Tíminn - 29.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.12.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 29. desember 1972 TÍMINN 15 Stálbræðsla Framhald áf bls. 9. gegnum eldhaf og gný mótlætis og mæðu á hversdagsgöngu um heiminn? Eða vann bláa himnan hlutverk vonar og trúar á veginum gegnum verksmiðjuna? Annars er óþarfi að lýsa ein- stökum atvikum nánar. Þá verður eigin sjón sögu rikari. En ekki má gleyma, að þarna voru starfsmenn stofnunarinnar hvar- vetna eins og verðir við veginn, með verkfæri i höndum hver við sitt oft óskiljanlega hlutverk. Liktust sumir þvi sem sagt er frá i miðaldafræðum kirkjunnar um kölska, með krókstjaka og stengur i höndum. Annars virtust vélarnar sjálfar hafa vit og - osýnilegar hendur stjórna öllu frá þvi brotajárnsdraslið hvarf inn i ketilinn, kom aftur i ljós sem fallandi, glóandi málmiðufoss, varð fyrir vatni, sem kældi og klippum sem skáru svera búta, flat'.ist siðan út i hellur og plötur, og siðast skorið og klippt i skips- hliðar og stengur, reiðubúið til af- nota i tæknistöðvum og stál- smiðjum nútimans. Einar Benediktsson lýsir þessum undrum á sinn frábæra hátt i þessum hendingum „Greipar stáls með eimsins orku elta, hnoða málmsins storku. Falla i laðir logaiður létt sem barnshönd móti vax. Lyftist hamrar heljartaks, hrynja járnbjörg sundruð niður, velta eins og eldhraunsskriður undir sleggju, töng og sax”. Þannig upp aftur — endalaus hringrás nætur og daga, með ein- hverjum hvildum þó, sem sagt varaðgerðværu með vissu milli- bili. Þarna vinna um 2000 manns, þót fáir virtust að verki I okkar leið. En hún var lika óralöng. Stálsmiðjan er stór og haldast þar i hendur hugsun, vit framtak, forsjá og ábyrgð. „Rafaeldur, eimur, vöðvar, allt knýr rauðabrunans stöðvar- Allra krafta og handa er neytt. Viljans, hjartans, vitsins menning vopnast hér i einni þrenning”, segir Einar enn- fremur, og ekki má það gleymast. Satt að segja verkar þessi kraftstöð elds og máttar mest til að vekja hrylling i islenzkri sál, sem gjörzt þekkir eldinn frá iðrum jarðar i öðru umhverfi, óbundinn og æðandi hömlulaust, eða þá i lýsingum kirkjunnar, frá sögnum skálda og klerka af imynduðum vitisglóðum. Sú hryllingskennd i hugum okkar verður bezt tjáð i örstuttri frásögn, sem einn dönsku sam- ferðamannanna hvislaði að mér, eða öllu heldur hrópaði, þótt úr yrði hvisl á þessa leið: „Maður nokkur, sem var hér á ferð féll i yfirlið af hita og heljargufum. Erfiðlega gekk að vekja hann til meðvitundar, en tókst þó um siðir. En þegar hann opnaði augum og litaðist um varð honum að orði: „Svona fór það. Ég átti þá fyrir mér að fara alla leið hingað til helvitis”. En svo varð honum litið á hjálparmenn sina og bætti við: „Það er þó altjend bót i máli að hafa ykkur hérna lika”. Loksins var göngunni lokið og við stóðum við stórt hlið og horfðum út á sjóinn. Eiginlega nær nokkur hluti stálsmiðjunnar út i fjörðinn, þar sem stór hafskip taka við varningnum og flytja hann til fjarlægra landa. Allir kusu heldur að fara þarna út og ganga til baka undir beru lofti utan dyra. Eftir stundarkorn komum við aftur til bifreiðanna stóru, sem biðu okkar. Mér fannst við öll vera eitthvað undarlega fjarlæg umheiminum i bili Reynslunni rikari og þekk- ingunni meiri um stóriðju og tækni 20.aldarinnar reyndum við að brosa gegn brosum vinanna, sem umkringdu okkur með alúð og umhyggju eins og við bærum þreytt börn. En hvernig er það, væri ekki rétt úr þvi að sildin er horfin, og fiskurinn að deyja úr djúpum tslandsálum, að við reyndum að eignast svona verksmiðju, án mengunar samt, til að veita nokkrum hundruðum heimila lifsnauðsynjar? Við eigum nóg af ótæmandi orku i rafaelda og eitt- hvað af brotajárnsdrasli, sem bæta mætti upp með öðru. Gæti slikt starfsstöð ekki orðið til heilla fyrir land og lýð? Arelius Nielsson ■ Sigldi á Framhald af bls. 1. þær slóðir, sem ásiglingin átti sér stað, og hélt það sig skammt fyrir utan togarana, en fyrir utan 50 sjómilurnar. Herskipið er 2800 tonn að stærð og á þvi er 235 manna áhöfn. Nokkru eftir at- burðinn, sem fyrr segir frá, tóku brezku togararnir sig til og sigídu á eftir varðskipunum, sem voru tvö á þessum slóðum. Sigldu tiu togarar á eftir hvoru varðskipi.og gerðu þeir sig liklega til að sigla á þau, en hættu þvi þó fljótlega. Eins og fyrr segir, þá eru skemmdir á varðskipinu Óðni ekki miklar, og hafa varðskips- menn gert við þær til bráða- birgða. Ekki er enn vitað um skemmdir á togaranum. — Siðari hluta dags i gær var aðeins vitað um þrjá brezka togara að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna, og voru þeir austur af Hvalbak. Þess má geta, að Brucella er i eigu sama útgerðarfélags og Benella H 162, en sem kunnugt er, þá klippti varðskip á vira þess togara i fyrradag. Mótmæli Brezki sendiherrann á Islandi, McKenzie, kallaði Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, á sinn fund i gærmorgun og bar fram munnleg mótmæli frá brezku rik- isstjórninni vegna atburðarins úti af Glettinganesi i fyrradag, er varðskip klippti á togvira Benella. Einar Agústsson utanrikisráð- herra, hefur svo kallað McKenzie á sinn fund i dag og mun hann mótmæla harðlega ásiglingu Brucella á óðin. Þá var Niels P. Sigurðsson, sendiherra i London, kallaður á fund brezkra stjórnvalda i gær- kvöldi út af atburðunum, sem gerðust i gær. Á víðavangi seldri þjónustu og beinum sköttum fyrirtækisins gætu numið unt 7,8 milljónum á ári i byrjun og aukizt upp i 20 milljónir við fulla stækkun verksmiðjunnar. Meginniðurstaða þessarar áætlunar Rannsóknaráðs rikisins er sú, að hér sé um athyglisverðan möguleika að ræða.og líkur séu fyrir þvi, að traustar tæknilegar og við- skiptalegar forsendur séu fyrir hendi. Lagt cr til, að rikisstjórnin beiti sér fyrir athugun á málinu með fram- kvæindir fyrir augum. i viðræðum hafa fulltrúar hins skozka fyrirtækis lagt rika áherzlu á það,að orðið géti úr kaupum á 4000 tonnum af þangmjöli frá þangmjöls- verksmiðju á Reykhólum á árinu 1974. Ef það reynist ekki unnt,verður fyrirtækið að gera aðrar ráðstafanir i hráefnisút- vegun sinni. Með tilliti til þessara naumu tímamarka þarf að hefja undirbúning hið allra fyrsta, þannig að hægt verði að taka ákvörðun um byggingu og panta tæki til verksmiðjunnar i marz-april 1973 og hefja framkvæmdir við vega- og hafnargerð svo fljótt sem aðstæður leyfa eftir það”. — TK TRlÓ SVERRIS GARÐARSSONAR ADELIO SKEMMTIR BORÐPANTANIR I SÍMUM 22321 22322. BLOMASALUR KVÖLDVERÐUR FRÁ KL. 7 BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9 VIKINGASALUR HLJOMSVEIT JONS PALS SÖNGKONA ÞURlÐUR SIGURÐARDOTTIR' wr/em Ljós á himni KgT um við okkur ekkert á að minnast á þetta, enda var okkur öllum talsvert brugðið, og átti ég erfitt með svefn um nóttina. Þá höfðum við samband við Þóri Ingvarsson, en hann leysti föður sinn af á vakt i gjaldskýl- inu á jólanóttina. Þórir sagðist ekki hafa orðið var við neitt óvenjulegt um nótt- ina. Umferð hefði verið litil, og enginn hefði haft orð á neinu sliku við sig. — Þess ber þó að geta, sagði hann, að úr gjaldskýlinu sé ég ekki út i Kúagerði, vegna þess að leiti ber i milli, og hafi ljósin verið lágt á lofti,gætu þau auð- veldlega hafa verið handan þess. Hvaða ljósagangur hefur þarna verið, er þvi enn óskýrt, og væri okkur fengur að frétta, hafi fleiri orðið einhvers varir, eða ef ein- hverjir kynnu skil á fyrirbærun- um þessa nótt. Kannski hefur þarna verið á ferli huldufólk, þó að þess stund renni fyrst upp á nýársnótt samkvæmt þjóðtrúnni. Einhverjir kynnu lika að imynda sér, að jólastjarnan hafi nú sézt i annað sinn á nóttina helgu. Blaðburöarbörnum Timans er boðið á jóla- trésskemmtun, sem haldin verður á Hótel Sögu :{(). desember. Þau eru vinsamlega beðin að sækja boðsmiða i afgreiðslu Timans i Bankastræti 7. Flugeldamarkaður Opið til kl. 10 í kvöld Trúbfunar- HRINGIR Fljót afgreiðsla Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR <& ÞORSTEINSSON <g gullsmiður Bankastræti 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.