Tíminn - 28.12.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 28.12.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 28. desember 1972. ,,bér megið til meðað drekka þetta allt,” sagði frú Betteson. „Manni hitnar bara fyrst af þvi, þaðsvalar á eftir. Tuesday bjó það til.” ,,Var það raunverulega „englabarnið”, sem bjó það til!” Frú Betteson sagði, án þess að láta sem hún heyrði tilraun Conniar til að vera fyndin: ,,Ég er hrædd um, að hann sé leiður yfir einhverju... eitthvað sem hryggir hann. Hann er alveg búinn að missa málið.” Connie hafði ekki áhuga. Hún dreypti á sjóðheitu teinu. Frú Betteson settist við hliðina á henni. „Það er nú bara svalt hérna.” „Svalt?” sagði Connie. „Finnst yður svalt hérna?” Frú Betteson leit á Connie. Henni fannst hún ekki hafa útlit fyrir að vera veik, en ef til vill var það vegna mælikvarðans, sem frú Betteson hafði á veikindalegt útlit. Frú Portman hafði verið veikindaleg. Telpan þarna var hvorki eins falleg né eins veik og frú Portman hafði verið. „Hvar er ungfrú Alison?” „Hún fór að lita á Burmadreng.” „Hvers konar Burmadreng?” „Hann er með taugaveiki.” „Taugaveiki? Yður getur ekki verið alvara!” „Jæja, kannske er það bara blóðsótt. bað er ekki svo gott að þekkja það i sundur. Ungfrú Alison hefur hvorki haft tíma til að hvila sig eða borða nokkuð að gagni.” Connie hristi höfuðið vantrúuð og saup á bollanum. Hún hafði alls ekki i hyggju að verða veik. Væri maður sannfærður um að verða veik- ur, varð maður það lika, og samkvæmt sama lögmáli hlaut að vera hægt að komast hjá að verða veikur, ef maður var nógu staðráðinn i að verða það ekki. Ilún mundi allt i einu eftir, að hún hafði nokkrar asperintöflur i tösk- unni sinni. Móðir hennar hafði verið afar veik fyrir asperini. Hún hafði verið veik l'yrir asperini á sam hátt og aðrar konur voru veikar fyrir sigarettum eða súkkulaði. Ófrávikjanlega tók móður hennar inn ákveðinn I jölda asperintafla daglega. bakklætiskennd skaut upp i huga Conniear til móður hennar, þegar hún var að hrista fjórar asperintöflur úr glasinu, setti þær upp i sig og skolaði þeim niður með teinu. Frú Betteson virtist ekkert taka eftir þvi, að Connie var að fá sér asperin, og hel'ði hún á annað borö veitt þvi athygli, hefði hún litið á það eins og hún leit á Búddalikneskið hans Bettesons. Trúarlega séð var þó ekki mikill munur á asperini og Búddalikneski, báðum var ætlað að vernda fólk á dularfullan hátt frá hinu illa. Ekki hafði Betteson verið heppinn i vali sinu á heilla-Búdda. En eins og áður segir, tók hún ekki eltir asperintöflunum hennar Conniear, en sagði i framhaldi af þvi, sem hún var að lala um: „Haldi hún þannig áfram, þrælar hún sér út! Ef hún smitast þá ekki al' einhverju áður.” „Þannig eru þessar blendings stelpur. bær þræla sér út. Ætli þær séu ekki l'æddar til þess!” Frú Betteson sat með greipar spenntar um hnén og horfði gegnum brotna glerið á nautgriparekstur, sem fór um veginn. „Mér finnst hún góð stúlka.” „Ekki hel' ég gefið annað i skyn!” „Það likar mér vel aö heyra, þvi að mér er fyllsta alvara.” „bað get ég skilið.” Frú Betteson heyrði vist ekki siðustu athugasemdina. Hún skipti áhyggjum sinum með þeim Tuesday, sem ekki hafði opnað munninn allan morguninn og ungfrú Alison, sem þrælaði sér út við að hjálpa öðr- um. Hún stóð upp. „Ég ætla að fara og sjá hvernig gengur. Ef til vill get ég liðsinnt henni eitthvað.” „Liðsinna? bvi þá það? Hvað eigum við að vera hér lengi?” „Það veit ég ekki, mig minnir, að Paterson talaði um klukkustund. Billinn verður að kólna. Langar yður i eitthvað að borða?” „Hvað er á boðstólum? Nei annars, það skiptir ekki máli, mig langar ekki i neitt.” Connie fór ofan i tösku sina og náði i sólgleraugun, þurrkaði af þeim og setti þau upp. Að þvi loknu sá hún allt greinilegar en áður og kom auga á striðsdansinn, sem frú Betteson hafði rétt hjá henni. Frú Bette- son var að fæla upp gamm. Gammurinn kom svifandi ofan úr skellibjörtu loftinu og hoppaði um allt i ætisleit. Frú Betteson stormaði til hans og hrakti hann á brott. Þá fór hann að hringsóla yfir höfði hennar, og i hvert sinn, sem hann nálgaðist, baðaði hún út höndunum i ákafa. Um leið æpti hún og skrækti — hásum skerandi skrækjum eins og hún væri alveg búin að tapa sér. Connie sat ennþá i skugga trjánna og gat ekki varizt hlátri. Henni svelgdist á munnfylli af tei, svo mikið hló hún að frú Betteson. F'rú Betteson gafst allt i einu upp við að hrópa og slá að gamminum. Þess i stað hljóp hún að bilnum og sótti eitthvað, sem var aftan við aftursætið. Það var riffillinn hans Portmans. Hún hljóp til og tók sér stöðu i miðju rjóðrinu kringum farveginn. Svo skaut hún beint upp i loftið. Skothvellurinn rauf kyrrðina og bergmálaði i klettunum. Niðri á veginum barðist uxi um til að losna, sandurinn þyrlaðist um hann, er hann i æðislegum ótta reyndi allt hvað af tók að losna við okið. Mökkur af grænum páfagaukum flaug skrækjandi upp úr næstu trjátoppum, og Burmabúarnir og allir horuðú Indverjarnir, sem lágu samanhnipraðir i skikkjudruslunum sinum, hlógu að þessari furðulegu kvenpersónu. Það glampaði á tennurnar i dökku kringlóttu andlitunum. Það sem eftir var dagsins, stóð þessi atburður Connie fyrir hugskots- sjónum. Henni létti heilmikið, þegar henni varð hugsað til hans. Meira að segja moltnaði úr henni höfuðverkurinn, sem hún hafði haft undan- farna daga. Þegar þau bjuggu um sig fyrir nóttina, var allt með likum svip og þegar þau áðu um hádegið. Þau áttu ekki margra kosta völ vegna þess, hve vegurinn var mjór og umferðin mikil. Eins og áður stönzuðu þau i þurrum farvegi en i þetta skipti var skógarrjóðrið ennþá minna. Þau urðu aö tjalda inni i sjálfum skóginum. Paterson ákvað, að Connie og ungfrú Alison skyldu sofa i tjaldinu. Undir eins og Connie heyrði það fór hún inn i tjaldið, bjó um sig og háttaði. Aftur lagðist hún og beið þess, að Paterson eða Ungfrú Alison kæmu að lita til hennar. Hún var að fá höfuðverk aftur, og hún hafði innilokunarkennd i tjaldinu. Skammt frá tjaldinu stóðu uxar og nauðuðu af hungri út i myrkrið. Fimmtiu metra frá henni sátu fjórir Indverjar og sungu nistandi dapurlega, hún var að verða vitlaust á að hlusta á þá endurtaka i sifellu sama fjórtóna stefið. Þau geta ekki öll hafa gleymt mér, hugsaði hún. Einhver hlýtur að koma. Henni leið illa i maganum, og öðru hvoru var hún að þvi komin að kasta upp, hún fékk þessi köst með nokkurra minútna millibili. Svalur gustur kom inn um tjalddyrnar, og hún heyrði skrjáfa i laufinu fyrir utan. Hrollur fór um hana. Að stundu liðinni opnaði hún augun og sá Tuesday i tjalddyrunum. „Kvöldmatur, ungfrú Con. Paterson bað mig að biðja yður að gera svo vel.” „Ég er ekki svöng, þakka þér fyrir, ég ætla að vera hér”. Lárétt 1) Maður,- 5) Fisks.- 7) Óhreinindi.- 9) Und - 11) Skst,- 12) 55,- 13) Vond,- 15) Gubbi,- 16) Samið,- 18) Opinberra gjalda,- Lóðrétt 1) Þakklæti.- 2) Lærdómur,- 3) 550.- 4) Svei,- 6) Vitlaus,- 8) Fiskur.- 10) Sund,- 14) Hlemmur.-15) Kyn.- 17) Guð.- Ráðning á gátu No. 1295 Lárétt 1) Vargur,- 5) Ars,- 7) Sóp.- 9) Sól.-11) KN.-12) La.-13) Ana,- 15) Auk. 16) Gil. 18) Ándaða. Lóðrétt 1) Vaskar.- 2) Ráp,- 3) Gr,- 4) Uss.- 6) Blakka.- 8) Ónn,- 10) Ólu.- 14) Agn,- 15) Ala,- 17) ID,- lUlilllHi I, 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8,15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 Og 10.00 Morgunbæn kl 7.45. M orgunleikf imi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl 8.45: Herdis Egilsdóttir les nýja skessusögu frum- samda. Tilkynningar kl. 9.30 Létt lög á milli liða. Ilávaði og hcyrnarvernd kl 10.25: Erlingur Þorsteins- son læknir flytur varnarorð. Morgunpopp kl. 10.45 Emerson Lake og Palmer syngja og leika Fréttir kl. 11.00. Tónlcikar: Hans- Gunther Wauer leikur Prelúdiu og fúgu um nafnið BACH eflir Lizt/Einsöngvarar. kór og hljómsveit austurr- út- varpsins flytja Sálmasin- fóniu eftir Stravinský og Te Deum eftir Kodaly. Stjórn- andi: Milan Horvat. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 13.00A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Búnaðarþátlur: Úr b c i ni a b ö g u m G i s 1 i Kristjánsson ritstjóri talar við Friðrik Jónsson bónda á Þorvaldsstöðum i Skriðdal. (endurt.) 14.30 Siðdcgissagan: „Siðasta skip suður” eftir Jökul Jakobsson.Höfundur les H) 15.00 Miðdegistónlcikar: Giimul tónlist.Madrigala- kvartettinn i Madrid syngur spænska madrigala. Anthony Newmann leikur á sembal Forleik i b-moll eftir Johann Sebastian Bach og Sónötu nr. 33. eftir Haydn. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Poppbornið. 17.10 Rarnatimi: Olga Guðrún Árnadóttir stjórnar a. I.jósið Frásagnir , kvæði og tónlist. Lesari með Olgu Guðrúnu: Agúst Guð- mundsson. b. Útvarpssaga harnanna: „Egill á Kakka" cftir Jobn Lie.Bjarni Jóns- son isl. Gunnar Valdimars- son les (4). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Glugginn Umsjónar- menn: Gylfi Gislason, Guðrún Helgadóttir og Sigrún Björnsdóttir. 20.05 Jólaleikrit útvarpsins: „Harpagon eða Hinn ágjarni” eftir Jean-Baptiste M o1ié r e . Þý ð a n di : Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Helgi Skúlason Persónur og leikendur: Harpagon/Valur Gislason Cléante, sonur hans/Arnar Jónsson Elisa, dóttir hans/Margrét Guðmunds- dóttir Anselm/Jón Aðils Valéer, sonur Anselms/Þorsteinn Gunnarsson Mariane, dóttir Anselms/Þórunn Sigurðardóttir Frosine/Sigriður Hagalin Meistari Simon/Karl Guðmundsson Meistari Jacíjues, ekill og bryti/Árni Tryggvason. Þjónar hjá Harpagon/Kjartan Ragnarsson og Jón Hjartar- son Lögreglu- lulltrúi/Valdemar Helgason 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir 1 sjón- b e n d i n g : Þe g a r M o r g u n s t j ö r n u n n i v a r bjargaö. Sveinn Sæmunds- son rifjar upp gamalt sam- tal við Einar Ólafsson stýri- mann. 22.45 Manstu eltir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli Dagskrálok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.