Tíminn - 28.12.1972, Qupperneq 6

Tíminn - 28.12.1972, Qupperneq 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 28. desember 1972. Ætluðu að selja 1/2 kíló af hassi Með hass fyrir 150 þús. kr. f vösunum Þessar systur eru 95 ára i dag. Asdis til vinstri, Sigrföur til hægri. Tímamynd: Gunnar Elztu tvíburasystur landsins 95 ára í dag Ætli þær séu ekki elztu tviburar landsins, systurnar Sigriður og Asdis Jónsdætur frá llelgustööum i Fljótum. I>ær fæddust sem sé milli jóla og nýárs árift 1877, og afmæliö þeirra er i dag. Og þær hafa ckki bara náö háum aldri: önnur þeirra, Asdis, vinnur enn fjórar klukkustundir hvern sýkn- an dag ársins — ekki bara hún dundi eitthvah fyrir sjálfa sig, hcldur i annarra þjónustu. Afmæli þeirra er einmitt i dag. Hin systirin, Sigriður, sem ekki gengur lengur að vinnu, á aftur á móti 157 niðja og er orðin langa- langamma á þrem stöðum. Þessar þróttmiklu systur eru börn hjónanna Hólmfriðar Stefánsdóttur og Jóns Jónssonar, sem bjuggu á Helgustöðum i Fljótum, og þar ólust þær upp til tiu ára aldurs, er faðir þeirra andaðist. Eftir það dvöldust þær i öxnadal og Hörgárdal, þar sem þæu munu hafa farið að vinna fyrir sér að meira eða minna leyti börn að aldri. Báðar giftust þær á þeim slóðum, þar sem þær áttu æskuár sin, og bjuggu langan aldur i Eyjafjarðarsýslu og Þing- eyjarsýslu. Maður Asdisar var Kristján Jóhannsson frá Hrauns- höfða i öxnadal, og bjuggu þau i Flöguseli i Hörgárdal og á Hraunshöfða. Jóhann lézt fyrir fjörutiu og einu ári og áttu þau eitt barn, sem enn er á lifi. Eftir lát manns sins fluttist Ásdis til Akureyrar. Sigriður giftist Jóhanni Sigurðssyni frá Skógum á Þela- mörk, og bjuggu þau á Eyri á Flateyjardal, siðan tuttugu ár i Fjörðum og loks á Svinárnesi við Eyjafjörð. Eignuðust þau Jóhann og Sigriður tiu börn, sem öll eru á lifi. öll þessi býli þeirra systra eru nú komin i eyði. Þær systur hafa dvalizt i Reykjavik siðustu árin, og er Sig- riður á Hrafnistu, en Ásdis á Minni-Grund. Báðar hafa þær fulla sjón og lesa blöð og bækur sem ungar væru, og Asdis er að öðru leyti svo ern, að hún vinnur dag hvern fjórar klukkustundir við að brjóta saman og ganga frá þvotti á Grund. Þrir menn, sem voru með hálft kiló af hassi i fórum sinum, voru handteknir utan við Hótel Loft- leiði á Þorláksmessukvöld. Mennirnir, sem eru 18, 22 og 26 ára gamlir, eru allir Kefl- vikingar. Lögreglan hefur haft auga með þeim undanfarið, þar sem grunur lék á,að þeir hefðu Róleg jól um land allt Það voru sannarlega gleðileg jól hjá lögreglunni að þessu sinni, sagði Bjarki Eliasson, yfir- lögregluþjónn i gær, og má segja, að hátiðin hafi verið eins og jól eiga að vera hvað við kom lög- gæzlu. Það var einstaklega rólegt hjá vakthafandi lögregluþjónum. Hvað sem veldur, þá var litill sem enginn drykkjuskapur i borginni og þurfti ekki að hafa afskipti af mönnum vegna ölvunar nema i örfáum tilfellum. Oft hefur borið mikið á drykkju á Þorláksmessu, en svo var ekki að þessu sinni. Umferð var mikil, aðallega i úthverfunum. í mið- borginni voru unglingar á ferð, en ollu engum vandræðum. Timinn hringdi i lögreglu i all- flestum kaupstöðum og stærri kauptúnum landsins, og var alls staðar sömu sögu að segja. Jólin voru haldin hátiðleg eins og vera ber,og þurfti lögregla hvergi að hafa teljandi afskipti af borg- urunum. Nokkur umferðaróhöpp urðu i Reykjavik og viðar, en hvergi alvarleg. „LÍNUR ALDREI NOGU STERKAR” - segir forstjóri Landsvirkjunar ÞÓ—Reykjavik. Nú hefur komið i ljós, að skemmdir hafa orðið á nýju há- spennulinunni, sem verið er að leggja frá Búrfelli, i óveðrinu, sem geisaði aðfaranótt s.l. fimmtudags. Stálturn, sem er á svæðinu austan Þjórsár, og undir- staða undir turn skemmdust. Turninn bognaði dálitið og undir- staðan seig. Ekki er talið.að þess- ar skemmdir séu mjög alvarlegar, og þegar óhappið átti sér stað, var ekki búið að ganga fullkom- lega frá turninum. Skorið á togvíra Varðskip stuggar við Bretum við Hvalbak ÞÓ—Reykjavik Tiðindalitið var á miðunum kringum landið um jólin. Sam- kvæmt upplýsingum, sem við fengum hjá Hafsteini Hafsteins- syni, blaðafulltrúa Landhelgis- gæzlunnar, voru 34 brezkir tog- arar á veiðum út af Austfjörðum eða nánar tiltekið útaf Glettinga- nesi, og voru þessir togarar allir að veiðum innan 50 sjómilna markanna. Niu brezkir togarar voru á veiðum við Hvalbak, og stuggaði varðskip þeim i burtuán þess að til átaka kæmi. Tveir eða þrir togarar voru á veiðum fyrir utan 50 milurnar. Veður hefur verið mjög um- hleypingasamt á miðunum fyrir austan,frá hægviðri upp i átta vindstig með miklum sjó. Ekki var vitað um togara á veiðum norðan Langaness um jólin. Þá var vitað um fimm v-þýzka tog- ara á veiðum við landið.og voru þeir um 50 sjómilur frá landi, einn var úti fyrir Vestfjörðum og fjórir úti af Reykjanesi. 1 gærkvöldi var ekki vitað um brezka togara á öðru svæði en frá Hvalbak að Glettinganesi. V- þýzku togararnir voru á svipuðum slóðum og áður, eða i Vikurál, suður af Reykjanesi og einn úti fyrir Suðausturlandi. Landhelgisgæzlan skýrði frá þvi i gærkvöldi að eftir itrekaðar að- varanir hefði eitt varðskipa hcnnar skorið á togvira brezks togara úl af Austfjörðum. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa varðskipin veriö að stugga við brezkum togurum út af Aust- fjörðum siðustu dagana.oghafasl þeir aöallega við úti af Gletting. Milli klukkan 17 og 17:30 i gær- kvöldi skar svo varðskip á togvira brezka togarans Benella H132, eftir itrekaðar aðvaranir. Ekki var hægt að fá nánari upplýsingar um þetta mál, áður en blaðið fór i prentun, þar sem litlar fréttir höfðu enn borizt af atburðinum. Við spurðum Eirik Briem, for- stjóra Landsvirkjunar, hvort sami staðall hefði verið notaður við gerð nýju linunnar, sem nú er verið að leggja frá Búrfelli, og þeirrar gömlu, sem bilaði á dög- unum. Eirikur sagði.að svipaður staðall hefði verið notaður við gerð nýju linunnar, og væru báð- ar linurnar valdar eftir ströng- ustu kröfum Kanadamanna, og væru þær sérstaklega gerðar fyrir fjallasvæði og isingu. Þessar linur frá Búrfelli væru svipaðar og gamla Sogslinan og sú lina hefði ekki bilað ennþá. Það væri staðreynd.að erfitt væri að byggja linu, sem ekki bilaði. Eirikur sagði, að gallinn á kerf- inu væri sá, að kerfið væri svo ungt að árum, að það vantaði enn fleiri linur á milli staða, en þær kæmu með þróuninni. Það er brezkt verktakafyrir- tæki, sem sér um lagninguna á nýju linunni, og upphaflega átti linulögninni að véra lokið i nóvember, en vegna a.m.k. þriggja verkfalla i Bretlandi hefði verktakafyrirtækið ekki fengið afgreiddar vörur á réttum tima. Og ætti fyrirtækið þvi kröfu á réttmætri lengingu og kæmu þvi dagssektir varla til greina. — Eirikur taldi, að seint yrði komizt fyrir rafmagnsbilanir, og benti hann á rafmagnsleysið i New York á sinum tima, en þá var New York myrkvuð borg i 19 klukkutima, þrátt fyrir eitthvert fullkomnasta aðveitukerfi heims- ins. t Hau eða A mnríun verður byrjað á vinnu við lokaáfanga seinni linunnar frá Búrfelli,.en að sögn Eiriks er aðeins eftir að strekkja 17 kilómetra á þeirri linu, og verður reynt að hraða verkinu sem frekast má. Raforkuráðherra krefst skýringa Magnús Kjartansson, raforku- ráðherra hefur krafið stjórn Landsvirkjunar skýringa á stál- turnabrotinu og sliti háspennu- viranna. 1 bréfi, sem ráðherrann hefur sent stjórn Landsvirkjunar, segir m.a.” Vegna þess öngþveit- is, sem hlotizt hefur af stálturna- broti og sliti á aðalorkuveitu Suð- vesturlands nú að undanförnu og ólagi á varaaflsstöðinni i Straumsvik fer ráðuneytið þess á leit við yður, að þvi verði gerð grein fyrir orsökum þessa, ekki sizt þar sem hér er ekki um ein- stætt tilvik að ræða, að þvi er varðar háspennulinuna. Virðist svo sem Búrfellslinan hafi i upp- hafiekki verið hönnuð fyrir is- lenzkar aðstæður að þvi er veður- far snertir, þar sem hún nú bilar aftur eftir gagngerða viðgerð og styrkingu á siðasta ári. Ráðuneytið óskar eftir skýr- ingu á þvi i hverju vansmiði há- spennulinunnar og ólag Straumsvikurstöðvarinnar liggur og hver beri ábyrgð á göllum þessara mannvirkja. Ennfremur fer ráðuneytið fram á,að stjórn Landsvirkjunar geri grein fyrir þvi hverjar ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja sem bezt, að slikir atburðir endurtaki sig ekki.” hass undir höndum og dreifðu þvi. Rannsókn málsins er enn á byrjunarstigi, en telja má vist,að tveir mannanna hafi komið með hassið og mælt sér mót við hinn þriðja á þeim stað,sem þeir voru handteknir, og þar áttu kaupin að fara fram. Einn mannanna, sem væntan- lega er kaupandinn.var með hátt á annað hundrað þúsund krónur á sér, en þetta magn er 150 þúsund króna virði, þegar það er selt i „heildsölu’’ er þá grammið verð- lagt á 300 krónur. En i smásölu er verðið allmiklu hærra. Mennirnir voru allir fluttir til Keflavikur, þar sem þeir voru úrskurðaðir i gæzluvarðhald.og sátu þeir allir inni yfir jólin, en I gær var einum þeirra sleppt; er það sá,sem liklegt er,að hafi ætlað að kaupa hassið. Hinir voru úrskurðaðir i 10 og 30 daga varð- hald. Rannsókn málsins lá niðri yfir hátiðina, en hófst aftur i gær. Þeir, sem inni sitja,vilja enn ekkert segja hvar þeir fengu eitrið. Eru svör þeirra heldur loðin og segjast þeir halda, að þeir hafi fengið hassið i einhverju húsi. Gerð var húsleit heima hjá mönnunum, en þar fannst ekkert hass. FjÓldi manns hefur verið yfirheyrður vegna þessa máls, en talið er, að það sé allmiklu viðtækara en enn er komið i ljós og fleiri aðilar viðriðnir smygl og sölu á hassinu. Mörg innbrot og rán fyrir og eftir jól Nokkur innbrot og skemmdar- verk voru framin fyrir og eftir jólin, en á aðfangadag og jóladag sátu prakkarar á strák sinum og er ekki kunnugt um, að þá hafi verið framin nein spellvirki. Að kvöldi Þorláksmessu og um nóttina voru húsbrjótar iðju- samir. Brotizt var inn i bensinaf- greiðslu Esso við Nesveg, en litlu stolið. Þar i nágrenninu er Menningarstofnun Bandarikj- anna og þar voru sex stórar rúður brotnar, en ekki var gerð tilraun til að komast inn i húsið. Rúðurnar eru hver um sig 1,20 X 2 metrar að stærð. Brotizt var inn i Matardeildina i Miðbæjar- markaðnum og stolið um 8 þús. kr. Farið var inn i mannlausa ibúð við Eskihlið og stolið þaðan dýru segulbandstæki og tveim hátölur- um. Siðar um nóttina náðist piltur, sem var með helminginn af þýfinu i sinum fórum. Viðurkenndi hann innbrotið og sagði til annars pilts,sem var með honum, var hann með það,sem á vantaði af fengnum. Að loknum dansleik i Þórscafé var ráðist á mann,sem var þar fyrir utan, og stolið af honum peningaveski, sem i voru nokkur þúsund krónur. Sá,sem stal vesk- inu, henti þvi til félaga sins, sem hljóp með það, en sá.sem rændur var, hélt fast i ræningjann og sleppti honum ekki fyrr en lög- reglan tók hann i sina vörzlu. Siðar fannst sá, sem hljóp með peningana, og skilaði þeim. Siðar fannst veskið, sem búið var að tæma. Aðfaranótt þriðjudags var brotizt inn i verzlun Bjarna Sigurðssonar, Garðastræti 17 og stolið talsverðu magni af vindl- ingum. Þá var farið inn i teikni- stofu, sem er i sama húsi.og var stolið þar verðmætri reiknivél og sýningarvél. Rúða var'tekin úr húsi vallar- varðar á Melavellinum og farið þar inn. Tveim lyklakippum var stolið, segulbandstæki og nokkrum bláum ábreiðum. í gærmorgun var 16 ára gamall piltur staðinn að innbroti i kjóla- verzlunina Mær við Lækiargötú.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.