða all náin.og Klute kemst að raun um, að stúlk- an á við mikla sálræna erfiðleika að etja. Hún vill segja skilið við starf sitt, en óttast takmörkun hjónabandsins. Það eru framin morð og sjálfsmorð. Ýmislegt vitnast, sem breytir öllu viðhorfi til málanna. Auk þess að vera hörkuspenn- andi.sýnir myndin einnig myrk- viði og sálarstrið i undirheimum stórborgar. ■hlule1 KLUTK: Donald Sutherland og Jane Fonda i hlutverkum sfnum. Gervi Suthcrlands cr með mjög svo öðru móti i þcssari mynd en það, sem Is- len/.kir híógestir sáu hann hera i MASH s.l. vor, en eins og f þeirri inynd þykir hann sýna hér fráhæran leik. MAKIA STÚAKT: Tckið á æfingu i Þjóðleikhúsinu. Frá vinstri: Mortimes (Arnar Jónsson), Leicester lávarður (Gunnar Kyjólfsson), Klisabct I. (Briet lléðinsdóttir), Amias Paulet, gæ/lumaður Marfu (V'alur Gislason) og Burleigli lávarður (Kúrik Uaraldsson). FLÓ A SKINNI: Myndin er tckin á æfingu L.R. og sýnir Guðrúnu Stephensen, Jón Hjartarson og Brynjólf Jóhannesson f hlutverkum sinum. Sviðið er hiö vafasama Hótel Kisulóra. Þ jóöleikhúsiö: María Stúart Þjóðleikhúsið frumsýnir leik- ritið Maria Stúarteftir Friedrich von Schiller annan i jólum. Hefur þetta heimsþekkta verk aldrei verið sýnt áður hér á landi. Þýð- ingu þess hefur Alexander Jó- hunnesson gert, en Þorsteinn frá Hamrihefur yfirfarið hana fyrir þessa uppfærslu og gert nokkrar breytingar á henni. Leikstjóri er Ulrich Erfurth, þekktur, þýzk- ur leikstjóri og leikhússtjóri um margra ára skeið. Er þetta i þriðja skiptið, sem hann sviðsetur þetta leikrit. Aðstoðarleikstjóri er Geirlaug Þorvaldsdóttir. Leik- myndir: Gunnar Bjarnason. Bún- ingateikningar: Lárus Ingólfs- son. Titilhlutverkið, Maria Stúart, er leikiðaf Kristbjörgu Kjeld.en Briet Héðinsdóttir fer með hitt aðalhlutverkið.Elisabetul. Marg- ir aðrir leikarar fara með stór hlutverk i leiknum. Má þar nefna Gunnar Kyjólfsson (Robert Dud- ley, greifa af Leicester), Arnar Jónsson (Mortimer), Kúrik llaraldsson (Wilhelm Ceciel, barón af Berleigh), Kóbert Arn- finnsson (Georg Talbot, greifa af Shrewsbury), Guðbjörg Þor- bjarnardóttir (Hönnu Kennedy, fóstru Mariu), V'alur Gislason (Amias Paulet, riddara, gæzlu- mann Mariu), Baldvin Halldórs- son (Melvil, heim ilisbry ta Mariu). Söguefnið þekkja flestir, ungir sem aldraðir, og verður það þvi ekki frekar skýrt hér. Leikfélag Reykjavíkur: Fló á skinni Jólaleikrit Leikfélags Reykja- vikur verður franskur hláturleik- ur, sem frumsýndur verður 29. desember. Leikurinn heitir Fló á skinni og er eftir George Feydeau. Gerist hann i Paris um siðustu aldamót. Þarna mun vera um mikið skop að ræða, fjallað um misskilning á misskilning of- an, og ýmsar minnisstæðar og bráðsniðugar persónur koma við sögu. Gisli llalldórsson fer með aðal hlutverkið, en auk hans koma alls 13 aðrir leikarar fram i leiknum, þar á meðal Guðrún Asmunds- dóttir, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Guðrún Stephensen, Steindór Hjörleifsson og Brynj- ólfur Jóhannesson. Leikstjóri er Jón Sigurbjörns- son, en leikmyndir og búninga- teiknun annaðist Ivan Török. Þýðandi leiksins er Vigdis Finn- bogadóttir. Hafnarf jaröarbió: Njósnamærin Bandarisk gamanmynd með IJoris Day og Roc Taylor i aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Frank Tashlin, tónlist eftir Del Vol. Myndin var sýnd i Gamla bió fyr- ir nokkrum árum. Myndin greinir frá stúlkunni Jennifer Nelson.ungri ekkju, sem hefur þann starfa að fylgja gest- um um eina geimvisindastofnun Bandarikjanna. Siðar verður hún einkaritari eins helzta hugvits- manns geimvisindastofnunarinn- ar, sem nýverið hefur gert stór- kostlegt tæki, er valda mun bylt- ingu i geimrannsóknum. Tækið, sem nefnt er ,,Gismo’’,er algjört leyndarmál. Jennifer flækist brátt inn i njósnamál, alsaklaus, og spinnast ýmsir atburðir upp i þvi sambandi. En hún er orðin ástfangin af hugvitsmanninum, sem heitir Bruce Templcton, og gerir það málin enn flóknari. Hundur Jennifer, Vladimir, er grunaþur um að vera rússneskur njósnari, er Jennifer talar um hann i sima. Allt virðist komið i úlfakreppu, en... NJÓSNAMÆRIN: Að ofan, ástin blómgast meö þeim Jennifer og Bruce Aö neðan, hér er allt komið i „steik”. Ungfrúin hefur fest afturlöppina í limdollu, og...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.