Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 28. desember lg72. $emur,sfjórn og leikur Stutt spjall við íslenzka listakonu, sen starfrækir eiginn leikflokk í Skotland llannveig Sigursson Um þessar mundir er stödd hér á landi um stutt- an tíma Rannveig Sigurs- son íslenzk leikkona og leikstjóri, sem búsett er í Edinborg og rekur þar eigiö leikhús. Rannveig er upp- alin í Reykjavík, hélt ung utan, fyrst til söngnáms í Edinborg, en síðan lá leiðin til Englands og árið 1963 lauk hún prófi frá Royal Academy of Dramatic Art and Music. Lagði hún þar bæði stund á leiklist og lát- bragðsleik og einnig lítils- háttar á leikstjórn. Blaða- maður Timans hitti hana að máli fyrir skemmstu, en hún býrnúhjá systur sinni í Reykjavík. Ef'tir að ég iauk námi i Lundiin- um var ég af og til með leikflokk- um, sem ferðuðust um og sýndu bæði enskum og skozkum, en fastréð mig hvergi. Ég kynntist fljótlega mörgu áhugafólki um leiklist, sem oft á tiðum höfðu ekki tima eða ástæður til að sinna þessu áhugamáli sinu, eins og hugur þess stóð til, eöa fullnuma sig i greininni. Ég veitti þvi lika athygli að margir atvinnuleikar- ar töldu sig yfir það hafna að vinna með sliku fólki. Þessu var öfugt farið með mig, mér finnst mjög gaman að vinna með fólki, sem hefur listina i sér, ef svo má segja, fólki, sem hefur virkilega hæfileika til að bera, þótt það hafi ekki hlotið skólun i listinni. Þetta verður svo til þess að ég stofna 50 manna leikflokk árið 1968 og hef starfrækt hann siðan. Leik- flokkurinn heitir The Masquerad- ers Company, á iselnzku gæti hann heitið Grimurnar. —Ertu þá að mestu með ólært áhugafólk, eða hefur þú kennt þeim sjálf? — Ég hef kennt'þeim sjálf, það sem þau hafa lært. — Hvers konar verk takið þið aðallega til sýningar? — Við höfum tekið nokkur stærri verk til sýninga t.d. „They don't grow in Trees" og „Wait until dark", en það held ég að sé bezta sýning á minum vegum. Þegar við erum ekki með stærri verk höfum við á boðstólum það sem við köllum á ensku „A variety show", það er ýmiskonar blandað efni, látbragðslist, ball- ett, skozkir dansar og söngvar og popptónlist — I leikskrám, sem Rannveig sýnir mér, sé ég að hún hefur sjálf samið töluvert af efni sýninganna og auk þess að stjórna uppsetn- ingum leikur hún gjarna sjálf og oft mörg hlutverk i sama verkinu. — Þetta, sem ég sem, eru þætt- ir, sem byggjast á látbragðslist, óg er vist eini starfandi leikarihn i Skotlandi, sem er sérhæfður i þeirri tegund leiklistar. Þessa þætti vinn ég þannig,aðéghlusta á tónlist og fæ hugmyndir minar i gegnum hana. Ég reyni að skynja einhverja sögu út úr tónlistinni og kem henni á framfæri i formi lát- bragðsleiks. Þegar þættirnir eru svo sýndir læt ég tónlistina hljóma á bak við, reyni að láta leikinn og tónlistina mynda eina heild. Látbragðsleikur er mjög erfið listgrein, og það þarf að gera hlutina mjög nákvæmlega, svo að tilætluð áhrif náist. Rannveig sýnir mér ýmis plögg, leikskrár og myndir frá sýningum hennar. Ég rekst þar á blaðaúrklippur, þar sem fjallað „Fámennið er ykkar mesta lán — Spjallað við enskan stúdent, sem hér dvelst við íslenzkunám f f t vetur dvelst hér við Islenzku- nám enskur piltur, Paul Turner að nafni. Við héldum á hans fund fyrir nokkrum dögum I þvl skyni að fræðast litið eitt af honum um orsakir þær, sem að baki liggja verunni hér á landi, fyrra nám hans I Englandi og slðast en ekki sizt kynni hans af landi og þjóð og samanburð hans á þeim við það, sem hann áður þekkti. Páll hinn enski er ósköp venju- legur I ytra útliti, meðalmaður á hæð, skolhærður og sker sig á engan hátt frá tslendingum, utan hvað hann virðist til muna bros- mildari og hressilegri I viðmóti en það fólk, sem við eigum að kynnast dags daglega. Manni virðist nefnilega oft, að islenzkt æskufólk taki sjálft sig svo alvar- lega, að það megi ekki láta sjást á sér gleðibragð. Það sé sem sagt alveg að kikna undah hinni þungu byrði , sem þvi sé á herðar lögð af vondum stjornvöldum og öðrum. Til að vinna sig I álit hjá hinum ráðsettUftekur það þvl þann kost- inn að ganga um með jarðar- fararsvip. Er fundum okkar enska-Páls lýstur saman, verður mér, alvar- lega hugsandi Islendingi, fyrst fyrir að spyrja um ætt hans og uppruna, en er ekki tekst að koma honum.i ætt við nokkurn þann, er ég kannast við, sný ég blaðinu við og spyr um hvaðan frá hann sé, eins og siður er hér, þegar gest ber að garði. — Ég er fæddur og uppalinn i London, I austurbænum þar, en það er aðalíðnaðarhverfið I borg- — Þar sem Islendingar fylgjast af áhuga með ensku knattspyrn- unni;væri ekki úr vegi að spyrja þig um uppáhaldsliðið þitt. — Auðvitað West Ham, hvernig á annað að vera á þessu svæði. Það er eitt alskemmtilegasta liðið og dregur til sin fjölda áhorfenda, enda leikur það knattspyrnu meö sóknarleik fyrir augum, en pakkar ekki 8-9 mönnum i vörn eins og sumra liða er siður, ef þau leika við sér sterkari lið að dómi forráðamanna. Þetta hefur líka borið þann árangur, að liðið var lengi vel i haust markhæst i fyrstu deildinni. Finnandi til vanmáttar míns gagnvart þessum enska knatt- spyrnujöfri, ákveö ég að breyta um umræðuefni og sný mér að skólavist hans erlendis. — Ég lauk námi frá menntaskóla i London vorið 1971, segir Páll, en þar lagði ég mesta áherzlu á mál- fræði, tungumál og enskar bók- menntir. Ég hef geysigaman af alls lags málvisindum, einkum upprunafræði. Þvi ákvað ég að setjast i University College i London i fyrrahaust og læra þar islenzku og norsku hjá Peter Foote. Þá komst ég i kynni við fornbókmenntirnar ykkar, en áður hafði ég ekkert af islenzkum bókmenntum lesið. Mér er nefni- lega illa við að lesa bækur i þýð- ingum. Nú, svo ákvað ég að koma hingað til frekara náms i Islenzku, bæði sökum áhuga á málinu sjálfu, og eins er nauðsyn- legt að kunna töluvert i þvi til að átta sig á germönskum málum, en islenzkan er lang likust þvi, sem talið er, að germanska frum- málið hafi verið, af þeim öllum. Það getur verið algjör nauðsyn að kunna islenzku til að átta sig á uppruna og skyldleika orða i ensku. Til námsins hér hef ég fengið styrk frá islenzka rikinu, sem nemur 25.000 krónum fyrir 3 mánuði. í:g er ákaflega þakk- látur fyrir hann, en hann hrekkur um það bil fyrir mat og húsnæði á Nýja-Garði, þar sem ég bý. Stúlkurnar stórfallegar, en kaldar i viðmóti Þá er komið að hinni sigildu spurningu, hvernig likar þér hér? — Alveg einstaklega vel. Einkum lifið á Garði-, það er svo frjálst og óbundið, eins og raunar allt lif hér á landi virðist vera. Þar er það einkum fámennið, sem kemur til. Það er ykkar mesta lán að vera svo fá, sem raun ber vitni, þið hafið fyrir bragðið aðstöðu til að vera þið sjálf, frjálsir einstakl- ingar, en ekki múgsálir, þrúgaðar af fjöldanum. I London finnur maður oft til innilokunarkenndar, sökum þess gifurlega fólksfjölda, sem þar er að finna, og bygginganna, sem þrengja að manni á alla vegu. Sliku er ekki til að dreifa hér. Til þess er Reykjavik enn ekki orðin nógu stór i sniðum, þvi betur. — Hvað viltu segja um Islend- inga? — Ég hef ekkert nema gott af þeim að segja. Þeir eru nokkuð seinteknir, en ágætir i reynd. Manni virðist þeir nokkuð kulda legir i upphafi, en það fer af við nánari kynni. Stúlkurnar hér eru stórfalleg- ar, en þvi miður er viðmót þeirra margra heldur kalt. Það kemur t.d. vel fram á danshiisum, að þú getur boðið upp hverri dömunni af annarri og fengið afsvar hjá þeim öllum. E.t.v. á þetta bara við um útlendinga og að þjóð- erniskenndin sé svona sterk. En ég held þó fremur, að þetta stafi af þvi, að stúlkurnar áliti, að hver sá,sem býður þeim i dans, stefni að þvi að enda með þær I bólinu. Þvi er sökin e.t.v. fremur ykkar karlmannanna megin i þessum efnum. Takmarkið virðist að verða fullur Ekki er laust við, að ég finni til sneypu undir þessu tali, ef það skyldi rétt reynast, að það ætti við alla islenzka karlmenn. Þvi ákveð ég að leiða talið frá slíku, en vik mér að öðrum þætti, eigi alls óskyldum, sem sé vin- „menningu" íslendinga. — Ég er ekki viss um, að tslend- ingar drekki svo mikið, segir Turner. Hins vegar drekka þeir nokkuð öðru visi en aðrar þjóðir, eða mestmegnis aðeins tvö kvöld, i stað þess að vera að sulla með þetta upp á hvern dag. Aftur á móti virðist það takmark þeirra með drykkju sinni að verða fullir - þvi miður- og það er þetta atriði, sem svo mjög setur svip sinn á lifið hér um helgar. — Þetta gæti meðfram stafað af þvi, að Islendingar eru greinilega duglegir og vinna mjög mikið. Það hlýtur á hinn bóginn að ala af sér streitu, sem svo brýzt út i helgarfylliriunum, þegar menn reyna að varpa áhyggjunum frá sér með drykkju og gleymsku. „Algjörlega á ykkar bandi i landhelgisdeil- unni" Á þessum timum, þegar Land- helgismálið hefur algeran for- gang, eins og lýðum hefur verrð gert íjóst, verður ekki skilizt svo við samræður við Englending, að maður ekki grennslist eftir áliti hans á þvi máli og afstöðu til þess. — Eins og áður kom fram, er ég frá London, og þar er ekki mikið um þessi mál hugsað, og þau eru litt i sviðsljósinu, þar eð þau skipta hagsmuni Londonbúa litlu eða engu. Aftur á móti verður þvi ekki i móti mælt, að fyrir út- gerðarbæina i Norður-Englandi og Skotlandi er þarna um töluvert að tefla, en það eru aðeins hags- munir örlítils brots þjóðarinnar, en ekki hennar allrar, sem i veði Aðra sögu er að segja hér- lendis. Fiskveiðar eruómótmælan lega ykkar lifibrauð, og þvi er eðlilegt, að þið viljið einir njóta fiskimiðanna við landið, sem eru ykkar langstærsta auðlind. Sjónarmið ykkar um verndun og skynsamlega nýtingu fiskimið- anna hljóta þvi allir þeir, sem hugsa rökrétt um málin, að virða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.