Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.12.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 24. desember 1972 AKKAM IIINKIK: llérer llinrik k«n(;ur i hvilu meft einni undurfriftri, linumjúkri oj; skrækjandi miftaldahirftpikunni.... .JÓLADRAUMUR: Söguleg og afdrifarik jólanótt. Hér hittir okurkarl- inn SCROOGE (t.v. — Albert Finney) látinn starfsbróftur sinn og vin (t.h. — Alec Guinnes),sem ber hlekki Vltis og talar miftur fagnandi til Scrooge gamla llrollvekjusérfræftingurinn Alfred Uuugarásbiói um jólin. Nýja Bió: Patton Nýja bió sýnir Patton.Þetta er heimsfræg kvikmynd frá 20th Century F'ox, sem hlaut 7 Óskars- verölaun áriö 1971. Þau voru: Patton, bezta mynd ársins; George C. Scott, bezti leikari árs- ins; Franklin J. Schaffner, bezti leikstjóri ársins; Francis Ford Coppola og Edmund H. North, bezta kvikmyndahandrit ársins; 5., 6. og 7. — bezta sviðsetning, klipping og tónupptaka ársjns. Kvikmyndahandritið er gert eftirköflum úrbókunum „Patton, Ordeal and Triumph”, eftir L. Faragó og ,,A Soldier's Story” eftir Omar N. Bradley, yfirhers- höfðingja, sem einnig var tækni- legur ráðunautur við töku mynd- arinnar. Aðalhlutverk leika George C. Scott (George S. Patt- on jr. hershöfðingi) og Karl Mald- en (Omar N. Bradley, hershöfð- ingi). Af öjðrum leikurum má nefna Stepheu Young, Michael Strong og-;(fcÍichael Bates. Væntan«wÍ|im áhorfendum er enginn gi^Mjí gerður með þvi að fara að rdföjfi efnisþráð myndar- innar, endJyröu það aðeins næsta Hitchcock leikur lausum hala I ófullkomin brot og samhengis- laus. Þess má þó geta til skýring- ar, að myndin f jallar um þætti úr lifi eins mikilhæfasta hershöfð- ingja i sögu Bandarikjanna.sem var orðinn að goðsögn þegar i striðinu. Hann var efnaður og glæsilegur, trúaður og hrokafull- ur. Hann hélt uppi miskunnar- lausum aga i hersveit sinni.og vigorð hans voru: Sækið ávallt fram — grafið ykkur aldrei niður. Myndin hefst i Afriku 1943, þar sem Patton, yfirmaður annarrar herdeildar Bandarikjahers, á i höggi við sveitir Rommels og sigrar glæsilega. Seinna i mynd- inni kemur innrás á Sikiley, en þar lætur Patton ofsann hlaupa með sig i gönur og er lækkaður i tign um tima. Siðar er hann skip- aður yfirmaður þriðja hers USA og ryðst gegnum Frakkland i desember 1944 og leysir fjölda borga úr umsátri. Hann lýsti þvi yfir, að hann gæti tekið Berlin tiu dögum á undan Rússum, sem hann hafði mikla andúð á. Hvernig myndin endar svo, það fá áhorfendurnir að sjá. ....he was a strange combi- nation of ice and fire" — New York Times, 23. des. 1945. Háskólabíó: Áfram Hinrik Það muna vist flestir sjón- varpsnotendur eftir honum Hin- rik gamla 8. kvenholla Bretakon- unginum, sem kvöld eftir kvöld tróð hér fram fyrir um ári á hefð- bundinn hátt, með sina konuna i hvert skiptið. All-góður bragur á sinn hátt. Hér kemur kappinn fram i all mjög öðru formi, þar sem afar létt ér farið með heim- ildir, grófar og fyndnar samræð- ur og athafnir eiga sér stað og þar fram eftir götunum. Enda er hér um sanna enska gamanmynd að ræða, eina úr hópi hinna viðfrægu „Afram-mynda,” sem eru yfir 30 og margar veriö sýndar hér á landi. Leikstjóri Afram Henry er Gerald Thomas. Með hlutverk Hinriks konungs fer Sidney James, Kenneth Wiliiams leikur Cromwell, Joan Sims Mariu af Normandi og Charles Hawtrey leikur Wolsey kardinála. Af fjöldamörgum öðrum persónum, sem við sögu koma, má nefna Sir Roger, Sir Thomas og Francis konung Frakka. Efnisþráðurinn er á þá leið, að Hinrik karlinn er nýbúinn að losa sig við eitt stykki drottningu og hefur i staðinn krækt i Mariu af Normandi, sem hann vonast að geta eignazt meðerfingja. En þá kemur babb i bátinn. Kerlingin étur nefnilega svo mikið af geir- lauk, að kóngsa er aldeilis hreint ólift i návist hennar. Kemst hann þvi hvergi nærri til að gera henni barn vegna fnyksins, sem hann þolir alls ekki. Kerling neitar að lála af geirlauksátinu.og það er skipzt á hótunum á báða bóga. Kóngsi þarf nauðsynlega að láta sig hverfa og biður fylgismenn sina að ræna sér.... Francis Frakkakonungur, frændi drottn- ingar, kemur i spiiið og allt leikur á reiðiskjálfi, drottningin ófrisk og elur.. Ekki veit ég, hvort bióið mun „vara gesti sina við að springa úr hlátri”, eins og sumir vilja orða hlutina. Þess kynni þó aldrei að vera þörf?.... PATTON: Hér er Patton aft halda eina af sinum frægu sóknarræðum PATTON: ....hann gefur sér einnig tima til bæna. Hafnarbió: Jóladraumur Jólamyndin er ensk-bandarisk frá Cinema Center Film, gerð undir stjórn Robert H. Solo. Handrit er samið af Leslie Bri- cusse.en það er byggt á sögunni ,,A Christmas Carol” eftir Charies Dickens, hiö fræga og ástsæla skáld Englendinga. Lög og ljóð eru i myndinni og eru þau einnig samin af Bricusse. Myndin heitir hér Jóladraumur, en heitir á frummálinu „Scrooge”. Leik- stjóri er Ronald Neame. Albert Finncy, Alec Guinness, Edith Evans og Kenneth Morefara með aðalhlutverkin. Hér er á ferðinni mynd, sem fæstir ættu að sleppa að sjá. Þetta er sannkölluð jólamynd, „sönn og þörf”. Myndin nær yfir aðfanga- dag og jóladag. Fjallar hún um okurkarlinn og nirfilinn Scrooge, sem engu skeytir öðru en að næla sér i sem mesta peninga, hvaða Kópavogsbió: Bör Börson, jr. Margir munu þeir vera, og þá sér i lagi eldra fólkið, sem muna eftir sögunni um Bör Börson, jr., sem Helgi heitinn Hjörvar las svo snilldarlega i útvarpinu fyrir mörgum árum. Af ummælum fólks, sem heyrði þennan lestur, PATTON: Sjöundi her Bandarikj anna biftur eftir brezkum herdeild um á Sikiley. aðferðum sem beitt er. Hann er i afar illu skapi á aðfangadags- kvöld, hefur allt á hornum sér. Hann hrekur starfsfólk sitt heim auralaust, án þess að vikja nokkru að þeim, hvorki gjöfum né öðru. Hann fer rakleiðis heim til sin og háttar sig ofan i rúm. Jólanóttin reynist örlagarik. Scrooge gamli upplifir hina hroðalegustu martröð. Vofa starfsbróður hans, andar liöinna, komandi og núverandi jóla birt- ast honum, leiða honum fyrir sjónir hans fyrra liferni, Rve djöfullegt og eigingjarnt það er. Þeir leiða hann um borgina og sýna honum ástandið, vofan fer með hann til vitis. Scrobge vaknar á jóladags- morgun skjálfandi i rúmi sinu, en skilur nú tilgang lifsins. Alger umskipti hafa orðið i sálu hans. Hann rýkur á fætur og er á auga- bragði orðinn sannkallaður jóla- sveinn og vill alla gleðja. Sann- kallaður jóladraumur. að dæma, hefur vart nokkuð út- varpsefni i aðra tið oröið eins vin- sælt. Sagan sjálf er ákaflega fyndin, en heföi aldrei náð öðrum eins vinsældum, ef ekki hefði komið til aldeilis frábær upplest- ur (og þýðing) Helga Hjörvars, enda varð hann eins konar „goð- sögn” hjá almenningi fyrir þess- ar sakir. Mörg voru þau hlátur- tárin, sem runnu i þá tið. Nú hefur Kópavogsbió tekið norska mynd, sem gerð var eftir sögunni, upp sem jólamynd að þessu sinni. Er ekki að efa, að margir muni hafa gaman af henni, eldri sem yngri. Ekki verð- ur efpisþráðurinn rakinn hér, að- eins skal sagt, að hann fjallar um einfeldninginn Bör Börsson, jr„ brask hans á striðsárunum, glópalukku hans og „lóðavesen”. Atburðirnir og sögusviðin eru mörg, alltaf er eitthvað spaugi- legt að gerast i sambandi við veslings hégómagjarna flónið hann Bör. En myndin er ekki bara ætluð til hláturs, i henni er skörp ádeila i samræmi við sög- una. Bör Börsson júnior leikur Tor- alf Sandö, Jósefinu leikur Asta Voss og J. Holst-Jensen Óla i Fitjakoti. Margir þekktir, norskir leikarar aðrir koma fram i myndinni. Leikstjórar eru Kund Herger og Toralf Sandö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.