Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 297. tölublað — Fimmtudagur 28. desember —56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADÉILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur: 180 milljónir í álögur á Reykvíkinga umfram þörf íhaldið felldi tillögur andstöðu; flokkanna um að leggja ekki auka- álag á útsvör og fasteignagjöld TK—Reykjavik Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavikurborgar ákvað meirihluti ihaldsins i borgar- stjórn að leggja rúmlega 180 inill- jónum króna hærri skattupphæð á Reykvikinga en nauðsyn ber til i formi aukaálags á útsvör og fast- eignagjöld af ibúðarhúsnæði. Meirihlutinn felldi tillögur um lækkun á útgjaldaliðum fjárhags áætlunar, sem þessari" upphæð nam, og sameiginlega tiilögu allra andstöðuflokkanna i borgar- stjórn um að ekki verði jafnað niður á Reykvikinga aukaútsvörun og aukaálagi á ibúðarhúsnæði. hátiðar var fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1973 afgreidd á fundi borgar- stjórnar,sem hófst kl. 5 siðdegis 21. des.,en lauk ekki fyrr en á sjötta timanum morguninn eftir. Timinn sneri sér til Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, og spurði hann um nokkur atriði varðandi afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar og önnur mál, sem rædd voru á þessum langa fundi. — Kristján, að þessu sinni stóðu ihaldsandstæðingar i borgar- stjörninni sameiginlega að flutn- ingi breytingatillagna við fjár- hagsáætlunina og einnig saman um nokkrar tillögur um ýmis mál, sem tengd eru afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Hvað vilt þú segja um þetta? — Þetta er rétt. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna fluttu ásamt okkur borgarfulltrúum Framsóknarflokksmanna sam- eiginlegar breytingatillögur við fjárhagsáætlunina. Við lögðum til.að útsvarsupp- Frh. á bls. 15 Þetta eru mennirnir, sem fólk á orkuveitusvæði Landsvirkjunar á það að þakkaf—ásanit öðrum Heiri sem við eigum engar myndir af), að svo fljótt tókst að koma rafstrengjum yfir Hvftá sem raun varð á. Talið frá vinstri: Jón Norðfjö'rð verkstjóri, Ingvar Björnsson verkfræðingur, Jdn Aðils verkstjdri og ^^^^— Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur. VÍRAR, SEM Þ0LDU ELLEFU T0NNA ATAK, PURPUÐUST EINS 0G TVINNI VS -Reykjavik. Tíminn náði í gær stuttu simtali við Tryggva Sigurbjarnarson, stöövarstjóra trafossvirkjunar, og spurði hann tiðinda af þeim at- burðum, sem eystra urðu fyrir jólin og ekki létu sig án vitnis- burðar. Tryggva sagðist svo frá: Klukkan tvö aðfaranótt föstu- dags varð ljóst, að linubilun hafði orðið. Ég kom á staðinn klukkan þrjú, en gat auðvitað ekkert annað aðhafzt, en að lita á verks- ummerki. Aðkoman var satt að segja ekki glæsileg: Sextiu metra hátt mastur lá flatt og allir þrir strengirnir, sem lágu yfir Hvitá, voru slitnir. Þess má geta, að hver strengur þolir ellefu tonna átak, svo að ekkihefurþað nú ver- ið litið,sem á gekk. — Hvað unnu margir að við- gerðunum að staðaldri? — Þeir voru rétt um þrjátiu, en auk þess. voru margir viðbúnir, ef á þyrfti að haldarog réttu hjálp- arhönd, þegar með þurfti. Það leit ekki sem bezt út lijá okkur á aðfangadaginn. Þá bað ég um meiri hjálp, og fékk þegar i stað tuttugu menn. — Hvenær voru starfsmennirn- ir komnir heim til sin til þess að halda þar jólin? — Það hefur verið á milli klukk- an átta og niu á aðfangadags- kvöldið. — Verður notaður sami staðall við nýja linu? — Nei. Hún verður gerð sterk- ari gagnvart vindi. Þegar slikar linur eru lagðar, eru það einkum þrjú atriði, sem höfð eru i huga: Styrkur gagnvart vindi, styrkur gagnvart isingu og svo vindur og ising samanlagt, það er að segja samverkandi áhrif þeirra. — Eru til einhver varamöstur, sem gripa má til, þegar svona fer? — Við treystum aðallega á langa og mjög sterka tréstaura, sem hægt er að byggja saman á ýmsa vegu. — Hvernig gekk ykkur að nota þyrlurnar við að flytja virana yfir ána? — Þvi er fljótsvarað: Það reyndist alls ekki hægt að nota þær til þess. Komast Kanaríeyja- farar ekki heim? Engin lendingarréttindi á Spáni eftir 5. jan. Þetta eru rústir beitarhúsanna á Villingavatni i Grafningi. Féð sést við garðana. sJá nánar Ljósmynd Páll Þorláksson. á bls. 3 TK—Reykjavik Islenzkum flugmálayfirvöldum hefur nú borizt árétting um það frá flugmálastjóra Spánar, að bráðabirgðasamkomulag ,sem gert var i haust um lendingarleyfi islenzkra flugvéla á Spáni.renni út 1. jan. n.k.'..og fái þau ekki lendingarleyfi á Spáni eftir.þann tima nema spönsk flugfélög fái hliðstæð lendingarréttindi á Is- landi. í siðustu orðsendingu spönsku flugmálastjórnarinnar, sem barst skömmu fyrir jól, er lágt til,að spönsk flugfélög fái 30% af leigufluginu milli tslands og Spánar. Islenzk flugmálayfirvöld hafa nú hafnað algerlega öllum hugmyndum um kvóta fyrir spönsk flugfélög,en hafa boðið spánska flugmálastjóranum að koma til viðræðna i Reykjavik um þessimáluppúr áramótum. Ekki hefur enn borizt svar frá Spáni um hvort þetta boð verður þegið. Er þvi allt i óvissu um ferðir tslendinga til Spánar á næsta ári, og ennfremur er alger óvissa um það, hvort sá ferðahópur, sem fór til Kanarieyja i nótt.kemst heim með fyrirhuguðum hætti i janúar. Komizt full harka i þessa deilu af Spánverja hálfu.fær islenzk flug- vél ekki að sækja þennan ferða- hóp,hvað þ'a að flytja annan til Kanarieyja . Vonandi tekst þó að leysa málið áður en i hreint óefni er komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.