Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. desember 1972. TÍMINN Útgefandi: Frarosóknarflokkunhn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.).Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns). Auglýsingastjóri: Steingrfmur, Gislasok. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300-18306;:::::::: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald. 2.25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein^|:i§ takið. Blaðaprent h.f. :¦:§:•:< Úrræðaleysi Sjálfstæðisf lokksins Engin blöð hafa lýst þvi með sterkari orðum en málgögn Sjálfstæðisflokksins, hve mikill vandinn væri i efnahagsmálum þjóðarinnar. Engin blöð hafa bergmálað það oftar, að nauðsynlegt væri að gera róttækar ráðstafanir til úrbóta. Menn áttu þvi áreiðanlega von á þvi, að ekki myndi standa á forkólfum Sjálfstæðis- flokksins að benda á leiðir, þegar mál þessi kæmu til umræðu á Alþingi. Rikisstjórnin gerði leiðtogum Sjálfstæðisflokksins þetta lika enn auðveldara með þvi að láta þá fá aðgang að öllum gögnum og upplýsingum, sem stjórnar- völd höfðu um þessi mál. Aldrei áður hefur stjórnarandstaða fengið slikt tækifæri til að leggja fram vel undirbúnar og rökstuddar til- lögur. Niðurstaðan varð samt sú, að leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins höfðu engar vtillögur fram að færa til úrlausnar. Aðalleiðtogarnir þrir, eða þeir Jóhann Hafstein, Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen héldu þó langar ræður, þegar rætt var um fjárlögin. Þrátt fyrir persónulegan ágreining, sem er á milli þeirra, var eitt sameiginlegt með þeim öllum. Þeir bentu ekki á nein ráð. Þeir bara nöldruðu. Þeir gagnrýndu stefnu rikisstjórnarinnar, en bentu ekki á neitt i staðinn. Helzt ræddu þeir um að draga þyrf ti úr rikis- útgjöldum. En þeir bentu ekki á neitt, sem væri hægt að spara. Þvert á móti fluttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fjölda hækkunartillagna við þriðju umræðu fjárlaganna. Þá hafa þeir flutt urmul af þingsályktunartillögum um margháttuð aukin útgjöld. En frá Sjálfstæðis- flokknum hefur ekki komið ein einasta sparnaðartillaga. Hver getur borið tiltrú til slikrar stjórnar- andstöðu? Ekki fleiri bankahús Nýlega var skýrt frá þvi i blaðinu, að ákveðið hefði verið að reisa mikla stórbyggingu fyrir seðlabankanna á Arnarhólstúni. Um likt leyti var einnig skýrt frá þvi, að hafizt væri handa um að endurskoða allt bankakerfið með það fyrir augum að sameina banka og gera rekstur bankakerfisins stórum ódýrara en nú er. Ef úr þessari endurskoðun bankakerfisins verður, ætti að geta sparazt mikið húsnæði og jafnvel losnað alveg til afnota fyrir Seðlabankann eitthvert af stórhýsum viðskiptabankanna i Reykjavik. Það hlýtur þvi að teljast sjálfsagt mál, að ekki verði byggð fleiri stórhýsi fyrir bankastarfsemina fyrr en séð er, hvaða hús- rými getur sparazt við endurskoðun banka- kerfisins og sameiningu á bönkum. Réttilega er nú lögð á það mikil áherzla, að draga sem mest úr þenslu með samdrætti á opinberum framkvæmdum. Undir þeim kringumstæðum væri það fráleitt að ráðast i eina stórbygginguna enn fyrir banka- starfsemina. A.m.k. er það eðlileg lágmarks- krafa, að ekki sé ráðizt i nýja bankabyggingu fyrr en séð er fyrir endann á þvi, hvaða árangur endurskoðun bankakerfisins ber. Þ.Þ. Úr afmælisræðu Brézjnefs: Rússar tilbúnir að greiða fyrir auknum ferðalögum Gerð verði evrópsk áætlun um aukna samvinnu i tilefni af 50 ára afmæli Sovétrikjanna, hélt L. I. Brézjnef, aðalleiðtogi rúss- neska kommúnistaflokks- ins, itarlega yfirlitsræðu um heimsmálin á sérstök- um hátiðafundi í Moskvu 21. þ.m. Ræða þessi hefur vakið allmikla athygli og útdráttur úr henni verið hirtur i flestum aðalblöðum heims. Tvennt i ræðunni vakti sérstaka athygli, — annað er það að Brezjnef lýsti þeirri skoðun, að endurnýjaðar loftárásir á Norður-Vietnam gætu al- veg spillt þeim árangri, sem hefði náðst i bættri sambúð stórveldanna á þessu ári. Hitt var það, að liann deildi mjög hart á Kinverja og taldi það aðal- markmið utanrikisstefnu þeirra að spilla sem mest fyrir Sovctrikjunum. Hcr fer á eftir útdráttur úr ræðunni, sem APN hefur gert. Þar fjallar lengsti kaflinn um aukið samstarf i Evrópu og lýsir Brézjnef þar yfir þvi, að Kússar séu fúsir til að greiða fyrir ;>íikiiiiiii ferðalögum, en það mun verða ein af hclztu kröfum vesturveldanna á væntanlegri Öryggis- ráðstefnu Evrópu. Hefst svo úrdrátturinn: t RÆÐU sinni sagði L. I. Brézjnef, að þann 30. des. 1922 hefði fyrsta alrikisþing ráð- anna tekið ákvörðun um að stofna fyrsta sósialiska riki margra þjóða SSSR. Hann hélt áfram, að þjóðin hefði allan rétt til að halda þvi fram, að þjóðernamálin hefðu verið íéyst að fullu og öllu i þeirri mynd, sem fortiðin skilaði þeim af sér til Sovétrikjanna. öll sambandslýðveldin væru nú mjög vel á veg komin á sviði efnahags, visinda og menningar. En áður voru ör- birgð, sjúkdómar og fáfræði hlutskipti yfirgnæfandi meiri hluta ibúanna. Það nægir i þvi sambandi að minna á það, að i byrjun þriðja áratugs aldar- innar voru 90-96 prósent ibúa Mið-Asiu ólæsir, en 82 prósent ibúa Kazakhstan. Rikið og rússneska þjóðin veittu sambandslýðveldunum mikla aðstoð. Siðan Sovétrikin voru stofnuð hefur iðnaðar-. framleiðsla Kazakhstan 600- faldazt, iðnaðarframleiðsla Tadsjikistan 500-faldazt og i Úzbekistan næstum 240-fald- azt. Baðmullaruppskera i Úzbekistan hefur 120-faldazt og kornuppskera Kazakhstan 30-faldazt siðan 1922. t Kazakhstan og Mið-Asiu hefur ólæsi verið útrýmt. Helmingur ibúanna þar er fólk, sem hefur hlotið æðri menntun eða mið- skólamenntun. Nú vinna fleiri sérfræðingar með æðri mennt- un eða aðra sérmenntun i Úzbekistan einu, heldur en i samanlögðu efnahagslifi Sovétrikjanna i lok þriðja ára- tugsins. VARÐANDI utanrikisstefnu Sovétrikjanna, lagði ræðu- maður áherzlu á að það hefði alltaf verið köllun alþjóða- stefnu Sovétrikjanna að efla frið. L. I. Brézjnef fjallaði sér- staklega um samskipti SSSR og Norður-Vietnams. Hann sagði, að styrjöldin i Vietnam væri ekki aðeins sú landvinn- asta, heldur og sú óþverraleg- asta i sögu Bandarikjanna. Heimurinn verður nú vitni að nýjum glæpum bandariskrar heimsvaldastefnu I Vietnam. Bandarikin draga á langinn Minnismerki um geimfara, sem reist hefur verið i Moskvu. undirritun samkomulags með ýmsum skuggalegum aðferð- um. Þegar ræðumaður vék að samskiptum Sovétrikjanna og Kina, gat hann þess að eini mælikvarðinn, sem kinverskir forystumenn legðu nú á hvaða meiriháttar alþjóðlegt vanda- mál, sem vera skyldi, væri viðleitni til að valda Sovét- rikjunum og hinu sósialiska samveldi, sem mestu tjóni. Utanrikisstefna Peking ein- kennist af opinskárri skemmdarstarfsemi gegn við- leitni til að takmarka vig- búnaðarkapphlaupið, gegn baráttu fyrir afvopnun og minnkandi spennu, sem og af viðleitni til að kljúfa raðir þeirra, sem berjast fyrir þjóð- frelsi. Ræðumaður vék að þeirri yfirlýsingu kinverskra ráðmanna, að þeir óttist ein- hvers konar árás af sovézkri hálfu og tilkynnti, að Kinverj- ar hefðu engu svarað tillögu, sem Sovétrikin hafa borið fram oftar en einu sinni siðan 1969 um gerð griðasáttmála milli landanna — en drög að slikum samningi voru afhent Kinverjum 15. jan. 1971. Brézjnef benti á, að Sovét- rikin gera engar landakröfur eða efnahagslegar kröfur á hendur Kina. Hann kvað það trú Sovétrikjanna, að þegar allt kemur til alls muni hags- munir beggja rikjanna, lög- mál sögunnar sigrast á hug- lægum pólitiskum rangfærsl- um og vinátta Sovétrikjanna og Kina muni endurreist. L. I. BRÉZJNEF sagði enn fremur: Sovétrikin munu áfram fylgja þeirri stefnu sinni að tryggja frið i Evrópu. Þeirri stefnu, sem við höfum fylgt öll eftirstriðsárin og nú ber ávöxt, sem gleður sovézku þjóðina og alla þá, sem láta sér annt um frið. Við metum mikils góðsamskiptiokkar við Frakkland og munum þróa þau i samræmi við „grund- vallarreglur um samstarf" sem rikin gerðu með sér i fyrra. Við munum halda áfram að bæta og efla sam- skipti okkar við Vestur- Þýzkaland á ýmsum sviðum. Við erum reiðubúnir til þess að þróa allt, sem jákvætt er, i samskiptum okkar við lönd, eins og okkar góðu granna: Finnland, ttaliu, Norðurlönd og ýmis lönd önnur. Við erum reiðubúnir til að bæta sam- skipti okkar við þau Evrópu- lönd, sem enn hefur ekki tekizt góð sambúð við — séu þau til þess reiðubúin.Evrópuráð- stefna um öryggi og samstarf mun byrja nýjan kapitula i sögu álfunnar, en sósialisk riki hafa um árabil beitt sér fyrir þvi, að hún verði kvödd sam- an. Allt bendir til þess, að hún hefjist ekki siðar en á miðju næsta ári. Þjóðirnar búast við miklu af þessari ráðstefnu, að hún fáist við höfuðatriði i eflingu friðar i álfunni, bindi endi á ótta kalda striðsins, skapi traust á morgundaginn. Liklega má telja að árangurs- rikt starf ráðstefnunnar muni einnig koma að gagni sambúð Evrópurikja og þeirra þátt- takenda hennar, sem utan Evrópu eru — Bandarikjanna og Kanada. Við munum beita ' okkur fyrir þvi, að ráðstefnan leiði til verulegs árangurs fyr- ir alla þátttakendur hennar. Allir þekkja þau grund vallaratriði sem Sovétrikin og bandamenn þeirra telja for- sendur öryggis Evrópuþjóða. Friðhelgi landamæra, af- skiptaleysi af innanrikismál- um, sjálfstæði, jafnrétti, höfn- un valdbeitingar. VIÐ TELJUM tima kominn til að setja á dagskrá gerð evrópskra áætlunar um sam- starf á sviði efnahags og menningarmála. t þvi sam- bandi vaknar sú spurning, hvort unnt sé að finna grund- völl fyrir viðskipti milli efna- hagsbandalaga Evrópu — EBE og COMECON. Það er liklegt, ef aðildarriki Efna- hagsbandalagsins hafna til- raunum til mismununar, muni það stuðla að þróun eðlilegra tvihliða viðskipta og sam- starfs i álfunni. Oft má heyra að á Vesturlöndum telji menn menningarsamstarf og þá einkum skoðanaskipti og upp- lýsingar einkar þýðingar- mikil. Leyfið mér að taka það skýrt fram að við erum sama sinnis. Að sjálfsögðu að þvi til skildu, að slikt samstarf fari fram i virðingu fyrir fullveldi, lögum og venjum hvers lands og þjóni eflingu trúnaðar milli þjóða, hugsjónum friðar og góðs grannskapar. Við er- um og hlynntir auknum ferða- lögum. Við erum hlynntir við- tækum tengslum milli al- mennings i hinum ýmsu lönd- um, að æskufólk hittist og kynnist, fulltrúar skyldra starfsgreina, ferðalögum borgaranna, hvort heldur sem er i hópum eða á einstaklings- grundvelli. Hér er um marga möguleika að ræða, ef starfað er i anda gagnkvæmrar virðingar, en ekki kalda striðsins. FRAMUNDAN eru einnig viðræður um takmörkun vig- búnaðar og herafla i Evrópu og þá einkum i Mið-Evrópu. Sovétrikin eru hlynnt alvar- legum undirbúningi og virkri framkvæmd slikra viðræðna. Efling friðar i Evrópu er mjög þýðingarmikið mál fyrir örlög alls mannkyns. Við berj- umst af marksækni fyrir þvi, að Evrópa geti ekki af sér nýja styrjöld. Við sjáum glögglega, að hernaðarsinnar og hefndarsinnar hafa ekki hafn- að tilraunum til að snúa við þróun mála i Evrópu. En þær munu ekki ná fram að ganga. Valdahlutföll i álfunni eru i hag friði og friðsamlegu sam- starfi. L. I. Brézjnef sagði, að i við- ræðunum i Moskvu i sumar hefði verið gengið frá grund- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.