Tíminn - 28.12.1972, Side 13

Tíminn - 28.12.1972, Side 13
Finimtudagur 28. desember 1972. TIMINN 13 Hjálparsveitir skáta um land allt, standa nú fyrir flugeldamörkuöum. Hvergi er meira úrval! FLUGELDAR, BLYS, STJÖRNULJÓS, GOS; SÖLIRO. M. FL. UtsölustaÓir: Fiugeldamarkaöir eru undirstaða reksturs Hjálparsveitanna. Við hvetjum því fólk til aö verzla eingöngu við okkur. REYKJAVÍK Skátabúðin, Snorrabraut Skátabúðin, Bankastræti Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Sýningarsalurinn við Hlemm Við Breiðholtskjör. KÓPAVOGUR Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7 Bílasala Kópavogs, Nýbýlavegi 4 GARÐAHREPPUR Goðatún 2 í Kaupfélaginu Garðaflöt SUÐURNES Aðalútsalan Skátaheimilið, Njarðvík einnig víðs vegar á Suðurnesjum ISAFJÖRÐUR Skátaheimilið VESTMANNAEYJAR . Skólavegur 13 Skólavegur 1 Brynjólfsbúð AKUREYRI Hafnarstræti 105 BLÖNDUÓS Gengið í hús Stefán Kr. Vigfússon: r Utrýmum áfenginu! Áfengisneyzla islenzku þjóðar- innar er nú komin á það stig, að hryggðar- og áhyggjuefni hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum. Sé haldið áfram á þessari braut, er ekki annað sjáanlegt en að þjóðarvoði sé fyrir dyrum. Atburðirnir frá 17. júni siðastliðn- um hrópa svo hátt, að þjóðin hlýt- ur að vakna. Þó að hún hafi sofið fast þangað til, hlýtur hún að bregða blundi; hún getur ekki lengur flotið sofandi að þeim feigðarósi, sem siðferði hennar, menningu og sjálfstæði ber nú óð- fluga að, hún hlýtur að þekkja sinn vitjunartima og breyta um stefnu, áður en það er orðið um seinna. Það hefur svo margt veriö rætt og ritað um skaðsemi áfengisins og þær margvislegu, hörmulegu afleiðingar, sem neyzla þess hef- ur i för með sér, að ég ætla ekki að ræða þá hlið málsins að þessu sinni, enda mun flestum vera þetta ljóst, sem sjá vilja. Til eru skýrslur og töiur, sem gefa upp- lýsingar um áslandið, svo og umsagnir margra manna, sem sökum stöðu sinnar hafa náin kynni af málinu. Þessar upplýs- ingar eru ógnvekjandi, og er hverjum manni hollt að kynna sér þær sem bezt, til að geta myndað sér raunhæfa skoðun á málinu. i þessu máli sem öðrum er nauðsynlegt að gera sér ljóst markið, sem að ber að stefna, og hvaða leiðirséu heppilegastar til að ná settu marki. Ætlun min með linum þessum er að ræða þetta nokkuð og koma fram með ákveðnar tillögur i málinu. Ég vil þá i upphafi taka fram, að markið, sem keppa ber að, er alger útrýming áfengis úr land- inu. Hvernig þvi marki verður náð, vil ég setja fram i eftirfar- andi tiilögum: 1. Allir áfengir drykkir séu alger- lega bannaðir á íslandi (sjá þó lið 2). 2. Þegar vinbannið er lögieitt, geta þó þeir, sem orðnir eru 21 árs og þess óska, fengið ákveð- ið magn af vini árlega; skammturinn miðist við það, að um óhóflega vinnautn geti ekki orðið að ræða, að öðru leyti miðist hann við pöntun. Úthlut- un fari fram svo oft, sem hag- kværht eða heppilegt þykir, sérstaklega með tilliti til notkunar áfengisins. Þessum skammti íai viðkomandi að halda, svo lengi sem hann ósk- ar þess. 3. Að öðru leyti en þvi, sem um getur i lið 2, verði algert áfengisbann. 4. Hver maður, sem fær vinleyfi, hafi kort, undirritað af löglegu yfirvaldi, sem sýnir, að hann hafi þetta leyfi. Um tillögurnar vil ég segja þetta: Sumum kann að virðast óheppi- legtað láta útrýminguna taka svo langan tima. Þetta held ég þó, að sé nauðsynlegt til að tryggja, svo sem auðið er, að lögin verði i heiðri höfð. Aö setja i fyrstu lotu algert og skilyrðislaust bann væri rnjög óhyggilegt, þvi vitað er, að þeir, sem neyta vins að mun, eiga i flestum tilfellum mjög erfitt með að leggja það nið- ur og mundu neyta allra bragða til að verða sér úti um það. Þessa menn á að láta haí'a hóflegan vin- skamint,meðan þeir æskja þess. Það getur auðvitað tekið allt upp i 50 ár, að viniö hverfi algerlegaúr landinu, en meö hverju árinu, sem liður, mundi þáö minnka. Þótt þessir menn fengju hóflegan vinskammt, mundi þess litið gæta, þvi að sjálfsögðu er þess vænzt, að allir, sem treysta sér til, al'sali sér vininu. Allt eftirlit nteð áfengisneyzlu yrði mun auð- veidara og ekki nema brot af þvi, sem nú er. Sjálfsagt dettur mönnum nú i hug, að auðveit muni að beita svindli i sambandi viö úthlulun vinsins, og þá eftir ýmsum leið- um meira vini úthlutað en lög standa til, Ég held þó, að vei megi koma i veg íyrir þetta með góðu skipulagi. Hugsa mætli sér t.d.,að hver sýslumaður hei'ði skrásetta alla þá»_sem vinleyfi hafa i hans umdæmi, þetta gæfi hann áfengisútsölunni i Reykjavik upp, og hún sendi svo i hvern kaupstað úti á landi það áfengismagn, sem fara ætti i það umhverfi. Á hverj- um þessara staða hefði svo áfengisútsalan trúnaðarmann, sem sæi um afhendingu áfengis- ins. i Iteykjavik sæi áfengisútsal- an um afhendingu. Að sjálfsögðu yrði þess krafizt, að vin yrði ekki um hönd haft á al- mannafæri og alls ekki á sam- komum eða mannamótum. Þetta fyrirkomulag að iáta vinið smáfjara út, held ég,að yrði langsamlega affarasælast, beita ekki hörku, en sýna þeim tillits- semi, sem eru orðnir svo hand- gengir Bakkusi, að þeir treysta sér ekki til að snúa við honum bakinu. Aðaiatriðið er, að kynslóðirnar, sem upp vaxa, komist aldreii kynni við hann, — þá ætti þeim að reynast auðvelt að vera án vinsins. Með tilliti til ríkissjóðsins væri þessi aöferð hagkvæm. Eins og allir vita, eru það drjúgar tekjur, sem rikið hefur af áfengissolunni, þaö mun þvi vera hagkvæmt, einnig á þessu sviði, að vinið smáfjari út, en engin stökkbreyt- ing verði. Að visu mundi þjóðin fljótlega iá endurgreiddan eftir mörgum leiðum þann tekjumissi, sem yrði á áfengisútsölunni, i spöruð- um útgjöldum, aukinni fram- leiðslu o.fl., auk hinna miklu og ó m e t a n 1 e g u menningarlegu úrbóta, sem vinbannið mundi hafa i för með sér. Margir munu sennilega lita svo á, að það sé Ijarstæða að hugsa sér, að við íslendingar gelum komið á og haldið vinbanni i landinu, jal'n liðar og samgöngur séu orðnar við útlönd; fjöldi Is- lendinga fari utan árlega,og muni verða örðugt fy.rir þá að standa á móti vininu, sem alls staðar sé á boðs'tólum. Þelta er þó ekki eins alvarlegt og sýnist i fljólu bragði; þeinsem hafa vinleyfi,eru auðvit- að frjálsir. Fyrir unga fólkið, sem litil eða engin kynni hefur haft *f vininu, á þetta að vera auðve t. En framar öllu öðru er það þó sterk þjóðerniskennd og þjóðar- metnaður, sem mun bjarga þessu máli. Það er sagt um Ungverja, að sé farið fram á eitthvað við þá, sem þeir telja sér vansæmd að, hafi þeir á reiðum höndum hið stolta svar: ,,Ég er Magyar”. Þar með er málið útrætt. Getum við ts- lendingar ekki i sambandi við vinið lekið okkur þetta til fyrir- myndar? ,,Ég er íslendingur”. Með þvi svari væri skirskotað til islenzkra laga, og mundu allir taka það gilt. Það mætti hverjum tslendingi vera metnaöur og sæmd að gefa slikt svar undir þessum kringumstæðum. Það hlýtur að vera skylda hverrar rikisstjórnar að vinna að velíerð þjóðarinnar á sem flest- um sviðum. Alveg sérstaklega hlýtur það að vera skylda rikis- sljórna að vinna gegn allri spill- ingu innan þjóðfélagsins, öllu þvi, sem veikir þjóðfélagið, andlega og efnalega, gerir þjóðina ósjálf- stæðari og ófærari um aö bjarga sér, leiðir yfir hana ómenningu og siðferðilegt hrun. En allt þetta gerir vinið. Ég vil þvi skora á r Jón Grétar Sigurösson héraðsdómslögmaður Skólavörðustig 12 Simi 18783 rikisstjórnina islenzku að taka upp nú þegar baráttu gegn vin- naulninni. Sem byrjunaraðgerðir mælti nel'na: 1. Hætta algerlega vinveitingum i öllum opinberum veizlum. 2. Hætta útsölu á vini á föstudög- um og laugardögum. 3. Herða mjög eftirlil með þvi.að börn og unglingar nái ekki i vin, og láta þá sæta þungum viður- lögum, sem verða uppvisir að þvi, að aðstoða unglinga við að ná i vin, eða selja þeim það. Núverandi rikisstjórn hefur látið ýmis mál til sin taka, sið- an hún kom til valda. Yfir þau öll gnæfir þó eitt, útfærsla land- helginnar. Vonazt er til, að sú aðgerð færi þjóðinni aukna björg i bú og verði ein styrk- asta stoðin undir fjárhagsaf- komu hennar á komandi árum. En hvað stoðar stækkun land- helginnar, ef óhollar lifsvenjur, og margháttuð spilling brýtur þjóðina niður að innanverðu frá. Ofneýzla áfengra drykkja vinnur markvisst að þvi að brjóta niður siðferði og efna- hagslif þjóðarinnar, þessvegna hlýtur það að verða eitt efsta málið á dagskrá rikisstjórnar- innar aö gera Bakkus útlægan úr landinu. 1 tslenzka þjóðin hefur um aldaraðir verið vopnlaus þjóð i striðandi heimi. Þvi ætti hún ekki eins að geta verið vinlaus þjóð i vindrukknum heimi? Fátt mundi betur tryggja okkur hamingju- samt þjóðfélag og framtið okkar sem sjálfstæðrar menningarþjóð- ar. j LÖGFRÆÐI j SKRIFSTOFA j j Vilhjálmur Ámason, hrl. j Lxkjargötu 12. | I (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.) ^ Simar 24635 7 16307.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.