Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.12.1972, Blaðsíða 16
„Hræðilegt að sjá borgina” - rætt við Sigríði Loftsdóttur, sem bjó í Managua SB—Rcykjavik islendingarnir, sem störfuðu á vegum SÞ i IVIanagua i Nicara- gua, sátu i gær fund i San Salva- dor, ásamt öðrum starfsmönnum SÞ til að ráðgast um, hvort þeir ættu að fara aftur til Managua og freista þess að bjarga einhverju af eigum sinum þar. Meðan fund- urinn stóð yfir, ræddi Timinn við Sigriði Loftsdóttur, eiginkonu Einars Sveinssonar, en þau hafa vcrið búsett i Managua i átta mánuði, en dveljast nú i San Salvador i EI Salvador eins og hinir Islendingarnir. — Við Einar höfðum setið úti og spjallað saman um kvöldið, en vorum að búa okkur undir að fara i háttinn, þegar fyrri kippurinn kom, sagði Sigriður. — Það var um kl. hálf eitt á Þorláksmessu- kvöld. Einar var farinn inn til að slökkva á plötuspilaranum, en ég var að tina saman glös og þess háttar. Ég datt á grasið, en Einar varö að styðja sig við veggi og dyrastafi til að komast út. Raf- magnið fór og allt var koldimmt svo ekki sáust handa skil. Ég hrópaði til hans, að barnið væri inni, dóttir okkar, sem er þriggja ára. Einar sótti hana og við fórum Hjálpar- beiðni Um hátiðarnar barst hing- að til lands hjálparbeiðni vegna hörmunganna i Mana- qua i Nicaragua. A jóladag sendi Kauði kross islands fjárhæð til hjálparstarfsins og sama gerði lljálparstofnun kirkj- unnar. Iljálparstofnun kirkjunnar og Itauði kross islands hafa ákvcðið að efna til skyndi- fjársöfnunar til styrktar fórnarlömbum jarðskjálft- anna. Söfnunin mun standa til þrettándakvölds, <i. janú- ar, og verða þegar gerðar ráðstafanir til scndingar á innkoinnu fé, er söfnuninni lýkur. Eramlögum iná koma til þcssara aðila.sem hér segir: Kauði kross islands tckur við framlögum I skrifstof- unni að öldugötu 4 og á gfró- reikning IIOOIIO. Hjálparstofn- un kirkjunnar tekur á móti framlögum i Biskupsstofu, hjá sóknarprestuin og á giró- reikning 20001. Sem kunnugt er, má greiða inn á giróreikninga í öllum bönkum, sparisjóðum og próstafgreiðslum landsins. Þvi fé, sem Itauða krossi islands berst, verður ráð- stafað i samráði við Alþjóða- samband Kauða kross félaga og þvi fé, sem Hjálparstofn- un kirkjunnar berst, verður ráðstafað í samráði við Al- kirkjuráðið í Genf. öll út á tún þar serri engin tré voru i grenndinni, ef þau kynnu að falla. Þegar við vorum komin þangað og sezt fyrir, kom annar kippur. Siðan fór ég inn til að sækja peysur og teppi, þvi við sá- um fram á að vera þarna alla nóttina og undarlega kalt var orð- ið úti, mér fannst alveg einkenni- legt veðrið eftir þessi ósköp. Við höfðum miklar áhyggjur af hinum Islendingunum og reynd- um að hringja annað slagið, en simasambandið var rofnað. Strax kl. 7 um morguninn fórum við til Jóns Jónssonar og fjöl- skyldu hans, Guðrúnar og fjög- urra barna. Þar var allt i lagi, en Jón var farinn til Guðmundar Sigvaldasonar, en þar hafði húsið hrunið. Svo vel vildi til,að Guð- mundur og konan voru ekki hátt- uð, þvi húsveggurinn hrundi ofan i rúm þeirra. Siðan var ákveðið, að allir skyldu koma út til okkar Einars. Við búum tólf og hálfan kilómetra frá sjálfri borginni. Allir tóku með sér jólamatinn og siðan var tekið til við að elda undir beru lofti. Alla jólanóttina sátum við svo úti. Ég fékk garðyrkjumann til að klippa skjól út úr háu gras- inu i móunum þarna og þar héld- um við til. Um nóttina komu nýir kippir annað slagið. Um morguninn fóru þeir Einar og Guðmundur út á flugvöll til að reyna að fá far til San Salvador fyrir okkur. Við fengum tiu sið- ustu sætin i vélinni, en Einar og Guðmundur komu á jeppa yfir á eftir. — Eru jarðskjálftar algengir þarna? — Við höfum ekki verið hérna nema i átta mánuði, en aldrei fundið jaröskjálfta fyrr en núna i desember. Þeir hafa fundizt öðru hvoru allan mánuðinn, en aðeins veikir, maður tók varla eftir þeim, fyrr en þessi ósköp komu. — Hvernig var um að litast i borginni? — Við skruppum þangað um morguninn og þar var alveg hræðilegt að sjá það. Engin leið var að þekkja göturnar, sem maður var svo vanur að aka um. Hvergi stóð steinn yfir steini i miðborginni, en ástandið var skárra eftir þvi sem lengra dró út á við. Maður furðaði sig á þvi, hvað fólkið var rólegt, það hefur senni- lega ekki verið búið að átta sig á hvað hafði gerzt. — Hvað hefur verið gert i borg- inni siðan? — Það er verið að sprengja og brenna það.sem eftir er af henni, og koma fólkinu burtu. Heyrzt hefur, að skæð barnaveiki sé farin að geisa. Hún var að ganga þarna, en var i rénuin-, en mun nú hafa blossað upp aftur.og börnin hrynja niður, sérstaklega þau yngstu. — Er nokkuð vitað, hvort íslendingarnir koma heim, eða lara eitthvert annað? — Nei, ekki enn. Þarna störfuðu 27 fjölskyldur á vegum SÞ við ýmislegt,og það getur tekið tima að ákveða, hvað verður næst. Við höfum það gott hérna i San Salva- dor, vantar bara eigur okkar, og það er ekki útséð um,að við fáum eitthvað af þeim hingað. Allir biðja að heilsa heim og óska gleðilegra jóla. Hér gleymdust jólin alveg, sagði Sigriður að endingu. Ekki er enn ljóst, hversu marg- ir hafa týnt lifi i hamförunum, en talið er.að þeir geti skipt tugum þúsunda. Möðruvallakirkja talin ónýt SB—Reykjavik. I óveðrinu fyrir jólin stór- skemmdist kirkjan að Mörðu- völlum i Eyjafirði, svo að hún er jafnvel talin ónýt. Lyftist kirkjan upp og færðist til á grunninum, um það bil hálfa breidd sina, þannig að tröppurnar, sem áður voru fyrir miðju, eru nú við suðurhornið. Festingar slitnuðu, nema ein, sem tók með sér undir- . stöðuna, sem hún er múruð i. Altaristafla kirkjunnar, sem er ævagömul og úr alabasti, skemmdist ekkert, né heldur klukknaportið, sem stendur framan við kirkjuna,og er einnig mjög merkur forngripur. Margrét Friðbjarnardóttir (t.v.) og Sveinbjörg Eyvindardóttir með jólabörnin sin. (Timamynd Gunnar) Tvö jólabörn á fæðingardeildinni SB—Kcykjavik Uandspitalans eru tveir drengir, Jólabörnin á Fæðingardeild scm fæddust meö rúmlcga ,,Jólagjöfum" frá Nixon rignir: 20 þúsund tonn af klukkustundar millibili á að- fangadag. Timinn brá sér i heim- sókn og fékk að mynda jólabörnin i fangi mæðra sinna. Fyrri dreng- urinn, sonur Margrétar Erlu Friðbjarnardóttur og Þorkels Júliussonar, og þriðja barn þeirra, fæddist kl. 4.20 og vó 2840 grömm. Sagðist Margrét hafa átt von á jólabarni. sprengjum á viku NTB—Saigon Herstjórn Bandarikjamanna i Saigon upplýsti i gær, að flug- vellir, járnbrautarstöðvar, orku- ver og birgðastöðvar f N-VIetnam heföi verið eyðilagt á einni viku, fyrir tilstilli 1100 flugvéla. Um 20 þús. lestum af sprengjum hefur verið varpað yfir allt N-Vietnam siðan 18. desember. 1 siðari heimsstyrjöldinni var varpað um 5 milljónum lesta af sprengjum Bandamanna á Evrópu og Japan til samans. Talan er nú orðin hærri i Vietnam i þaö heila. Talsmaður her- stjórnarinnar sagði, að loft- árásunum yrði haldið áfram. Tólf flugvélar af gerðinni B-52 hafa verið skotnar niður og sex af öðrum gerðum. Heimildir hersins i Saigon telja þetta mestu sóknrsem gerð hefur verið i lofti gegn N-Vietnam.og hafi nú allt verið eyðilagt, sem N- Vietnamar kynnu að hafa byggt upp hernaðarlega, meðan hlé var á loftárásum norðan 20. breiddar- baugsins. Sonur Sveinbjargar Eyvindar- dóttur og Sturlu Rögnvaldssonar er fyrsta barn þeirra og fæddist hann kl. 5.40. Hann vó 3650 grömm. Sveinbjörg sagði, að hann hefði átt að fæðast á að- fangadag, en hún hefði samt vilj- að, að hann hefði beðið svolitið lengur með að koma i heiminn. Timinn óskar jólabörnunum og foreldrum þeirra til hamingju. Munið jólatrésskemmtun Framsóknarfélaganna á Hótel Sögu á laugardaginn - Sjá nánar á bls. 10 ----------;----------------\ Fimmtudagur 28. desember 1972. Trumanlátinn SB—Reykjavik Ilarry S. Truman, fyrrum for- seti Bandarikjanna, sá 33. i rööinni, lézt i Kansas City á annan jóladag, 88 ára að aídri. Hann hafði legið þrjár vikur á sjúkrahúsi. Hann verður jarð- settur i heimabæ sfnum, Indipendence f Missouri, þar sem hann hefur átt heima sfðan hann flutti úr Hvita húsinu. Truman varð forseti Banda- rikjanna 1945, er Franklin D. Roosevelt féll frá, en Truman var varaforseti hans. Hann var for- seti til 1953, er Eisenhower var kjörinn. Meðal þess, sem Trumans verður sérstaklega minnzt fyrir, er, að hann lét varpa kjarnorku- sprengjum á Hiroshima og Nagasaki, einu kjarnorku- sprengjunum, sem notaðar hafa verið i styrjöld; hann kom á fót „Marshall-aðstoðinni” svo- nefndu, sem til þess var að að- stoða við uppbyggingu Evrópu eftir striðið. Hann var einnig maðurinn, sem sendi banda- riskan her til Kóreu árið 1950, i samráði við SÞ. I dag er sendiráð Banda- rikjanna á íslandi og Menningar- stofnunin lokuð til mánningar um Truman.Minningabók mun liggja frammi i sendiráðinu frá kl. 9.30 til 12.30 Og 2.30 til 5.30 á föstu- daginn fyrir þá, sem vilja votta virðingu sina. Pearson dauðvona NTB—Ottawa Lester Pearson, fyrrum for- sætisráðherra Kanada, e:r mjög langt leiddur af krabbameini og er nú búinn að missa meðvitund. Hann er 75 ára. Pearson dvelst á heimili sinu, skammt frá Ottawa.og fær læknismeðferð þar. Krabba- meinið hefur nú náð til lifrar- innar ogsegja læknar, að Pearson eigi ekki langt eftir. Fram til þessa hefur þvi verið haldið leyndu, að Pearson gengi með krabbamein. Hann fékk friðar- verðlaun Nóbels árið 1957.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.