Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. desember 1972. TIMINN Hvað mundir þú gera, ef þú ynnir milljón í Happdrætti SÍBS? KAUPA Allir eiga ]ú óskir sem geta rætzt. T. d. eigi maður miða í Happdrætti SÍBS Einmitt nú þegar vinningunum fjölgar. Og vitað er, að meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. En það verður að gera eitthvað til að heppnin sé með. Dregið verður 10. janúar. Kaupiö miða strax í dag. Umboðsmenn eru um allt land. Alltaf er dálitið forvitnilegt að fylgjast með, hvað kemur af ungum stóðhestum, 4-5 vetra, á svona mót. A þvi má nokkuð marka, hvort um framför er að ræða eða ekki. Ekki veit ég af hverju það stafar, en á undanförnum mótum hefur of litið sézt af ungum efnilegum folum, flest eru þetta hálfgerðir skuddar, sem enginn hefur áhuga á. Einn og einn foli sést, sem vekur eftirtekt, en það er eins vist, að þann sama fola er búið að vana ári seinna. 1 mörgum tilfellum eru það aðeins fé- lagasamtök, sem hafa tök á þvi að koma þessum folum áleiðis. Einstaka landmiklir bændur hafa aðstöðu til upp- eldis á unghestum, en svo eru það margir, sem enga aðstöðu hafa og þá er ekki um annað að ræða en vana þessa fola, hversu efnilegir sem þeir eru. Búnaðarfélagið kemur, mér vitanlega, ekkert til móts við þessa menn, skiptir sér litið af ræktun hrossa, utan smá- verðlauna til kynbótahrossa, þegar lands- eða fjórðungsmót eru haldin. Svo koma einstakl- ingar og gefa bikara forljóta og ómerkilega, sem eiga að vera eins og skrautfjöður á hatti, og þar með er verkið fullkomnað. Fátt af 5 vetra stóðhestum á Hellu voru álitlegir. Þáttur frá Kirkjubæ, sá efsti, er efnileg- ur foli, léttbyggður og sver sig i Kirkjubæjarkynið, efnilegur stóðhestur, en mætti vera að- eins stærri. Hann sómdi sér vel efst. Ekki var útkoman eins virðuleg á 4 vetra folun- um, þar var hafður efstur Kol- bakur frá Gufunesi. Hefði þessi hestur verið á sýningu 30-40 árum áður hefði ekki verið eins ótrúlegt að hann væri svo ofarlega, þvi að sennilega mundi hann sam- ræma dráttarhestinn annars vegar og hest, sem hægt væri að riða á milli bæja hins veg- ar, en trúlega of stirður i smalamennsku. Skarp- skyggnir eru þeir menn i meira lagi, sem sjá gæðing i þessum hesti, og litið fannst áhorfendum til hans koma.. Næst efstur var Stígandi, brúnskjóttur, ættaður frá Hesti Borgarf. Hesturinn er of smár, en vilja hefir hann og tiðlegan gang og er þar af leið- andi efnilegur foli, ef ekki spillti honum skapillska svo áberandi, að af þeim, sökum erhann illalandi, lemjandi um sig taglinu i tima og ótima og er það ekki aðlaðandi sjón af kynbótahrossi að vera. Þriðji hesturinn i þessum flokki, Flosi frá Sandgerði, vakti óskipta athygli áhorfenda. Hesturinn er með afbrigðum fallegur, settur og prúður i gangi og kom i alla staði vel fyrir. Hann virðist vera með sæmilegan vilja. Það eina, sem spursmál er um, hvort þessi hestur hafi nógu sterkar fætur en það kemur væntan- lega i ljós siðar. Þetta er einn af þeim fallegustu folum, sem komið hefur á sýningu mörg undanfarin ár. Eitthvað heyrði ég um að þessi hestur væri bara klár- hestur með tölti, en þá er ég illa svikinn, ef þessi hestur á ekki til skeið og mun það sann- azt, þótt seinna verði. Þessi foli var augnayndi margra áhorfenda og ekki spillti litur- inn, leirljósblesóttur. SMÁRI Veljið yður í hag - OMEGA Úrsmíði er okkar fag Nivada JUpina PIERPOnT Magnús E. Baldvlnsson l4utavrRl 12 - Slmi 22(04 ÚTBOÐ I. Tilboð óskast i.lögn hitaveitu i iðnaðarhverfi á Artúns- höfða, 1. áfanga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. janúar n.k. kl. 11.00. II. Tilboð óskast i lögn hitaveitu i iðnaðarhverfi við Elliðavog. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. janúar n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 STOKKHOLMUR KAUPMANNAHÖFN LUXEMBOURG MANUDAGA ÞRIOJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA GLASGOW LAUGARDAGA LONDON LAUGARDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.